Morgunblaðið - 08.10.1998, Page 60

Morgunblaðið - 08.10.1998, Page 60
30 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Fræðslukvöld í Fella og Hólakirkju í REYKJAVÍKURPRÓFASTS- DÆMI eystra hafa verið flutt fræðsluerindi undanfarin ár í kirkj- um prófastsdæmisins um ýmis mál er snerta trú og siðferði Petta haust verður ekki undantekning á og hefst röð fræðsluerinda þann 8.október. Yfirskrift fræðsluerind- anna þetta haust er: Ræktun hjóna- bandsins og verður fjallað um efnið í tengslum við nútímann, hvers- dagsleikann, vinnuna, heimilið og breytingarskeið karla og kvenna. Fyrsti fyrirlesturinn í þessari röð verður í Fella- og Hólakirkju í kvöld kl.20.30. Séra Þórhallur Heimisson prestur í Hafnarfjarðarkirkju fjall- ar um hjónabandið í nútímanum. Að fyrirlestrinum loknum er tóm fyrir umræður yfir kaffíbolla. Þátttaka er ókeypis. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14-17. Bústaðakirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12. Mæðgna- og feðrakvöld kl. 20. Sóley Bender hjúkrunar- fræðingur og Magnús Jónsson læknir verða gestir kvöldsins. Skráning hjá kirkjuverði. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun, altaris- ganga. Léttur málsverður í safnað- arheimili eftir stundina. Æskulýðs- félagið Örk (yngri deild) kl. 20. Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Kvöldsöngur með taizé- tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endur- næring. Allir velkomnir. Langholtskirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgeltónlist frá kl. 12. Léttur málsverður að stundinni lokinni. Samvera eldri borgara kl. 14 í um- sjá sóknarprests og þjónustuhóps kirkjunnar. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn á föstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Bænarefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar, einnig má setja bænarefni í bæna- kassa í anddyri kirkjunnar. Kirkju- félagsfundur kl. 20.30. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-12 ára kl. 16. Grafarvogskirkja. Mömmumorgn- ar kl. 10-12. Dagskráin í vetur verð- ur fjölbreytt og boðið verður upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmti- legar samverustundir. Kyrrðar- stundir í hádegi kl. 12. Fyrirbænir og altarisganga, léttur hádegisverð- ur. Æskulýðsfélagið 10. bekkur kl. 20-22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 14-16 í safnaðarheimil- inu Borgum. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarð- ar. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fjnir 10-12 ára böm frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Æskulýðsfundur kl. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar- höfn. Vfdalínskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffí eftir athöfn. Víðistaðakirkja. Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Opið hús fyrir 10-12 ára börn kl. 17-18.30. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 lof- gjörðarsamkoma. Majórarnir Mar- jorie og Allan Wiltshire frá Banda- ríkjunum tala. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin 16-18. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Fermingarund- irbúningur kl. 14.30-15.55 í Kirkju- lundi. Kyrrðar- og fræðslustund í kirkjunni. Ólafur Oddur Jónsson. Kristin trú og íhugun (dulúð) kl. 17.30. Fjallað verður um þetta efni í október (1. skipti af 4). Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 11 bænastund í Hraunbúðum. Öll- um opin. Kl. 17-18 TTT-kirkjustarf fyrir 10-12 ára böm. Kl. 20 opið hús hjá æskulýðsfélaginu í KFUM og K-húsinu. Spjallað um æskulýðsmót á Laugarvatni 16.