Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ NAFNIÐ Ashkenazy er bundið ís- lensku tónlistarlífí - og menningar- lífi almennt - traustum böndum. Lengst af hefur Vladimir, píanóleikari og hljómsveitarstjóri í fremstu röð í heiminum, verið mest áberandi en nú er næsta kynslóð, synir þeirra Þórunnar Jóhannsdóttur, Vovka og Dmitri, farnir að bera merkið með föður sínum. Verða þeir gestir Sinfóníu- hljómsveitar Islands á tónleikum hennar í kvöld. Stjórnandi verður Michael Christie frá Bandaríkjunum. Þeir láta ekki mikið yfír sér bræðumir, Vovka og Dmitri, þar sem þeir taka á móti blaðamanni og ljósmyndara Morgunblaðsins í Skrúði Hótels Sögu. Þessir menn berast ekki á. Það er líka stutt í brosið, eins og sést þegar þeir bregða á leik fyrir ljósmyndar- ann. Blaðamaður veitir því athygli að þeir tala saman á ensku. „Enska er fjölskyldumál okkar enda hefur pabbi aldrei lært íslensku, þótt hann skilji pínulítið," segir sá eldri, Vovka, á lýtalausri íslensku, sem hann hefur augljóslega haldið vel við en tveir áratugir eru síðan hann flutti af landi brott. „Eg tala íslensku við ömmu mína. Þess vegna er ég svona forn í máli,“ bætir hann við og hlær. Dmitri reynist einnig tala prýðilega ís- lensku, þótt hann hafi ekki verið nema níu ára þegar hann flutti frá Islandi. Dmitri er búsettur í Sviss en Vovka í Angouléme í Frakklandi, þar sem hann nýbúinn að fá kennarastöðu við tónlistarháskólann. Vovka, sem er píanóleikari, leikur nú í annað sinn með Sinfóníunni en Dmitri, sem leikur á klarínettu, þreytir frumraun sína í íslenskum tónleikasölum. Leggjast tónleik- arnir ákaflega vel í þá. „Það er spennandi að spila í fyrsta sinn á Islandi og kynnast hljómsveitinni sem spilar ákaflega vel,“ seg- ir Dmitri en svo skemmtilega vill til að hann á afmæli í dag. Og ekki spillir það fyrir að uppselt er á tónleikana. „Það er virkilega ánægjulegt. Helst hefðum við viljað spila á tvennum tón- leikum eins og stefnt var að í upphafí. Ein- hverra hluta vegna var hins vegar horfið frá því,“ segir Vovka. „Vonandi fáum við tæki- færi tO að koma fljótt aftur!“ Tónlist hefur verið snar þáttur í lífi bræðranna frá blautu bamsbeini. For- eldrar þeirra era báðir píanóleikarar og snemma hófu þeir sjálfir nám í þeim fræðum. Það var aftur á móti ekki fyrr en á unglingsárum að þeir ákváðu að leggja tón- listina fyrir sig. „Tónlistin hefur mikla þýð- ingu í fjölskyldu okkar og mikið er um hana rætt - tónlistin er okkar annað tungumál," segir Vovka. „Það var eigi að síður ekki sjálfgefíð að við yrðum tónlistarmenn. Við eigum þrjár systur og engin þeirra hefur lagt tónlistina fyrir sig, þótt allar hafi þær lært á hljóðfæri. Þetta var því sjálfstæð ákvörðun okkar bræðra - við vildum feta þessa braut.“ Bræðumir segja föður sinn hafa gert þeim ljóst þegar í upphafi að þeir þyrftu að leggja hart að sér - starf atvinnutónlistar- manns væri vinna og aftur vinna. „Hann hef- ur alla tíð verið mjög hvetjandi en um leið gætt þess að trana okkur ekki fram. Hann vill að við spjörum okkur sjálfir - á okkar forsendum," segir Vovka. Bræðumir segja það bæði hafa kosti og galla fyrir þá sem tónlistarmenn að vera synir Vladimirs Ashkenazy. „Nafnið er þekkt en á móti kemur að kröfurnar era meiri,“ segir Dmitri. „Sennilega er þetta þó erfíðara fyrir bróður minn því hann leikur á sama hljóðfæri og pabbi." Vovka samsinnir því. „Þegar ég kem fram er eftirvæntingin óneitanlega meiri af því að eftirnafn mitt er Ashkenazy." Dmitri byrjaði raunar líka að læra á pí- anó en þar sem báðir foreldrar hans og bróðir léku á hljóðfærið, fannst honum ástæða til að prófa eitthvað annað. „Mér þótti klarínettan spennandi, hljóðið er svo fallegt." Bræðurnir hafa gert víðreist sem einleik- arar en spila líka