Morgunblaðið - 08.10.1998, Síða 47

Morgunblaðið - 08.10.1998, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 f? AÐSENDAR GREINAR ÞANNIG greip ágætur skjólstæðingur minn frammi íyrir mér á stofunni minni á dög- unum. Ég hrökk við, hugsaði; „bíddu nú við, er þetta framtíðin"? Attaði mig þó fljótt og sneri tölvuskjánum við og sýndi honum hvað ég var að skrifa í sjúkraskýrsluna hans. Veistu sagði ég, það er bara hægt að nýta lítinn hluta af skýrsl- unni þinni í rannsókn- arskyni. Sjáðu, hér stendur hver þú ert, hvenær þú komst og klukkan hvað, síðan hvað ég held að gangi að þér, þ.e. greiningin og hvers vegna þú komst, s.k. tilefni komu, og þá er upptalið það sem nýtilegt er úr skýrslunni þinni til rannsókna í gagnagrunni. Hver þú ert er síðan dulkóðað á svo flókinn máta að það verður auðveldara að brjótast inn á skrifstofuna mína en að brjóta dulkóðann. Textinn sem ég skrifa í skýrsluna þína er á al- gjöru símskeytaformi og nýtist að auki líklega ekkert, enda höíúm við ekki þróað aðferðir til að láta tölvu túlka símskeytaform og orðahræri- graut lækna. Það er t.d. mjög al- gengt nú á seinni tímum að skjól- stæðingar mínir komi með afrit af gögnum sínum frá öðrum læknum og biðji um þýðingu, því í gögnun- um ægir saman íslensku, ensku og latínu á hinn fjölbreytilegasta máta. Hugsið ykkur bai'a hvernig tölva ætti að geta skilið þetta allt. Síðan sýndi ég honum það sem var búið að skrifa um hann áður, hvaða greiningar voru komnar inn í tölvuna. Þarna var eitthvað um bakverki, vottorð, flensu og kvef. Er þetta allt of sumt, spurði hann? Hann sagðist fylgj- andi gagnagrunni í heilbrigðiskerfinu. Við ræddum gagn- semi gagnagrunns, mikilvægi hans fyrir alla þá sjúkdóma sem við læknar ráðum ekki við eða vitum ekki hvemig best er að meðhöndla, en þeir eru nokkuð margh'. Stór hópur einstak- linga sem þarf mikið á heilbrigðiskerfinu að halda bíður í ofvæni eftir því að settur verði saman heil- brigðisgagnagrunnur hér á landi. Þessir einstaklingar telja að gagnagrunnur eins og rætt er um að setja á fót komi til með að finna lausn á þeirra vandamáli. Reyndar hafa læknavísindin stað- fest með rannsóknum að læknavís- indin hafi einungis sannanir fyrir 30% af því sem læknar eru að gera dags daglega. Þetta er umhugsun- arvert í ljósi þeirra deilna sem nú eru uppi um gagnsemi gagna- grunns í heilbrigðiskerfinu. Okkur sárvantar mikiar upplýsingar og gerum kröfur um að fá þær hratt og vísindalega unnar. Til þess að svo megi takast þarf að gera stórar rannsóknir sem ná til heilu þjóðfé- laganna, rannsóknir sem hægt er að gera hér á landi. Einbúahugs- anahátturinn í rannsóknarvinnu á sinn sess en á ekki að vera eina eða aðal rannsóknaraðferðin, enda oft- ast of litlar í sniðum og taka of mikinn tíma, enda er einbúinn að vinna sín daglegu störf og fæst við þessar rannsóknir um kvöld og helgar. I mínum sjúklingahópi eru margir einstaklingar með fjöl- breytt vandamál líkamlegs og sál- ræns eðlis. Til að geta hjálpað þessum einstaklingum til að finna lausn á sínum vandamálum þarf ég að taka á málum þeirra í heild sinni, bæði andlegum og líkamleg- um. Til þess að vel megi takast þarf að taka allar þeirra kvartanir og draga þær saman í greiningar í sjúkraskýrslu. Við megum ekki sleppa að skrá andleg og geðræn vandamál, því ef við gerum það lærum við ekki að taka á einstak- lingnum í heild sinni. Fyrir nokkrum árum setti ég saman gagnagrunn sem náði til 50 þúsund einstaklinga á Islandi og Ef vel tekst til vlð gerð gagnagrunns í heil- brigðiskerfinu, segir Þorsteinn Njálsson, geta upplýsingarnar úr grunninum bætt heil- brigiskerfíð okkar. 