Morgunblaðið - 08.10.1998, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 08.10.1998, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LUNDÚNABORG á haustdögum. Leikhúsin eru vöknuð af hálfgild- ings sumardvala, hver framsýning- in rekur aðra og þegar öll hjólin eru farin að snúast er fjölbreytnin og framboðið í leiklistarlífinu óvíða meiri. Sum leikhúsin era jafnvel farin að huga að aldahvöríúm. Breska þjóðleikhúsið er byrjað að kynna tröllvaxið verkefni sem felst í því að allt árið 1999 er ætlunin að flytja brot úr 100 leikritum 20. aldar til að endurspegla eins heildstæðan þver- skurð af leikritun aldarinnar og mögulegt er. The Evening Stand- ard er í svipuðum hugleiðingum því að blaðið leitaði nýlega til 10 manns sem teija verður meðal helsta leik- húsfólks Bretlands og bað það að tilnefna tuttugu bestú leikrit aldar- innar það sem af er. Auk þess hafði leikhúsgagnrýnandi blaðsins sitt til málanna að leggja sem ellefti mað- ur. Hverjir eru bestir? Niðurstaðan kemur kannski að- allega á óvart fyrir þá sök hversu þröngur sjóndeildarhringur þessa hóps er þegar upp er staðið, og slagsíðan bresk í úrvali hópsins. Enda getur Nicholas de Jongh, gagnrýnandi blaðsins, ekki orða bundist yfir því hversu einsleitt þetta val hópsins er. „Flest okkar bundin sama landi og sprottin úr sama menntakerfi reyndust óhjá- kvæmilega fórnarlömb þeirrar þjóðernishyggju að vilja halda öllu útlensku í fjarlægð. Tiltölulega fá af helstu leikritum annars staðar frá í Evrópu hafa verið gefin út eða sett upp hérlendis," segir hann. Útkoman úr þessari könnun er engu að síður fróðleg. Brecht, Tjek- hov og Beckett eru samkvæmt þessu helstu leikritahöfundar ald- arinnar, sem svo sem engan skyldi undra. Harold Pinter fylgir ekki langt á eftir, með alls átta tilnefn- ingar (ýmist fyrir Heimkomuna eða Afmælisveisluna). Hins vegar voru þrjú dáðustu og áhrifamestu leikrit aldarinnar samkvæmt könnuninni ekki eftir þessa höfunda alla, held- ur reyndustu þau vera Sex persón- ur í leit að höfundi eftir Pirandello, Spoi'vagninn girnd eftir Tennessee Williams (sem hvort fékk sjö til- nefningar) og Kirsuberjagarðurinn eftir Tjekhov (með sex tilnefning- ar). Af þeim níu atkvæðum sem Brecht fékk, voru fimm vegna hug- rökku móðurinnar og barna henn- ar. Hjálp Edward Bonds og Top Girls eftir Caryl Churchill fengu einnig góða útkomu og fast á eftir kom Sölumaður deyr eftir Arthur Miller. Leikur og veruleiki Ekki fer mikið fyrir þvi að leik- húsin í London séu upptekin af þessum höfuðskáldum leikhúsbók- mennta aldarinnar eða verkum þeirra, reyndar var í fljótu bragði ekki hægt að sjá að verið væri að sýna verk eftir nokkurn þeirra höf- unda sem hér hafa verið nefndir í leikhúsum stórborgarinnar þessa haustdaga. Aftur á móti var verið að sýna verk nokkurra hinna minni spá- manna sem færri tilnefningar höfðu hlotið. Þar vakti kannski mestan áhuga heimsfrumsýning Almeida- leikhússins á nýjasta verki Ed- wards Albee, The Play about the Baby eða Leikritið um barnið, og 4ðan einleikur breska leikritahöf- undarins David Hare um Israel, Via Dolorosa. Almeida-leikhúsið er fallegt leik- hús nokkuð utan West End, í Isl- ington í norðvestanverðri borginni og áreiðanlega eitt hið framsækn- asta í bresku leikhúslífi um þessar mundir, bæði í uppsetningu á nýj- um og klassískum verkum. Kring- um listræna stjórnendur leikhúss- ins, Jonathan Kent og Ian McDi- armid, hefur safnast vaskur hópur leikhússfólks, þess á meðal áður- nefndur David Hare, en Almeida mun seinna í vetur setja upp höfuð- verk hans, Plenty frá áttunda ára- tugnum. Einnig leikararnir Diana Rigg og Ralph Fiennes, sem nú TOP DOG var flutt á auðri skrifstofuhæð í yfirgefinni bjórverksmiðju. LON OG DON í LEIKHÚSI London er iðulega nefnd háborg leikhússlífsins. Vissulega ___er fjölbreytnin mikil, þó ekki sé þar allt gull sem glóir._ Björn Yignir Sigurpálsson brá sér á fáeinar sýningar sem athygli hafa vakið á þessu hausti. Sýningin státar að öðru leyti af einvala liði leikara, og ekki að undra að hún hefur í heild fengið nánast einróma lof gagnrýnenda. Islendingar mega eiga von á því að fá að sjá þetta sama verk á fjölum Þjóðleikhússins í þýðingu Helga Hálfdanarsonar nú seinna í vetur, og verður óneitanlega nokkuð for- vitnilegt að bera þessar tvær sýn- ingar saman. Einleikur fyrir fullu húsi Víkjum þá að David Hare, leik- ritaskáldinu sem áður hefur verið nefndur til sögunnar, sem einn af hirðmönnum Almeida-leikhússins. Ætlar leikhúsið seinna í vetur að setja upp eftir hann Plenty, þekktasta