Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ RKI heiðrar tíu sjálf- boðaliða Húsavík - Aðalfundur Rauða kross Islands 1999 var haldinn á Húsavík um síðustu helgi undir kjörorðinu Sjálfboðin þjónusta. Anna Þrúður Þorkelsdóttir, for- maður RKÍ, setti fundinn með ávarpi. Hún gat þess að Rauði krossinn starfaði í 175 löndum og teldi 122 milljónir meðlima. Hún sagði hugsjónir starfseminnar há- leitar, sem félagið vildi og væri að sýna í verki. A fundinum voi-u 10 sjálfboðalið- ar víðsvegar að af landinu heiðrað- ir fyrir mikil og fómfús störf, þar af fjórir Húsvíkingar. Húsavíkurdeildin 40 ára Fundurinn var að þessu sinni haldinn á Húsavík vegna þess að Húsavíkurdeildin er 40 ára á þessu ári. Færði formaður RKí deildinni að gjöf fundarhamar sem nota skyldi á þessum fundum. Kristjóna Þórðardóttir, formað- ur deildarinnar, veitti hamrinum móttöku. Hún sagði frá ýmsu í starfsemi félagsins, en mikill þátt- ur í því væri að sjá um rekstur sjúkrabifreiða. í tilefni afmælisins afhenti hún formanni Styi'ktarfé- lags Sjúkrahúss Þingeyinga, Svölu Hennannsdóttur, eina milljón króna til kaupa á hjartasjá. Reinhard Reynisson, bæjar- stjóri, ávarpaði fundinn og bauð fundarmenn velkomna til Húsavík- ur. Hann sagði að starfsemi RKÍ yrði seint metin sem skyldi, því að hjálpa náunganum án endurgjalds væri ómetanlegt. Vegafram- kvæmdir hafnar á Há- reksstaðaleið Vaðbrekku, Jökuldal - Verktakafyr- irtækið Arnarfell á Akureyri hefur hafið framkvæmdir við veginn á Há- reksstaðaleið. Verkið hófst um mánaðamótin ágúst/septernber og hefur miðað vel, ef undan er skilinn snjóakaflinn um miðjan september. Það er einu ári seinna en áætlað var í upphafi, en deilur um vegstæðið, hvort vegurinn ætti að fylgja núverandi leið eða liggja um Háreksstaði, hafa tafið upphaf framkvæmdanna um eitt ár. Að sögn Jörgens Rúnars Hrafn- kelssonar, verkstjóra hjá Arnarfelli, ætla þeir að vinna eins lengi við verkið í haust og veður leyfír. Lögð er áhersla á að klára að keyra út fyll- ingu í vegstæðið austan Lönguhlíðar, en þar liggur vegurinn um votlendi og nauðsynlegt er að fyllingin liggi Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson STÓRVIRKAR vinnuvélar eru notaðar við vegarlagninguna. þar á í vetur til að vegstæðið geti sigið og jafnað sig fram á sumar. Búið er að keyra út fímm kíló- metra fyllingu, um 100 þúsund rúmmetra, sem er tíundi partur fyll- ingarinnar sem keyrð verður út í veginn í heild. Alls er fyllingin um milljón rúmmetrar. Aætlað er að keyra út fyllingu og burðarlag í um tveggja kílómetra kafla um Víðidalsá til að hægt sé að aka hann í vetur og taka af vondan kafla á núverandi vegi um Víðidalsá, sem bæði er snjó- sækinn og hættulegur. Jörgen segir að ekki hafí orðið neinar tafir á verk- inu hingað til eftir að það hófst svo teljandi sé og eru verklok áætluð ár- ið 2000. Boðið til fýlaveislu í Stykkishólmi Stykkishólmi - Það hefur löngum þótt ótrúlegt við Breiðafjörð að fuglategundin fýll sé mannamat- ur. Sá fugl nýtur lítilla vinsælda og hefur fengið frið fyrir veiði- mönnum. Þegar fréttir hafa borist af því að Mýrdælingar og jafnvel Vestmannaeyingar drepi fýl sér til matar hafa margir bros- að og sagt í vorkunnartóni: „Þar er aldeilis þröngt í búi.