Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FULLTRÚAR rússnesku verktakanna funda með yfirmönnuni Landsvirkjunar í gærmorgun. Frá vinstri eru Boris Zaitsev, yfirmaður Technopromexport á Islandi, Andrei R. Yankilevsky framkvæmdastjóri, E. Subbota, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Electrosevkavmontaj og A. Rudometkin, yfirmaður tæknimála Techno- promexport á fslandi. Framkvæmdastjóri Technopromexport er staddur hér á landi Fleiri starfsmenn sendir heim um helgina Andrei R. Yankilevsky, einn framkvæmda- stjóra Technopromexport, segir að 4-5 starfsmenn fyrirtækisins verði sendir heim um næstu helgi og fleiri í næstu viku. Full- trúar rússnesku verktakanna vonast eftir að ná samkomulaffl við Landsvirkjun í dag. ÞRÍR fullti-úar rússneska fyrirtæk- isins Technopromexport, þar á með- ai Andrei R. Yankilevsky, einn framkvæmdastjóra þess, og E. Subbota, aðalframkvæmdastjóri fyrirtækisins Electrosevkavmontaj, undirverktaka Technopromexport, funduðu í gær með yfirmönnum Landsvirkjunar og lögðu fram gögn um launamál útlendra starfsmanna. Fulltrúar rússnesku fyrirtækj- anna sögðu að viðræðurnar hefðu gengið nokkuð vel og að auðvelt myndi reynast að ljúka þeim fyrir föstudagsmorgun, en þá snúa þeir Yankilevsky og Subbota aftur til Rússlands. Þorsteinn Hiimarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði að ekkert yi'ði gefið upp um ganga viðræðnanna fyrr en þeim væri lokið. Technopromexport vill fund með starfsmönnum í felum Boris Zaitsev, yfirmaður Technopromexport á íslandi, ítrek- aði í gær, í skeyti til Félags járniðn- aðarmanna, kröfur fyrirtækisins um að fá að hitta starfsmennina þrjá sem leituðu til félagsins þegar senda átti þá heim til Rússlands um síðust helgi en þeir hafa verið í fel- um síðan. I fyri-adag var fjölmiðlum og Technopromexport send yfirlýsing starfsmannanna þriggja þar sem þeir segjast hafa orðið eftir á fs- landi að eigin ósk og frumkvæði og að þeir vilji ekki hitta fulltnia Teehnopromexport. „Við trúum því ekki að þessir menn hafi ski-ifað undir bréfið án þrýstings frá verkalýðsfélögunum,“ segir á ensku í skeyti Technopro- mexport í gær. Örn Friðriksson, formaður Fé- lags járniðnaðarmanna, segii' að ef fleiri starfsmenn Technopromex- port verði sendir heim áður en launamál þeirra hafa verið skýi’ð muni þeim verða boðin aðstoð verkalýðsfélaganna eins og þeim þremur sem nú eru undir verndar- væng þeirra. Technopromex- port rússneskt ríkisfyrirtæki Technopromexport er ríkisfyrirtæki, stofnað árið 1955. Það heyrir undir ut- anríkisviðskiptaráðuneyti Rússa og aðalskrifstofurn- ar eru í Moskvu í sama húsi og ráðuneytið. Um- boðsskrifstofur eru í 17 öðrum löndum í ýmsum heimshomum. Meðan Sovétríkin voru enn við lýði starfaði fyifr- tækið einkum í öðram kommúnistaríkjum eða í löndum sem Sovétstjórnin studdi af öðram orsökum. Frægasta verk Technopromexport er sennilega bygging Aswan- stíflunnar í Egyptalandi sem lokið var við árið 1970. Hún er um 2.100 MW, sem er hátt í tvöföld stærð allra virkjana Landsvirkjunar. Technopromexport starfar nú einkum a verkefnum í Rússlandi og í löndum utan Evr- ópu, til dæmis Kúbu, írak, Víetnam, Kína Mongólíu, Norður-Kóri Samkvæmt nýlegum kynmiig- arbæklingi fýrirtækisins vinnur það nú eingöngu að framkvæmd- um í einu Evrópulandi auk Is- lands, en það er Grikkland. Undirverktakar notaðir til flestra verka Technopromexport notar rússneska undirverktaka til flestra framkvæmda. Við lagn- ingu Búrfellslínu lagði fyrirtækið Electrosevkavmontaj, sem hefur höfuðstöðvar i borginni Krasn- odar í