Morgunblaðið - 08.10.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 08.10.1998, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Nýr flugvöllur í Ósló tekinn í notkun Grert ráð fyr- ir byrjunar- örðugleikum Ósió. Morgunblaðið. ALLIR 335 flugmenn norska flug- félagsins Braathens, sem er það næststærsta í Noregi, hófu í fyrra- dag verkfall vegna deilna við flugfé- lagið um bætur vegna breyttra vinnuskilyrða. Hafa næstum öll flug á vegum flugfélagsins legið niðri síðan verkfallið hófst. Tengist deila flugmanna og Bra- athens formlegri opnun nýs alþjóða- flugvallar fyrir Ósló-borg í Gardermoen sem leysa mun Fomebu af hólmi sem aðalflugvöll- ur norsku höfuðborgarinnar. Gardermoen er í rúmlega fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Ósló en Fomebu var hins vegar einungis í tíu mínútna fjarlægð frá miðborg Ósló og vilja flugmenn Braathens því bætur vegna þess að þeir horfa nú fram á aukinn kostnað og lengri ferðalög á vinnustað. Búist við umferðaröngþveiti á þjóðvegum Kemur verkfall flugmannanna ekki aðeins á versta tíma fyrir Bra- athens heldur bætist það við að gert er ráð fyrir röskun á flugumferð fyrstu dagana og vikurnar vegna byrjunarörðugleika við meðferð far- angurs og innritun farþega. Feng- ust þær upplýsingar hjá Flugleiðum í gær að flogið yrði samkvæmt áætl- un frá íslandi til Ósló og engar sér- stakar ráðstafanir gerðar. Þar á bæ væra menn hins vegar við öllu búnir enda ekki ný saga að vænta mætti byrjunarörðugleika þegar nýir flug- velMr væru teknir í notkun. FLUGUMFERÐ hófst í morgun um nýja Óslóar-flugvöllinn í Gardermoen. Reuters Það veldur einnig áhyggjum í Noregi að gert hafði verið ráð fyrir að búið væri að taka í notkun afar hraðskreiða lest sem flytja myndi fólk frá Ósló til flugvallarins nýja en bygging línunnar er hins vegar allt að ári á eftir áætlun vegna vatnsleka í lestargöngunum og verður líklega ekki tekin í notkun fyrr en í september á næsta ári. Er því einnig gert ráð íyrir umferðar- öngþveiti á þjóðvegum í nágrenni flugvallarins. Ráðgert var að fyrstu áætlunar- vélarnar héldu frá Gardermoen í morgun en síðasta flugvél frá Fornebu lagði upp í gærdag klukk- an 17 að ísl. tíma áleiðis til Bergen og hefur flugvöllurinn þar með lokið hlutverki sínu, en hann þótti vera orðinn of lítill. Mubarak Egyptalandsforseti reynir að fínna lausn á deilu Tyrkja og Sýrlendinga Tyrkir herskáir í yfírlýsingum Ankara, Damaskus, Teheran, Bagdad, Túnis. Reuters. Reuters HOSNI Mubarak, forseti Egyptalands (t.v.), ásamt Suleyman Demirel, forseta Tyrklands. Mubarak ræddi í fyrradag við tyrkneska ráðamenn til að reyna að leysa deilu Tyrkja og Sýrlendinga. MESUT Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands, sagðist í gær ætla að íhuga beiðni Hosnis Mubaraks, for- seta Egyptalands, um að lokatil- raun yrði gerð tU að finna friðsam- lega lausn á deilu Tyrkja og Sýr- lendinga sem stigmagnast hefur undanfarna daga. Saka Tyrkir Sýr- lendinga um að veita uppreisnar- mönnum Kúrda í Tyrklandi lið- sinni. Mubarak, sem tekið hefur að sér hlutverk milligöngumanns, fór í gær tU Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, eftir að hafa átt viðræður við stjórnvöld í Tyrklandi. „Herra Mubarak bað um eitt lokatækifæri til að finna diplómatíska lausn á deilunni. Við tjáðum honum að við Höfuðpaur í IRA sleppt úr fangelsi SEAN Lynch, einum helsta höfuð- paur Irska lýðveldishersins (IRA) innan veggja Maze-fangelsisins í útjaðri Belfast, var í gær sleppt úr haldi í samræmi við skilmála Belfast-samkomulagsins sem náðist á páskunum. Flestir þeirra liðsmanna öfga- hópanna á Norður-írlandi sem hlotið hafa dóma era geymdir í Maze-fangelsinu og samkvæmt heimildum The Belfast Telegraph var Lynch leiðtogi þeirra þrjú hundrað IRA-manna sem dvelja í fangelsinu en það þykir nokkur upphefð í röðum IRA. Hann mun hafa verið meðlimur IRA í meira en tuttugu og fimm ár en hefur setið í fangelsi síðustu tólf árin eftir að