Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR EIRIKUR JÓNSSON + Eiríkur Jónsson var fæddur 18. nóvember 1924 á Hrafnabjörgum í Hjaltastaðaþinghá, N-Múlasýslu. Hann Iést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 1. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jón Eiríks- son, afgreiðslumað- ur á Akureyri, síð- ast í Hafnarfírði, f. 1. júlí 1897, d. 12. desember 1975, og Elínborg Þorsteinsdóttir, f. 6. mars 1904, d. 28. júlí 1995. Ei- ríkur var annar í röð sex bræðra og eru hinir allir á lífi. Eiríkur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigrúnu Jóns- dóttur, 18. nóvember 1949. Hún er fædd 1. júlí 1927. For- eldrar hennar voru Jón Sig- urðsson, verkamaður á Dalvík, og kona hans Kristín Arn- grímsdóttir. Börn Eiríks og Sigrúnar eru: 1) Oddný Rósa, f. 23.5. 1949, búsett í Nor- egi. 2) Jón, f. 29.6. 1952, málarameist- ari í Reykjavík. 3) Gunnar Yiðar, f. 13.5. 1953, húsa- smíðameistari á Akureyri. Barna- börn Eiríks og Sig- rúnar eru orðin níu og barnabarna- börnin tvö. Eiríkur nam húsasmíði og hlaut meistararéttindi í þeirri iðn árið 1953, stundaði nám í mynd- og handmennta- deild Kennaraskóla Islands einn vetur, auk þess sem hann sótti oftar námskeið í þeirri grein. Smiður og kennari í Oddeyrar- skóla Akureyrar frá 1962-85, er hann varð að hætta sökum vanheilsu. títför Eiríks fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var bjartur og fagur haust- dagur, sem mætti augum okkar bæjarbúa, fímmtudaginn 1. október síðastliðinn. Allt var baðað í sól og Pollurinn spegilfagur í logn- kyminni, líkt og Skaparinn vildi bæta okkur svalt og sólarlítið sum- ar, sem nú er liðið. Trén í görðunum okkar, sem nú standa í sínu feg- ursta haustskrúði, sýna árstíðina svo ekki verður um villst. Síminn hringdi og flutti mér andlátsfregn góðs vinar og fyrrum samstarfs- manns, Eiríks Jónssonar, kennara. Hugurinn hvarflaði brátt frá veður- blíðunni og líðandi stund til liðins tíma. Raunar gat engum komið þessi fregn á óvart, sem þekkti til hinnar löngu og hörðu baráttu Ei- ríks við hinn illvíga sjúkdóm. En hann var hetja, aldrei æðruorð, eng- in sjálfsvorkunn. Brátt eru liðin 17 ár frá því sjúkdómurinn var greind- ur og þar af eru 4 ár á sjúkrahúsi. Allan þennan tíma hefur fómfús eiginkona hans staðið sem klettur að baki hans, stytt honum stundir og létt þjáningar, eftir því sem mannlegur máttur fær áorkað, svo að athygli hefur vakið. Kynni okkar Eiríks hófust að marki, er hann varð smíðakennari við Oddeyrar- skóla Akureyrar, haustið 1962, eða leiðbeinandi eins og nú ber að nefna þá sem ekki hafa lokið kennslurétt- indum. Svo vel gekk kennslan hjá Eiríki þennan vetur, að hann ákvað að afla sér réttinda, enda hvattur til þess af skólastjóra og samkennur- um. Að námi loknu kom hann svo aftur til starfa og kenndi til ársins 1985, er heilsan var þrotin. Vel fórst Eiríki starfíð úr hendi. Hann var jafnan glaður í lund og spaugsamur við nemendur sína og það kunnu þeir vel að meta. Um hans daga jókst fjölbreytni í handavinnunni til muna í skólanum. Efnisval varð meira. Farið var að nota horn og bein, málm og glerung (smelti) svo eitthvað sé nefnt. Úr þessu urðu oft skemmtilegustu gripii-, enda var Ei- ríkur bæði hugmyndaríkur og smekkmaður á allar smíðar. Með okkur Eiríki tókst snemma góður kunningsskapur og raunar fjöl- skyldum okkar líka, sem ekki hefur borið skugga á. Ég var um þetta leyti að vinna að innréttingu hús- eignar minnar í Langholti 3. Hjálp- aði hann mér mikið og vann ófáar stundii' í byggingunni. Ekki var þá alltaf um hefðbundinn vinnutíma að ræða, gat eins verið eftirvinna eða helgarvinna, allt eftir því hvernig á stóð. Ekki setti Eiríkur það fyrir sig og hefí ég ekki þekkt marga sem betra var til að leita og verður ‘það aldrei fullþakkað. Þá langar mig til að víkja að þeim þætti samstarfs okkar Eiríks, sem mér verður alltaf minnisstæðastur, en þar á ég við bamastúkustarfið. Að því er ég best veit, var Eiríkur alla sína ævi alger bindindismaður á vín og tóbak, þó ætíð hógvær, en samt heill í skoðun. I skólanum var starfandi bama- stúkan Samúð. Árið 1965 varð hann gæslumaður hennar og ég féllst á að styðja hann við starfíð. Þarna áttum við mjög góða samleið um tuttugu ára skeið. Með honum var gott að vinna. Eins og ég hefí fyrr drepið á, hafði hann góð áhrif á börnin með glaðværð sinni og