Morgunblaðið - 08.10.1998, Page 48

Morgunblaðið - 08.10.1998, Page 48
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Svar til Rúnars Kristjánssonar UNDANFARNA mánuði hafa birst fréttir af átökum milli serbneskra hersveita og Frelsishers Kosovo í íslenskum fjölmiðl- um. Oft hefur okkur ekki fundist rétt farið með staðreyndir en '^iörnið sem fyllti mæl- inn var bréf frá Rúnari Kristinssyni sem birt- ist í Morgunblaðinu hinn 3. september sl. Eg og fjölskylda mín erum albönsk og erum frá Kosovo en höfum búið á Islandi í tíu ár. Eg skrifa þessa grein fyrir hönd þeirra 80 Albana frá Kosovo sem búa í Reykjavík þar sem við viljum leiðrétta þann misskilning sem birtist m.a. í bréfi Rúnars. Við höfum fylgst vel með fréttum í fjölmiðlum um málefni fyrrum Júgóslavíu og nú að undan- . förnu í Kosovo. Það er erfitt fyrir venjulegan mann að skilja hvað hefur verið að gerast í fyrrum Jú- góslavíu og núna í Kosovo, ef mað- ur þekkir ekki vel sögu landanna á Balkanskaga. Tító var Júgóslavi og bjó stærst- an hluta ævinnar í Belgrad í Ser- bíu. Hann notaði 70-80% af fjárlög- um ríkisins í hernað til að geta var- ið landið fyrir innrásum annarra ríkja. Langstærsti hluti vopnanna var framleiddur í Serbíu. Það var ^ki tilviljun, því þrýstingur Serba Tar mikill, en þeir voru um helm- ingur Júgóslava. Þegar Tító lést yfirtóku Serbar í Serbíu alla hergagnaframleiðsluna í Serbíu. Þeir stóðu því sterkt hernaðarlega þegar þeir ákváðu að innlima önnur landsvæði fyrrum Júgóslavíu inn í Serbíu árið 1991. Gani Elis Zogaj Grensásvegi 3 108 Reykjavílk 568 Ö44 Hcimasiöai n(lnniH.mmc<JU.Í5/iiigvamggyin Ili!-H f auping intra Stáivaskar Intra stálvaskamir fást í mörgum staerðum og gerðum. Þessi vaskur ber nafnið Eurora og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir frábæra hönnun. Heildsöludreifing: ----Smíðjuvegi 11, Kópavogi TEnGlehf simi564 1088,fax 564 1089 issl í byggingavöruverslunum um land allt.. Serbar gerðu fyrst innrás í Slóveníu, en þar sem þeim mistókst að innlima Slóveníu í Serbíu, ákváðu þeir að hertaka Króatíu sem var nær landfræðilega. Slóvenía er núna sjálf- stætt ríki. Flestir sem létu lífið í Króatíu voru óbreyttir borgarar, en í dag er Króatía sjálf- stætt ríki. Serbar búsettir í Serbíu gáfust samt ekki upp. Þeir réðust inn í Bosníu og drápu múslima sem voru um helmingur íbúanna í Bosníu. Serbar myrtu 250.000 manns, flestir voru óbreyttir borg- arar. Þeim tókst ekki að ná yfirráð- um yfir Bosníu, en Bosnía er í dag sjálfstætt ríki. Þó að Serbar hafi þurft að gefa eftir þrisvar sinnum, þá gafst Slobodan Milosevic ekki upp. Hann vildi næst innlima Svartfjallaland og Kosovo og gera Serbíu og þessi tvö landsvæði að nýrri Júgóslavíu, en íbúar Kosovo vilja öðlast sjálf- stæði. í Kosovo búa 2 milljónir Albana sem eru Ilir að uppruna en Ilir eru frumbyggjar og langelsti þjóð- stofninn á Balkanskaga. Þetta fólk bjó aðallega á vesturhluta Balkanskaga, Kosovo, sem áður hét Dandania, og í N-Albaníu. Ser- bar settust hins vegar ekki að á Balkanskaga fyrr en á 11. öld en þeir komu frá Rússlandi. Frá því þeir komu á Balkanskaga hafa geisað mörg stríð milli Serba og Albana og hafa Serbar alltaf átt frumkvæðið. Stundum hafa Serbar náð hluta af Albaníu á sitt vald og oftast hafa þeir tekið Kosovo en gardeur -buxur -klæðirþigvel BARTÖfth astkassar og skúffur Bjóðum margar stærðir og gerðir af plastkössum. Hægt að stafla upp, hengja á vegg eða setja í hillur. _ UMBOÐS- OO HEILDVERSLUNm _ Siraumur shf SUNDABORO I • SlMI S68-330O hafa þó aldrei haldið þeim yfirráð- um í langan tíma í senn. I tímans rás hefur Kosovo yfirleitt verið hluti af Albaníu. Fyrir u.