Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 31
MORGUNB LAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 31 Strandhögg íslenskra bókmennta ✓ Islenskar bókmenntir, fornar og nýjar, eru lagstar í víking með stuðning Bókmennta- kynningarsjóðs og íslenskra útgefenda að bakhjarli. Undanfarin þrjú ár hefur ísland einnig notið góðs af Ariane, bókmennta- áætlun Evrópusambandsins. Hávar Sigur- jónsson leit yfír sviðið. Morgunblaðið/Golli ÞYÐINGUM íslenskra bókmennta á erlendar tungur fjölgar jafnt og þétt. UM NÆSTU áramót verð- ur opnuð skrifstofa á veg- um Bókmenntakynninga- sjóðs og hefur mennta- málaráðuneytið tekið á leigu hús- næði að Hallveigarstöðum við Tún- götu í þessum tilgangi. I fyrirliggj- andi fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir nær tvöföldun fjárveitingar til Bókmenntakynningarsjóðs á næsta ári til að mæta því aukna rekstrar- og þjónustustarfí sem þessi tilhög- un mun hafa í för með sér. Núver- andi stjórn sjóðsins skipa þau Jónína Michaelsdóttir formaður, Sigrún Valbergsdóttir og Ingólfur Margeirsson. Bókmenntakynningarstofa Hagsmunaaðilar hafa undanfarin ár lagt fast að hinu opinbera að setja á stofn bókmenntakynningar- stofu, skrifstofu sem hefði það hlut- verk að kynna íslenskar bókmenntir á erlendri gnmd. Einn viðmælandi taldi reyndar hið mjög svo íslenska heiti „Bókmenntakynningarstofa" fela í sér svo mikla kyn'stöðu að ófært væri að nota það. „Slík skrif- stofa þarf að vera lifandi kvika og teygja þræði sína sem víðast. Menn- ingin er að verða miklu meira afl en hún hefur verið enda er hún orðin miklu sýnilegi'i en áðm\“ Ekki hefur verið áhugi í mennta- málaráðuneytinu íyrh’ því að setja upp nýja ríkisrekna menningarstofn- un og hefur afstaða menntamálaráð- herra verið mjög skýr hvað þetta varðar. Er að sögn verið að koma fyrst og fremst til móts við óskir for- manns Bókmenntakynningarsjóðs um vinnuaðstöðu, sem hefur til þessa sinnt öllum erindum sjóðsins heima hjá sér og hafa þau umsvif farið mjög vaxandi undanfarin ár. Virðast er- lendir aðilar og hagsmunaaðilar í greininni gera þá kröfu til stjómar sjóðsins að hún sinni eins konar um- boðsski-ifstofuhlutverki og hafi milli- göngu um sendingar á bókmennta- verkum til erlendra aðila, útbúi kynningar á einstökum höfundum eða verkum og aðgangur að slíki-i þjónustu sé til staðar daglega. Er þetta langt umfram það hlutverk sem stjóm Bókmenntakynningar- sjóðs hefrn’ talið sig eiga að gegna, en hún hefur lengst af starfað eins og hver önnur nefnd, sem úthlutar þýð- ingarstyrkjum l-2svar á ári. „Þrátt fyrir dugnað formannsins hefur ekki verið neinn staður sem ei’lendii1 aðil- ai" hafa getað snúið sér til og þessi ráðstöfun leysir sannarlega brýnan vanda,“ segir Halldór Guðmundsson útgáfustjóri Máls og menningar. Reynsluverkefni Flestir hafa gert sér grein fyrir að breytinga væri þörf og er nú verið að koma til móts við þær hugmyndir að nokkra leyti með útvegun sérstakrar skrifstofú fyrir stjóm og formann sjóðsins. Þetta er hugsað sem eins konar reynsluverkefni til 1-2 ára og verður ekki farið út í annars konar breytingar á fyrirkomulagi við rekst- ur sjóðsins, ætlunin er að sjá hvort eigið húsnæði ásamt aðstöðu skilar þeim árangri að nægi. Halldór Guðmundsson segir að Bók- menntakynningarsjóður geti gert heilmikið fyrir tiltölulega litla pen- inga. „Það er merkilegt með stóru erlendu forlögin að stundum er hægt að sannfæra þau um að taka íslenska bók til útgáfu ef þýðingar- styrkur stendur til boða.