Suður-Rússlandi, til alla þá starfsmenn sem sendir voru til íslands. Electrosevkavmontaj er hluta- élag, að meirihluta í eigu nnkaaðila en ríkið á einnig nokkurn hlut. Það hefur starfsemi víð- ar en í Krasnodar og því er hluti verkamannanna r fi'á öðrum hlutum Rúss- lanus, Uki'aínu og Georgíu. Samtals eru staifsmenn þess um 2.000 talsins, þar af era nú um 200 starfandi erlendis við verk- efni á vegum Technopromexport, á íslandi og í íran. Hér á landi stofnaði Techno- promexport fyrirtæki um bygg- ingu Búrfellslínu 3A og var stofnun þess tilkynnt til firma- skrár 4. ágúst 1998. Vegna þess hve fyrirtækið var stofnað seint voru fyrstu starfsmennirnir sem hingað komu skráðir á vegum samstarfsfyrirtækis Technopro- mexport, Icepro. Þeir sem síðar komu vora undir nafni Techno- promexport á íslandi. Technopromexport neitar því að hafa reynt að hindra samskipti starfsmanna og verkalýðsfélaga Höfum engiim hótað Tekjuskattsþrep í Rússlandi Árstekjur (rúblur) Alltað 20.000 20.001-40.000 40.001-60.000 60.001-80.000 80.001-100.000 Frá 100.000 * M.v. gengi rúplu eftir Þessi útreikningur er Arstekjur Tekjuskattsþrep (ísl. kr.)* (upphæðir í rúblum) Alltað 87.500 12% 87.501 -175.000 2.400 + 15% af því sem er umfram 20.000 175.001 -262.500 5.400 + 20% af því sem er umfram 40.000 262.501-350.000 9.400+ 25% af því sem er umfram 60.000 350.001-437.500 14.400+ 30% af þvi sem er umfram 80.000 Frá 437.501 20.400 + 35% af því sem er umfram 100.000 l. var gengið 6,2 rúblur í dollar). 17. ág. 1998 16 rúblur í dollar (fyrir 17. m.v. 70 kr. í dollar. ANDREI R. Yankilevsky, einn framkvæmdastjóra rússneska fyrir- tækisins Technopromexport, segir í samtali við Morgunblaðið að engum starfsmanna þess hér á landi hafi verið hótað og að ekki hafí á neinn hátt verið reynt að koma í veg fyrir samskipti þeirra við verkalýðsfélög eða fjölmiðla. „Við höfum enga ástæðu til að hóta þeim. Við höfum borgað þau laun sem þeim var lofað í Rússlandi og höfum staðið við allar okkar skuldbindingar. Það hefði verið úti- lokað fyrir okkur að þagga niður í öllum þessum starfsmönnum og við höfum á engan hátt reynt að tak- marka samskipti þeirra við annað fólk. Þeir era að vinna með íslensk- um starfsmönnum allan daginn og geta rætt við þá þegar þeir vilja.“ Mistök að ræða ekki við fjölmiðla Yankilevsky segir að það hafi verið mistök hjá Teehnopromexport að ræða ekki við fjölmiðla í upphafi deilunnar við verkalýðsfélögin. „Við reyndum að leysa málin hávaða- og átakalaust, án fjölmiðlaláta. Því miður var það ekki hægt því verka- lýðsfélögin tóku mjög harða af- stöðu. Forystumaður Rafiðnaðar- sambandsins er eins og sjónvarps- stjarna, á hverjum degi er hann á skjánum ásakandi okkur. Ég held að hann sé frekar að auglýsa sjálfan sig heldur en verja hagsmuni rúss- neskra verkamanna. Hefði hann leitað til fulltrúa okkar hefði hann getað fengið allar skýringar sem þörf var á, en í staðinn tók hann það ráð að hafa samskipti við okkur f gegnum fjölmiðlana og beita okkur þrýstingi. Við hefðum átt að bjóða til okkur fjölmiðlafólki og svara fyr- ir okkur á hverjum degi, en eins og áður sagði vildum við leysa málið friðsamlega.“ Yankilevski segir að deilur Technopromexport og verkalýðsfé- laganna séu ekkert stórvandamál, misskilningur hafi einfaldlega kom- ið upp og verkalýðsfélögin hafí ekki hirt um að kanna málið til hlítar. Nú hafi öll gögn málsins verið lögð fyrir forystumenn Landsvirkj- unar, meðal annars skýringar á skattareglum í Rússlandi. „Ástæðan fyrir því að við höfum ekki getað borgað eins há laun og íslensk fyiártæki er að engir tví- sköttunarsamningar era í gildi milli landanna. Hér era um 39% dregin frá launum og í Rússlandi eru stig- hækkandi skattar, sem hæstir verða 37% af tekjum og fóst greiðsla upp á 20 þúsund rúblur að auki.