Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 43 bF^AINl/íURENT 40 ára starfsafmæli lÍL^AINl/AUITNf - seinni hluti. Ævintýri Austurlanda. Gréta Boða, förðunarmeistari, kynnir nýju hnustlitino, __ ^irt'wöruverslun,-. í dng og á morgun frá kl. 12. Glæsilegir litir og frábærnr nýjungnr, í jpi ■ 11 iS þor á meðol nýr farði Teint Singulier. Verið velkomin ríusturstræú 3 gerðarmanna Þorsteins til fisk- veiða. Þann einkarétt má íslenskur almenningur aldrei leyfa sér að viðurkenna, þrátt fyrir gerðir um- bjóðenda sinna á Alþingi, því að það er einmitt í honum og hvergi annars staðar, sem afleiðingarnar af sofandahætti þeirra og sérhags- munaþrælkun koma fyrst og fremst fram. Það er með honum, sem gróflega hefur verið brotið gegn öðrum borgurum í hinu svo- kallaða íslenska jafnréttissamfé- lagi. Það er nefnilega að verða aukaaatriði, að almenningur hafi verið látinn gefa þröngum hópi fólks svo og svo marga milljarða fyrir ekkert. Þiggjendurnir mega brátt hrósa sigri hvað það snertir. Þá þjóðargjöf rekur hvort sem er aftur inn í samfélagið smám sam- an, til hins skattlagða íslenska al- múga, að því marki sem henni er ekki sólundað í vitleysu eða hún flutt úr landi. Eins og nú er komið er hið viðvarandi mein fremur fólg- ið í því, að réttur Islendinga inn- byrðis til að mega stunda atvinnu sér til framfæris er ekki sá sami fyrir þá alla. Það er einkarétturinn og afleiðingar hans, sem verður að afnema, til að breyta þeirri skipan, að sumir Islendingar eigi forgang til starfsemi á sviði helsta og mikil- vægasta atvinnuvegs þjóðarinnar. Það er fráleit tilhögun, að þeir sem sækja vilja sjó þurfi að greiða handhöfum einkaréttar gjald fyrir það. Slíkt gjald ber að gi-eiða þjóð- inni allri. Hugmyndin urn árlegt aflaheim- ildauppboð á vegum hins opinbera var viðruð áður en mistökin voru gerð, en hún hentaði ekki hags- munum þeirra sem stjórnmála- mönnunum stjórna, og því fór sem fór. Þegar rætt hefur verið um hana síðan hafa þeir og handlang- arar þeirra fundið henni helst til foráttu að slíkt ylli byggðaröskun, og myndi opna útlendingum leið til nýtingar fiskimiðanna í krafti fjár- magns síns. Hvorugt er rétt, og er einungis fyrirsláttur þeirra í við- leitni sinni til að halda þeirri þjóð- areign, sem þeir ráðskast nú með - fyrirsláttur af sama tagi og Þor- steins, þegar hann byggir óra sína um ofnýtingu, fátækt og gengis- fellingar á þeirri röngu forsendu að núverandi forréttindakerfi sé það eina sem þjóðin eigi kost á. Þegar á allt er litið er það engum íslendingi í hag, hvar sem hann býr, að verða að kaupa sér hlut- deild í sérréttindum einstakra samborgara sinna til að fá aðgang að arfleifð sinna eigin forfeðra. Ef til vill hefur engin ógæfa á þessari öld valdið hinum mörgu sjávar- þorpum landsins meira tjóni en einmitt það kvótakerfi, sem Al- þingi var látið lögleiða á sínum tíma. Og vitanlega er unnt að fylgjast með því hvaðan það fjár- magn væri upprunnið, sem notað yi'ði til kaupa á aflaheimildum á opinberu uppboði, ef menn teldu í raun ástæðu til þess, sem þegar allt kemur til alls er harla lítil. Deilur um kvótakerfið verða einungis leystar á __ grundvelli tveggja meginkrafna: I fyrsta lagi verður að vernda hina sameigin- legu auðlind landsmanna, og í öðru lagi verða landsmenn allir að eiga jafnan rétt til að nýta hana. Með kvótakei-fi þeirra sem fengu stimp- il Alþingis á núverandi tilhögun er hin fyrri uppfyllt, en hin síðari fót- um troðin. Þar er meinið, sem verður að bæta úr. Opinbert upp- boð á rétti til að veiða þann sjávar- afla, sem á hverju ári er talið óhætt að veiða, myndi uppfylla báðar þessar kröfur. Hvernig verður það annars gert? Höfundur er lögfræðingur Islendingar, blekkjum okkur ekki með veiðileyfagjaldi um dómum keypt af meðlimum þess hóps hlutdeild í þessari þjóð- argjöf, sé veittur einkaréttur til sóknar í fiskimið landsmanna. Það nægir mér ekki, að heyra þær rök- semdir Þorsteins Pálssonar og annarra tilhangenda þessa kerfis, að allur almenningur njóti góðs af því í formi launatekna, atvinnu eða hlutabréfagengis - að almenningur fái á þann hátt að glefsa í þá bita, sem falla af borðum hinnar nýju stéttar. Mér