Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 28 ERLENT Líklegl að málaferlum vegna kvótasvindls í Danmörku linni Fyrrverandi ráðherra flæktur í svindlið Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. EFTIR að mörg hundruð danskir sjómenn hafa verið dæmdir til að greiða skaðabætur undanfarin ár fyrir ofveiði og kvótasvindl í upphafi þessa áratugar stefnir nú í að mála- ferlunum linni, því í ljós hefur komið að Kent Kirk, þáverandi sjávarút- vegsráðherra, vissi af svindlinu, reyndi að komast hjá að það kæmist upp og gerði allt sem hægt var til að veiðieftirlitið hefði ekki hendur í hári þeirra er svindluðu. Par með er erfitt að halda málaferlunum áfram. Sérlega gróft þykir að Kirk fékk embættismenn ráðuneytisins til að upphugsa aðferðir til að koma sjó- mönnunum hjá eftirliti. Kirk hafnar ásökununum, en bæði forveri hans í ráðherrastól og sá sem á eftir kom taka undir gagnrýnina. Kent Kirk var þingmaður og ráð- herra íhaldsflokksins. Sjálfur er hann trillueigandi frá Esbjerg og þekkti því einstaklega vel til í sjáv- arútvegi. Frá því um 1985 og næsta áratug á eftir átti danskur sjávarút- vegur við að glíma einhverja þá erf- iðustu tíma, sem gengið hafa yfir hann. Kvótarnir voru mjög litlir og Reyndi að hindra að kvótasvindlið kæmist upp sem svar við því voru kvótasvindl og ólöglegar veiðar örþrifaráð að- krepptra sjómanna. Bátarnir veiddu án þess að mega það. Ólög- legur þorskur varð humar á papp- írnum og þar fram eftir götunum. Dögum saman var kvótasvindlið helsta fréttaefni danskra fjölmiðla á þessum árum. Reglugerðin braut í bága við lög Allir sem vildu vita þetta vissu af því og þá einnig Kent Kirk og veiði- eftirlitið. Veiðieftirlitið vildi taka þetta föstum tökum. Par á bæ vOdu menn bæði herða eftirlitið á hafnar- bakkanum og fara í saumana á bók- haldi bátanna, fiskvinnslunnar og annarra, sem keyptu fiskinn, þar sem þannig mætti sjá í gegnum svikamylluna. Þessar aðgerðir höfðu verið und- irbúnar þegar Kirk varð ráðherra 1989, en eftir að hann tók við gerð- ist ekkert. Þvert á móti fer hann að huga að breyttum reglum. Þótt lög- in geri ráð fyrir að brot af þessu tagi fymist á tveimur árum setur hann reglur um að fyrningartíminn sé tveir mánuðir. Það er meðal ann- ars þessi regla, sem Kirk er nú harðlega gagnrýndur fyrir þar sem hún brýtur í bága við lög. Eftirlitsmeiin áttu ekki að sjá neitt „Þeir hefðu getað tekið mig og alla hina þúsund sinnum hér á höfn- inni, en þeir máttu það bara bara ekki af því Kent Kirk sagði nei.“ Þannig lýsir sjómaður í Hanstholm því fyrir blaðamanni Berlingske Tidende hvernig veiðieftirlitið starfaði á þessum árum. Veiðieftir- litið var aðeins látið ganga um, en átti helst ekki að sjá neitt. Mála- ferli, sem voru í undirbúningi voru látin falla niður. Þó þetta hafi kom- ið fram er ósennilegt að nokkuð verði aðhafst gegn Kirk, þar sem þetta er álitin liðin tíð. Síminn okkar: 56 20 400 - 4. hæð Sérfræðingar í sérferðum með ðryggi og stíl hjá I „Nýju Eddu“ Félagsdeildin okkar, sem býður þér þjónustu fagfólks til bestu lausnar á ferð þinni á bestu kjörum, byggðum á sérsamningum okkar við flugfélög og hótel um allan heim, fyrir hópa og einstaklinga - hvert sem tilefnið er: Brúðkaup, afmæli, fundir, ráðstefnur, hvataferðir, árshátíðir, söng- og tónlistarferðir, fagferðir starfshópa. Nú þegar höfum við skipulagt ferðir fjölda slíkra hópa á næsta ári til Evrópulanda, Ameríku, Austurlanda, Ástralíu og allt í kringum hnöttinn. |i Allur heimurinn er vettvangur Heimsklúbbsíns. • Getum við aðstoðað klúbbinn þinn, skólann, vinahópinn við að gera ferð ykkar í senn betri og ódýrari? • Reynsla þeirra, sem þekkja, er okkar besta auglýsing. • „Kaupið ekki köttinn í sekknum" ef þið viljið pottþétta þjónustu á bestu kjörum - og munið að panta snemma, því að í dag eru margir aðrir á ferð um heiminn. • Fagþegafjöldi okkar hefur meira en tvöfaldast á þessu ári, gettu hvers vegna? NÝJA EDDA - og ferð þinni ______________________ er borgið. Austurstræti 17, 4. hæð 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564 Netfang: prima@heimsklubbur.is Heimasíða: hppt://www.heimsklubbur.is FERÐASKRIFSTOFAN PRIMA? HEIMSKLUBBUR INGOLFS Fólk treystir Renault Mégane. Hann er öruggasti bíllinn á markaðnum í sínum flokki. Hann hlaut hæstu einkunn, fjórarstjörnur, í öryggisprófunum hjá NACP. Veldu öryggi - veldu Renault Mégane. RENAULT HÆSTA EINKUNN í ÖRYGGISPRÓFUNUM HjÁ NAGP Samevrópskt verkefni fjölda fýrirtækja og stofnana um árekstraprófanir bifreiða á Evrópumarkaði. Ármúli 13 • Sími 575 1200 • Söludeild 575 1220 www.fia.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.