leikrit hans og að margra áliti eitt af öndvegisverkum breskra leikhúsbókmennta nú seinni hluta aldarinnar. Það var frumsýnt snemma á áttunda ára- tugnum en hefur ekki verið sett upp aftur í London fyrr en nú. Þekkt kvikmynd hefur verið gerð eftir þessu verki í leikstjórn Fred Schepisi með Meryl Streep, Sam Neill og Sting í aðalhlutverkum, og fá má víða hér á myndbandaleigum. Ekkert verka Hare hefur verið sett upp í íslenskum leikhúsum fyrr en nú að Borgarleikhúsið ætlar að taka leikrit hans Ofanljós eða Star- light til sýninga á Litla sviðinu á næstunni, og er gott til þess að vita að þessi ágæti höfundur skuli nú loks hljóta náð fyrir augum íslensks leikhúsfólks. Þótt David Hare tengist Al- meida-leikhúsinu hafa flest hans verk í seinni tíð verið sett á svið í breska þjóðleikhúsinu. Hann hefur einnig starfað mikið með einum fremsta leikhúsmanni Breta af yngri kynslóð, Stephen Daldry, sem til skamms tíma var listrænn stjórnandi The Royal Court leik- hússins og stýrir nú endurbygg- ingu leikhúss þess við Sloane Squ- DIANA Rigg í hlutverki Fedru. NÝJA leikrit Albees heitir einfaldlega Leikritið um barnið. gerir garðinn frægan í Hollywood, leikstjórinn Howard Davies og Bandaríkjamaðurinn Edward Al- bee, sem eins og fleiri hefur heillast af bresku leikhúsi. Howard Davies setti upp leikrit Albee, Hver er hræddur við Virginíu Wolf? fyrir tveimur áram við frábærar undir- tektir, og nú hefur Albee treyst honum og Almeida-leikhúsinu öðr- um fremur til að frumflytja nýjasta verk sitt, Leikritið um barnið. Verkið hefur fengið misjafna dóma en við fjölmargir aðdáendur Albee teljum okkur þó varla svikna; höf- undareinkennin eru þarna öll, seið- mögnuð, martraðarkennd undirald- an, ofbeldi í orðum í bland við óvægna fyndnina, og gert út á óljós mörk leiks og veruleika í anda fá- ránleikhússins. Persónur era fjórar - Stúlkan og Pilturinn, sem eiga barnið, og Mað- urinn og Konan, sem era komin til að véla af þeim barnið, eða kannski bara til að lækna þau af ímyndun- inni að þau hafi yfirleitt átt barn. Frances de la Tour þykir vinna leiksigur í hlutverki Konunnar, en þau Alan Howard sem Maðurinn, Zöe Waites sem Stúlkan og Rupert Penry-Jones sem Pilturinn standa vel fyrir sínu, og þegar á allt er litið er sýningin heildsteypt og skemmtileg. Harmleikur í nýjum búningi Ekki er hægt að segja skilið við Almeida-Ieikhúsið án þess að nefna aðra sýningu þess sem sett hefur verið upp í Albery-leikhúsinu á West End , þar sem herra John Gi- elgud gerði garðinn frægan á árum áður. Þetta er Fedra eftir eitt af höfuðskáldum Frakka á 17 öld, Je- an Racine, og seinna í vetur á þar einnig að koma upp annað verk hans, Britannicus. Fedra er í nýrri leikgerð breska lárviðarskáldsins Ted Hughes og í óbundnu máli, þótt stutt sé jafnan í ljóðrænuna svo sem vænta má úr smiðju Hug- hes. Þessi sýning á Fedra verður kannski sú sem lengst lifir í minn- ingunni eftir þessa leikhúsdaga í London, áhrifamikil og einstaklega falleg í traustri leikstjórn hins list- ræna stjórnanda Almeida, Jon- athans Kent, sem skapar sýning- unni afar eftinninnilega umgjörð með aðstoð leikmynda- og búninga- hönnuðarins Mariu Björnson og Mark Henderson sem annast lýs- inguna. Prímadonna Almeida-leikhúss- ins, Diana Rigg, er óaðfinnanleg í hlutverki Fedru, drottningarinnar af Aþenu, sem leggur ofurást á stjúpson sinn Hippolytus en til að halda heit sitt og trúnað við mann sinn, Þeseus konung af Aþenu, bregst hún við á þann hátt að sýna stjúpsyni sínum fjandskap og jafn- vel hatur. En líkt og gerist í harm- leikjunum verða örlögin ekki um- flúin. are. Á meðan heldur Royal Court úti starfseminni í tveimur leikhús- um á West End, í Duke of York og Ambassador. Stephen Daldry var einmitt maðurinn sem lagði hart að David Hare að fara til ísrael og hét honum því að hann skyldi setja upp hvaðeina sem Hare kæmi með í farteskinu til baka. Daldry hefur hins vegar áreiðan- lega verið brugðið þegar David Hare kom aftur heim og hermdi upp á hann loforðið - árangur far- arinnar var mónólóg eða einleikur sem Hare krafðist að fá að flytja sjálfur, þótt hann hefði ekki staðið á sviði frá því að hann var 15 ára í skólaleikriti! Daldry tók þá enn djarfari ákvörðun og setti einleik- inn upp á stóra sviðinu í Duke of York. Bæði sýningin og flytjandinn hafa fengið einróma lof en samt er manni til efs að það geti gerst á nokkram öðram stað en London að einleikur af þessu tagi gangi fyrir fullu húsi dögum og vikum saman.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.