“ Fyrir nokkrum árum fluttist hingað til Stykkishólms Kjartan Páll Einarsson, en hann er ættað- ur úr Mýrdalnum. Hann hefur reynt að telja kunningjum sínum trú um að fýll sé herramannsmat- ur, saltaður og soðinn, með nýjum rófum og kartöflum. En hann hef- ur fengið litiar sem engar undir- tektir. Hann vildi því sanna sitt mál að það væri ekki suiturinn sem fengi Mýrdælinga til að borða fýl. I haust lét hann verða af því að fara í heimabyggð og veiða fýl. Síðan fékk hann for- eldra sína til að koma vestur og matreiða fýlinn. Hann bauð kunn- ingjum sinum til fýlaveislu. Flest- ir tóku ekki áhættu og fengu sér bita áður en farið var til Kjartans. Þar fengu menn að smakka á fýi í fyrsta sinn. En hvað kom í ljós? Maturinn bragðaðist ótrúlega vel með rófunum og kartöflunum úr Mýrdal. Töldu sumir þetta vera hæfíleikum Sigurbjargar Páls- dóttur í matargerð að þakka. Lík- legast hefur bæst við ein auðiind í lífríki Breiðafjarðar. Morgunbiaðið/Gunnlaugur Árnason KJARTAN Páll Einarsson með foreldrum sínum Einari Kjartanssyni og Sigurbjörgu Pálsdóttur frá Þórisholti í Mýrdal. Á matarborðinu er saltaður fýll, nýjar kartöflur og rófur. Herra Vesturland krýndur um helgina TÍU sjáifboðaliðar voru heiðraðir á aðalfundi RKÍ. KEPPNIN um herra Vesturland 1998 fer fram í Félagsheimilinu Klifi í Óiafsvík laugardaginn 10. október nk. TIU piltar víðsvegar af Vestur- landi taka þátt í keppninni að þessu sinni og hafa þeir undirbú- ið sig með stífum æfingum und- anfarnar fjórar vikur. Húsið verður opnað með léttum veit- ingum frá Ice Mex kl. 21.30 og síðar um kvöldið koma keppend- ur fram. Stúlkur sem tekið hafa þátt í Fegurðarsamkeppni Vest- urlands koma einnig fram. Allur fatnaður sem þátttakendur koma fram í er frá Versluninni Nínu á Akranesi. Heiðar Jónsson, snyrt- ir, verður kynnir kvöldsins. Dómnefnd skipa þau Þorgrím- ur Þráinsson, Fjöinir Þorgeirs- son, Halla Svansdóttir, fegurðar- ÞÁTTTAKENDUR í keppninni Herra Vesturland 1998. drottning Vesturlands 1996, Nína Stefánsdóttir, verslunareigandi og Sara Vöggsdóttir, ljósmyndari keppninnar. Að krýningu lokinni verður dansleikur til kl. 3 Morgunblaðið/Silli Aðalfundur Hallgrímsdeildar Prestafélags fslands Nýr for- maður kjörinn Hellissandi - Hallgrímsdeild Prestafélags íslands hélt aðal- fund sinn 5. október sl. og fór fundurinn fram í safnaðarheim- ili Ólafsvíkurkirkju. Fundurinn hófst með helgistund í kirkj- unni. Að Hallgrímsdeild Prestafé- Iags Islands standa allir þjón- andi prestar á Vesturlandi, þ.e. í Borgarfjarðar-, Dala- og Snæ- fellsnesprófastsdæmum. Voru þeir allir mættir til fundarins að einum undanskildum sem var forfallaður vegna veikinda. Dagskrá fundarins voru venjubundin aðalfundarstörf og kosningar. Sr. Friðrik J. Hjart- ar í Ólafsvík sem verið hefur formaður undanfarin ár gaf nú ekki kost á sér til endurkjörs. Voru honum þökkuð vel unnin störf að málefnum deildarinnar. I hans stað var kjörinn sr. Kristinn Jens Sigþórsson í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Aðrir stjórnarmenn eru; sr. Karl V. Matthíasson í Grundar- firði, sr. Gunnar Eiríkur Hauksson í Stykkishólmi og sr. Óskar Ingi Ingason í Búðardal. Stjórnin skiptir síðan með sér verkum. Þessum velsótta fundi presta af Vesturlandi lauk síðan með- an sameiginlegum kvöldverði á Gistiheimilinu Höfða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.