Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 20
: 20 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Æskilegt að gera rannsól á árangri verðkannana <„„+i;s»,„™ i„,,i, mammamamaamumm r—-i---i_ __ I JULI síðastliðnum lauk eins árs samstarfí Neytendasamtak- anna og ASÍ og BSRB um gerð verðkannana hér á landi. Náðu þessar kannanir til matvöruversl- ana í Reykjavík og út á landi og til sérvöruverslana svo og til þjónustu einka- og opinberra fyrirtækja. Jó- hannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna sagði í sam- tali við Morgunblaðið að samtökin ættu nú í viðræðum við verkalýðs- félög í landinu um samstarf til að tiyggja áfram gott aðhald að markaðinum og góða upplýsinga- miðlun til almennings. „Við höfum fullan áhuga á að gera áfram verðkannanir," sagði Jóhannes. „Þegar matvörakannan- ir era gerðar hjá okkur er farið samtímis í verslanir í landinu til að tryggja að upplýsingar um einstök atriði könnunarinnar berist ekki út. Vöruúrtakið er stórt og af mest seldu vöranum og lögð er áhersla á að vörurnar séu sambærilegar. Vörategundum er breytt að ein- hverju leyti frá einni könnun til annarrar en við höfðum þó alltaf ákveðnar grann-vörategundir inni í könnuninni sem eru kannaðar oft- ar til að fylgjast með verðlagsþró- un f viðkomandi verslun. Starfs- Jóhannes Gunnarsson menn Neytendasamtakanna og stéttarfélaganna gerðu kannanirn- ar.“ Verð vöru í hillu ekki alltaf það sama og kassaverðið Verðkannanir hafi verið vel þegnar hér á landi af neytendum, en heyrst hefur ákveðin gagnrýni á framkvæmd þeirra og var Jó- hannes spurður meðal annars um það hvort einhver brögð hefðu orð- ið að því að upplýsingjar um verðkannanir hefðu borist til eyma einstakra verslunareigenda áður en þær fóra fram og þeir því getað undirbúið sig með þvl að setja lægra verð á vörana og Gorpilf er kröftugur drykkur sem býr yfir miklu og hressandi ávaxtabragði og er ríkur að kalki og C-vítamíni. Uppistaðan er mysa en í henni eru öll helstu bætiefni mjólkurinnar. GarpUfer góður á íþróttaæfinguna, í skólann, fjallið, bíltúrinn og bústaðinn. FAÐU ÞER EINN - DAGLEGA Eiríkur Sigurðsson þannig komið betur út úr verð- könnun. „Það komu fyrir tvö tilfelli hér á árum áður þar sem ástæða var til að halda að verðkönnun hefði spurst út. í annað skiptið hættum við við birtingu könnunarinnar en í hitt skiptið var hætt að taka við- komandi verslun inn í verðkönn- unina því talið var að hún hefði haft vitneskju um yfirvofandi verðkönnun og því breytt verð- lagningu sinni til lækkunar. Eftir að við fórum að gera verðkannanir samtímis í öllum verslununum hef- ur verið komið í veg fyrir þennan möguleika. Við þetta má bæta að fólk veit að við höfum mikla reynslu af gerð verðkannana og að Neytendasamtökin stunda ekki óvönduð vinnubrögð." Hvernig getið þið ábyrgst að sama verð sé á vöranni í hillunni og í kassakerf- inu? .þtthuganir hafa sýnt að það er ekki alltaf samræmi á milli hillu- verðs og verðsins sem neytandinn borgar við kassann. Þegar við ger- um okkar kannanir þá miðum við eingöngu við verð vörunnar í hill- unni. En Samkeppnisstofnun á að sjá um að samræmi sé á milli verðsins í hillunni og við kassann. Rætt hefur verið um það að breyta framkvæmd verðkannana og taka upp þá aðferð að safna vöranum í körfu og renna þeim í gegnum kassann. Ennþá hefur ekki verið ákveðið hvort af þessari breytingu verður." Bera verður saman sambærilegar vörur Sú gagnrýni hefur heyrst að vör- ur sem koma oft fyrir í verðkönn- unum séu langtímum saman seldar undir kostnaðarverði til þess að viðkomandi verslun komi vel út í verðkönnunum og þannig sé spilað á kannanirnar. Jóhannes var spurður hvort þetta væri réttmæt athugasemd. Sagði hann að ef verslanimar vildu vera með sykui-- inn, hveitið