Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 40
> 40 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ > r 7 Gengi liða og bréfa Getur verið að sú stund renni upp að verðbréfasalar og hlutafjáreigendur bíði spenntari eftir úrslitum leikja, vegna gengis hlutabréfanna, en fólk eftir „ ípróttahlið “ ípróttakeppninnar? VONANDI gerist það aldrei að umfjöllun um knattspyrnuleik á íþróttasíðu dag- blaðs í Englandi verði svona: Manchester United og Liverpool gerðu jafntefli, 1:1, í úrvalsdeildinni í knattspymu í gærkvöldi. Nánari upplýsingar á viðskiptasíðu. Auðvitað virkar þetta dæmi fáránlegt, en ætli þróunin gæti orðið eitthvað í þessa veru? Ekki kannski á næstunni, en einhvern tíma? Að það sem flestir velti fyrir sér í kjölfar leikja verði ekki hvort viðureignin hafí verið skemmti- leg, vel leikin, VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson og þá hvers vegna eða hvers vegna ekki, hvaða leikmenn hafí staðið sig vel og þar fram eftir götunum, heldur hvort hlutabréf í félögunum hækki eða lækki í kjölfarið? Hvort eftir þennan til- tekna leik sé hugsanlega rétti tíminn að selja bréf sín í félag- inu eða kaupa fleiri? Að þeir sem fylgist með gengi liðanna af mestum áhugi verði hluthafar og verðbréfasalar? Ekki knatt- spyrnuáhugamennimir. Að fólk bíði þess jafnvel í meiri ofvæni undir lok keppnistímabils hvort greiddur verði út arður á aðal- fundi heldur en hvort fyrirliðinn hampi bikar? Að peningahlið íþróttarinnar fari að skipta meira máli en „íþróttahliðin"? Eða hefur þetta e.t.v. þegar gerst? Knattspyrna virðist ekki snú- ast nema að litlu leyti um leik- mennina og knöttinn nú orðið. Að græða meira og meira, meira í dag en í gær, gætu verið ein- kunnarorð þeirra sem eiga knattspyrnulið, til dæmis í Englandi, þar sem uppsveiflan hefur verið ótmleg síðustu ár; að mestu leyti vegna samninga um útsendingarrétt til handa Sky Sports sjónvarpsstöðinni. Sú frétt vakti vitaskuld gífur- lega athygli á dögunum að sjón- varpsfyrirtækið BSkyB skyldi kaupa meirihluta í Manchester United, sem er þekktasta og rík- asta knattspyrnufélag Bret- lands, jafnvel heimsins. Fjöl- miðlakóngurinn Rupert Mur- doch á 40% í BSkyB en Sky Sports er einmitt hluti þess fyr- irtækis. Þessi þekkti Ástrali á fjölmörg dagblöð og sjónvarps- stöðvar víða um heim, auk þess sem hann hefur þegar fest kaup á hlut í nokkrum íþróttaliðum hér og þar. Það hefur stundum gerst gegnum árin að ensk knatt- spymulið skipti um eigendur. Iðulega var það þá ákafur stuðn- ingsmaður, sem hafði komist í álnir, sem keypti meirihluta í fé- laginu „sínu“ í þeirri von að það næði langþráðum árangri. Eitt dæmi er Elton John og Watford, annað Francis Lee og Manchester City og það þriðja Jack Walker og Blackbum Rovers. Tímarnir breytast hins vegar og mennirnir með; Rupert Murdoch er ekki þekktur fyrir áhuga á knattspyrnu, eða öðrum íþróttum ef út í það er farið. Það er því ekki af sömu hugsjón og áðurnefndir þremenningar fjár- festu í félögunum sem Murdoch kaupir stórveldið Man. Utd. heldur af annarri hugsjón; þeirri að græða peninga. Það er satt að segja spaugi- legt að stuðningsmenn Manchester United skuli hafa tekið sig til og mótmælt sölunni á meirihluta í