Morgunblaðið - 04.09.1998, Side 11

Morgunblaðið - 04.09.1998, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBBR 1998 11 FRÉTTIR LÓÐSBÁTURINN úr Eyjum með prammann á Skerjafirði. Prammi undir Keikó settur í farbann Grágæs hefur fækkað hér á landi síðastliðin fímm ár Æskilegt talið að minnka veiðiþunga Morgunblaðið/Kristján GRÁGÆS við Laxá í Aðaldal. PRAMMINN sem flytja á hvalinn Keikó frá höfninni í Eyjum út í sjó- kvína í Klettsvík var settur í far- bann í Hafnarfirði síðdegis í gær þar sem hann hefur ekki haffærnis- skírteini. Ráðgert hafði verið að hafnsögubátur úr Vestmannaeyjum legði af stað með prammann frá Hafnarfirði til Vestmannaeyja í gærkvöldi og var áætlað að ferðin tæki um sólarhring, að sögn Ágústs Bergssonar skipstjóra. Pramminn hefur ekki haft haf- færnisskírteini í nokkurn tíma, en um hann gilda sömu reglur og skip, þó hann sé ekki með vél, að sögn Hálfdanar Henryssonar deildar- stjóra eftirlitsdeildar Siglingastofn- unar Islands. Fulltrúar Siglingastofnunar tóku eftir því í gærmorgun að verið var að draga prammann út Skerjafjörð- inn, þar sem hann hafði legið um tíma, og þvi var sett á hann farbann samkvæmt lögum um eftirlit með skipum, þegar hann kom til Hafnar- fjarðar, segir Hálfdan. Hallur Hallsson, talsmaður Free Willy-Keiko Foundation, hafði ekki frétt af málinu er Morgunblaðið hafði samband við hann og gat hann því ekki tjáð sig um hvaða áhrif þetta hefði á áætlanir um flutning hvalsins. GRÁGÆS hefur fækkað hér á landi samkvæmt vetrartalningum allt frá 1993 og ekki er útlit fyrir að henni hafi fjölgað á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðatalningu. Þetta kemur fram í grein Arnórs Þóris Sigfús- sonar, fuglafræðings hjá Náttúru- fræðistofnun Islands, í nýjasta tölu- blaði Skotvíss, fagrits um skotveið- ar og útivist. Arnór segir í grein sinni að marg- ir telji veiðiþunga á grágæs of mik- inn og æskilegt væri að minnka hann. Hann hefur beint því til skot- veiðimanna að þeir dragi úr sókn í grágæs og beini sjónum meira að heiðagæs sem ætti að geta þolað meira veiðiálag. Sala bönnuð á villtum gæsum Amór bendir á að á Bret- landseyjum var farin sú leið til að minnka veiðiálag á villigæsir að banna sölu á villtum gæsum, en bannið hafði í fór með sér að at- vinnuveiðar á gæs lögðust af. Hann telur að sú leið sé líklegust til ár- angurs hér á landi og hafi minnst áhrif á veiðimenn. Við athugun á veiðiskýrslum komi í ljós að frá 1995 hafi 3.201 veiðimaður veitt grágæsir. Mikil dreifing sé á veiði, eða allt frá einni upp í 325 gæsir á mann. Einungis 424 veiðimenn hafi veitt meira en 20 gæsir, eða um 13% veiðimanna. Þessi 13% veiddu þó meira en helming grágæsanna 1995 eða rúmlega 19.000 gæsir. Hin 87% veiddu einungis 16.000 gæsir. Fjallað um fslenska veiðikortakerfið í Bretlandi Síðastliðin 10-15 ár hefur fjöldi grágæsa sem hefur veturstöðvar í Bretlandi ekki aukist. I tímaritinu Shooting Times & Country Mag- azine segir að frá 1994 hafi öllum skotveiðimönnum á Islandi verið gert skylt að kaupa veiðikort og skila veiðiskýrslum. Með þessu móti hafi Islendingar fengið vitneskju um hve margar gæsir þeir skjóta. Slíkt eftirlitskerfi sé ekki í Bret- landi og segir tímaritið að enginn viti með sanni hve margar gæsir séu veiddar þar. Tímaritið segir að svo virðist sem íslenska kerfið sé skilvirkt. Veiðileyfi séu seld í apríl ár hvert og andvirði þeirra fari til að reka kerfið og standa straum af rannsóknum. I desember ár hvert séu send út eyðublöð til veiðikorta- hafa ásamt umsóknareyðublöðum íyrir ný veiðileyfi. Skili veiðikorta- hafi ekki veiðiskýrslu fái hann ekki veiðileyfi sitt endurnýjað í apríl. Tímaritið óttast þó að náttúru- verndarsinnar muni beita kerfinu fyrir sig, t.d. á þann hátt að skipu- lagðir hópar kaupi veiðileyfi og skili inn fölsuðum skýrslum, um t.a.m. veiði á friðuðum tegundum, til að þjóna sínum hagsmunum. „Fáum meira næst“ Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson ENGLENDINGURINN Graham Ferguson landar vænum urriða úr Laxá í Mvvatnssveit á dögunum. „VEIÐIN hefur gengið vel í sumar, að vísu hefur verið tregt undir það síðasta, en við erum að vona að áin skríði í 1.000 laxa. Það ætti að vera raunhæfur möguleiki, það eru komnh' 965 laxar á land og það er veitt til 15. september. Þetta er allt í áttina og á góðri