Morgunblaðið - 08.10.1998, Side 28

Morgunblaðið - 08.10.1998, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Á síöustu árum hafa mótast allskýrar reglur á alþjóðavettvangi um frelsi vísindanna og persónuvernd. Páll Þórhallsson rekur helstu megin- reglur á þessu sviöi og veltir fyrir sér hvernig miölægur gagnagrunnur á heilbrigöissviöi svarar þeim kröfum. A SEINUSTU árum hefur hið al- þjóðlega samfélag í vaxandi mæli látið til sín taka þau vandamál sem skapast vegna framþróunar vísind- anna, ekki síst læknavísindanna. Nokkur atriði hafa þar sérstaklega verið í brennidepli. Nútíma mannvís- indi byggjast meðal annars á töl- fræðilegri úrvinnslu upplýsinga um einstaklinga. Pað skapar vanda vegna sjónarmiða um friðhelgi einkalífs og vernd persónuupplýs- inga. Þá byggjast læknavísindin, til dæmis lyfjaþróun, að nokkru á til- raunum á mönnum. Þar er sérstakr- ar aðgátar þörf. Framfarir í erfða- vísindum hafa svo skapað alveg nýja sýn og nýja möguleika á vitneskju um einstaklinga og til að hafa áhrif á erfanlega eiginleika þeirra. A þessu sviði líkt og um vernd grundvallarréttinda yfírleitt er sam- eiginlegur Evrópuréttur í mótun og margir víxlverkandi þættir hafa áhrif á inntak hans. Má þar nefna Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) og dómaframkvæmd eftir- litsstofnananna í Strassborg, sátt- mála Evrópuráðsins um verndun einstaklinga með tilliti til vélrænnar úrvinnslu persónuupplýsinga frá 28. janúai- 1981 (Evrópusáttmáli nr. 108), ýmis tilmæli ráðherranefndar Evrópuráðsins til aðildarríkjanna um vernd persónuupplýsinga, til- skipun Evrópubandalagsins um vernd persónuupplýsinga 95/46/EB, stjórnarski-ái'ákvæði í Evrópuríkj- um, dómaframkvæmd æðstu dóm- stóla aðildarríkjanna og álitsgerðir persónuverndarfulltrúa líkt og tölvunefndarinnar íslensku, en slíkir eftirlitsaðiiar með opinbert hlutverk starfa nú í flestum Evrópuríkjum. Þeim er einnig falið sérstakt eftir- litshlutverk samkvæmt fyrrgreindri tilskipun EB. Einnig verður að nefna alþjóðalega sáttmála, sem ekki eru einskorðaðir við Evrópu, og samþykktir vísindasamfélagsins, sem eru vissulega ekki bindandi en eru til leiðbeiningar. Frá sjónarhóli réttarins togast þarna í megindráttum á tvenns kon- ar hagsmunir. Annars vegar frelsi vísindanna og réttur visindamanna til upplýsinga en hins vegar per- sónuréttur einstaklinga, friðhelgi einkalífs og vernd persónuupplýs- inga. Hvor tveggja rétturinn nýtur venjulegast stjórnskipulegrar verndar í landsrétti og alþjóðlegrar verndar samkvæmt alþjóðasáttmál- um (frelsi vísindanna til dæmis í 27. gr. Mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna og 3. mgr. 15. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menning- arleg réttindi, auk 10. gi'. MSE um rétt til að taka við upplýsingum; frið- helgi einkalífs til dæmis í 8. gr. MSE auk 3. gr. MSE um bann við ómann- úðlegri og vanvirðandi meðferð). Ekki er hægt að segja fyrirfram hvort vegi þyngra heldur verður að reyna að finna hæfilegt jafnvægi þarna á milli þar sem þessir hags- munir stangast á. Ef frelsi vísind- anna væri algert gæti það haft óskaplegar afleiðingar eins og mannkynssagan leiddi í ljós, ekki seinna en í Þriðja ríkinu. Ofurá- hersla á persónuréttinn gæti hins vegar lamað vísindastarf. A seinustu áratugum hafa framfarir í vísindum verið það örar og afleiðingarnar fyr- ir mannlegt samfélag og mannlega tilveru eru það óljósar og hugsan- lega afdrifaríkar að greina má til- hneigingu réttarins til að vilja frekar hafa vaðið fyrir neðan sig og heimila ekki að tekin sé mikil áhætta á kostnað persónuverndarinnai'. Til hvers persónuvernd? Vísindin efla alla dáð. