Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Bergljót Bjarnadóttir var fædd á Flateyri við Önundarijörð 8. júlí 1910. Hún lést á Landspitalanum 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefanfa Arn- grímsdóttir (1875-1949) og Bjarni Jónatansson 1875-1921. Systkini Bergljótar eru Dag- rún (1903-1929), Arngrímur (1904-1905), Bergljót (1906-1908), Arngrím- ur (1908-1991), Una f. 1911, Njáll, f. 1913, Sólveig, f. 1916, Anfríður Alfsdóttir sammæðra (1896-1980), og Anna Bjarna- dóttir (1899-1992) og Guð- Látin er tengdamóðir mín, Bergljót Bjarnadóttir, frá Haukadal í Dýrafirði, áttatíu og átta ára að aldri. Berljót vai- glæsileg kona, móðir fjögurra barna, sem öll komust á legg. Hún var gift Helga Pálssyni, kennara í Haukadal. Börn þeirra eru Andrea, húsmóðir í Reykjavík, Bjarni Ólafur, skipherra, látinn, Svavar, kennari, látinn og Guðmunda, fangavörður í Reykjavík. A sjötta áratugnum fluttu þau hjón til Reykjavíkur vestan úr Haukadal. Börnin voru þá upp kom- in og flutt á undan þeim til Reykja- víkur. Skömmu seinna kynntist ég Bjarna Ólafi syni þeirra, eiginmanni mínum. Helgi andaðist fyrir fjórtán árum og hefur Bergljót verið ekkja síðan. Ég minnist Bergljótar við þessi þáttaskil sem sérstakrar sæmdai'- konu. Hún bar mikla umhyggju fyrir afkomendum sínum og hlúði að þeim sem áttu um sárt að binda og þurftu á henni að halda í erfiðleikum sínum. Það má einnig minnast þess hve hún var Sveinfríði mágkonu sinni góð, sem bjó hjá þeim hjónum í mörg ár, eða þangað til hún fór á Grund. Fannst Bergljótu erfitt að láta hana fara frá sér. Bergljót var mér kær enda fylgdist hún alltaf með mér og höfðum við ætíð samband alveg fram á síðasta dag. Bergljót var mikil hannyrðakona, en allt sem hún vann í höndunum vildi hún að kæmi afkomendum sín- um til góða. Þannig var hún vakin og mundur Bjarnason samfeðra. Bergljót var tekin í fóstur níu ára fömul til hjónanna stríðar Eggerts- dóttur og Jóns Guð- mundssonar að Höll í Haukadal í Dýra- firði og ólst þar upp. Hinn 24. mars 1928 giftist Bergljót Helga Pálssyni sjó- manni og síðar kennara og verk- sfjóra, f. 10.11. 1900, d. 2.12. 1982. Þau áttu fjögur börn sem eru: 1) Andrea, sjúkraliði, f. 1927, var gift Jós- ep Helgasyni, f. 1924, og átti með honum tvær dætur. Seinni maður var Guðbjartur Sigur- sofin alla daga við að útbúa gjafir, bæði á jólum og á afmælum, handa stórum hópi barnabarna og barna- barnabai'na. Haukadalurinn var henni alla tíð mjög kær. Hún hafði á orði, að sig langaði mikið vestur í sumar til að sjá Haukadalinn sinn í síðasta sinn, en þá var hún orðin svo veik, að ekki þótti ráðlegt að fara með hana. Ég bið Bei'gljótu guðs blessunar með þakklæti fyrir ailt sem hún gerði fyrir mig og mín böm. Hvíli hún í friði. Hröun Sveinsdóttir Níu ára gömul stúlka með brúnar þykkar fléttur vafðar upp á höfuðið í ökklasíðum kjólgopa með skinnskó á fótum töltir á eftir lambám. Ung lag- leg kona hrein og strokin með drif- hvíta svuntu hengir upp þvott við Brautarholtsbæinn. Þéttvaxin mið- aldra kona með tvo telpuhnokka á gangi eftir Laugaveginum. Glaðleg eldri kona situr í öndvegi umkringd afkomendum. Vökul augun fylgjast vel með. Hún er í essinu sínu. Hugurinn hvarflar yfir umliðna ævi Bergljótar Bjarnadóttur ömmu okkar. Konu sem tengdi okkur við fortíð og ekki síður samtíð. Var mið- punktur stórrar fjölskyldu. Hún var sú sem mundi lengst og fræddi með sögum og frásögnum. Sagði okkur fréttir af hinum. Átti yfir 70 afkom- endur og mundi alla afmælisdaga langt yfir áttrætt. Söknum hennar gísli Bergmann Kristjánsson f. 1914, d. 1967. Þeirra börn eru fjögur. 