250 þúsund samskipta þessara ein- staklinga við heilbrigðiskerfíð. Auðvitað sem einyrki, tók nokkuð mörg ár (7 ár) með annarri vinnu og námi. Ég get sagt ykkur hér og nú að áhugi og skilningur á við- fangsefninu var ekki mikill. Dokt- orsritgerð um efnið varði ég í nóv- ember 1995. Erlendir sérfræðingar í efniviðnum hrósuðu ritgerðinni fjálglega og sögðu íslensku þjóðina og sérstaklega heilbrigðiskei'fið vera lánsamt að hafa aðgang að slíkum upplýsingum. Ég veit að ef vel tekst til við gerð gagnagrunns í heilbrigðiskerfinu geta upplýsing- arnar úr grunninum bætt heil- brigðiskerfið okkar og jafnvel gert okkur kleift að nýta takmarkaða fjármuni mun betur en hingað til. Ég var einn af þeim sem tók þátt í því að tölvuvæða heilsugæslu- stöðvar úti á landi. Hluti af verk- efninu fólst í því að fara yfir gaml- ar sjúkraskýrslur og færa það sem nýtilegt var inn í tölvuskrárnar. Ég er viss um að það kæmi mörgum á óvart hve Mtið er nýtilegt í sjúkra- skýrslum og hve mikil vinna er fólgin í því að draga fram grein- ingu sem er nokkuð örugg og upp- fyllir skilgreiningar um sjúkdóms- greiningu mismunandi sjúkdóma. Þegar þetta er gert í mikium mæli þarf strangvísindaleg vinnubrögð og þrátt fyrir það væri það ferð út í óvissuna þar sem enginn veit fyrir víst hver niðurstaðan verður, hvort nýtanleg gögn fást eða ekki. Þetta á við hvaða sjúkragögn sem er. Mér er einungis kunnugt um að búið sé að gera úttekt á áreiðan- leika eins tölvukerfis í heilbrigðis- þjónustu hér á landi, s.k. Egils- staðakerfi. Við vitum sem sagt ekki um áreiðanleika gagna annars staðar frá. Áður en farið er að safna gögnum í stóran miðlægan gagnagrunn þarf að setja saman eða lagfæra tölvuforrit fyrir heO- brigðiskerfið, prófa þau og staS-~ festa að þau skili þeim upplýsing- um sem við þörfnumst til að gagna- banki í heilbrigðiskerfinu verði að gagni. Forritun íyrir heilbrigðis- starfsmenn hefur reynst snúin, því þarfir einstaklinga og sérgreina innan heilbrigðisgeirans eru svo mismunandi. Það þai-f greinilega mikið fjár- magn og mikinn mannafla og mörg ár áður en gagnagrunnur í heil- brigðiskerfi verður að fullu nýtan- legur. Ég tel þó að við getum bund- ið miklar vonir við gagnsemi han3|P. bæði sem einstaklingar og heil- brigðisstarfsmenn. Það er mál að linni að einyrkjabúskapur í vísind- um á íslandi sé eina viðurkennda vísindaaðferðin, við höfum yfir merkilegum upplýsingum að í'áða sem gagnast ekki bara okkur sjálf- um heldur líkast til mannkyni öllu. Það er skylda okkar að leggja okk- ar af mörkum. Ef menn hafa áhyggjur af einstökum skrefum málsins þá hlýtur að vera hægt að finna skynsamlegar leiðir til að við getum öll staðið saman að þessu stórmerka rannsóknarverkefni sem gagnagrunnur í heilbrigðis- kerfi er. Höfundur er heimilislæknir og for- maður bæjarráðs í Hafnarfirði. Stökktu til Kanarí 21. Okt. í 5 vikur Hættu, þú ert ekki með skriflegt upplýst leyfi Þorsteinn Njálsson LAGERUTSALA Allt cið 70% staðgreiðsluafsláttur af fatnaði og íþróttaskóm Ulpur og jakkar Iþróttafatnaður íþróttaskór Útivistarfatnaður Skíðagallar og húfur Skíðahanskar Bómullarfatnaður Liðapeysur HLA Armula 40 Símar: 553 5320 568 8860 hT.pomt E/n stærsta sportvöruverslun landsins frá kr. 39.930 Heimsferðir bjóða þér nú einstakt tækifæri til að komast í sólina á Kanarí í heilar 5 vikur á hreint ótrúlegum kjörum. Þú tryggir þér sæti núna og 5 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og staðfestum hvar þú gistir í fríinu. Á Kanarí í október er einstakt veðurfar og þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 39.930 Verð kr. 49.960 M.v hjón með 2 böm, 2-11 M.v. 2 í íbúð/studio, 21. okt., ára. 5 vikur HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur www.mbl.is/fasteignir '4>

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.