Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 15 FRÉTTIR STJÓRNENDUR Olís tóku við verðlaununum, frá vinstri: Einar Bene- diktsson, Thomas Möller, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir horgarstjóri, Ragnheiður B. Guðmundsson, Hafsteinn Guðmundsson. Olís verðlaunað fyrir umhverfi bensínstöðva OLÍS hlaut fyrr í sumar Um- hverfisviðurkenningu Reykjavík- urborgar 1998, en hún er veitt þeim fyrirtækjum sem skara fram úr í umhverfisvernd og mengunarvörnum. Olís fékk viðurkenninguna fyrst og fremst fyrir framlag fé- lagsins til landgræðslumála, bæti- efni sem félagið setur í allt sitt bensín, góða vinnuaðstöðu starfs- manna og almenna þátttöku starfsmanna félagsins í að fylgja umhverfísstefnu félagsins eftir, meðal annars með flokkun sorps. Nýlega fékk OIís aðra um- hverfisviðurkenningu frá Reykjavíkurborg og nú fyrir frá- gang lóða fyrirtækja. í umsögn dómnefndar kom m.a. fram að „á undanförnum árum hefur verið unnið að því að bæta frágang umhverfis bensínstöðva OIís í Reykjavík. Mikil alúð hefur verið lögð í gróðurrækt, trjám hefur verið plantað og á sumrin skreyta litskrúðug sumarblóm umhverfi bensínstöðvanna. Er nú svo komið að bensínstöðvarnar eru til prýði og forsvarsmönnum annarra fyrirtækja í Reykjavfk til eftirbreytni. Til marks um nýja hugsun er afgirt leiksvæði fyrir börn við bflaþvottaplan.“ Þess má geta að Olís-stöðvarn- ar í Garðabæ og Mosfellsbæ hafa þegar fengið viðurkenningar fyr- ir fegurstu lóðir atvinnuhúsnæðis frá þeim bæjarfélögum. Forsætisráðherra skip- ar óbyggðanefnd Mörk þjóð- lendna skil- greind FORSÆTISRÁÐHE RRA hefur skipað óbyggðanefnd sem er ætlað að leysa úr álitaefnum um eignar- og afnotaréttindi utan eignarlanda, á svokölluðum þjóðlendum. Gert er ráð fyrir að nefndin geti lokið störfum fyrir árið 2007. Samkvæmt fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu er nefnd- inni ætlað að eiga frumkvæði að því að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna, hver séu mörk þeirra og eignar- landa og hvaða eignaréttindi, þ.á m. afréttarnot, geti verið innan þjóðlendna. í nefndinni eiga sæti Kristján Torfason dómstjóri sem er formað- ur, Karl Axelsson hæstaréttarlög- maður, varaformaður og AJlan Vagn Magnússon héraðsdómari. Þrír varamenn hafa einnig verið skipaðir. Arásin í Bremer- haven Líðan skip- verjans óbreytt SKIPVERJINN af Breka frá Vestmannaeyjum, sem varð fyrir alvarlegri árás í Bremer- haven aðfaranótt mánudags, liggur enn á sjúkrahúsi í Bremerhaven. Honum er haldið sofandi í öndunarvél, en maðurinn er úr bráðri lífs- hættu að mati lækna. Sjómaðurinn hlaut mikla höfuðáverka eftir að hafa ver- ið sleginn með hafnabolta- kylfu og verður fluttur til Is- lands um leið og heilsa hans leyfir. Að sögn Sigurmundar Einarssonar, framkvæmda- stjóra Utgerðarfélags Vest- mannaeyja, er ekki von á að af því verði fyrr en eftir nokkrar vikur eftir því sem læknar hafa tjáð honum. „Læknirinn hans er mjög góð- ur og sjúkrahúsið, sem hann er á er sérhannað fyrir með- ferð áverka af þessu tagi,“ segir hann. Eiginkona skipverjans er komin til hans og tveir félagar hans, sem sluppu ómeiddir úr árásinni, koma heim með Breka á morgun. www.mbl.is SYNING um helgina! Loksinsl bíllinn sem við höfum beðið eftir í meira en ár. Sprettharður heimilis- og fjölnotabíll sem skarar fram úr. wagonR* WAGOnRÞ er nýr 4X4 heimilis- og fjölnotabíll frá Suzuki. Með frumlegri og skemmtilegri hönnun hefur tekist að sameina í einum bíl nettan sendiferðabíl og rúmgóðan fjölskyldubíl. MEÐ FRAMÚR- SKARANDI + 4x4 DRIFI + ÖRYGGI + ABS + LIPURÐ + RÝMI + ÚTSÝNI + ÞÆGINDUM + AKSTURS- EIGINLEIKUM + SPARNEYTNI =R+ $ SUZUKI - ...— ■ - SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.