Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 72
; Það besta úr báðum heimum! unix og NT = hp OPINKERFIHF Whpl hewlett packard MORGUNBLADID, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK 20 ár síðan hafín var kembileit í nýburum vegna skjaldkirtilssjúkdóms Blóðsýni 56 þúsund íslenskra barna geymd í Danmörku BLÓÐSÝNI úr öllum íslenskum börnum fæddum árin 1979-1991 voru send til Danmerkur á þessum árum til að greina meðfædda skjaldkirtils- þurrð hjá nýfæddum börnum. Sýnin hafa síðan verið varðveitt á lífsýna- safni Statens Seruminstitut í Kaup- mannahöfn. Blóðsýnisgreiningar vegna þessa sjúkdóms hófust hér á landi 1. janú- ar 1979 en tæki til mælinganna voru ekki til hér þá og voru sýni því send til Danmerkur. Frá upphafi og til ársloka 1991 voru mælingar fram- kvæmdar, íyrst á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn og síðar á Statens Seruminstitut. Eftir 1991 hefur verið unnið úr blóðsýnum á Rannsókna- stofu Háskóla íslands í meinefna- fræði. Samtals voru send blóðsýni úr 56.187 nýburum til Danmerkur á tólf ára tímabili. Ur þeim hópi greindust 16 böm með umræddan sjúkdóm. 27 börnum bjargað frá heilaskaða og þroskaheftingu 1979-1998 Morgunblaðið fékk þær upplýs- ingar hjá Statens Seruminstitut í gær að lífsýnin úr íslensku bömun- um væru varðveitt þar. Farið væri með þau á sama hátt og dönsk lífsýni og fylgt mjög ströngum og nákvæm- um reglum um notkun þeirra. Læknarnir Þorvaldur Veigar Guð- mundsson og Ámi V. Þórsson vora forgöngumenn þess að hafnar vom mælingar á skjaldkirtilshormónum með svokallaðri kembileit í öllum ný- bumm hér á landi fyrir tveimur ára- tugum. Með því að greina sjúkdóm- inn strax við fæðingu er hægt að forða börnum frá varanlegum skemmdum sem geta verið allt frá vægum einkennum frá miðtauga- kerfí og námsörðugleikum til þroskahömlunar og mikillai’ van- gefni. A því 20 ára tímabili sem liðið er síðan mælingarnar hófust hefur tekist að bjarga 27 bömum frá heilaskaða og mismikilli þroskaheft- ingu vegna sjúkdómsins. Blóðsýnin heim? Samkvæmt upplýsingum hjá Sta- tens Seraminstitut eru íslensku sýn- in þar geymd í frysti og merkt með númerum án nokkurra persónuupp- lýsinga og vai’ðveitt með ströngum aðgangstakmörkunum. Kennitölur móður og barns eru skráðar á seðla sem geymdir eru á öðram stað undir lás og slá. Sýnin er hægt að nota við rannsóknir en þá aðeins að fengnu samþykki foreldra, siðanefndar og tölvunefndar. Hafa íslensku sýnin verið notuð í einni dansk-íslenskiú rannsókn. A seinustu árum hafa orðið örar framfarir í erfðarannsóknum sem gerðar eru á blóðsýnum og vefjasýn- um. Aðspurður hvort gera ætti ráð- stafanir til að fá sýnin send til Is- lands sagðist Árni V. Þórsson ekki hafa ástæðu til að ætla annað en að sýnin væru vel varðveitt. „Við höfum fram til þessa ekki haft neina ástæðu til að vantreysta kollegum okkar þarna. Þeir hafa sýnt okkur velvilja og góða þjónustu en það má vel vera að rétt sé að biðja um þessi sýni, að- allega í þeim tilgangi að við getum gert á þeim rannsóknir. Það kemur sterklega til greina að mínu mati,“ sagði hann. ■ Vísindarannsóknir/28-30 Beðið eftir húsbóndanum SKYLDI hann ekki fara að koma? »A\Iltaf er ég skilinn eftir og nú er ég búinn að bíða og bíða ... Morgunblaðið/RAX HB kaup- ir tvö ný nótaskip UNDIRRITAÐIR hafa verið samn- ingar um kaup Haraldar Böðvars- sonar hf. á tveimur nýjum nóta- og flottrollsskipum. Annars vegar er samningur um nýsmíði frá skipa- smíðastöðinni AstOleros Y Ma- estanzas de la Armada, ASMAR, í Chde og hins vegar samningur um kaup á nýju skipi frá Noregi. Þarna er um að ræða fyrstu hreinu nýsmíð- ina fyrir HB frá því 1964. Nýsmíðaða skipið verður td af- hendingar í nóvember 1999. Það verður 65,7 metra langt og 12,6 metra breitt með 