uppleið, en það hefur verið svoleiðis mok í sumum ánum í kringum okkur að eðlilega hefur Víðidalsá verið aðeins í skugganum,“ sagði Ragnar Gunn- laugsson á Bakka í Víðidal, en hann er formaður veiðifélags árinnar. Ragnar bætti við, að svo stórt hlutfall laxa í Víðidalsá kæmi í ána að afloknum tveimur árum í sjó, að menn reiknuðu með því að sjá meiri bata næsta sumar, þ.e.a.s. ef ekki kæmi upp eitthvað óvænt í hafinu. „Hann hringdi í mig hann Magnús á Sveinsstöðum og við vor- um að tala um þetta, mokið í Mið- fjarðará og að Böðvar á Barði væri brosandi út í bæði þessa dagana. Hann á það alveg inni, en ég hugg- aði Magnús með því að við mynd- um fá meira næsta sumar,“ bætti Ragnar við. Hann sagði og að sjóbleikjuveið- in hefði verið afar góð í allt sumar, um 1.000 fiskar væru komnir á land, allt að 6 punda fiskar og mikið af bleikju hefði einnig veiðst saman við laxinn ofar í ánni. 26 laxar hafa einnig veiðst á silungasvæðinu sem er með því mesta sem gerist. Einn 24 punda veiddist fyrir skömmu og er stærstur í sumar, einnig hafa þrír 22 punda veiðst. Svæði SVFK öll að koma til Gunnlaugur Óskarsson, formað- ur Stangaveiðifélags Keflavíkur, sagði í samtali í gærdag að öll þeirra svæði væru að gefa veiði þessa dagana. „Þetta fór seint í gang á sjóbirtingsslóðunum fyrir austan, en er nú loksins komið í gang. Það eru menn í Geirlandsá núna sem voru komnir með sjö 4 til 7 punda bh-tinga eftir einn dag. Áin er að koma til aftur eftir mikil flóð og þessir menn urðu varh- við birt- ing um alla á. Á sama tíma komu skot neðar á vatnasvæðinu, niðri í Skaftá. Það hefur líka verið reyt- ingur í Fossálunum og eitthvað er farið að hreyfast í Hörgsá fyrir of- an brú,“ sagði Gunnlaugur. Af öðrum svæðum félagsins sagði hann menn mjög ánægða með Reykjadalsá í Borgarfirði, öll holl hefðu verið að slíta upp fisk, frá einum upp í sjö laxa og þeir stærstu 1 sumar væru um 16 pund. í Hrollleifsdalsá á Skaga eru komnar á fimmta hundrað sjó- bleikjur og hollin hafa verið að fá frá 15 og upp í 55 bleikjur og gjarn- an einn eða tvo laxa með í bónus. Síðasta holl vai- með 37 bleikjur og einn lax. „Við ætluðum að hafa Hrolluna opna til 20. september, en það hefur ekki selst nógu vel í hana og það gæti því farið svo að við lok- um henni fyrr en til stóð,“ sagði Ragnar. Fréttir héðan og þaðan Milli 90 og 100 laxar eru konmir úr Sæmundará í Skagafirði og er að sögn talsvert af laxi víða um ána. Holl sem var fyrir skömmu fékk 9 laxa, mest 6-7 punda. Stærsti lax- inn var 17 pund. Mikil sjóbleikju- veiði hefur ki-yddað veiðiskapinn. Miðá í Dölum er einnig komin með um 100 laxa og eru ár og dag- ur siðan hún hefur losað þriggja stafa tölu. Mikil bleikjuveiði hefur einnig verið í ánni, en sjóbleikjan fór reyndar í fýlu í nokkra daga eft- ir flóðin, tvístraðist um allt og tók illa. En það hefur ræst aftur úr. Malarnáma í landi Glerár ofan Akureyrar Hauskúpa og brot úr lærlegg fundust Akureyri. Mtirgunblaðið. HAUSKÚPA og brot úr lærlegg fannst í gærkvöld í malarnámu sem fyrirtækið Möl og sandur á Akureyri hefur í landi Glerár skammt ofan við bæinn. Á hauskúpuna vantar neðri hlutann, en auk hennar og lærleggs- brotsins voru nokkur fleiri brot á svæðinu. Starfsmenn voru að ljúka vinnu þegar beinin fundust, gröfumaður rak augun í hauskúpuna þegar hann sté út úr vél sinni og við eftir- grennslan sá hann fleiri bein. Malarhaugur var á þeim stað sem beinin fundust á og var ýtt ofan af honum I fyirahaust. Síðasta vetur hefur sennilega veðrast ofan af haugnum og því komu beinin í ljós nú. Höfðu starfsmenn Malar og sands heyrt af því sögu að fyrir nokkur hundruð árum hefði kirkju- garður verið nokkru ofar í landi Glerár, en ekki var nákvæmlega vit- að hvar hann var fyrr en fyrir um tveimur árum þegar komið var niður á bein á þessum slóðum. Morgunblaðið/Þorkell Skáksveit Melaskólans í öðru sæti SVEIT Melaskóla hreppti annað sætið á Norðurlandamóti barna- skólasveita í skák sem haldið var í Finnlandi síðustu daga ágúst- mánaðar. Hlaut sveitin 11,5 vinninga í tuttugu skákum en sigurvegari varð danska sveitin sem hlaut 14,5 vinninga. Taldir frá vinstri Ellert Berndsen, Viðar Berndsen, Davíð Berndsen, Aron Sigurðs- son, Þorvaldur Sigurðsson, Arn- grímur Þór Gunnhallsson og Dagur Arngrímsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.