Morgunblaðið - 04.09.1998, Síða 15

Morgunblaðið - 04.09.1998, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 15 FRÉTTIR STJÓRNENDUR Olís tóku við verðlaununum, frá vinstri: Einar Bene- diktsson, Thomas Möller, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir horgarstjóri, Ragnheiður B. Guðmundsson, Hafsteinn Guðmundsson. Olís verðlaunað fyrir umhverfi bensínstöðva OLÍS hlaut fyrr í sumar Um- hverfisviðurkenningu Reykjavík- urborgar 1998, en hún er veitt þeim fyrirtækjum sem skara fram úr í umhverfisvernd og mengunarvörnum. Olís fékk viðurkenninguna fyrst og fremst fyrir framlag fé- lagsins til landgræðslumála, bæti- efni sem félagið setur í allt sitt bensín, góða vinnuaðstöðu starfs- manna og almenna þátttöku starfsmanna félagsins í að fylgja umhverfísstefnu félagsins eftir, meðal annars með flokkun sorps. Nýlega fékk OIís aðra um- hverfisviðurkenningu frá Reykjavíkurborg og nú fyrir frá- gang lóða fyrirtækja. í umsögn dómnefndar kom m.a. fram að „á undanförnum árum hefur verið unnið að því að bæta frágang umhverfis bensínstöðva OIís í Reykjavík. Mikil alúð hefur verið lögð í gróðurrækt, trjám hefur verið plantað og á sumrin skreyta litskrúðug sumarblóm umhverfi bensínstöðvanna. Er nú svo komið að bensínstöðvarnar eru til prýði og forsvarsmönnum annarra fyrirtækja í Reykjavfk til eftirbreytni. Til marks um nýja hugsun er afgirt leiksvæði fyrir börn við bflaþvottaplan.“ Þess má geta að Olís-stöðvarn- ar í Garðabæ og Mosfellsbæ hafa þegar fengið viðurkenningar fyr- ir fegurstu lóðir atvinnuhúsnæðis frá þeim bæjarfélögum. Forsætisráðherra skip- ar óbyggðanefnd Mörk þjóð- lendna skil- greind FORSÆTISRÁÐHE RRA hefur skipað óbyggðanefnd sem er ætlað að leysa úr álitaefnum um eignar- og afnotaréttindi utan eignarlanda, á svokölluðum þjóðlendum. Gert er ráð fyrir að nefndin geti lokið störfum fyrir árið 2007. Samkvæmt fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu er nefnd- inni ætlað að eiga frumkvæði að því að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna, hver séu mörk þeirra og eignar- landa og hvaða eignaréttindi, þ.á m. afréttarnot, geti verið innan þjóðlendna. í nefndinni eiga sæti Kristján Torfason dómstjóri sem er formað- ur, Karl Axelsson hæstaréttarlög- maður, varaformaður og AJlan Vagn Magnússon héraðsdómari. Þrír varamenn hafa einnig verið skipaðir. Arásin í Bremer- haven Líðan skip- verjans óbreytt SKIPVERJINN af Breka frá Vestmannaeyjum, sem varð fyrir alvarlegri árás í Bremer- haven aðfaranótt mánudags, liggur enn á sjúkrahúsi í Bremerhaven. Honum er haldið sofandi í öndunarvél, en maðurinn er úr bráðri lífs- hættu að mati lækna. Sjómaðurinn hlaut mikla höfuðáverka eftir að hafa ver- ið sleginn með hafnabolta- kylfu og verður fluttur til Is- lands um leið og heilsa hans leyfir. Að sögn Sigurmundar Einarssonar, framkvæmda- stjóra Utgerðarfélags Vest- mannaeyja, er ekki von á að af því verði fyrr en eftir nokkrar vikur eftir því sem læknar hafa tjáð honum. „Læknirinn hans er mjög góð- ur og sjúkrahúsið, sem hann er á er sérhannað fyrir með- ferð áverka af þessu tagi,“ segir hann. Eiginkona skipverjans er komin til hans og tveir félagar hans, sem sluppu ómeiddir úr árásinni, koma heim með Breka á morgun. www.mbl.is SYNING um helgina! Loksinsl bíllinn sem við höfum beðið eftir í meira en ár. Sprettharður heimilis- og fjölnotabíll sem skarar fram úr. wagonR* WAGOnRÞ er nýr 4X4 heimilis- og fjölnotabíll frá Suzuki. Með frumlegri og skemmtilegri hönnun hefur tekist að sameina í einum bíl nettan sendiferðabíl og rúmgóðan fjölskyldubíl. MEÐ FRAMÚR- SKARANDI + 4x4 DRIFI + ÖRYGGI + ABS + LIPURÐ + RÝMI + ÚTSÝNI + ÞÆGINDUM + AKSTURS- EIGINLEIKUM + SPARNEYTNI =R+ $ SUZUKI - ...— ■ - SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.