5.800 hestafla vél og mun bera 1.600 tonn. Skipið verð- útbúið fuOkomnustu tækni sem tO er í dag tO meðhöndlunar á afla og með tilliti tO veiða, bæði með nót og flottrolli. Skipið frá Noregi er nýtt og verður afhent um næstu áramót. Skipið er 60,9 metra langt og 11,6 metra breitt, með 4.700 hestafla vél og ber 1.100 tonn. Skipið er búið fullkomnustu tækni til meðhöndlunar á afla og er sérstaklega vel útbúið til nótaveiða, en er einnig mjög hæft til togveiða. Áætlað er að kaupin verði fjár- ^j»ínögnuð að mestu leyti með sölu eigna og að viðbótar skuldsetning fyrirtækisins verði ekki umfram 250 til 300 milljónir á hvort skip. ■ Haraldur/21 ---------------- Vopnaíjördur Missti fót í snigli ALVARLEGT vinnuslys varð í loðnuverksmiðjunni Lóni á Vopna- fírði í gær. Maður lenti með annan fótinn í vélsnigli og tók fótinn af ofan við rist. Maðurinn, sem er rúmlega fertug- ur, var fluttur með sjúkraflugi ó Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að sárum hans. Menn frá Vinnueftirliti ríkisins rann- sökuðu vettvang í gær. Að sögn lög- reglu var maðurinn að þrífa snigil þegar slysið varð. Svo virðist sem hann hafi runnið tils með þeim afleiðingum að fóturinn festist í sniglinum. Aukið hlutfall farmiðasölu Flugleiða gegnum vefsíður á 14 sölusvæðum Áætla 700 millj- óna kr. sölu 1999 Inflúensa Bóluefni komið BÓLUEFNI við inflúensu er komið til landsins og eru heim- Oislæknar og læknar á heilsu- gæslustöðvum farnir að >ii sprauta þá sem þangað leita. Að sögn Lúðvíks Ólafssonar, héraðslæknis í Reykjavík, bjóða fyrirtæki starfsfólki bólusetn- ingu en fyrst og fremst verður bólusett eldra fólk, þeir sem eru veikir og í áhættuhópi. Bóluefn- ið er samansett úr þremur in- flúensustofnum sem líklegastir eru til að valda faraldri. SÍFELLT fleiri farmiðar seljast gegnum vefsíður Flugleiða og er þannig gert ráð fyrir að um þær selj- ist farmiðar fyrir meira en 700 millj- ónir króna á næsta ári en í ár verður salan mOli 200 og 300 milljónir króna. Steinn Logi Björnsson, fram- kvæmdastjóri hjá Flugleiðum, tjáði Morgunblaðinu í gær að félagið héldi úti 14 vefsíðum og væri salan mest í Bandaríkjunum með þessari aðferð en einnig mjög mikil á íslandi. Steinn Logi Björnsson segir að Flugleiðir hafí strax ákveðið að nýta vefsíðurnar sem sölutæki en ekki ein- göngu fyrir markaðs- og upplýsinga- starfsemi. Hvert sölusvæði er ábyrgt fyrir sínum vef og að uppfæra upp- lýsingar og verð ú sínu svæði og tungumáli. Miðstöð þeirra er hins vegar á aðalskrifstofu Flugleiða. Félagið hefur átt samstarf við bókunarmiðstöðina Amadeus um þróun og tilraunir með vélar fyrir vefinn. Hægt er að skoða upplýsing- ar um áætlanir Flugleiða og tengiflug hjá öðrum félögum og fá þar upplýsingar um fargjöld. Ef menn bóka og gefa upp greiðslu- kortanúmer fá þeir síðan farmiðann sendan um hæl. Selt fyrir um 100 milljónir í Bandaríkjunum I Bandaríkjunum er búist við að farmiðar verði seldir fyrir um 100 milljónir króna á þessu ári. Steinn Logi segir að þar sé átt við sölu á vefsíðum Flugleiða, á öðrum vefsíð- um sem tengjast félaginu og í svo- nefndum klúbbum þar sem fólk hef- ur gefið upp tölvupóstfóng sín tO að fá sendar upplýsingar og tilboð. Steinn Logi segir að mikO fjölgun sé í slflíum klúbbum. Hann segir jafnframt að meirihluti þeirra sem kaupa á vefsíðunum séu nýir við- skiptavinir sem grípi ýmis tilboð sem bjóðast en hefðu að öðrum kosti ekki endilega ferðast. Eigi það sérstak- lega við um sölusvæðin erlendis. Ekki hafi því dregið úr sölu á ferða- skrifstofum eða söluskrifstofum Flugleiða en búast megi við því að æ hærra hlutfaO farmiða seljist gegn- um Netið. Segir hann það hag- kvæmara og eina leið tO að draga úr kostnaði við sölustarfsemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.