2) Bjarni Olafur, skip- herra hjá Landhelgisgæslunni, f. 1930, d. 1983, kvæntur Hrönn Sveinsdóttur, f. 1936. Þeirra börn eru íjögur. 3) Svavar, kennari, f. 1931, d. 1975, var kvæntur Guð- rúnu Guðmundsdóttur, f. 1921, d. 1982. Þeirra börn eru þijú. Seinni kona var Unnur Bjarna- dóttir, f. 1927, d. 1982. 4) Guð- munda, fangavörður, f. 1933, var gift Davíð Guðmundssyni og áttu þau sex börn. Seinni maður var Bjarni Bjarnason lektor. Þá ólu þau hjón upp Helga Jón Davíðs- son, f. 1955, elsta son Guðmundu, og Bergljót Helga, elsta dóttir Andreu, dvaldi hjá þeim um nokkurra ára skeið í Haukadal. Bergljót og Helgi bjuggu í Braut- arholti í Haukadal í Dýrafirði. Til Reykjavíkur fluttust þau 1952 og voru síðast til heimilis áð Norður- brún 1. Utför Bergljótar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. sem með elsku sinni umvafði hvert okkai'. Hefur verið þáttur í tilveru okkar frá upphafi. Gengum að henni vísri. Var alltaf til staðar þegar við þurftum. Minnumst ótta lítilla kolla og heilabrota um að sá dagur rynni að hún færi á brott. Hún var jú amma sem eðli málsins samkvæmt myndi einhvem tíma deyja. Sú hugs- un var óbærileg. Oskuðum þess að hún ætti aldrei afmæli og væri bara amma óbreytt. Þær óskii' rættust eðlilega ekki. Hún varð sjötug og hún varð áttræð; alltaf eins. En svo fór að halla undan fæti. Síðast gaf minnið sig. Óörugg og hrædd. Til- vistin gaf ekki lengur sömu ánægju og gleði. Og enn minnumst við liðinna stunda. Amma með fléttur og svuntu. Afi með pípu. Sáum Hauka- dalinn hennar ljóslifandi fyrir okkm' og litla hnátu koma þangað í fóstur. Skynjum sorgina yfir látnum föður. Hennar lán var að eignast heimili í Höllinni. í þessum fallega dal þar sem mannlífið blómstraði. Samtímafólkið; ,Jísa mín“, „Jón fóstri", Ella á Holti, Eggi og Gummi P. Fólkið hennar sem hún gaf hún okkur hlutdeild í lífs eða liðið. Dalurinn þar sem óvættir hræddu hana, skriðui'nar og áin. Hún ófrísk af Andreu og trúlof- uð afa 17 ára. Hún að sauma skinn- skó og staga sokka. Hún að baka brauð og búa til kæfu. Hennar reynsla var okkar reynsla og hennar fólk var okkar fólk. Svo Ijóslifandi voru lýsingamar. Það voru forrétt- indi að eiga þessa ömmu. Öfunduð- um Helga bróður dálítið af að fá að eiga heima hjá henni. Slógumst um hver ætti að gista þegar slík tæki- færi gáfust. Sofna við mjúka stroku um kinn og vakna við hana aftur. Sá af tíma til að flétta ljósa lokka og þvo óhreinar lúkur. Afi kátur, hún að syngja. Það voru komnir gestir og við fengum líka að vaka. Engin leikfóng og ekkert sjón- varp. Bara töluboxið hennar ömmu og hún sjálf. Við að sækja afa í mat- inn. Sterk lyktin af signa fisknum og mörflotinu. Aliir að hafa hljótt undir fréttalestrinum. Leiða afa aftur þennan spöl í vinnuna. Morgunkaffi, hádegismatur, eftir- miðdagskaffi, kvöldmatur og kvöld- kaffíð með útvarpssögunni. Allt hlýtt og notalegt. Hjá henni var öryggið; allt á sama tíma eftir fastri reglu. Það líkaði ungum sálum. Seinna saumaði hún tískufötin eftir lýsingu. Sefaði rótlausan unglinginn. Fyllti öryggi. Enn seinna hélt hún stórfjöl- skyldunni saman. Að hittast hjá henni um helgar var einn þáttur hins daglega lífs. Kenndi okkur að vera manneskj- ur. Ömmu okkar Bergljótu Bjarna- dóttur þökkum við af alhug alla r Blómabúðin > öa^ðskom . v/ Fossvogskii*kjugQ>-ð . Símh 554 0500 y hennar elsku og gæsku. Megi hún