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hvers vegna frelsi vísindanna er mikils metið, enda byggist nútíma- þjóðfélag á svigrúmi þeirra. Hitt þarfnast kannski frekar útskýring- ar, sérstaklega íyrh' íslenska lesend- ur; hvers vegna persónuverndar þurfi með. Þar sem miðlægur gagna- grunnur á heiibrigðissviði snertir aðallega vernd persónuupplýsinga er rétt að fjalla sérstaklega um þau sjónarmið sem þar búa að baki. Hugsunin er sú að viðkvæmar per- sónuupplýsingar eigi að vera trúnað- armál til dæmis milli læknis og sjúk- lings. Ef viðkvæmar persónuupplýs- ingar kæmust í hendur óviðkomandi gæti það dregið úr trausti almenn- ings á heilbrigðiskerfinu, vanvirt friðhelgi einkalífs viðkomandi og jafnvel í sumum tilvikum leitt til þess að fólk með smitandi sjúkdóma leitaði síður aðstoðar (sbr. dóm Mannréttindadómstóls Evrópu, Z. gegn Finnlandi, 25. febrúar 1997). En persónuverndarreglui' láta sig líka varða meinlausari persónuupp- lýsingar eins og nöfn, kennitölur og þess háttar, í stuttu máli allar upp- lýsingar um einstaklinga. Skýringin er meðal annars sú að hætta er talin felast í því að menn geti, í krafti upplýsingatækninnar, safnað saman miklu magni upplýsinga I litlu samfélagi vita allir allt um alla eins og sagt er, menn þurfa ekkert að laumast í sjúkraskýrslur eða beita flóknum tölvuað- gerðum til að komast að því hvern mann náunginn geymir, það dugir að spyrjast örlítið fyrir og hafa eyrun opin. um einstaklinga, sem hverjar um sig eru ómerkilegar, en mynda, þegar þær koma saman, heildannynd af persónu viðkomandi. Hvað menn svo gera við uppiýsingarnar er önnur saga, en hættan á misnotkun og kúg- un er fyrir hendi. Alþjóðlegir sáttmálar á þessu sviði leitast við að standa vörð um manninn sem sjálfstæða siðferðisveru sem njóta skal mannlegrar reisnar, sama * «os:«ií hvað á dynur. Maðurinn er tilgangur og markmið í sjálfu sér sem ekki má smætta niður 1 leiksopp ráðandi afla. Staða mannsins í samfélaginu ræðst mjög af þeim upplýsingum sem aðrir hafa um hann. Einstaklingurinn og upplýsingar um hann eiga því skilið virðingu og tillitssemi, en hann má ekki nota sem verkfæri ein- ■; göngu í þágu heildarhags- Fyrir íslendinga er dálítið erfitt að setja sig inn í þennan hugsunarhátt. í litlu samfélagi vita allir allt um alla eins og sagt er, menn þurfa ekkert að laumast í sjúkraskýrslur eða beita flóknum tölvuaðgerðum til að komast að því hvern mann náunginn geymir, það dugir að spyrjast örlítið fyi'ir og hafa eyrun opin. Persónu- upplýsingar eru líka mun að- gengilegri en víðast hvar ann- ars staðar, ættfræðirit blómstra með rækilegum upp- lýsingum um ævi og ættir Knight Ridder Tribune manna, þjóðskráin með upplýsingum um kennitölur manna og heimilis- fóng er aðgengileg hverjum sem er. Víða annars staðar hafa menn hikað við að taka upp kennitölur af ótta við misnotkun, það er að segja að fyrir vikið verði miklu auðveldara að rekja upplýsingar. Þar sem kennitöl- ur eru notaðar eru þær einatt lítt gagnsæjar, öðru vísi en hjá okkur, þar sem fæðingardagur kemur fram í kennitölu. Hvenær er um íhlutun í persónuréttindin að ræða? En víkjum þá nánar að hinum al- þjóðlegu, einkum evrópsku, kröfum, en leiða má líkur að því að þær teld- ust eiga beint við hér á iandi, ef á reyndi, vegna til dæmis lögfestingar MSE árið 1994, stjórnarskrárbreyt- inga 1995, að ekki sé talað um fyrir- hugaða upptöku tilskipunar 95/46EB um persónuvernd í EES-samning- inn. Það verður fyrst fyrir að athuga hvenær um íhlutun í persónuréttindi sé að ræða. Ef engin er íhlutunin þá eru engin réttindi í húfí og vísindin hafa frjálsar hendur. Ganga má út frá því að söfnun persónuupplýs- inga, úrvinnsla úr þeim og ákvörðun um að varðveita þær um lengi'i tíma teljist alltaf íhlutun ef samþykkis viðkomandi er ekki leit- að. Sumar persónuupp- lýsingar geta að vísu verið svo hversdagsleg- ar að vart sé hægt að tala um íhlutun (dæmi; ættartöl, símaskrá) en þegar viðkvæmar per- sónuupplýsingar eiga í hlut eins og heilsufars- upplýsingar þá leikur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.