félaginu til BSkyB. Hvaða rétt hafa þeir til að mótmæla? Engan. Fæstir þeirra eiga nokkuð í félaginu „sínu“; það varð að hlutafélagi fyrir nokkram áram, og hlutafé- lög ganga kaupum og sölum. Fólki sem flýgur með Flugleið- um kemur það ekki við hvort A selji B hlutabréf sín í fyrirtæk- inu og eins er með önnur fyrir- tæki. Þróunin er þessi í knatt- spyrnuheiminum og við því er líklega lítið að gera, þó svo mörgum líki það ekki. Finnist íþróttafélögin ekki eins og hver önnur fyrirtæki, svo miklum til- finningaböndum sem margir tengjast þeim. Ekki má gleyma því að rekst- ur Manchester United - og fleiri félaga, vitaskuld - hefur auðvit- að snúist um það hin síðari ár að hagnast sem mest. Arangur inn- an vallar og hagnaðurinn hald- ast auðvitað í hendur, og svo verður áfram, þannig að stuðn- ingsmennirnir þurfa ekki að ótt- ast að slöku verði slegið við í þjálfun og uppbyggingu knatt- spyrnumanna fyrirtækisins. Það held ég að sé óraunsæi, að ætla að svo verði, en skil að vissu marki stuðningsmennina. Þeir óttast að félagið sé að fjarlægj- ast upprunann, fjarlægjast fólk- ið. Og sá ótti held ég reyndar að sé á rökum reistur. En þessi þróun verður ekki umflúin, hvort sem fólki líkar betur eða verr. Almenningur skiptir félög- in að vissu leyti miklu máli; þau þarfnast fólksins, að það kaupi aðgöngumiða á leikina og alla minjagripina sem þau framleiða og selja - en velta félaga á borð við Man. Utd. vegna sölu slíks varnings er með hreinum ólík- indum. Þegar þessum atriðum sleppir skiptir almenningur fé- lögin hins vegar engu máli. Engu. Peningar hafa tekið völdin í íþróttaheiminum. Draumur eig- endanna er að hagnast sem mest, leikmennirnir vilja fagna sigram, að sjálfsögðu, en jafnvel enn frekar - sumir hverjir að minnsta kosti - hagnast vel á þessu starfí, sem þeir sinna ekki nema í tiltölulega stuttan tíma. Þeir vilja nýta tækifærið til að tryggja sem best fjárhagslega framtíð sína. Það er umhugsunarefni hvort heppilegt sé að fjölmiðla- fyrirtæki eignist íþróttafélög. KR-ingar og Framarar hyggj- ast stofna hlutafélög um meist- araflokka sína í knattspyrnu og vert er að velta því fyrir sér - vegna þróunarinnar í útlandinu - hvort fjölmiðlar verði hugs- anlega eigendur slíkra fyrir- tækja hérlendis í framtíðinni og hvort það sé jákvæð þróun, hér sem þar. Nánar um það síðar. Y arnar samningur- inn og Nató HIN furðulegasta uppákoma í íslenskum stjórnmálum um þess- ar mundir átti sér stað nú fyrir skömmu þegar samfylking Alþýðu- bandalags, Alþýðu- flokks og Kvennalista kynnti málefnaskrá sameiginlegs framboðs. Það sem m.a. vakti at- hygli var stefna sam- fylkingarinnar í varn- armálum þar sem sagt er að Island eigi að standa utan hemaðar- bandalaga. Það vekur furðu að alþýðuflokks- menn skuli taka til greina að gangast inn á stefnu Al- þýðubandalagsins í varnarmálum einmitt nú þegar góð samstaða hef- ur skapast hérlendis um varnar- samninginn og veru okkai- í Atl- antshafsbandalaginu (Nató). Stefna samfylkingarinnar í varnar- málum er algerlega á skjön við þá þróun sem á sér stað í öryggismál- um Evrópu. Fjölmörg ríki telja eft- irsóknarvert að taka þátt í varnar- samstarfi Nató, s.s. Eystrasaltsrík- in og ríki Mið- og Aust- ur-Evrópu. Aldrei