eða hrísgrjónin á lágu Benedikt Kristjánsson verði til að koma vel út úr verðkönnun- um þá væri það bara gott fyrir neytand- ann. Þá var Jó- hannes spurð- ur að því hvort sann- gjarnt væri að bera saman verð í verslun sem gefur sig út fyrir að vera með fáar vöruteg- undir, litla þjónustu og lágt verð við verslun sem býður upp á fleíri vöraflokka, betri þjónustu og er með kjöt- og fiskborð. Sagði hann að hér væri ákveðið vandamál á ferðinni sem reynt hefði verið að taka tillit til. „I könnunum okkar höfum við flokk- að verslanir eftir þjónustustigi sem er mjög mismunandi. Eg treysti neytendum til að vita hvers konar þjónustu viðkomandi versl- un býður upp á. Og þótt verð skipti neytandann máli þá skiptir þjón- ustan einnig miklu máli. Ég veit til dæmis að það era margir sem kunna að meta að haldið er uppi verslun í fámennum byggðarlögum enda þótt verðið sé þar hærra á vöranum.“ Hafa verið gerðar kannanir á því hvort að sala á ákveðnum vörateg- undum aukist ef þær koma vel út úr verðkönnun? „Nei, það hafa ekki verið gerðar rannsóknir á raunveralegum ár- angri verðkannana, en það væri æskilegt. En mér finnst verðkönn- un skila árangri þegar seljendur sjá sér akk í því að koma vel út úr verðkönnunum. Mér fínnst líka skipta máli þegar neytendur nýta sér niðurstöður kannana. Einstakir verslunareigendur hafa sagt mér að niðurstöður verðkannana geti fært hópa fólks milli verslana." Hvað segja kaupmenn um verðkannanirnar? Forsendur verðkannana hafa breyst „Ég tel að verðkannanir gegni ekki hlutverki sínu ef þær era framkvæmdar með sama hætti og verið hefur, því forsendur hafa breyst," sagði Benedikt Kristjáns- son kaupmaður í Vöravali í Bol- ungarvík og formaður Kaupmann- samtaka Islands. „Verslunareiningarnar era sífellt að stækka og eru verslanirnar sjálfar farnar að gera verðkannan- ir hjá keppinautunum og era að breyta verði hjá sér í samræmi við það oft á dag. Þegar gerðar hafa verið verðkannanir hafa niðurstöð- ur birst eftir 3-4 daga en þá era þær upplýsingar orðnar úreltar. Ef vandað er betur til verðkannanana þá eiga þær fullan rétt á sér,“ sagði Benedikt. Gefa góða mynd af verðþróun „Verðkannanir era af hinu góða og gefa neytandanum góða mynd af verðþróun í viðkomandi versl- un,“ sagði Eiríkur Sigurðsson, eig- andi 10-11 verslananna. „Það er mikilvægt atriði þegar verðkann- anir era gerðar að verið sé að bera saman sambærilega hluti hvað varðar gæði og þjónustu. Af þeim verðkönnunum sem gerðar hafa verið hér á landi treystum við best könnunum Neytendasamtakanna. Þeim hefur farið mikið fram í vinnubrögðum en alltaf má bæta þau.“ Spurt og svarað um neytendamál Vill ekki greiða fyrir lás á símann ÖANÆGÐUR símnotandi hringdi og kvartaði yfir því að þurfa að greiða fyrir lokun á símtölum til út- landa. Fannst honum að þessi þjónusta ætti að vera frí þar eð fólkið ætti að fá að ráða sjálft hvaða númer það vildi hafa aðgang að. Hrefna Ingólfsdóttir kynningar- fulltrúi Landssímans sagði að það færðist sífellt í vöxt að símnotend- ur létu loka fyrir dýrari símtöl í símkerfinu. Hægt væri að loka fyr- Skólafólk fær afslátt af öllum gleraugnaumgjöröum til 1. nóvember. Hágæóa plastgler frá Þýskalandi með glampa- og rispuvöm aðeins 551(1 kr. parió GLERAUGNAVERSLUN I HAGKAUP SKEIFUNNI ir símtöl til útlanda og á Símatorg- ið og í farsíma svo dæmi væru tek- in. „Vilji fólk fá lás á símann sinn kostar það 190 krónur á þriggja mánaða fresti nema fyrir lás á Símatorginu sem er gjaldfrjáls í fyrsta skipti sem beðið er um lás- inn. Hjá Landssímanum er það við- horf ríkjandi að einingis þeir sem biðji um ákveðna sérþjónustu greiði fyrir hana frekar en að kostnaðinum sé velt yfir á hinn al- menna notenda," sagði Hrefna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.