töluvert saman, bæði tveir og með kammersveitinni ESE, sem Dmitri stofnaði ásamt félögum sínum um árið. „Það era á bilinu 5 til 20 manns í sveitinni, eftir atvikum, en hugmyndin er að spila allt milli himins og jarðar," segir hann en nokkrir sveitarmeðlima koma úr ungmennahljóm- sveit Evrópusambandsins. Blaðamaður álp- ast þá til að spyrja hvort Dmitri hafi verið í henni? „Ertu frá þér? íslendingur búsettur í Sviss - ég hefði aldrei fengið inngöngu," segir hann og hlær. Hann var hins vegar um tíma í virtri ungmennahljómsveit sem kennd er við Gustav Mahler. Morgunblaðið/Kristinn DMITRI og Vovka Ashkenazy hlakka til tónleikanna í kvöld og vonast til að leika oft á Islandi í framtíðinni, Tónlistin er okkar annað tungumál Bræðurnir Vovka og Dmitri Ashkenazy koma fram ------------------------------7- sem einleikarar á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Is- lands í Háskólabíói í kvöld. Orri Páll Ormarsson kom að máli við bræðurna sem ekki hafa búið hér á landi í tvo áratugi en eru samt og verða íslendingar, HINN ungi stjórnandi, Michael Christie, á æfingu með Sinfóníunni. Við slaghörpuna er Vovka Ashkenazy. Bræðurnir hafa líka leikið dálítið með föður sínum, auk þess sem Dmitri efnir stundum til tónleika með eiginkonu sinni sem líka er píanóleikari. Sannarlega ekki hörgull af því góða fólki í fjölskyldunni. Vbvka hefur ennfremur unnið töluvert með Sigurði Bragasyni barítonsöngv- ara og hafa þeir meðal annars hljóð- ritað geislaplötuna Songs of the Master Pi- anists. Mest hafa þeir hins vegar komið fram erlendis. „Við héldum tónleika á Akureyri fyrir þremur áram en höfum aldrei komið fram saman í Reykjavík. Ur því verður bætt í Norræna húsinu í nóvember eða desem- ber.“ Dmitri vonast líka til að geta leikið meira á íslandi í framtíðinni. „Það sem háir mér er að ég þekki svo fáa íslenska tónlistarmenn. Vonandi rætist úr því. Eg myndi til dæmis hafa mikla ánægju af því að leika með Einari Jóhannessyni klarínettuleikara - hann er frábær tónlistarmaður.“ ísland er bræðrunum kært - um það er ekki að villast. Þeir leggja líka áherslu á að rækta tengsl sín við landið. „Við eram og verðum Islendingar," segir Vovka. „Efth- því sem maður eldist verður Island manni líka kærara. Þetta er eins og með vinina, því eldri sem maður verður, því færri verða vin- irnir - en betri!“ / Atónleikunum í kvöld verður Vovka ein- leikari í Píanókonsert George Gersh- wins en Dmitri í Klarínettukonsert Aarons Coplands. Önnur verk á efnisskránni era Ash eftir Michael Torke og sinfónískir dansar úr West Side Story eftir Leonard Bernstein. Hinn ungi bandaríski hljómsveitarstjóri Michael Christie, 23 ára, vakti athygli á sér fyrir þremur áram þegar honum var veitt sérstök viðurkenning í alþjóðlegu hljóm- sveitarstjórakeppninni í Helsinki sem kennd er við Jean Sibelius. I framhaldi af því bauð Daniel Barenboim honum að vinna með Chicago hljómsveitinni í þjálfunarskyni og síðar um þriggja mónaða skeið með Berlín- aróperanni. Hann starfaði á þessum tíma ná- ið með Barenboim. Frammistaða Christies í Sibeliusar-keppninni leiddi ennfremur til þess að honum var boðin staða aðstoðar- hljómsveitarstjóra við fílharmóníuhljómsveit Helsinkiborgar. Christie hefur stjórnað Los Angeles fíl- harmóníuhljómsveitinni og ýmsum af þekkt- ustu hljómsveitum Norðurlanda, eins og Lahti-hljómsveitinni, Tampere-fílharmóní- unni og finnsku útvarpshljómsveitinni auk Binningham-hljómsveitarinnar og Konung- legu skosku hljómsveitarinnar á Bret- landseyjum. Christie starfar nú í Zurich í Sviss sem að- stoðarhljómsveitarstjóri við óperuhúsið þar í borg og mun stjórna sem gestastjórnandi í Evrópu og Bandaríkjunum á þessu starfsári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.