fyrr hafa eins opinskáar umræður átt sér stað um hugsanlega inn- göngu Finnlands og Svíþjóðar í Nató. A sama tíma vilja sam- fylkingarmenn að varnarliðið í Natóstöð- inni á Keflavíkurflug- velli fari burt. fslendingar í friðar- starfi með Nató Islendingar voru meðal stofnríkja Nató þrátt fyrir að hafa ekki eigin her til umráða. Aðild okkar að bandalaginu hefur nýst okkur afar vel í alþjóða- stjórnmálum. Fámennri þjóð eins Islendingum er mikilvægt að geta komið sjónarmiðum sínum á fram- færi við aðrar þjóðir á vettvangi Nató. Það að ætla að segja sig úr bandalaginu er því afar skammsýn stefna. Nató hefur í krafti styrks síns tryggt finðinn í Evrópu um fjörutíu ára skeið. A síðustu árum hefur það tekið stakkaskiptum og orðið þungamiðjan í nýju öryggis- málakerfi Evrópu. Nú er tilgang- ur þess ekki einungis að verja að- ildarríkin vopnaðri árás, nú skipta borgaralegir þættir miklu máli auk hinna herðnaðarlegu. Um þessar mundir gegnir bandalagið t.d. lykilhlutveríri við að stilla til friðar í Bosníu. Islendingar hafa einmitt getað lagt sinn skerf til þessa friðarstarfs með því að Stefna samfylkingar- innar í varnarmálum, segir Siv Friðleifsdótt- ir, er algerlega á skjön við þá þróun sem á sér stað í öryggismálum Evrópu. senda lögreglumenn, lækna og hjúkrunarfólk til Bosníu. Þannig höfum við þrátt fyrir það að eiga ekki her getað tekið aukinn þátt í umsvifum Nató og stuðlað að friði í Evrópu. Siv Friðleifsdóttir Lungnaendurhæfing á Reykjalundi LUNGNAENDUR- HÆFING hefur verið snar þáttur í starfsemi Reykjalundar í langan tíma og hefur verið í stöðugri þróun. Flestir sem koma inn til endur- hæfíngar á þessu sviði era með langvinna lungnateppu, þ.e. lungnaþembu og/eða langvinna berkjubólgu, en margir aðrir kvillar fylgja í kjölfarið, svo sem vannæring eða offíta, kvíði, þunglyndi og fleira. Stór hluti þeirra sem koma til endurhæfingar vegna lungnasjúkdóma reykir eða hefur einhvemtíma reykt. Annar hópur er fólk sem hefur fengið berkla, en þeim fækkar óðum, þar sem berklar eru orðnir sjaldgæfir. Til þess að eiga kost á lungnaend- urhæfingu á Reykjalundi þá þarf reykingafólk að vera tilbúið til að hætta að reykja, þar sem marg- reynt er að ef fólk reykir áfram þá er endurhæfingin unnin fyrir gýg og fjármunum þar með kastað á glæ. Þetta er reykingafólki gert ljóst og þegar við innköllun kemur fram að plássið stendur aðeins þeim til boða sem hætta að reykja; en jafnframt er reykingavarnanám- skeið í boði sem hluti af meðferðar- áætlun. Sjúklingur skal hætta í síð- asta lagi við innlögn á Reykjalund, en margir nota reyndar tækifærið og hætta þegar við innköllun; finnst gott að hafa loks fengið ástæðu til að hætta. Reykingavarnir eru í formi viku- legra fræðslufunda, þar sem hjúkr- unarfræðingur eða sjúkraliði heldur fyrst erindi en stýrir síðan umræð- um, þar sem fólkið fær tækifæri til að tjá sig. Myndast oft góður andi í þessum hópi. Rannsókn á árangri reykingavarna á Reykjalundi stað- festi að af þeim sem hættu að reykja hér árið 1995-96 voru 60% þátttakenda enn reyklaus að ári liðnu og stefnir í svipaðan árangur áfram. Mælt er með að fólkið noti nikótínlyf til að byrja með, þar sem rannsóknir hafa sýnt mun varanlegri