þ.b. 600 árum hertóku Tyrkir Albaníu, stærsta hluta Ser- bíu og fleiri lönd og voru þar við Við viljum leiðrétta misskilning um málefni fyrrum Júgóslavíu, seg- ir Gani Elis Zogaj sem hér skrifar fyrir hönd 80 Albana frá Kosovo sem búa í Reykjavík. stjómartaumana í fimm hundruð ár, að undanskildum 25 árum á fimmtándu öldinni, en þau ár var Albanía sjálfstætt ríki. Skenderbeu var leiðtogi AJbana á árunum 1443 til ársins 1468, og var hann hylltur í Evrópu fyrir að styrkja kristna trú í Albaníu, en Tyrkir vildu inn- leiða múslimska trú í þeim löndum sem þeir náðu yfirráðum í. Þegar Skenderbeu lést og Tyrkir náðu aftur yfirráðum í Albaníu þvinguðu Tyrkir íbúanna til þess að taka múslimska trú og og skattpíndu þá. A þessu tímabili versnuðu lífskjör Albana og um hálf milljón þeirra fluttí til Italíu. Þegar Tyrkir misstu yfrráð yfir Albaníu var þjóðin orðin svo illa haldin að það reyndist Ser- bum auðvelt að ná yfirráðum yfir Kosovo stuttu seinna og versnuðu lífskjör íbúa Kosovo við það til muna. I upphafi seinni heimsstyi'j- aldarinnar, þegar Serbar höfðu ráðið yfir Kosovo í u.þ.b. 40 ár, fengu Albanar aftur yfirráð yfir Kosovo eða frá 1939 til 1945. Það finnast engar staðfestar upplýsingar að 100.000 Albanar hafi verið fluttir frá Albaníu á þess- um tíma eins og fram kemur í grein Rúnars Kristjánssonar í Morgunblaðinu í byrjun septem- ber. Það er því spurning um hvort þetta geti verið upplýsingar sem serbneskir sagnfræðingar hafa bú- ið til. Eftir seinni heimsstyrjöldina var ákveðið að greiða þjóðarat- kvæði í Kosovo um hvort íbúarnir vildu tilheyra Albaníu eða Jú- góslaviu. I upphafi kosninganna vai' sendur mikill fjöldi hermanna og lögreglumanna frá Júgóslavíu, aðallega Serbíu, til þess að fylgjast með kosningunum. Margir Kosovo- Albanar, sem kusu sameiningu með Albaníu, létu lífið. I miðjum kosningunum var síðan tilkynnt að Kosovo skyldi tilheyra Júgóslavíu landfræðilega, en hafa sjálfstjórn. Slíkt fyrirkomulag ríkti til 1989. Miklir erfiðleikar voru á milli Al- bana og Serba á þessum tíma og sendu serbnesk stjórnvöld fjölda hermanna og öflugt lögreglulið inn í Kosovo. Margir Kosovo-Albanar flúðu land og á árunum 1955 til 1965 fluttu 115 þúsund Albanar frá Kosovo til Tyrklands. Frá 1974 til 1989 hafði Kosvo sjálfstjóm frá Serbíu, með eigin lög, dómstóla, fjölmiðla o.fl. Um 93% íbúa landsins voru Albanar. Fljótlega eftir að Milosevic varð forseti Serbíu afnam hann sjálf- stjórn Kosovo, og árið 1990 lét hann loka háskólum og mennta- skólum fyrii' Albönum og öllum fjölmiðlum í Kosovo. Verksmiðjur og fyrirtæki vom látin hætta rekstri þannig að 90% Albana urðu atvinnulaus á þessum tíma. Efna- hagsástand Kosovo varð fljótlega gi'íðarlega slæmt, þannig að um hálf milljón landsmanna, aðallega ungir karlmenn, flúði landið. Það sem forðaði íbúunum frá algjörum hörmungum vora peningar sem ungu mennirnir, sem höfðu flutt úr landi, sendu þeim. Kosovo-Albanar vildu að Kosovo yrði sjálfstætt ríki. Eftir að Milos- evic lauk stríði sínu við Slóveníu, Króatíu og Bosníu, þá hóf hann stríð í Kosovo í byrjun þessa árs. Kosovo-Albanar vora mjög illa víg- búnir, þannig að serbneskar her- sveitir og lögregla hafa nánast gengið um og slátrað óbreyttum