Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Hundalíf Ferdinand HOU) D0E5 THIS 50UND ? " IN FARMERS' FIELD5 THE POPPIE5 3LOU)" Hvernig hljóniar þetta? „Á bænda- akrinum fjólurnar gróa.“ DID YOU SM "FARMER57' OR"FLANDER5"? Sagðirðu „bænda“ - eða “flæm- „Ég sagði „bænda“, hví skyldi ég ingja“? segja „flæmingja“? Ég veit ekki, mér datt það bara svona í hug. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Alþjóðlegur sjónvernd- ardagur Lionshreyf- mgannnar Frá Jóni Gröndal: ÁRIÐ 1925 fól hin blinda baráttu- kona Hellen Keller Lionsmönnum að verða sérstakir baráttumenn blindra og leggja þeim lið sem mest þeir mættu. Lionshreyfmgin tók áskoruninni og hefur alla tíð stutt baráttu blindra og baráttuna við þarflausa blindu sérstaklega. Bar- átta Lionshreyfingarinnar hefur tvær birtingarmyndir, annars vegar hinn hefðbundna almenna stuðning gegnum árin og sérstakt átak, „Sight First“, sem byrjað var á 1990. Var það fyrsta sameiginlega fjársöfnunin sem fram fór um allan heim fyrir eitt málefni. Markmið hreyfingarinnar með þessum alþjóðlega degi er að vekja athygli á þessu mikilvæga heilsu- farsatriði en skert sjón hrjáir fólk um allan heim. Stöðug barátta Síðasta ár sáu Lionsmenn 600.000 manns fyiir ókeypis glákuleit og kostuðu 20.000 hornhimnuskipting- ar fyrir þá sem ekki áttu fyrir þeim. Lions stofnuðu eða styðja þorra augnbanka í heiminum, hunduð sjúkradeilda og rannsóknardeilda sem sinna sjón og augnlækningum. Þúsundir manna fá á árinu ókeypis sjónskoðun, gleraugu, blindraleturs- ritvélar, hvíta stafi eða sérþjálfaða hunda. Þá safna Lionsmenn að jafnaði 3 milljónum gleraugna á ái'i spm er dreift í þróunarlöndunum. Á íslandi gefa Lionsklúbbar mörg tæki til augnlækninga eða sjónverndar á hverju ári. Nú síðast færði Lions- klúbbur Grindavíkur heilsugæslunni þar augnskoðunartæki. Sjónverndarátak Eins og áður segir var árið 1990 hleypt af stokkunum alþjóðlegri fjár- söfnun. Þar söfnuðu Lionsmenn í 80 löndum peningum til mikils sjón- verndarátaks, „Sight First“, sem Al- þjóðastjórn Lionshreyfingarinnar ætlaði að setja af stað. Markmiðið var hvorki meira né minna en að út- rýma þarflausri blindu í heiminum. Árangurinn varð framar vonum. Nú hefur verið varið 74 milljónum doll- 8. oktober ara til málefnisins í 68 löndum og 5 heimsálfum. 47 augnlækningadeildir eða sjúkrahús eru í smíðum og fram- kvæmdar hafa verið yfir 1 milljón aðgerðh' vegna skýs á auga. 6 millj- ónh' manna hafa fengið augnskoðun og 3,3 milljónir fengið meðul við ár- blindu. Þá hefur hreyfingin kostað nám 1.838 verðandi augnlækna. Enn eru um 45% af söfnunarfénu eftir. Nýjustu löndin sem fá aðstoð frá verkefninu eru ríkin Chad, Togo og Mauritania í Afríku. Augnslys á íslandi Á fslandi eru slys á augum og meðfæddir gallar helsta orsök blindu hjá börnum. Talið er að allt að 20% skólabarna fái einhverjar sjóntruflanir eða sjóngalla á ári. Því er nauðsynlegt að tryggja reglulega sjónskoðun um allt land og að alls staðar séu réttu tækin fyrir hendi. Augnslys barna undir 5 ára aldri stafa einkum af þrennu: hreinsiefn- um, leikföngum og sígarettum. Hægt er að koma í veg fyrir 90% augnslysa með aðgát og um 50% allrar blindu. Lionshreyfingin vill á þessum degi hvetja foreldra til að sýna aðgát og setja sér og börnum sínum ákveðnar varúðarreglur. 1. Setjið börnunum fordæmi með því að nota augnhlífar þegar þið vinnið með hreinsi- og leysiefni! 2. Kennið börnunum að hlaupa ekki um með gaffla, hnífa eða tannburst- ann! 3. Passið að herðatrén séu á slánum inn í skápum! 4. Gætið þess að börnin leiki sér að öruggum leikfóngum sem eru ætluð þeirra aldri! 5. Gerið við eða hendið brotnum og biluðum leikföngum! 6. ítrekið við börnin að þau kasti ekki hvert í annað! 7. Hafið öskubakkana þar sem ung- börnin ná ekki til eða reykið ekki þar sem börn eru að leik. Þá vill Lionshreyfingin að lokum þakka landsmönnum fyrir góðan stuðning við fjáraflanir hreyfingar- innar. Lifið heil! JÓN GRÖNDAL, fjölmiðlafulltrúi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.