Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens sbaUika. segja. Tqsnma., (áummCi./ 5iggci, Sýja.rux, og ’B/si/usl, )Ég ákvað að skrifa bréf. Hvernig er „meðal annarra orða“ skrif- Elsku amma, hvernig hefur þú það? Gott hjá þér... að? Meðal annarra orða, þakka þér fyrir Alveg eins og það hjómar: „meðal ann- jólagjöfina. arra orða“. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Játvarður Frá Steingrími St. Th. Sigurðssyni: AKUREYRI þykir skrýtinn bær. Mörgum fínnst hann fallegur, ég tala nú ekki um útlendinga frá meg- inlandi Evrópu. Enginn getur neitað því, að þessi staður þarna fyrir norðan - þessi höfuðstaðui' Norðurlands - er for- vitnilegur, svo forvitnilegur að hann dregur að sér túrista hvaðanæva að, jafnt innlenda sem erlenda. Sumir frá framandi löndum eru yfír sig hrifnir af því sem fyrir augu ber þar, til að mynda fjórir Fransmenn, sem ég hitti í göngugötunni á Akur- eyri íyrir framan nýja staðinn, sem heitir Café París, þrír þessara Frakka eru frá Toulouse í Suður- Frakklandi og einn þeirra var frá París. Tveir þeirra voru kennarar við Sorbonne, Svartaskóla sem kall- aður var, og hinir tveir sem voru frá Toulouse voru kennarar við Lycée, en Toulouse er heillandi borg, lista- og menningarborg og ennfremur borg nýjunga. Concorde þotan er framleidd þar og ennfremur skrúfu- þotan, sem Islandsflug hefur í þjón- ustu sinni. Ég spurði Fransmenn um matinn, sem þeir höfðu fengið á Islandi. Þeir sögðu einum rómi, að þeir hefðu orðið hissa þegar þeir neyttu matar á veitingastað niðri á Oddeyri, sem ber nafnið Játvarður. Það hefði verið alveg á við það besta sem þeir fá í Frakklandi. Þetta er nýr staður sem heitir þessu ein- kennilega nafni, Játvarður. Fæstir botna í því af hverju staðurinn heit- ir svona kyndugu nafni og það er til skýring á því. Svo er mál með vexti að Sigurður skólameistari Guð- mundsson lét klippa sig og raka hjá þingeyskum heiðursmanni, sem bar nafnið Eðvarð, sá var trúlega ljóð- elskur og músikalskur og eflaust matelskur og ef til vill líka vínelsk- ur. Hann var bróðir snillings - virtúósós - Egils, þessa fræga klar- inettleikara, sem margir muna úr músíkheiminum í Reykjavík. Sig- urður skólameistari kallaði rakar- ann sinn aldrei réttu nafni, hann sagði oft við hann: „Heyrið mér, Játvarður minn góður.“ Það mynd- aðist sérstakt trúnaðarsamband milli Sigurðar skólameistara og rak- arameistarans, en það er önnur saga. - Og nú vill svo til að dóttur- sonur þessa manns, sem kallaður var Játvarður, hefur sett á laggirn- ar þennan veitingastað, sem er á horninu á Glerárgötu og Strand- götu. Kannski trúir því enginn mað- ur, að þetta lókal undir veitinga- staðinn varð til með þeim hætti, að kjallaranum var lyft í heilu lagi og þvflík tækni! Segja sumir dulnæmir að andinn sem svífí þar yfír sé úr katakombu þessa gamla húss, þar sem Davíð Þorvaldsson bjó eitt sinn, en hann var eitt efnilegasta nóvelluskáld okkar (samdi bókina Kalviðir, sem minnir á Maupassant). Hann dó úr berklum komungur. Hann var ölgefmn en grand signor. Þetta er sko ekki dautt hús eins og sum hús, sem gefa sig út fýrir að vera veitingahús, þar sem maturinn er vanaður og ölið er flatt. Sjálfur borðaði ég þarna á ferðalagi á heimaslóðum mínum og hreifst svo af matnum, að mig hefur dreymt hann nokkrum sinnum síð- an. I ofanálag er þjónustan svo eðli- leg og látlaus og falleg og tilgerðar- laus, að það er ekki hægt annað en verða hrifínn. Það er talað um það að aristókratiskur blær sé yfir Akureyri, eða svo segja sumir þeirra. Svo mikið er víst að þarna voru hálfútlendar fjölskyldur, eink- um danskar, sem sköpuðu kúltúr- hefðir, sem mótuðu hugarfar margra Akureyringa og meira að segja byggingarstfllinn þar er mót- aður af klassískri húsagerðarlist frá meginlandinu. Annaðhvort líður fólki vel eða illa á Akureyri. Að borða úti sér til skemmtunar er hvfld fýrir sál og líkama. Daninn segir: „Du spiser godt nár du spiser ude.“ Og fyrir þá, sem hafa stundað eldamennsku, kokkerí, í 30 ár eins og undirritaður, þá er það hin mesta gleði og tilbreyting í hans lífí, að snæða á góðu vertshúsi, ég tala nú ekki um Játvarð á Akureyri. STEINGRÍMUR ST. TH. SIGURÐSSON, listamaður. Hvað hræðast læknar? Frá Oddi C.S. Thorai'ensen: ÉG VIL gjarnan fá að þakka Morg- unblaðinu og ritstjóra þess forustu- grein blaðsins, fímmtudaginn 27. ágúst 1998, „Hvað er landlæknir að segja". Forsætisráðherra fór auð- vitað með rétt mál á ráðstefnu SUS sl. laugardag og eins og hans er von og vísa, flutti hann þar afbragðs gott erindi og sagði þar eiginlega allt sem segja þurfti um málið. Þar fluttu ýmsir aðrir að vísu mjög góð erindi og þá sérstaklega Kári Stef- ánsson, eins og hans er greinilega von og vísa líka, en Davíð var með þetta allt á hreinu. Upphlaup Olafs landlæknis er á sömu nótum og venjulega hjá honum. Hagsmuna- gæsla fyrir íhaldssömustu og þröngsýnustu hópana innan lækna- stéttarinnar. Það vita víst allir, sem hafa viljað vita, hvernig aðgengi hefur í gegnum árin verið að þeim upplýsingum, sem um er deilt. Þar sem Morgunblaðið hefur nú látið þetta mál til sín taka á þessum vettvangi, þá væri kannski ekki úr vegi að benda á, að það gæti verið áhugavert rannsóknarefni að taka til athugunar hvað það er raunveru- lega, sem læknar hræðast. Það má alveg vera ljóst að ekki hræðast þeir, núna fremur en áður, að per- sónulegar upplýsingar sjúklinga komist í hendur óviðkomandi aðila. Hvaða upplýsingar eru það þá, sem læknastéttin, sem hagsmunahópur, óttast að komist í óviðkomandi hendur? ODDUR C.S. THORARENSEN, fv. apótekari. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni tii birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.