Morgunblaðið - 08.10.1998, Side 23

Morgunblaðið - 08.10.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 28 ERLENT Líklegl að málaferlum vegna kvótasvindls í Danmörku linni Fyrrverandi ráðherra flæktur í svindlið Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. EFTIR að mörg hundruð danskir sjómenn hafa verið dæmdir til að greiða skaðabætur undanfarin ár fyrir ofveiði og kvótasvindl í upphafi þessa áratugar stefnir nú í að mála- ferlunum linni, því í ljós hefur komið að Kent Kirk, þáverandi sjávarút- vegsráðherra, vissi af svindlinu, reyndi að komast hjá að það kæmist upp og gerði allt sem hægt var til að veiðieftirlitið hefði ekki hendur í hári þeirra er svindluðu. Par með er erfitt að halda málaferlunum áfram. Sérlega gróft þykir að Kirk fékk embættismenn ráðuneytisins til að upphugsa aðferðir til að koma sjó- mönnunum hjá eftirliti. Kirk hafnar ásökununum, en bæði forveri hans í ráðherrastól og sá sem á eftir kom taka undir gagnrýnina. Kent Kirk var þingmaður og ráð- herra íhaldsflokksins. Sjálfur er hann trillueigandi frá Esbjerg og þekkti því einstaklega vel til í sjáv- arútvegi. Frá því um 1985 og næsta áratug á eftir átti danskur sjávarút- vegur við að glíma einhverja þá erf- iðustu tíma, sem gengið hafa yfir hann. Kvótarnir voru mjög litlir og Reyndi að hindra að kvótasvindlið kæmist upp sem svar við því voru kvótasvindl og ólöglegar veiðar örþrifaráð að- krepptra sjómanna. Bátarnir veiddu án þess að mega það. Ólög- legur þorskur varð humar á papp- írnum og þar fram eftir götunum. Dögum saman var kvótasvindlið helsta fréttaefni danskra fjölmiðla á þessum árum. Reglugerðin braut í bága við lög Allir sem vildu vita þetta vissu af því og þá einnig Kent Kirk og veiði- eftirlitið. Veiðieftirlitið vildi taka þetta föstum tökum. Par á bæ vOdu menn bæði herða eftirlitið á hafnar- bakkanum og fara í saumana á bók- haldi bátanna, fiskvinnslunnar og annarra, sem keyptu fiskinn, þar sem þannig mætti sjá í gegnum svikamylluna. Þessar aðgerðir höfðu verið und- irbúnar þegar Kirk varð ráðherra 1989, en eftir að hann tók við gerð- ist ekkert. Þvert á móti fer hann að huga að breyttum reglum. Þótt lög- in geri ráð fyrir að brot af þessu tagi fymist á tveimur árum setur hann reglur um að fyrningartíminn sé tveir mánuðir. Það er meðal ann- ars þessi regla, sem Kirk er nú harðlega gagnrýndur fyrir þar sem hún brýtur í bága við lög. Eftirlitsmeiin áttu ekki að sjá neitt „Þeir hefðu getað tekið mig og alla hina þúsund sinnum hér á höfn- inni, en þeir máttu það bara bara ekki af því Kent Kirk sagði nei.“ Þannig lýsir sjómaður í Hanstholm því fyrir blaðamanni Berlingske Tidende hvernig veiðieftirlitið starfaði á þessum árum. Veiðieftir- litið var aðeins látið ganga um, en átti helst ekki að sjá neitt. Mála- ferli, sem voru í undirbúningi voru látin falla niður. Þó þetta hafi kom- ið fram er ósennilegt að nokkuð verði aðhafst gegn Kirk, þar sem þetta er álitin liðin tíð. Síminn okkar: 56 20 400 - 4. hæð Sérfræðingar í sérferðum með ðryggi og stíl hjá I „Nýju Eddu“ Félagsdeildin okkar, sem býður þér þjónustu fagfólks til bestu lausnar á ferð þinni á bestu kjörum, byggðum á sérsamningum okkar við flugfélög og hótel um allan heim, fyrir hópa og einstaklinga - hvert sem tilefnið er: Brúðkaup, afmæli, fundir, ráðstefnur, hvataferðir, árshátíðir, söng- og tónlistarferðir, fagferðir starfshópa. Nú þegar höfum við skipulagt ferðir fjölda slíkra hópa á næsta ári til Evrópulanda, Ameríku, Austurlanda, Ástralíu og allt í kringum hnöttinn. |i Allur heimurinn er vettvangur Heimsklúbbsíns. • Getum við aðstoðað klúbbinn þinn, skólann, vinahópinn við að gera ferð ykkar í senn betri og ódýrari? • Reynsla þeirra, sem þekkja, er okkar besta auglýsing. • „Kaupið ekki köttinn í sekknum" ef þið viljið pottþétta þjónustu á bestu kjörum - og munið að panta snemma, því að í dag eru margir aðrir á ferð um heiminn. • Fagþegafjöldi okkar hefur meira en tvöfaldast á þessu ári, gettu hvers vegna? NÝJA EDDA - og ferð þinni ______________________ er borgið. Austurstræti 17, 4. hæð 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564 Netfang: prima@heimsklubbur.is Heimasíða: hppt://www.heimsklubbur.is FERÐASKRIFSTOFAN PRIMA? HEIMSKLUBBUR INGOLFS Fólk treystir Renault Mégane. Hann er öruggasti bíllinn á markaðnum í sínum flokki. Hann hlaut hæstu einkunn, fjórarstjörnur, í öryggisprófunum hjá NACP. Veldu öryggi - veldu Renault Mégane. RENAULT HÆSTA EINKUNN í ÖRYGGISPRÓFUNUM HjÁ NAGP Samevrópskt verkefni fjölda fýrirtækja og stofnana um árekstraprófanir bifreiða á Evrópumarkaði. Ármúli 13 • Sími 575 1200 • Söludeild 575 1220 www.fia.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.