Morgunblaðið - 08.10.1998, Page 33

Morgunblaðið - 08.10.1998, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 33 LISTIR Kaupmannahöfn í dönskum bókmenntum Myndklónun ERLEJVDAR BÆKUR S a f n r i t Nýlega birtist safnrit ura Kaup- mannahöfn í dönskum bókmenntum, að stofni til safn fyrirlestra við Kaup- mannahafnarháskóla, en bókin birtist á forlagi hans: Kobenhavn læst og páskrevet (250 bls.). ÞVÍ MIÐUR er ekkert að íslenskri menningu vikið í bókinni, né fær- eyskri menningu, en hér er kafli um Kaupmannahöfn sem menningar- miðstöð Noregs, og annar um bók- menntaborgina Khöfn frá sjónarhóli Slésvíkur og Þýskalands. Fyrir utan þá grein er öll bókin samin af kenn- urum við Norrænudeild Kaup- mannahafnarháskóla. Ritstjóri bókarinnar, Flemming Lundgi’een-Nielsen, skrifar fróðleg- an inngang og kafla um blandaðar tilfínningar skálda til borgarinnar. Þar kemur m.a. fram, að Kaup- mannahöfn varð ekki eiginleg höfuð- borg Danmerkur fyrr en á 15. öld, en þó sérstaklega með valdatöku Krist- jáns 4., um aldamótin 1600. Hinsveg- ar var danskt bókmenntalíf borið uppi af prestum, og því dreift um allt ríkið, allt þangað til Holberg settist að í Khöfn uppúr 1700. Þá eykst þar smámsaman bókmenntalíf með vax- andi borgarastétt, bókaútgáfu og leigubókasöfnum og reglulegu leik- húslífi frá því um miðja öldina. Bók- menntafélög, vísindafélög, blöð og tímarit, prentfrelsi frá 1770, að vísu skert síðar - allt hafði þetta mikil áhrif á menningu danska ríkisins, og ekki síst bókmenntir, einnig á Is- landi, þá hófst þar upplýsingaröld með tímaritum og prentun verald- legra bókmennta, einnig á íslensku. Neikvæð mynd í Kaupmannahöfn er síðan allt bókmenntalíf ríkisins alveg fram á 20. öld, einungis þar gátu skáld og rithöfundar þá hlotið útbreiðslu og viðurkenningu. En hún varð oft tor- sótt, jafnvel þeim sem nú teljast önd- vegis- höfundar Dana. Þeir vönduðu heldur ekki alltaf Kaupmannahafn- arbúum kveðjurnar. Spren Kierkegaard, H.C. Andersen, Georg Brandes, Johannes Jorgensen, Jo- hannes V. Jensen og fleiri aðkomu- menn skrifuðu oft langt mál og hat- ursfullt um þröngsýni borgarbúa, þar væri ekkert menningarlíf, bara andlaust slúður, meðalmennskunni einni hrósað. Sumpart voru þeir þá að bera borgina saman við París, Hamborg og Berlín, sem þeii’ höfðu búið í lengur eða skemur, en a.m.k. á seinni hluta 19. aldar fær hún nei- kvæða mynd, einnig miðað við danskar sveitir, höfundarnir sjá í borginni umfram allt skít, myrkur, eymd og spillingu. En einkum verð- ur þeim tíðrætt um spillingu bók- menntalífsins, þ.e. bókmenntagagn- rýnina. Hér er þá líka sérstök grein um Kaupmannahöfn sem vígvöll bók- menntagagnrýni, og er það á marg- an hátt fróðlegt yfirlit um reiðileg viðbrögð rithöfunda við gagmýni Kaupmannahafnarblaða, en hún skipti sköpum um viðtökur. Hinsveg- ar vantar alveg tilefnið. Hér hefði þurft yfii’lit um hvernig gagnrýnin var, og hvort greinarhöfundur telur hana að einhverju leyti sanngjarna eða ekki, mótaða af nýjum menning- arstraumum eða íhaldssemi o.s.fi’v. Þar hefði verið auðunnið verk fyi’ir höfundinn, því hann varði doktorsrit um danska gagnrýni fyrir fáeinum árum. Það er John Chr. Jorgensen, sem er einn helsti ritdómari Ekstra- bladet, auk þess að kenna við Kaup- mannahafnarháskóla. Jákvæð skáld og rithöfundar taka borgina æ meha í sátt með 20. öld, enda fylgdu þeir sumir nýjum tísku- stefnum dýrkunar á tækni og öllu hinu nútímalegasta á öndverðri öld- inni, jassi, nætm’Múbbum, en einnig verkalýðshreyfingu o.fl. sem fylgir borgarlífi. Þetta er raMð í einkai' fróðlegu og