-18. okt. Kl. 20 æf- ingar hjá Kór Landakirkju alla fímmtudaga. MARBERT snyrtivörur eru hógæða þýskar vörur, þróaðar og unnar eftir ströngu eftirliti HOCST sem er stærsta lyfjafyrirtæki Evrópu. MARBERT snyrtivörurnar henta okkur íslendingum einstaklega vel vegna þess að veðurfor er mjög svipað í Þýskalandi og hjó okkur. MARBERT snyrtivörurnar næra og styrkja húðina með vítamínum og vernda hana með góðri vörn. MARBERT kremin hjólpa húðinni til að starfa eðlilega við að nýta sér þó nær- ingu og það súrefni sem húðin þarfnast til að viðhalda æskuljómanum. MARBERT snyrtivörurnar eru allor ofnæmisprófaðar og ekki prófaðar ó dýrum. Snyrtifræðingar verða í |Q róðgjöf iðarinnar 'Jlrtltrt Hólagarði fimmtudag Húsavíkurapótek Húsavík föstudag Suðurkringlu föstud. og laugard. í DAG VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Um sjónmiðla Á STRÍÐSÁRUNUM áttu fátæk börn fáa valkosti á flótta frá raunveraleikan- um aðra en bækur og bíó- myndir samtímans, með smáprologus, 15 mínútna loftárásarmyndir utan úr heimi, að ég minnist ekki á háskóla almennings, Bæj- arbókasafnið og Ríkisút- varpið. Hvað bíómyndunum við- kemur vora þær allflestar uppbyggjandi fyrir börn og unglinga. Af stjörnun- um lærðu þau að dansa, steppa og syngja. Og þá var ástin ást - munnur við munn. Nú er bleik bragðið. Ástin meira og minna farin fyrir bí - komin fyrir neð- an þind, í margauglýsta þarmaflóra í öllum sjón- miðlum og einkamáladálk- um Dagblaðsins! Hvað annað „uppbyggj- andi“ efni snertir fyrir æskulýð landsins að laga sig að, era á boðstólum forheimskandi þrillerar, með tilheyrandi blótsyrð- um, misþyrmingum og drápi. Það þarf að seðja losta lýðsins. Meirihlutinn ku ráða - er það ekki? Ég furða mig ekki að- eins á leikuram sem frægir urðu á sínum tíma fyrir góðan leik í vönduðum myndum, að gefa kost á sér í svona ómerkilegt sjónarspil, ég furða mig meir á íslenzkum kvik- myndagerðarmönnum að apa það eftir, þar sem taumlaus gi'æðgin ræður ríkjum. Ég vil meira og meira og ... að ég minnist ekki á þá dagskrárstjóra, sem velja þessar myndir til sýningar í fjölmiðlum landsmanna. Eiga þeir ekki börn eða barnabörn? Á tölvuöld þegai' vísinda- menn era önnum kafnir við að komast að nafla al- heimsins, í leitinni að Guði almáttugum eða grænni geimvera með rauð augu, heyra brátt handskrifuð bréf sögunni til, líkt og þroskaleiðandi bíómyndir gamla tímans. Það er mikill söknuður fyrir mína kynslóð, sem sótti þangað sínar fyrir- myndir til að virkja þann kærleika, sem hverjum einstaklingi er búinn, en finna þá ekki margir hverj- ir í áreiti margmiðla Is- lands í dag! Guðrún Jacobsen, Bergstaðastræti 34. Okuhraðamælingar NÝLEGA frétti ég af tveimur vinum mínum sem vora sektaðir af lögreglu, annar fyrir að aka yfir á gulu ljósi, en hinn fyrir of hraðan akstur. Báðir þess- ir vinir mínir eru komnir yfir sextugt og hafa því gamalt bflpróf. Báðir hafa ekið í áratugi án þess að valda slysi eða sýna glannalegan akstur. Þeir hafa einmitt fengið orð fyr- ir að aka gætilega. Þegar ekið er yfir gatna- mót með umferðarljósum er í mörg horn að líta, ekki síst ef stór bíll er á undan og erfitt að sjá á ljósin. Á að halda áfram eða stansa snögglega á miðjum gatna- mótunum? I svona tilvik- um er ákaflega harkalegt að vera sektaður fyrir að aka yfir á gulu Ijósi ekki síst ef viðkomandi öku- maður er vanur að virða umferðarreglurnar og sýna gætni við aksturinn. Hinn vinur minn sagði að hann saknaði þess að sjá ekki skilti sem sýndu leyfilegan hraða á hinum ýmsu götum. Allir sem þekkja hann vita að hann er löghlýðinn og hefur ætíð ekið gætilega. En er hann var að aka á Bústaða- vegi stöðvaði lögreglan hann og sagði hann hafa ekið á 67 km hraða, en há- markshraði þar væri 50 km/klst. Vini mínum brá ofboðslega og er viss um að á þessum stutta spotta sem hann ók hefði hann ekki getað ekið nema í nokkrai' sekúndur á þess- um hraða. Allir hinir sem óku á sama hraða sluppu án sektar. Engin skflti vora í grenndinni sem sýndu leyfilegan hámarks- hraða. Þegar ég heyrði sögur vina minna fór ég að velta fyrir mér hvers vegna þeir sem á hverjum degi aka á of miklum hraða, sýna aldrei stefnuljós og skipta sífellt um akrein til að komast framúr þeim sem aka á löglegum hraða virð- ast stöðugt komast upp með slíkt athæfi án þess að fá sekt? Getur verið að lög- reglan leggi eldri borgara í