“ Landsvirkjun ánægð með störf Technopromexport Yankilevsky segir að Techno- promexport hafi þekkt kjarasamn- inga á Islandi í aðalatriðum þegar starfsemi þess hófst hér á landi. „Kannski höfum við gert einhver mistök í upphafi vegna þess að við höfum ekki starfað hér á landi áður, en við létum fljótlega reikna allt út. Við höfðum lögfræðing frá Coopers & Lybrand í upphafi og nú erum við með annan íslenskan lögfræðing. Við reynum að komast hjá því að brjóta reglur.“ Yankilevsky segir að á fundinum með Landsvirkjun í gær hafi komið fram að forstöðumenn fyrirtækisins væru ánægðir með störf Techno- promexport. „Við eram á áætlun og Landsvirkjun er ánægð með vinnu- brögðin. Eina vandamálið er launa- málin.“ Hann segist gruna að markmið verkalýðsfélaganna sé að koma Technopromexport úr landi. Þegar launamálin hafi verið skýrð muni þeir finna upp á einhverju öðru til að kvarta yfir. „Þeir vilja ná póli- tískum markmiðum og sýna félags- mönnum sínum að þeir vinni hörð- um höndum í verkalýðsbaráttunni. Þeim hefur tekist vel að halda þess- ari ímynd og vinsældir þeirra hafa efalaust aukist." Yankilevsky bendir á að allar ráðningar útlendra starfsmanna hafi farið fram í samráði við verka- lýðsfélögin. Fjöldi þeirra hafi orðið meiri heldur en ætlað var í upphafi vegna þess að ljúka þurfti verkinu fyrr og vegna þess að ekki fékkst nóg af íslenskum starfsmönnum. „Við höfum verið með 43 íslenska starfsmenn í vinnu allan tímann og að auki hafa sveitir frá Landsvirkj- un unnið okkur til aðstoðar. Um þessar mundir erum við með um 70 íslenska stai'fsmenn en samtals era hundrað manns í vinnu hjá okkur.“ Heimsendingarnar eðlilegar Yankilevsky segir að heimsend- ingar starfsmanna um síðustu helgi hafi verið fullkomlega eðlilegar. Nú líði að lokum verksins og íslending- ar hafi lært uppsetningu stauranna af rússneskum starfsmönnum. Hann segir að um næstu helgi verði líklega 4-5 starfsmenn til viðbótar sendir heim og í næstu viku fleiri. „Um miðjan nóvember ættum við að hafa lokið öllu verkefninu og þá verða nánast allir starfsmenn send- ir heim. Nokkrir verða þó eftir til að ganga frá og senda heim þau tæki sem við höfum notað.“ Yankilevsky segir að starfsmenn- imir þrír sem leituðu ásjár verka- lýðsfélaganna þegar senda átti þá heim um síðustu helgi hafi gert það vegna efnahagserfiðleikanna í Rússlandi. Hann segir að engar kröfur hafi borist frá þeim á hendur Technopromexport. „Við höfum staðið að fullu við allar okkar skuld- bindingar gagnvart þeim. Technoppromexport hefur ítrek- að óskað eftir sambandi við þre- menningana til að tryggja að þeir hafi orðið eftir að fúsum og frjálsum vilja. „Þegar verkamennirnir fóru skildu þeir ekki eftir nein skilaboð. Það kom okkur á óvart. Við höfðum því áhyggjur af því hvað hefði kom- ið fyrir þá og óskuðum eftir aðstoð sendiráðsins. f gær fengum við skilaboð frá mönnunum í gegnum Félag járniðnaðarmanna um að þeir væru hér af fúsum og frjálsum vilja, en við vitum ekki hvort það var skrifað undir þrýstingi verkalýðsfé- laganna." „Ef verkalýðsfélögin sjá um þessa menn er það í góðu lagi. Við munum ekki valda þeim neinum erf- iðleikum. Ef þeir vilja ekki hafa samband við okkur er það allt í lagi. Ef þeir vilja vera hér áfram og vinna sér inn peninga þá ætlum við ekki að spilla því fyrir þeim.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.