hvfla sátt. Bergljót Davíðsdóttir, María Davíðsdóttir. Kveðja til ömmu minnar: Þú varst mér ástrík, einlæg, sönn, mitt athvarf lífs á brautum, þinn kærleik snart ei tímans tönn, hann traust mitt var í hvíld og önn, í sæld og sorg og þrautum. Hver var þér trúrri í stöðu og stétt, hver stærri að þreki og vilja, hver meiri að forðast flekk og blett, hver fremri að stunda satt og rétt, hver skyldur fyrri að skilja? Eg veit þú heim ert horfm nú og hafm þrautir yfir; svo mæt og góð, svo trygg og trú, svo tállaus, falslaus reyndist þú,- égveitþúlátínlifrr. (Steinn Sigurðsson) Ragnheiður Davíðsdóttir. Það er sumarmorgunn og bjai't- hærður gutti er með krónu í vasanum á leiðinni í strætó til ömmu sinnar. Það er heitt og Bústaðavegurinn er holóttur og strætisvagninn lyftir ryk- skýi sem leggst makindalega yfir óbyggðan Fossvogsdalinn. Strákur- inn ætlar sér að maula jólaköku hjá henni ömmu sinni og stinga öllum bökuðu rúsínunum í vasann þegar hún sér ekki til. Kannski ætlar hann líka að stinga sykurmola ofan í kaffið, sjá hana rýna í bollann sinn og ráða í framtíðina. Síðan ætlar hann að veiða dúfui' í bakgarðinum. Hann iðar í sætinu því leiðin er löng þegar til- hlökkun ætlar að bera mann ofurliði. Þetta er amma hans sem saumar á hann jólafötin. Síðast fékk hann fána- bláar buxur sem entust langt fram á vorið. Þetta er amma hans sem kenndi honum að borða saltaðar gell- ur og kinnar og vestfirskan hnoðmör. Þetta er amma hans sem lagar flík- urnar hans og stoppar í slitin sokka- plöggin. Þetta er líka amma hans sem nær aldrei að venja hann við skötuna sem ævinlega er borðuð hjá henni í hádeginu á Þorláksdag. Löngu, löngu síðar átti þessi amma hans eftir að flytja hjartnæma ræðu um ömmu- strákinn sinn þegar hann tyllti stúd- entshúfunni á Ijósan kollinn sinn. Hún átti líka eftrr að dansa við hann svo brosmild í sjötugsafinæli móður hans. Enginn vissi þá að það var hennar síðasti dans. Éngan gat held- ur grunað að hún ætti eftir að sjá eig- inmann sinn og lífsfórunaut hverfa til feðra sinna, hvað þá að hún ætti eftir að horfa á báða syni sína falla langt fyrii' aldur fram. En þetta er nú amman sem stendur allt af sér, þetta er amman sem einlægt sér ljósið. Þetta er hún amma Begga. Amma Begga sem nú er horfin í faðm drengjanna sinna. Horfin til afa sem mun leiða hana um víðáttur þar sem svartalognið ríkir, þar sem allir dag- ar eru eins og bjartir vordagar í Dýrafirði, þar sem allar nætur eru eins kyrrar og sumarnæturnar í Haukadal. Jón Orn Guðbjartsson. Með þessum örfáu ljóðlínum lang- ar mig til að kveðja þig, elsku amma. Margs er aú minnast, mai'gt er hér aú þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Amma mín. Blessuð sé minning þín. Þín sonardóttir, Berglind Bjarnadóttir. Það er eins og það molni eitthvað utanaf sjálfum manni þegar öldung- arnir sem voru burðarásar bernskuminninga minna berast til grafar. Það minnir mig á það að það molnar úr fleiru en lítilsigldri sál, eftir því sem árin flytja hana í áfangastað. Ég man að það molnaði á hverju ári úr stóra steininum sem skýldi okkur í hjásetunni fyrir rosan- um. Það molnar líka úr björgunum. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG STEINÞÓRSDÓTTIR, Mýrarholti 14, Ólafsvík, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugar- daginn 5. september kl. 13.00. Sonja Guðlaugsdóttir, Óttar Guðlaugsson, Steinþór Guðlaugsson, Guðmunda Guðlaugsdóttir, Rafn Guðlaugsson, Magnús Guðlaugsson, Sólveig Guðlaugsdóttir, Björg Guðlaugsdóttir, Guðlaug S. Guðlaugsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ÚTFARARÞJÓNUSTAN EHF. Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjórí útfararstjórí BERGLJOT BJARNADÓTTIR Við skiljum það vel, að hver sá sem þjónað hefur út sinn tíma verðskuld- ar sína hvfld að starfsdegi loknum. En hann hverfur að jafnaði ekki sporlaust frá mannlegri veröld. Sporin hennar Bergljótar liggja hér og hvar, eins og hjá flestum öðr- um. En flest þefira stór og smá eru á Haukadalsgrundum við Dýrafjörð. Önnur spor hennar liggja í sálum samferðafólksins, einnig stór og smá eftir atvikum. Ég komst ekkert hjá því, að hún steig skref inn í sál mína. Það er þess vegna sem mig langar til þess, að segja frá persónuleika henn- ar. Það verður að sjálfsögðu engin tæmandi frásögn, því að þetta er enginn vettvangur til þess. Ég vildi að það gæti verið eins og ljúfur blær, - mildur þeyr af Kaldbak og Koltus- horni, - fjöllunum sem skýldu æsku hennar, sem strýkur nú um vanga hennar að lokum í kveðjuskyni í hinsta sinn. Bergljót var þeirrar gerðar, að okkur, sem vorum samferða henni á hennar blómaskeiði, fannst að hana vanhagaði um flest sem þurfti til lífsmátans, sem einkenndi líka alltof marga á þeirri tíð. En hún Begga bar þá reisn í fasi og þokka að sveinsstauli úr Keldu- dalnum, - sem er nábýli við Hauka- dal, með Sveinseyri á milli sín, eins og ég var þá, - hlaut að gefa persón- unni gaum sem átti athygli fólksins í dansins ró. Við vorum ekkert á „glámbekk“ úr Keldudalnum, vegna landslags- ins sem króaði hann af á báða vegu landleiðina. En fréttir bárust fyrr eða síðar í okkar vinhlýja dal. Það töldust meiriháttar fréttir þegar það barst í Keldudalinn að hún Bergljót í Höll hafði eignast stúlku- barn. Hún var sautján ára þá. Þetta var á því herrans ári 1927. Ég var ellefu ára þá. Ég minnist þess enn- þá hve mikil málgleði umlék dalinn í hljóðlátu skrafi. Fréttaauki varð til. Ári síðar giftist hún barnsföður sín- um, Helga Pálssyni í Brautarholti í Haukadal. Að mínu mati var Helgi Pálsson vel gerður gáfumaður, hrjúfur með barnshjarta eins og var einkenni ættar hans. Ég tel að hjúskapur þeirra hafi verið með þeim tryggðum sem best gerist. Og nútímafólk gæti margt lært af því. En Begga gekk með þá dulúð í fasi og reisn sem enginn kann að meta til Guðsgjafa eins og það er orðað. Flestir töldu ekki auðlegð í hennar garði og gáfu því takmarkaðan gaum að hún var alltaf gefandi. Þá spyrjum við: „Hvað var hún að gefa, blásnauð konan?“ Ég svara því þannig, að hún bar reisn og myndugleika, sem kom mörgum í opna skjöldu. Hún átti frá- bæra hæfileika í rödd sinni, sem eng- inn skeytti um að gefa þann gaum að rækta hana, meta eða þjálfa til af- urða. Þar bar hana hæst í sérstakri reisn. Hún átti líka þetta stóra hjarta, þar sem hún af gæsku sinni eða góðvilja hélt að allt gæti rúmast. Hún var að mínu mati fógur sál í vonskunnar veröld. Hitt er svo það að ég er ekki dómari. Núna að leiðar- lokum þökkum við þessari glaðværu konu reisn og fegurð sem var eins og hádegissól dalalífsins. Við, sem eigum hljómfagi'a rödd þessarar konu í minni, eigum ylinn í hjartanu meðan það slær. En við komum í humátt á eftir henni. Gleymið því ekki að biðja henni vel- farnaðai- á nýrri vegferð. Það greiðir henni leið. Við signum gröf hennar af einlægni bai'nshjartans. Guð veri með henni. Kær kveðja. Skarphéðinn Ossurarson. • Fleirí mmaingargreinar nni Ilergljótn Bjarnadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.