Morgunblaðið - 08.10.1998, Síða 21

Morgunblaðið - 08.10.1998, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 21 ÚR VERINU - Breyttir tímar Mánud. - föstud. Fimmtudagar Laugardagar Sunnudagar 10:00 - 18:00 10:00 - 20:00 11:00 - 16:00 13:00 - 16:00 TM - HÚSGÖGN SíSumúla 30 - Sími 568 6822 Haraldur Böðvarsson semur um kaup á nýjum nótaskipum „Liður í uppstokk- un fyrirtækisins á leið inn í nýja öld“ UNDIRRITAÐIR hafa verið samn- ingar um kaup Haraldar Böðvars- sonar hf. á tveimur nýjum nóta- og flottrollsskipum. Annars vegar er samningur um nýsmíði frá skipa- smíðastöðinni Astilleros Y Ma- estanzas de la Armada, ASMAR, í Chile og hins vegar samningur um kaup á nýju skipi frá Noregi. Har- aldur Sturlaugsson, framkvæmda- stjóri HB, segir að þessi skipakaup séu liður í uppstokkun fyrirtækisins á leið inn í nýja öld. Nýsmíðin afhent að nímu ári Nýsmíðin verður til afhendingar í nóvember 1999. Skipið verður 65,7 metra langt og 12,6 metra breitt með 5.800 hestafla vél og mun bera 1.600 tonn. Skipið verður útbúið fullkomnustu tækni sem til er í dag til meðhöndlunar á afla og með tilliti til veiðá, bæði með nót og flottrolli. Þarna er um að ræða fyrstu hreinu nýsmíðina fýrir HB frá því 1964, en togarinn Haraldur Böðvarsson var keyptur nýr árið 1975. Auk þess hefur endurnýjun skipakosts félags- ins verið mætt með kaupum á ný- legum skipum. Norska skipið afhent um áramót Skipið frá Noregi er nýtt og verð- ur afhent um næstu áramót. Skipið er 60,9 metra langt og 11,6 metra breitt, með 4.700 hestafla vél og ber 1.100 tonn. Skipið er búið fullkomn- ustu tækni til meðhöndlunar á afla og er sérstaklega vel útbúið til nóta- veiða, en er einnig mjög hæft til togveiða. Samhliða samningnum um ný- smíði frá ASMAR í Chile var undir- ritað samkomulag um að Haraldur Böðvarsson hf. gæti ákveðið á næsta ári hvort skipasmíðastöðin smíðaði systurskip fyrir fyrirtækið til afhendingar árið 2000. SAMNINGUR um nýsmíði undirritaður. Siijandi frá vinstri Patrici Peters, framkvæmdasljóri ASMAR, Sergio Martinez, forstjóri ASMAR, Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri HB, og Eyjólfur Sveinsson, sfjórnarformaður HB. Standandi frá vinstri eru Bárður Hafsteinsson, framkvæmdasljóri VS-Skipatækni, Jor- ge Cea Navarette, markaðsstjóri ASMAR, Sturlaugur Sturlaugsson, aðstoðarframkvæmdastjóri HB, Bergþór Guðmundsson, fjármálastjóri HB, og Björgvin Ólafsson, skipamiðlari BP Shipping Agency. Mætt með sölu eigna Kaupverð skipanna fæst ekki gef- ið upp, en áætlað er að fjármögnun þessara tveggja skipa verði að mestu leyti mætt með sölu eigna og að viðbótar skuldsetning fyrirtækis- ins vegna þessara kaupa verði ekki umfram 250 til 300 milljónir á hvort skip. Haraldur segir að þegar hafi eitt skip, Ólafur Jónsson, verið selt úr landi og þar komi endumýjun á móti öðru skipinu. Síðan sé fyrir- hugað að selja tvö skip til viðbótar, en fyrirtækið gerir nú út þrjú loðnuskip. „Þetta er allt liður í uppstokkun á rekstri fyrirtækisins, en við erum auk nauðsynlegrar endurnýjunar, að auka möguleika okkar á veiðum á uppsjávarfiski. Það er nauðsyn- legt fyrir fiskveiðiþjóð eins og fs- lendinga að eiga ný og öflug fiski- skip til að geta staðið nágranna- þjóðum okkar eins og Norðmönn- um, frum og Skotum á sporði. Þeir endumýja skip sín á fárra ára fresti og ná oft fyrir vikið betri árangri en við við veiðar á uppsjávarfiski eins og kolmunna og makríl," segir Har- aldur. ■ Ef svo er, þá veistu að án kæli- og frystikerfa getur þú allt eins lokað. Verður þitt fyrirtæki undir það búið? Suva® 404A (HP62) er efnið sem kemur í stað R22 og R502. Notkun R502 hefur verið hætt og R22 verður bannað fljótlega. 150.000 kr. fyrir hvern túnfisk VERÐ á bláugga túnfiski eins og veiðist hér við land er nú um það bil helmingi lægra en á sama tíma í fyrra á fisk- mörkuðum í Japan. Skýringin er hið bága efnahagsástand þar eystra, gengislækkanir og ótti við matareitrum úr hráum fiski. Verðið nú er um 1.250 krónur á kíló, en var um 2.500 í fyrra. Þrátt fyrir það fást um 150.000 krónur fyrir hvern fisk. Verð fyrir meðalstóran tún- fisk, 120 kíló, á markaðnum ytra er því um 300.000 yen eða 150.000 krónur. Metafli japönsku túnfiskveiðiskipanna innan íslenzku lögsögunnar í haust er 31 fiskur, eða um 3,7 tonn á dag. Verðmæti þess afla gæti því orðið um 4,6 milljónir króna. Yuzuru Ogino, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Oggi hf., segir að nú fáist að- eins um 2.500 yen fyrir hvert kíló á uppboðsmörkuðunum ytra. Fyrir ferskan túnfisk fá- ist á hinn bóginn allt að 4.000 yen. Samdráttur í neyzlu „Neyzla á hráu fiskmeti hefur dregizt saman í Japan í kjölfar bakteríusýkingar, sem kom upp í laxahrognum, segir Ogino. „Þess vegna hefur eftir- spurn á fiski sem er borðaður hrár minnkað og verð á upp- boðsmörkuðunum lækkað meira en á fiski, sem fer til frekari vinnslu og er soðinn eða steiktur fyrir neyzlu. Þessi verðlækkun gæti verið nálægt 35% í yenum, en í of- análag kemur svo gengis- lækkun og fleiri þætthr. Fyrir vikið er verðið á bláugga tún- fiski nú allt að helmingi lægi’a en í fyrra haust.“ Stjórnar þú útgerð? HmLcm (IGLLw J Hverfisgötu 6 • 101 Reykjavík • Sfmi 552 0000 • Fax 56: Suva Aðeins frá DuPont (5620006 • Netfang kgg@itn.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.