“ Þýðingar- styrkur er ekki há upphæð, 150-200 þúsund þegar best lætur, oft minna. Sjóðurinn hefur haft til ráðstöf- unar 3 milljónir króna á ári undan- farin ár en að auki hefur mennta- málaráðuneytið veitt einstaklingum ferðastyrki til að sækja ráðstefnur og bókakynningar erlendis. Til fróð- leiks má líta yfir hvernig styrkir hafa skipst síðustu þrjú ár. Ekki er gerður greinarmunur á þýðingar- styrk og kynningarstyrk í þessari upgtalningu. Ái’ið 1995 voru styrkir 31 og skiptust þannig: 3 bókmenntakynn- ingar, 7 leikrit, 6 barna-og ung- lingabækur,l ferða/ævintýrabók, 14 skáldsögur. Árið 1996 voru veittir 27 styrkir sem skiptust þannig: 2 bókmenntakynningar, 2 leikrit, 5 barna-og unglingabækur, 16 skáld- sögur,l ævisaga. Árið 1997 voru veittir 38 styrkir og skiptust þannig: 6 bókmenntakynningar, 5 barna-og unglingabækur, 6 leikrit, 17 skáldsögur, 1 ævisaga. Að sögn Jónínu Michaelsdóttur hafa stjórnir sjóðsins hver af annarri sett sér þá vinnureglu að styrkja einkum síðari tíma fagurbókmenntir, auk kynn- inga af ýmsu tagi. til viðbótar við hefðbundna þýðingarstyrki hefur sjóðurinn veitt styrki til að þýða kynningarefni úr skáldverkum. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fýrir að fjárveiting til sjóðsins verði alls 5,5 milljónir króna og er gert ráð fyrir að hluti þess fari til aukins rekstrarkostnaðar en þó má ætla að nokkuð meira verði til ráðstöfunar í verkefnum sjóðsins. Til þessa hefur fjárveiting sjóðsins ekki nægt til annars en þess sem talið er allra nauðsynlegast á sviði þýðinga og kynninga. Hvort það breytist við hækkaða fjái’veitingu og bætta að- stöðu á eftir að koma í ljós. Stjórn sjóðsins hefur jafnframt lagt fram tillögur um breytingar á úthlutunarreglum sínum, þannig að nú verði aðeins úthlutað einu sinni á ári og þýðingarstyrkir ekki greiddir íyrr en þýðingin hefur verið gefin út. Kynning og markaðir Stærstu íslensku forlögin gegna hlutverki umboðsaðila fyrir höfunda sína erlendis og eiga þannig beinna hagsmuna að gæta við að höfundar þeirra séu gefnir út sem víðast. Mál og menning og Vaka-Helgafell era góð dæmi um forlög sem sinna höf- undum sínum á þennan hátt. Höf- undar sem ekki eru á vegum stærstu forlaganna eru verr settir hvað þetta varðar og þurfa þá að reiða sig alfarið á þjónustu skrif- stofu á borð við Bókmenntakynn- ingarsjóð til að koma sér og verkum sínum á framfæri erlendis. Jónína Michaelsdóttir segir að meðal fram- tíðarverkefna bókmenntakynning- arsjóðs sé að búa til eins konar er- lent menningarlandakort og geta þannig beint fólki í réttar rásir. Skrifstofa sjóðsins yrði þannig að upplýsingamiðstöð um bókastefnur, útgefendur, þýðendur o.fl. „Fyrir 10-15 áram var lítið sem ekkert gefið út af íslenskum skáld- sögum erlendis fyrir utan bækur Halldórs Laxness. Nú eru í Þýska- landi einu gefnar út 4-5 íslenskar skáldsögur á ári. Stærð forlagsins skiptir meginmáli uppá hversu mikla dreifingu bækurnar fá,“ segir Halldór Guðmundsson sem staddur var á alþjóðlegu Bókamessunni í Frankfurt í Þýskalandi þegar rætt var við hann. Áð sögn Halldórs hafa bækur þeirra Einars Más Guð- mundssonar og Einars Kárasonar komið út í nokkuð