nægir það eitt, að Is- lendingar hafi hver og einn jafnan rétt til nýtingar íslenskra auð- linda. En hvernig er unnt að bæta úr þeim mistökum, sem framin hafa verið, og því ranglæti, sem þau hafa leitt til? Mín skoðun er sú, að hin eina réttláta og raunhæfa skip- an, sem tii greina kemur, er að rík- isvaldið setji aflaheimildir á opin- bert uppboð á hverju ári, og selji þær hæstbjóðanda. Grundvallar- vandinn, einkaréttur fáeinna Is- lendinga til nýtingar fiskimiða þeirra allra, verður ekki leystur með neinum sérskatti á útgerðar- menn. Ef menn vilja nota orðið „veiðileyfagjald" um það kaupverð, sem greitt yrði á slíku uppboði, er mér sama. Hins vegar virðist mér, að þegar talað er um veiðileyfa- gjald sé yfirleitt einfaldlega átt við sérstakan viðbótarskatt, svipaðan og hvern annan, sem útgerðar- menn eigi að greiða vegna þess að þeir eru útgerðarmenn. En slík skattskylda snertir ekki aðalatriði málsins. I henni væri öllu fremur fólgin viðurkenning á einkarétti út- ÞEGAR þú, lesandi góður, sérð þessa fyr- irsögn kemur þér lík- lega í hug að hér sé enn einn talsmaður sægreifanna að taka undir með Þorsteini Pálssyni, sem nýlega lét fjölmiðla enn hafa eftir sér að afnám nú- verandi kvótakerfis myndi koma þjóðinni í vítahring auðlindaarð- ráns, gengisfellinga og fátæktar. En lestu áfram. Það er þýðingar- laust að mæla á móti því, að takmörkun á sókn í íslensk fiskimið er nauðsyn- leg, og þess vegna varð ekki hjá því komist að hefta frjálsan að- gang að þeim á sínum tíma. En þegar það var gert var hins vegar ekki séð til þess að jafnrétti ís- lendinga innbyrðis til nýtingar eig- in auðlindar væri tryggt, með skerðingu sem gengi jafnt yfír alla. Það töldu alþingismenn ekki ástæðu til að hugsa út í. Þess í stað létu þeir hagsmunasamtök útgerð- armanna reka sig eins og safn á fjalli til að veita þeim einum einka- rétt til nýtingar hennar framvegis, sem fyrir tilviljun örlaganna nýttu hana á þeim tíma. Sú ráðstöfun var hvorki upphugsuð né útfærð af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Það var gert af hagsmunasamtök- um útgerðarmanna, og hlutverk Alþingis var einungis að stimpla hana sem landslög. Sú ógæfa okk- ar, að búa við svo dáðlaust þing, kann að hafa leitt til verstu og af- drifaríkustu mistaka í sögu lýð- veldisins - mistaka, sem áður- nefndur Þorsteinn Pálsson gerir af einhverjum ástæðum sitt ýtrasta til að halda í. Frá því að kerfinu var komið á hafa þeir sem draga vilja fisk úr sjó orðið að greiða þeim, sem í þetta sinn nutu góðs af tilhögun löggjafarstarfs á Islandi, gífurleg- ar fjárfúlgur til að mega stunda þá atvinnu, sem forfeður þeirra hafa stundað frá ómunatíð, og þá einu arðbæru atvinnu sem völ er á í fjölmörgum byggðum landsins. Hvoi’t sem landsmenn taka því áfram þegjandi eða ekki er víst að með viðhaldi þessa kerfis er brotið blað í sögu þjóðarinnar. Það eitt, að einstökum mönn- um séu afhent hund- ruð milljóna króna fyrir ekkert, er ekki hið versta. Það kemur þeim auðvitað vel, og er því fagnaðarefni svo langt sem það nær. En það er gert með því að útiloka um leið aðra frá að nýta auðlind, sem í eðli sínu hlýtur að tilheyi'a öllum Islendingum. Og það er ekki fallið til að auka sjálfs- virðingu Islendinga sem þjóðar, né álit þeirra meðal annarra, að verða vitni að döngunarleysi, heimsku og sérhagsmunaþjónkun stjórnmála- Réttur íslendinga innbyrðis til að mega stunda atvinnu sér til framfæris, segir Lúðvík Kaaber, er ekki sá sami fyrir þá alla. manna sinna. Hvernig ætli þeim líði, sem heyrir sagt að hver þjóð eignist þá stjórnmálamenn sem hún á skilið? Vandamál okkar er ekki fólgið í því, að takmarka verður aðgang að fiskimiðunum. Við getum verið Þorsteini sammála um, að það verður að gera. En þá er eftir að ákveða hvernig það skuli gert. Fyrir mitt leyti fellst ég ekki á það, hvorki fyrir mína hönd né barna minna, að aðgreindum hópi, sem fyrir tilviljun gerði út skip til fiskveiða á fyrri hluta síðasta ára- tugar, og þeim sem síðan hafa dýr- Lúðvík Kaaber Kerti í lausu HAGKAUP kr/stk r * \ Vinsamlego munið að panto tíma í förðun. sími 551 4033 Alltaf betri kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.