ítarlegu yfirliti eftir Hans Hertel. Sú grein er nær þriðj- ungur bókarinnar. En auk hennar er eitt hið fróðlegasta fyrir Islendinga kaflinn um norska menningu. Ríkjasamband Noregs og Dan- merkur var rofið 1814 og Noregur settur í ríkjasamband við Svíþjóð. En einmitt upp úr því margefldist menn- ingai'samband Danmerkur og Nor- egs. Kaupmannahöfn varð þá æ meir menningai'leg höfuðborg Noregs. Hún varð það fremur en Stokkhólm- ur vegna þess m.a. að ritmálið var sameiginlegt Dönum og Norðmönn- um, en bókaútgáfa var svo van- þroskuð í Noregi, að norsk skáld þui'ftu að ná samningum við danska forlagið Gyldendal til að tryggja af- komu sína og geta gefið sig að skrift- um. Enda var þá markaðurinn öll Norðurlönd. Þetta gilti um helstu skáld norsk, Ibsen, Bjarnson, Lie og Kielland, Amalie Skram og síðar Hamsun. En þau ríktu síðan í dönsku bókmenntalífi á seinni hluta 19. ald- ai', fremur dönskum skáldum! Ekki nóg með það, tilkomumiMl myndlist og tónlist Norðmanna á 19. öld varð einnig til í Kaupmannahöfn, sprottin af listhefð þar, eins og norsk leiklist- arhefð er beinlinis sprottin af dansM’i. Nú gildir allt þetta í enn rík- ara mæli um Islendinga, fyrir utan það, að bókmenntirnai' voru á ís- lensku, sem náði til fárra annara en Islendinga. Og ólíkt Norðmönnum vai' fyrir lifandi alþýðleg bókmennta- hefð á Islandi, þegar Bjarni Thorai'ensen, Jónas Hallgrímsson og fleiri báru inn í landið þær bók- menntanýjungar sem þeh höfðu lært í Kaupmannahöfn. En sú nýja stefna sigraði síðan gjörsamlega alþýðlega hefð rírnna og í'iddarasagna, enda kom þjóðernisstefnan til landsins með þessum erlendu nýjungum! Það sýndi sig svo enn betur á 20. öld, einkum með Halldóri Laxness, að margt hið besta í íslenskri menningu er risið af erlendum menningaráhrif- um. Þetta er fróðleg bók og aðgengileg. Örn Ólafsson MWniJST Ingdlfsstræti 8 GRAFÍK ELOI PIJIG Til 11. október. Opið fímmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Aðgangur ókeypis. KATALÓNINN vinnur að grafík- list sinni með afar persónulegum hætti. Með ýmsum sérkennilegum samsetningum í myndvinnslu, ljós- myndun, tölvugrafík, skyggnutækni og mynd- bandalist, sem fylgt er úr hlaði með ámóta flókinni hljóðblöndun, skapar lista- maðurinn súrrealískt and- rúmsloft myndrænnar æxlunar. Hvaðeina birtist á gegnsæjum skjá í miðju salarans, tekur á sig form úr jurta-, steina- eða dýra- ríkinu og rennur jafnhai'ð- an saman við eitthvert annað form líkt og síkvik- ar örveirur undh rafeinda- smásjá. Andrúmsloftið sem Puig skapar er ekM órafjarri vísindaskáldsögunni; til- raunastofu vísindamanns- ins kappsfulla sem sést ekM fyrir og ratar þar af leiðandi í hinar verstu ógöngur. Líffræðingurinn Frankenstein og Jekyll læknir eru dæmi um slíka óforsjála ofurhuga sem steyptu sér og sínum nán- ustu í glötun vegna ein- strengingslegrar forvitni sinnar. Eru gósentímar slíM'a ástríðuvísinda aftur upp runn- h með nær takmarkalausum mögu- leikum erfðafræðinnar? Eloi Puig fylgh efth myndbreyt- ingum sínum með svipaðri samsuðu tungumálsins. Nýyi'ðasmíð hans er af sama meiði og myndgerðin. Af samruna tveggja orða sprettur und- arlegt fræðiheiti sem hljómar ugg- vænlega sökum skyldleika síns við ónæmisfræði, geðlækningar eða óhefta frumuskiptingu. Það eru ein- hver teikn í öllum verkum Puig sem vísa til takmarkana okkai' sem stjórnenda tilverunnar. Getur verið að einn góðan veðurdag missum við allt út úr höndunum á okkur eins og áðurnefndar söguhetjur og hryll- ingsmeistarar? Myndrænt séð gengur skipan Puig afar vel upp. Litleysið undir- strikar