borguram, aðallega konum og börnum. Þeir eru einnig búnir að sprengja og eyðileggja um 50.000 heimili og era nú um 500.000 manns húsnæðislausar í dag. Um 300 þúsund manns hafa flúið heim- ili sín og það er spurning hver af- drif þeirra verða. Búið er að drepa á annað þúsund óbreyttra borgara, um eitt þúsund era í fangelsum og 30.000 hafa horfið sporlaust. Rúnai', kallar þú þetta að halda rétt á spilunum? Okkar skoðun er sú að íbúar Kosovo eigi sjálfir að ákveða sína eigin framtíð. Höfundur er starfsmaður í Kassa- gerð Reykjavíkur. Islensk ungmenni í fremstu röð NYLEGA birtist grein í blaði norska læknafélagsins þar sem gerður er saman- burður á reykingum í 30 Evrópulöndum (Lund K.E.: Tidsskr. Nor. Lægeforen. nr. 14, 1998; 118: 2177- 80), Niðurstöðurnar sýna að fullorðnir ís- lenskir karlar reykja einna minnst evr- ópskra karla en reyk- ingar íslenskra kvenna eru nokkuð yf- ir meðallagi. I grein- inni era einnig bornar saman reykingar ung- menna 16-24 ára í 12 Evrópulönd- um á áranum 1994-96 og þá fer nú Fjallkonan okkar heldur en ekld að hressast. Stelpurnar Ef Norðurlöndin era skoðuð sér- staklega er samanburðurinn gleði- lega hagstæður okkur Islending- um. Þar slá íslensku stelpurnar öll- um við þar sem aðeins 20% stunda daglegar reykingar á meðan frænkur þeirra í Danmörku burð- ast með 31% og þær norsku með 27%. Finnsku og sænsku stelpurn- ar koma fast á hæla þeirra íslensku þar sem 23% og 22% reykja dag- lega. Aðeins eitt land í fyrrnefndri upptalningu slær út stelpurnar okkar en það era þær ítölsku, en þar á bæ reykja aðeins 13% stelpna á þessum aldri. Aftast drattast þær hollensku með 36% reykingar. Strákarnir íslensku strákarnir standa sig ekki síður vel þar sem 22% þeirra reykja daglega en aðeins sænsku frændur þeirra reykja minna, eða um 15%. Ásgeir R. Finnsku strákamir Helgason koma næst á eftir þeim íslensku með 24% reykingar, en öll hin níu lönd- in sem era með í upptalningunni koma langt á eftir og lestina reka Frakkar þar sem 46% strákanna reykja daglega. Þó Svíar slái út ís- lensku strákana í reykleysinu era okkar strákar á toppnum ef öll tó- baksneysla er skoðuð því 23% sænsku strákanna notuðu munntó- bak daglega. Þorvarður Ornólfsson Þó margir hafi hjálpast að við að ná þessum frábæra árangri held ég að á engan sé hallað þó nafn Þorvarðar Ornólfssonar sé dregið fram í dagsljósið. Þær tölur sem hér er vitnað í lýsa ástandinu í mund þegar Þorvarður lætur af Ef reykingar Norður- landabúa eru skoðaðar sérstaklega segir Asgeir R. Helgason að samanburðurinn --------------7------ sé hagstæður Islend- ingum. störfum sem framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Þegar hann hóf þar störf reyktu ríflega 40% 16 ára krakka á Is- landi daglega. Þorvarður byggði upp öflugt tóbaksvarnai-starf á vegum Krabbameinsfélagsins sem var ein helsta skrautfjöður félags- ins um ára bil. A hverju ári heim- sóttu fræðslufulltráar Krabba- meinsfélagsins meirihluta alh-a nemenda í landinu á aldrinum 11- 16 ára með fjölbreytt fræðsluefni. Nú þegar Þorvarður hefur látið af störfum skilar hann góðu búi og vonandi berum við gæfu til að halda fengnum hlut og vinna nýja landvinninga svo ísland geti áfram haldið sínum sessi sem leiðandi þjóð í Evrópu á sviði tóbaksvarna meðal ungs fólks. Höfundur er sálfræðingur nieð doktorsgráðu í lækimvísindum og starfar við rannsóknir í Stokkhólmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.