árang- ur reykingavarna ef þau era notuð. Það er tilfinning þeirra sem vinna við lungnaendurhæfíngu á Reykjalundi að sjúk- lingahópurinn sem kemur inn til endur- hæfingar sé að yngjast. Skýringin gæti verið sú að almenningur og heil- brigðisstarfsfólk sé að vakna til vitundar um skaðsemi tóbaks og möguleikana á því að fyrirbyggja afleiðingar hennar. Algengast er að fólk sem kemur inn til lungnaendurhæfingar á Reykjalundi dvelji þar í 6 vikur. Þetta er þó einstaklingsbundið. Fyrir útskrift er markvisst unnið að því að aðstoða einstaklinginn við að skipuleggja áframhaldandi líkams- þjálfun, þar sem oft er um að ræða allsherjar breytingu á lífsstíl við- komandi, auk þess sem oft er þörf á ýmiss konar lyfjum og hjálpartækj- um (t.d. þurfa sumir langvinna súr- efnismeðferð, hjálpartæki til að komast um og til að létta sér dagleg störf). Á Reykjalundi eru margar fag- stéttir sem koma að endurhæfingu sjúklinga. I lungnateyminu eru hjúki’unarfræðingur, læknir, iðju- þjálfi, sjúki-aþjálfari og rannsóknar- fólk. Aðrir, sem oft er leitað til, eru félagsráðgjafi, geðlæknir og nær- ingarfræðingur. I tilefni af söfnun vegna bygging- ar leikfimisalar og sundlaugar á Reykjalundi vil ég benda á að að- staðan í búningsklefum við inni- sundlaugina hér er afar slæm fyrir lungnasjúklinga. Þeir eiga erfitt með að athafna sig þar vegna þrengsla og loftleysis, auk þess sem laugin er of heit og of stutt til að hægt sé að æfa þar sund að ráði. Vatnsleikfimi er lungnasjúklingum mjög nauðsynleg því í vatninu eru allar hreyfingar léttari og taka því minni orku frá þeim, en samt sem áður gefur hún þeim möguleika á að auka vöðvastyrk og liðleika. Einnig skapast tækifæri á úthaldsþjálfun með sundi. Við, sem vinnum við lungnaend- urhæfingu, segjum oft að þótt það sé mikils vert að lungnaendurhæf- ing bæti árum við líf lungnasjúk- linga, þá er þó ef til vill meira virði að hún bætir lífi í árin sem eftir eru. Langvinn lungnateppa (LLT) er algengasti lungnasjúkdómurinn í vestrænum löndum. Um það bil 15% reykingamanna fá LLT, fjöldi Til þess að eiga kost á lungnaendurhæfingu á Reykjalundi, segir Jónína Sigurgeirs- dóttir, þarf reykinga- fólk að vera tilbúið til að hætta að reykja. þessara sjúklinga á íslandi skiptir því þúsundum. Dánartíðni vegna LLT fer hratt vaxandi hérlendis og í vestrænum löndum og LLT er ein algengasta ástæða örorku í vest- rænum löndum. En hér eigum við val - viljum við halda áfram að reykja eða stunda á annan hátt heilsuspillandi líferni og fá eftir 20 ára reykingar (jafnvel um fertugt) þrálát sjúkdómseinkenni eins og morgunhósta, sífellda mæði - jafn- vel andnauð, endurteknar öndunar- færasýkingar og ef til vill krabba- mein? Eða viljum við stokka spilin upp á nýtt; endurskoða lifnaðar- hættina og eygja von um að geta lif- að lífinu lifandi? Heimildir: Lungnaendurhæfing á Reykjalundi, þriðja endurskoðun, apríl 1997.; Öndum léttar: Fræðsla um lungnasjúkdóma, orsakir þeirra, meðferð, orkusparnað, úthaldsþjálf- un, ferðalög og fleira. Björn Magn- ússon o.fl. Utg. Reykjalundur, end- urhæfingarmiðstöð 1992. Höfundur er hjúkrunnrfræðingur BSc., lungnadeild Reykjalundar. Jónina Sigurgeirsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.