Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 35 Via Dolorosa Davids Hare er ein- hvers konar sambland af leikhúsi, ferðasögu, ritgerð og blaða- mennsku sem hann kryddar með hörðum fréttum, slúðri og kímni ásamt eigin hugleiðingum. Hare segir frá því að bandaríski rithöf- undurinn Philip Roth hafí fyrir mörgum árum fyrstur farið að hvetja sig til að fara til þessa brjál- aða lands og hitta alla brjálæðing- ana sem þarna búa og þegar Hare færðist undan og bar því við að þetta efni stæði Roth og löndum hans næst, svaraði Roth: „Þeir eru svo brjálaðir að það er alveg pláss fyrir okkur alla.“ Gijót eða hugmyndir En nú áratug síðar finnst Hare , fimmtugum að aldri tímabært að heimsækja jafnaldra sinn, Israels- ríki. Hann undirbýr sig rækilega, fær m.a. ísraelskan rithöfund í heimsókn sem segir honum að vilji hann skilja Israel, skuli hann horfa til Sex daga stríðsins. Það stríð hafi breytt öllu. Þar hafi Israelar í fyrsta sinn náð undir sig landi sem sigurvegarar og í kjölfarið hafi trú- aðir gyðingar hætt að horfa til Bibl- íunnar sem sögulegs rits heldur nú- tímalegrar handbókar. Þegar til Israel er komið freistar Hare þess að fá sem víðasta mynd af ástandinu, hann talar við leikhús- fólk, hann talar við sagnfræðinga, bæði ísraelska og af palestínskum uppruna, dvelur meðal landnem- anna á hernumdu svæðunum, ræðir við stjórnmálamenn úr andstæðum fylkingum Israela, Benni Begin og Shulamit Aloni, og einnig Haider Abdel Shafi, dáðan leitoga Palest- ínubúa og andstæðing Arafats. Sá veitir Hare raunar einungis viðtal fyrir misskilning - vegna þess að hann heldur að hann sé David Hirst, blaðamaður The Guardian og þekktur Miðausturlandasérfræð- ingur. I níutíu mínútur samfleytt flytur verulegs hernaðar heldur sam- keppnisstríðs stórfyrirtækjanna um heim allan. Til að standast sam- keppnina verða þau að bregðast við, hagræða, skera niður, skreppa saman og til þess þarf að fækka starfsmönnum, ekki síst yfirmönn- unum í millistjórnendalaginu. Widmer lætur leikrit sitt gerast á einvers konar ráðningar- og ráð- gjafaskrifstofu fyrir yfirmenn og millistjórnendur sem misst hafa vinnuna. Þeir eru komnir þangað til að fá endurhæfingu, endurheimta sjálfstraustið og gerast gjaldgengir á vinnumarkaði á ný. Við kynnumst sögu þessara fimm eða sex einstak- linga af samtölum þeirra við ráð- gjafann, af hópmeðferð og hlut- verkaskiptum, þar sem t.d. eigin- kona hins rekna á að leika eigin- mannin og hann aftur hana. Undir- tónninn er hamrænn en Widmer beitir miskunarlaust farsakenndu háði til að ná fram ádeilu sinni á tískukenningar stjórnunarfræð- anna og á þann hugmyndaheim við- skiptalífsins, þar sem fyrirtækin og merkin (lógóin) eru færð í öndvegi á kostnað fólksins. Leikritið sjálft virðist vera nokk- uð frjálst í forminu og auðvelt í staðfærslu, því að heyrt hefur af mjög ólíkum uppsetningum á þessu verki. Sýning Dialogue-leikhópsins í London hlýtur þó að teljast sú allra frumlegasta. Vettvangurinn er ekki eiginlegt leikhússvið heldur heil auð skrifstofuhæð í Truman- byggingunni við Brick Lane, yfir- gefinni bjórverksmiðju. Engin sæti eru fyrir áhorfendur, þeir ýmist setjast á filtteppin á gólfinu eða standa og færa sig til um hæðina því að leikurinn berst um hana alla. Leikmunirnir eru 6 skrifstofustólar og leiktjöldin gerð úr neón-ljósum, t.d. fimm ljósaborð sem unnt er að rétta við þannig að helst minnir á tölvuskjái. Til frekari áhrifsauka er svo afar viðeigandi tölvutónlist og áhrifshljóð. DAVID Hare flytur sjálfur einleik sinn Via Dolarosa. David Hare áhorfendum þessa ferðasögu sínu sem smám saman verður miklu meira en ferðasaga, miklu meira en pólitísk „essaya", miklu meira blaðamennska því að á bak við flytjandann á sviðinu skynj- ar áhorfandinn leikskáldið með alla sína tilfinningu fyrir dramatíkinni og af henni er nóg á þessu land- svæði. Hare heldur okkur bergnumdum, ekki síst undir lokin þegar hann lýsir ferðinni frá Vikt- oríulestarstöðinni í leigubíl til heimilis síns og á hann leita þessar áleitnu grundvallarspurningar: Er- um við þar sem við búum eða erum við það sem við hugsum? Hvað skiptir máli? Grjót eða hugmyndir? Stjórnendur í uppnámi Annars konar átökum er lýst í margverðlaunuðu leikritinu Top Dogs eftir svissneska rithöfundinn Urs Widmer. - Það er stríð þarna úti, segir einhvers staðar í leikrit- inu, en þá er ekki vísað til raun- Þessi sýning var óneitanlega lífs- reynsla og skemmtileg sem slík en einhverra hluta vegna finnst manni hún frekar bera meiri keim af gjörningi en leiksýningu. Og ein- hvern veginn situr maður á endan- um uppi með þá tilfinningu að þessi mikla og frumlega umgjörð færi inntakið nánast í kaf. Burt með hléin Top Dog tekur líka um 90 mínút- ur í sýningu og þar er heldur ekk- ert hlé. Og það rennur upp fyrir manni að í engri þessara sýninga hefur verið hlé, nema í Leikritinu um barnið, þar sem Albee beinlínis skrifar hlé inn í verkið sem lið í þessum galdri sínum að má út mörkin milli leiks og veruleika. Hlé verða sem sagt að hafa hlutverk, annars eru þau kom- in úr tísku. Ætli þetta geti ekki verið um- hugsunarefni fyrir framsækin ís- lensk leikhús? Óendan- leikínn í öðru veldi BÆKUR Skál (Isöffur TALNAPÚKINN Bók á náttborð allra sem óttast staerðfræði. Eftir Hans Magnus Enzensberger, Rotraut Susanne Berner myndskreytti, Arthúr Björg- vin Bollason þýddi, Mál og menning, Reykjavi"k 1998, 263 bls. Verð: 3.480 kr. FYRST er ósýnilegur veggur og yfir hann verður ekki komist, að- eins staðið innan hans, uppi við hann; einn dag réttir einhver hönd í gegnum hann og annar gengur í gegnum vegginn og hann hverfur líkt og hann hafi verið úr sápuvatni. Eftir á að hyggja eru engin um- merki þess að þarna hafi nokkru sinni stað- ið veggur og því ómögulegt að segja að einhver hafi rofið hann. Róbert dreymir risavaxinn og ógeðs- legan fisk sem sporð- rennir honum, að hann renni eftir endalausri rennibraut niður í botnlaust hyldýpi. Honum finnst draumarnir frekar leiðinlegir. „Þar til dag nokkurn að talnapúkinn birtist.“ (11). Eftir það sækir talnapúkinn Róbert heim í tólf draumum, tólf nætur, hver kafli í Talnapúkanum greinir frá nótt, fyrstu til tólftu, og kaflarnir draga heiti sín af því. Talnapúkinn leiðir stráknum í bláu náttfötunum fyrir sjónir galdraveröld talnanna, hvernig allt leiðir af tölunni einum, hvernig núllið verður stundum að fela sig undir rúmi, þó að hug- myndin um það hafi bylt talna- heiminum, hvernig tölurnar raðast upp í þríhyrninga og lýsast upp og myrkvast á víxl í formgerðum sem hægt er að spá fyrir um, allt um frumlegar tölur, óskynsamlegar tölur og óendanleika talnaruna, hluti sem þarf hvorki barn né ung- ling til að veki furðu. Þetta er óendanleiki talna í veldi skáldsög- unnar. Þessi bók hefði aldrei verið skrifuð ef Veröld Soffíu eftir Jostein Gaarder hefði ekki gengið í gegnum vegginn ósýnilega sem skilur að barnabækur og aðrar bækur. Aðferðin er sú sama: að út- skýra stórt kerfi í skáldsöguformi - hér er það stærðfræði í stað heimspeki. Samt er ekki rétt að kalla þetta kennslurit eða kennslu- skáldsögur; skáldsögurnar grafa hvor á sinn hátt undan hugmynd- inni um kennivald og kennslu, ein- hvern sem veit og uppfræðir (með boðun) annan sem veit ekki. Hrút- ur heitir stærðfræðikennari Ró- berts og andstæðan við talnapúk- ann, leiðinlegur, lítið spennandi „pedant“, aðferðin við að vekja ekki áhuga á stærðfræði. Talna- púkinn aftur á móti er eldrauður og demónskur með horn, skapillur, hégómlegur og göldróttur og breytir um lögun, stærð og hlutfoll og getur blásið upp og sprungið; draumur allra nemenda, púkasvip- urinn notalega kvikindislegur á lit- ríkum og skemmtilegum myndum Berners sem hafa aðra afstöðu til textans en maður á að venjast, ská- skjóta sér í spássíur og milli lína. Ævintýra- og draumheimi púkans er haldið leyndum fyrir þeim full- orðnu rétt einsog í annarri góðri Hans Magnus Enzensberger bók Gaarders, Kapalleyndardómn- um, svo samanburðinum sé haldið áfram, þar sem ytri regla kemur við sögu einsog hjá þessum djöful- lega fulltrúa óskynsamlegs, rök- legs skipulags. Skemmtileg barna- bók fýrir fullorðna, fullorðinsbók fyi-ir börn. En Talnapúkinn hefur ekki jafngóða frásagnarlega gulrót og Veröld Soffíu og er ekki eins snjöll saga. Enginn leyndardómur vekur eftirvæntingu, sagan vex ekki inní sjálfa sig og útúr sér aft- ur einsog stærðfræðileg flaska Fel- ix Klein svo enginn sést munur á innviðum og útviðum, skáldskap og veruleika, sagan leikur sér ekki nema tak- markað að snertiflöt- um draums og veru: þó bráðnar eitt djásn úr draumheimum yfir í raunheima. Sagan ætlar sér aldrei neitt nema til fundar við talnapúkann. Aðdrátt- arafl sögunnar felst í flugeldasýningu hans á sjálfum sér og tölun- um. Það er hins vegar nægilega mikið kjöt á textanum sjálfum svo að skortur á sögu- þræði kemur ekki að sök. Það er annar þráður hérna: stærð- fræðilegir furðuheimar Lewis Car- roll, Lísa í Undralandi og Gegnum spegilinn. Talnapúkinn er jafnmik- ið ættaður úr þeim heimum. Enn þessi skortur á verksummerkjum: hér getur ekki hafa staðið neinn veggur. Það hefur alltaf verið greiðfært á milli barnabóka og full- orðins, á milli furðuheima og raun- heima eru engin skil fremur en að fólkið í speglinum er við. Hermann Stefánsson. NATTURUHRIF eftir Þorstein Helgason. Gallerí Borg- kynnir Þorstein Helgason GALLERÍ Borg kynnir lista- manninn Þorstein Helgason, f. 1958 og verður opnuð sýning á 20 verkum hans í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Verkin eru unnin á síðustu ár- um með olíulitum á striga. Þorsteinn er arkitekt frá Arkitektaskólanum í Kaup- mannahöfn. Hann stundaði nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og var gestanem- andi Myndlista- og handíða- skóla íslands 1996-1997. Við opnunina flytja Tómas R. Einarsson bassaleikari og Omar Einarsson gítarleikari djasstónlist. Gallerí Borg er opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16. Kynning á verkum Þorsteins stendur til þriðju- dagsins 13. október. Endurskoðun á starfi stjórnarmanna í fyrirtækjum og stofnunum Námstefna um hlutverk stjórna og leiðir til að gera vinnu þeirra árangursríkari í þágu fyrirtækis og stofnunar. Fjallað er um 9 þætti í endurskoðun á verkefnum stjórna. Hnitmiðuð námstefna sem stjórnarmenn og framkvæmdastjórar mega ekki missa af. Staðun Hótel Loftleiðir Tími: Fimmtudagur 15. okt Kl: 14:00 -18:00 LEIÐBEINANDI: Dr. David R. Palmer, U.C. Berkeley. Lauk meistaragráðum í viðskiptum og endurskoðun frá Wharton Graduate School í Pensilvaníuháskóla. Lauk MA og Ph.D. gráðu í stjórnun frá Peter F. Drucker Graduate Management Center við Claremont Graduate School. Veitt leiðsögn til fjölda kunnra fyrirtækja á við Pepsi-Cola, General Motors, Motorola, Nike, Pacific Bell, Intel og Hewlett Packard. Sérhver þátttakandi fær viðurkenningarskjal frá U.C. Berkeley. A Stjórpunarfélag Islands Skráning í síma 533 4567 og á heimasíðu á Netinu: www.stjornun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.