hafa lent í skotbardaga við breska hermenn þar sem hann hlaut sjálf- ur alvarleg skotsár. Belfast-samningurinn kveður á um að öllum föngum öfgahópa mót- mælenda og kaþólikka verði sleppt úr haldi innan tveggja ára og hefur níu verið sleppt úr haldi undan- farna tvo daga, þar af var einn að afplána lífstíðardóm fyrir morð. Utanríkisráðherra Frakklands s Oþarfi að taka Breta inn í fransk-þýzka öxulinn Róm. Reuters. EVRÓPA^ HUBERT Vedrine, utanrfldsráð- herra Frakklands, sagði í viðtali sem birtist í italska dagbiaðinu Corriere della sera á mánudag, að fransk-þýzki öxullinn væri eina driffjöður Evrópusamrun- ans og engin þörf væri á því að láta þetta bandalag öflugustu Evrópusambandsríkjanna ná líka til Bretlands. Verðandi kanzlari Þýzkalands, Gerhard Schröder, hefur hreyft við tillögu í þá veru, að æskilegt væri að fá Breta með virkari hætti inn í samstarfið innan ESB. „Ég sé ekki áþreifanlega þörf á slíku,“ sagði Vedrine í viðtalinu, sem var tekið í tilefni af því að á mánudag hófst í Flórens tví- hliða leiðtogafundur Frakklands og Italíu. Samstarf við önnur lönd lika mikilvægt „Það er öþarfi að taka fram að það er gott að stjórnvöld allra þriggja ríkja eigi góð samskipti. En, þrátt fyrir ann- ars mikið vægi Bret- lands, þá getur það ekki haft eins mikið að segja í Evr- ópu[sambaudinu] eins og þau ríki sem hafa skapað myntbandalagið og munu taka þátt í því,“ sagði Vedrine. Bretar hafa kosið að standa ut- an við Efnahags- og myntbanda- lag Evrópu, EMU, sem á að Hubert Vedrine hleypa af stokkunum um næstu áramót. Vedrine sagði að slæm tengsl milli Frakklands og Þýzkalands myndu vera Evrópu fjötur um fót. „Ég held ekki að hvers konar sam- tenging Þýzkalands, Bretlands og Frakk- lands, eða hvaða landatvíeyki annað sem er, geti komið í staðinn fyrir þessa drifíjöður," tjáði ráð- herrann blaðinu. En hann sagði líka, að þótt sérlega gott samband Frakklands og Þýzka- lands væri algjört lykilatriði, þá dygði það ekki til eitt og sér. „Samstarfið verður að ná til allra mikilvægra ríkja á borð við ítaliu og annarra." myndum íhuga beiðni hans,“ sagði Yilmaz á tyrkneska þinginu. Fjölmiðlar í Tyrklandi greindu frá því í gær að tyrknesk stjórnvöld hefðu látið Mubarak í té lista yfir sex skilyrði sem Sýrland yrði að samþykkja eigi að finna friðsam- lega lausn á deilunni og er eitt þeirra það að Sýrlendingar fram- selji þegar Abdullah Ocalan, leið- toga Verkamannaflokks Kúrdistan (PKK) sem krefst sjálfstjórnar til handa Kúrdum í suðausturhluta Tyrklands. Önnur skilyrði sneru að árásum kúrdneski-a skæruliða af sýrlensku landsvæði, endalokum aðstoðar Sýrlendinga við PKK og því að Sýrlendingar viðurkenndu landamörk Tyrklands. Sagði Safwan Qoudsi, leiðtogi eins stjórnarflokkanna í Sýrlandi, að Sýrlendingar gætu ekki sætt sig við skilyrði Tyrkja og sagði baráttu Kúrda í Tyrklandi innanríkisvanda- mál þeirra. Óttast áhrif deilunnar í Mið-Austurlöndum Fréttaskýrendur velta því fyrir sér hvers vegna Tyrkir era svo her- skáir í yfirlýsingum sínum núna en þeir hafa um fjórtán ára skeið barist gegn aðskilnaðarsinnum Kúrda. Segja menn líklegt að þeir hafi gert sér ljóst að þeir séu að tapa „áróðursstríði" vegna krafna Kúrda og hafi því ákveðið að leggj- ast í sókn gegn Sýrlendingum, sem grunaðir era um að skjóta skjóls- húsi yfir liðsmenn PKK. Að minnsta kosti sé skýringanna að leita í innanlandsstjórnmálum Tyrkja. Margir óttast að ísrael dragist inn í deilu landanna, en óformlegur varnarsamningur Tyrkja og ísraela hefur þegar valdið því að samskipti Tyrkja við arabaheiminn hafa versnað, og að þannig skapist al- gert uppnám í heimshlutanum. Lýsti heimastjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum áhyggjum sín- um vegna deilunnar í gær og hið sama gerðu írönsk stjórnvöld. Mál- gagn stjórnarflokksins í Irak hvatti hins vegar arabalönd til að standa sameinuð gegn hótunum Tyrkja í garð Sýrlands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.