gi'afísk áhrifm og minnh okkur um leið á þá fleygu yfirlýsingu Adornos að myndlist tuttugustu ald- arinnar væri í eðli sínu svört. A norð- urveggnum hanga verk sem hverfast um hluti sem eru rifnh upp með rót- um - Bases de arranque - gegnt verki sem fjallar um innilokun og önnur sem gætu verið skírskotun til hugarMofnings. Þannig eru verk Eloi Puig ekki fógur í viðtekinni merkingu þess orðs, en þau eru svo sannarlega opin og athyglisverð og verður það að teljast meh um vei-t. Halldór Björn Runólfsson „BASES de arranque", „Byrjunargrunnar" eða „Sundurrifsgrunnar" frá 1996. Umbreytt Ijósmynd, 125 x 100 cm eftir Eloi Puig. Sýningin „Souvenir“ á Reka- granda 8 NÚ stendur yfir sýning Charly Banana/Ralf Johannes í Gangin- um, Rekagranda 8. Verkið sam- anstendur af 50 ljósmyndum og kallast Souvenir og er eins kon- ar minningarinnsetning um myndlistarferil listamannsins fram að þessu, segir í fréttatil- kynningu. Ennfremur segir að sýningar- ferill Charly Banana/Ralf Jo- hannes hefjist árið 1975, og hann orðið þekktur listamaður á áratug nýja málverksins. Hann hefur auk málverksins unnið skúlptúr, innsetningar, mynd- bandsverk, bókverk, o.fl. Sýningin stendur fram í miðj- an nóvember. Islensk fræði inn í 21. öldina UMRÆÐUFUNDUR verður á Súfistanum, bókakaffi, Lauga- vegi 18, í dag, fimmtudag, kl. 20.30, og er hluti bókakynningar Máls og menningar og Forlags- ins í Reykjavík haustið 1998. Gísli Sigurðsson, Heimir Pálsson, Jón Karl Helgason og Örnólfm' Thorsson velta fyrir sér, með hjálp áheyrenda, hvort 21. öldin verði lík þeim 19. og 20. hvað varðar rannsóknir á Is- lendingasögum og öðrum mið- aldabókmenntum íslenskum, segir í fréttatilkynningu. Gísli gaf út Eddukvæði og rit- aði að þeim inngang, Heimir gaf út bókina Lykill að Islendinga- sögum, Jón Karl sendi frá sér Hetjuna og höfundinn og Örn- ólfur er einn af þeim sem stóðu að útgáfu Islendingasagnanna og orðstöðulykils að þeim á hljómplötu. Umræðum stýrir Andri Snær Magnason rithöf- undur og íslenskufræðingur, sem stóð að útgáfu rímnahljóm- plötunnar Radda fyrr á árinu. Jón Karl Helgason gestur Ritlist- arhópsins UPPLESTUR á vegum Ritlist- arhóps Kópavogs verður hald- inn í Gerðar- safni í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 17-18. Jón Karl Helga- son bók- menntafræð- ingur les úr bók sinni Hetjan og höfundurinn, sem út kom fyrr á þessu ári. Aðgangur er ókeypis. Jón Karl Helgason TILKYNNING UM SKRÁNINGU BANKAVÍXLA Á VERÐBRÉFAÞING ÍSLANDS LANDSBANKI ÍSLANDS HF. kr. 50.000.000.000.- kr. f i m mtí u m i I Ij a rð a r 00/100 Útgáfudagur: Fyrirhugað er að gefa út 50 flokka af bankavíxlum sem verða á gjalddaga 10. og 25. hvers mánaðar. Sölutímabil: Takmarkast af gjalddaga hvers flokks. Einingar víxla: Kr. 5.000.000.- og kr. 25.000.000.- Fjöldi flokka: 50 flokkar. Fjárhæð flokks: Kr. 0 -1.000.000.000.- Skránlng: Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að skrá bankavíxla Landsbanka Islands hf. við útgáfu hvers flokks enda uppfylli þeir þá skilyrði skráningar. Tilkynnt verður til Veröbréfaþings íslands um útgáfu hvers flokks og hann skráður í kjölfar þess Upplýsingar og gögn: Skráningarlýsing og önnur gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunni liggja frammi hjá Landsbanka íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Umsjón með útgáfu: Landsbankl íslands hf., Laugavegi 77,155 Reykjavík. Landsbanki Íslands Landsbanki íslands h f., Viöskiptastofa Laugavegi 77, 155 Reykjavfk, síml 560 3100, bréfsfmi 560 3199, www.landsbanki.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.