gam- ansemi. Oft las hann sögur fyrir þau á fundunum og var þá furðu fundvís á góðar sögur, sögur sem höfðu boðskap að flytja. Hann var alltaf stundvís og í flestu góð fyrirmynd. Þá er mér sérstaklega minnisstætt hve skreytingarnar hans vom fal- legar, sem hann kom svo oft með til að lífga upp á fundarsalinn, t.d. að- ventu- og ljósaskreytingar á jóla- fundina. Eins má nefna afmælis- fund stúkunnar, er hún varð fímm- tug. Allt þetta setti hátíðlegan blæ á þessar samkomur. Þá veit ég að Ei- ríkur var félagi í stúkunni Brynju, hér í bæ, mjög lengi, m.a var hann æðsti templar hennar árið 1974-75 og gæslumaður umdæmisstúku Norðurlands 1968-70. Mér er vel ljóst, að hér hefur aðeins verið tæpt á fáu, engin ævisaga rakin, né rituð. Að leiðarlokum vil ég þakka góð kynni. Bjart er yfir minningunni um góðan dreng. Þannig finn ég samlík- ingu við heiðríkju fimmtudagsins 1. október sl. Eiginkonu Eiríks, börnum þeirra og öðrum ástvinum sendi ég og fjöl- skylda mín hugheilar samúðar- kveðjur. Sigurður G. Flosason. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endui'gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfí (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfínu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundai' eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undh’ greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtai- greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auð- veldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úi-vinnslu. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR fyrrverandi húsvörður, Hallveigarstöðum, Hátúni 4, Reykjavík, er lést á Landspítalanum sunnudaginn 27. september síðastliðinn, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 9. október, kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hennar eru beðnir að láta Krabbameinsfélagið eða Barnaspítala Hringsins njóta þess. Þóra Björgvinsdóttir, Jón J. Haraldsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Óskar Þ. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, ÞORSTEINS JÓHANNSSONAR, Svínafelli, Öræfum. Sigrún Pálsdóttir og fjölskylda. FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 5 3 4 GUÐMUNDUR Bjarnason unihverfisráðhei-ra og Finnur Ingólfs- son iðnaðarráðherra undirrituðu viljayfirlýsingu vegna samstarfssamnings um landmælingar og kortagerð. Viljayfírlýsing um samstarf Landmælinga og Orkustofnunar IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ, umhverfisráðuneytið, Orku- stofnun og Landmælingar Is- lands hafa ákveðið að gera sam- starfssamning milli stofnananna um landmælingar og kortagerð. Viljayfirlýsing vegna þessa var undirrituð hjá LMI 2. október sl. af Guðmundi Bjarnasyni, um- hverfisráðherra og Finni Ing- ólfssyni, iðnaðarráðherra. Með viljayfirlýsingunni takast Landmælingar Islands á hendur það almenna hlutverk í land- mælingum og kortagerð sem Orkustofnun hefur sinnt um ára- bil og taka einnig við gagnasafni landmælinga sem þar hefur ver- ið byggt upp. Orkustofnun hefur í fórum sínum mikil landmælingagögn sem stofnunin hefur aflað með æmum tilkostnaði á mörgum áratugum. Stofnunin er um þessar mundir að ljúka grunn- vinnu um flest í landmælingum vegna gerðar staðfræðikorta til undirbúnings vatnsorkuvirkj- ana. Gunnar Þorbergsson, deild- arstjóri landmælingadeildar Orkustofnunar, hefur þorið hit- ann og þungann af þessu starfi um margra ára skeið og verið kjölfestan í landmælingastarfi á Islandi. Hann mun senn láta af störfum vegna aldurs. Brýnt er því að tryggja framhald þessa starfs, segir í fréttatilkynningu. Gerð samstarfssamnings milli stofnananna á að tryggja far- sæla lausn þessara mála til framtíðar fyrir Orkustofnun og jafnframt að stjrrkja Landmæl- ingar Islands til að sinna lög- bundnu hlutverki sínu á sviði landmælinga og kortagerðar. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, HÓLMFRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR frá Kambfelli. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dalbæjar, Dalvík. Magnús Stefánsson, Guðrún Metúsalemsdóttir og Liv Krötö. + Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS SÆVALDSSONAR, Grænumýri 7, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Björg Steindórsdóttir, Hulda Kristjánsdóttir, Gestur Jónsson, Þóra Steinunn Gísladóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.