stórum upplögum í Þýskalandi að undanförnu hjá Hanser forlaginu og útgáfu-og fjöl- miðlarisinn Bertelsmann. hafi keypt kiljurétt að bókum þeirra. Þýska- land er stærsti og mikilvægasti markaðurinn í dag að mati Hall- dórs, en markaður fyrir íslenskar skáldsögur er einnig að opnast í Frakklandi og á Ítalíu þar sem Englar alheimsins er t.d.nýkomin út. Á Spáni eru einnig að opnast ný- ir möguleikar og þar hafa að undan- förnu komið út íslenskar bækur í nýjum þýðingum. í Skandinavíu hefur markaður fyrir Islenskar skáldsögur verið nokkuð jafn und- anfarin ár. Islenskar skáldsögur eru einnig í auknum mæli gefnar út í Mið- og Austur-Evrópu, í Bretlandi hefur að undanförnu verið gefin út „STYRKJAKERFI Evrópusam- bandsins er kapítuli út af fyrir sig,“ er gjarnan viðkvæðið þegar spurt er um það gríðarlega ski’ifstofuveldi sem blásið hefur út í Brussel á und- anfórnum árum. Þeir eru gulls ígildi sem þekkja inn á allt smáaletrið og nálaraugun sem þar eru til staðar og sumir halda því blákalt fram að flóknar umsóknarreglur séu beinlín- is til þess gerðar að fækka umsókn- um niður í viðráðanlegan fjölda. Vit- að er að ef minnsti formgalli finnst á umsókn er henni ekki frekar sinnt heldur endursend eða fleygt með það sama. Á hinn bóginn eru miklir fjár- munir í boði fyrir þá sem sleppa inn fyrir varnargarða skriffinnskunnar og því sjálfsagt að læra á kerfið og nýta sér það til hins ýtrasta. Þar hafa kvikmyndagerðarmenn gengið á undan með góðu fordæmi og er það fyrir þeirra atbeina sem Medía-upp- lýsingaþjónustan var sett upp, en hún er staðsett á Hallveigarstöðum, í sama húsi og Bókmenntakynningar- sjóður mun fá inni um áramót. Medía-upplýsingaþjónustan er sjálfseignarstofnun, en að henni standa m.a. kvikmyndasjóður og hver íslenska skáldsagan á fætur annam og vakið nokkra athygli. Fjöldi þeirra íslensku höfunda sem erlendir útgefendur sýna áhuga er einnig sífellt að aukast og era þeir hiklaust vel á þriðja tuginn sem gefnir eru út reglulega í erlendum þýðingum. Ameríku og Asíumark- aðir era enn sem komið er ónumið land að mestu þó á því séu undan- tekningar. Englar Álheimsins sem er óumdeilanlega víðförlasta ís- lenska skáldsagan á seinni áram og hefur útgáfurétturinn verið seldur til 13 landa, hefur t.d. verið gefin út Bandaríkjunum og fengið góðar við- tökur gagmýnenda. Halldór nefnir tvær ástæður til skýringar á aukinni útgáfu á ís- lenskum skáldsögum í erlendum þýðingum. „Á undanförnum áram hafa verið skrifaðar góðar skáidsög- ur sem eru útflutningshæfar. Það henta ekki allar bækur til útflutn- ings þó góðar séu. Hins vegar hefur meira verið gert í því að koma verk- um á framfæri erlendis. Hjá Máli og menningu höfum við t.d. lagt mjög aukna áherslu á þennan þátt.“ Rækt við þýðendur Ekki má gleyma því mikilvæg- asta af öllu í þessu samhengi og það era þýðendurnir sjálfir, en ekki verður nógsamlega undirstrikað hversu nauðsynlegt er að halda góðu sambandi við þýðendur er- lendis sem hafa misjafnlega góðan aðgang að upplýsingum um hvað hæst ber í íslenskum bókmenntum. Nýafstaðið þýðendaþing á vegum Stofnunar Sigurðar Nordal og Bók- menntamálaráðuneytið og er þar hægt að fá ýmiss konar aðstoð og upplýsingar um styi’kjakerfi Evr~ ópusambandsins. Þar fást öll um- sóknargögn og jafnframt ráðgjöf um hvemig eigi að fylla umsóknirnar út, en þær geta