einelti og sekti þá frekar en aðra? Nýlega var öku- skírteini mitt útgengið og þegar ég ætlaði að endur- nýja það var mér sagt að ég þyrfti þess ekki af þvi að ég væri eldri borgari. Væri ekki nær að hafa endurmenntunarnámskeið fyrii' eldri borgara sem mjög sennilega hafa tekið ökupróf fyrir nokkrum áratugum? Það hleypir illu blóði í mann þegar þeir sem vilja virða umferðar- reglur era sektaðir þó að allii' aðrir í kring sem aka jafnvel hraðar sleppa alltaf. Löghlýðinn eldri borgari. Tapað/fundið GSM-sími í óskilum GSM-sími er í óskilum í Vínbúðinni í Kópavogi. Upplýsingar í síma 564 5070. Kvenúr í óskilum KVENÚR fannst nálægt Háskólabíói 2. október. Upplýsingar í síma 551 7668. GSM-sími týndist í Skeifunni PHILIPS Diga GSM-sími týndist í Skeifunni sl. föstudagskvöld. Skflvís finnandi hafi samband í síma 5541467 eða vs: 553 8383. Sigurður Helga- son. fþróttataska í óskilum TASKA með íþróttadóti í fannst í Laugarneshverfi fyrir stuttu síðan. Upplýs- ingar í síma 553 6396. Mar- ía. Með morgunkaffinu HVENÆR komstu að því að þú varst haldinn ofsahræðslu við geðlækna. MIG hefur alltaf dreymt um að Komast á svið. ER ÞETTA ekki dæmi- gert? Og það eina sem þú tókst með í ferðina var salt. Víkverji skrifar... VÍKVERJI átti leið um Krísuvík nýlega. Krísuvíkurkirkju hefur verið gert til góða. Hún lætur ekki mikið yfir sér, en er ákaflega geð- fellt guðshús og notalegt, þegar inn er komið. I gestabók má sjá, að margir leggja þangað leið sína. í kirkjunni skiptir altaristafla Sveins Björnssonar miklu máli; himingulur bogi upprisunnar. Og við leiði lista- mannsins fyrir utan kemur mynd hans í hugann með þann draum, sem hann átti um framtíð Krísuvík- ur. Úr boga sáluhliðsins sér til bláa hússins, þar sem Sveinn átti athvarf fyrir sig og list sína. Þetta hús ber meistara sínum ijúft vitni og skemmtilegt. Vetur fer að og án meistara síns er húsinu hætta búin. Nú er það annarra að koma því til bjargar og varðveita það sem bezt eins og Sveinn Björnsson bjó það. Hafnarfjarðarbær er í lykilhlut- verki að leggja húsinu lið strax og koma svo á samstarfí þeirra, sem verða að koma við sögu og vilja leggja málinu lið. AÐ samstarf verður driffjöður- in í að færa kvíarnar út fyrir hveri, hús og kirkju og breyta Krísuvík í þann sögureit, sem efni standa til. Víkverja er sagt, að þarna megi lesa margt forvitnilegt úr jörðu og stórbrotið landið, frá fjöllum fram á bjarg, býður upp á margs konar skemmtan og afþrey- ingu. Ferðamenn gætu átt þarna góðan dag í faðmi lands og listar. Til þess að hann mætti vera sem beztur verður að koma upp einhvers konar miðstöð á svæðinu með upp- lýsingum um sögu þess og stað- hætti, greiðasölu og snyrtiaðstöðu og vel mætti hugsa sér, að einhverj- ir vilji gista svæðið og eyða þar lengri tíma en dagsstund. XXX ÍKVERJI hefur lesið margt um ógnvænleg svarthol í geimnum, sem gleypa í sig allt sem nærri þeim kemur og sleppa því ekki, nema þá í einhvern andheim „hinum megin“. Því setur Víkverji þessar hugs- anir á blað, að hann telur sig hafa fundið eitt slíkt svarthol og það í sjálfri Reykjavík. Á mótum Miklu- brautar og Grensásvegar, nánar til- tekið yzt til vinstri, þegar ekið er austur Miklubraut og beygt til vinstri inn á Grensásveg, er hola, sem virðist óseðjandi. Hvað svo sem starfsmenn gatnamálastjóra setja í hana, þá er hún óðara aftur komin. Svona er þetta búið að vera svo lengi, lengi. Þetta svarthol verður stórhættu- legt, þegar verst lætur. Einmitt núna er það að ná sér á strik aftur eftir síðustu holufyllingu. Víkverji, sem veit af þessu, heldur sig auðvit- að á hægri akreininni. En það er ógnvekjandi tilhugsun, að svartholið sjái við gatnamála- stjóra og gleypi einn góðan veður- dag saklausa Reykjavíkurfjöl- skyldu með bíl og blikki. Víkverja hefur svo sem meira en dottið eitt- hvað slíkt í hug. Þá er það óráðin gáta, hvert fjöl- skyldan fer og hvort gatnamála- stjóri getur náð henni til baka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.