verið upp á nokki-a tugi blaðsíðna. Sjóðir og menningaráætl- anm Evrópusambandsins (Ka- leidoscope, Raphael, Ariane) veita styrki til menningarstarfsemi af ýmsum toga, m.a. þýðinga og útgáfu bókmenntaverka af ýmsu tagi, og þótt reglurnar séu oft býsna strang- ar og útheimti samvinnu nokkurra landa til að hljóta náð fyrir augum úthlutunarnefnda, þá eru einnig til ýmsar undantekningar frá þeim reglum, einkum er snerta fámenn lönd og lítil málsvæði. Það er einkum í krafti slíki-a undantekningarreglna sem Island á góða möguleika á að nýta sér sjóðakerfi Ewópusam- bandsins. Af þeim áætlunum sem nefndar voru hér að framan er bókmenntaá- ætlunin Ariane sú sem mestu máli skiptir í því samhengi sem hér um ræðir. Ariane var sett á laggirnar sem tilraunaverkefni 1996 og hafa menntakynningarsjóðs var til mik- illar fyrirmyndar og vora erlendu gestirnir/þýðendurnir á einu máli um gagnsemi þess. Viðmælendur benda á að hægt sé að stórauka starfsvið Bókmenntakynningar- sjóðs með fremur litlum tilkostnaði, með því að setja upp dreifingarkerfi upplýsinga til þýðenda erlendis, bæði á Netinu og einnig með póst- þjónustu. Þær upplýsingar sem um ræðir eru fyrst og fremst umfjöllun íslenskra fjölmiðla um bókmenntir, einnig annað tilfallandi kynningar- efni. Á vegum Rithöfundasam- bandsins er nú unnið að uppsetn- ingu heimasíðu með ítarlegum gagnabanka um verk og störf sem flestra félaga í sambandinu. Tak- markið er auðvitað að þar séu upp- lýsingar um alla félagana. Þetta binda- margir miklar vönir við og einstakir höfundar sem komið hafa sér upp heimasíðu munu væntan- lega geta tengst þessum gagna- banka. Á sama hátt ætti Bók- menntakynningasjóður með sína væntanlegu heimasíðu (bok.is) að tengjast heimasíðu Rithöfundasam- bandsins svo að aðgangur á Netinu að öllum tiltækum upplýsingum sé sem mestur og auðveldastur. Sem dæmi um hagræðið sem erlendir þýðendur eða útgefendur munu hafa af þessu er að á heimasíðu Bókmenntakynningarsjóðs verður ekki aðeins hægt að nálgast allar upplýsingar um sjóðinn og þær reglur sem hann starfar eftir heldur einnig ná í umsóknareyðublað, fylla það út og senda um hæl, allt á net- inu og með lágmarks fyrirhöfn. íslendingar verið með frá upphafi. Áætlunin hefur þrjú meginmarkmið. 1. Að styi-kja þýðingar á bókmennt- um, leikritum og fræðibókum. 2. Að styi'kja kynningu á evrópskum bók- menntum og verkefni sem ætlað er að auka lestur í Evrópu. 3. Að auka samvinnu fagfólks og miðlun upplýs- inga þess á milli. Fram til þessa hafa umtalsverðar upphæðir úr sjóði þessarar áætlunar runnið til Islands og verkefna tengdra íslenskum bókmenntum og nam samanlögð upphæðin fyrii' árin 1996-97 sjö og hálfri milljón króna. Þetta er einni og hálfri milljón meira en Bókmenntakynningarsjóður hafði til ráðstöfunar á sama tímabili. Ekki hefur enn verið tilkynnt um úthlutun úr Ariane fyrir þetta ár. Þá eru reyndar ótaldir þýðingarstyrkir til erlendra útgefanda til útgáfu á ís- lenskum bókmenntum. Munu nokkr- ir slíkir styrkir hafa verið veittir. Er óhætt að áætla að heildarapphæðin sem runnið hefur frá Ariane-áætlun- inni til íslenskra bókmennta erlendis með einum eða öðrum hætti sé um 10 milljónir króna þau þrjú ár sem áætlunin hefur verið í gangi. Ariane-bókmenntaáætl- unin skilar milljónum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.