Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís GERHARD Schröder, væntanlegur kanzlari Þýzkalands, handleikur íslenzkt sjávar- fang á fískmarkaðinum í Sandgerði í nóvember 1997. Með honum á myndinni eru full- trúar sjávariít;vegsfyrirtækja í Cuxhaven í Neðra-Saxlandi, þar sem Schröder hefur verið forsætisráðherra frá árinu 1990. Morgunblaðið/Árni Sæberg GERHARD Schröder þáði í Islandsheimsókn sinni í fyrravetur hádegisverð í boði Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík. Hér eru þeir forsætis- ráðherrarnir á spjalli ásamt Ingimundi Sigfússyni, sendiherra íslands í Þýzkalaudi, og Geir H. Haarde, þáverandi formanni utanríkismálanefndar Alþingis. Islandsferð Schröders hjálp- aði til í kosningabaráttunni Gerhard Sehröder vinnur kappsamlega að myndun nýrrar ríkisstjórnar í Þýska- landi. Kanslarinn tilvonandi kom í -------------------------------------- heimsókn til Islands í nóvember 1997 sem þótti mjög vel heppnuð. MEÐ FERÐUM á borð við þá, sem Gerhard Schröder, væntanlegur kanzlari Þýzkalands, fór til íslands í nóvember síðastliðnum, byggði hann upp þá atvinnulífsvinsamlegu ímynd sína, sem talin er hafa hjálpað honum og flokki hans, Jafn- aðarmannaflokknum SPD, að vinna sigur yfír Helmut Kohl og Kristi- legum demókrötum í þýsku kosn- ingunum. I þessari þriggja daga opinberu heimsókn hingað til lands í hlut- verki sínu sem forsætisráðherra Neðra-Saxlands - eins af sambands- löndunum 16 sem Sambands- lýðveldið Þýzkaland skiptist í - fór Schröder fyrir fjölmennri sendi- nefnd skipaðri fulltrúum fyrirtækja í Neðra-Saxlandi og kynnti sér meðal annars starfsemi íslenzkra sjávarútvegsfyiártækja. í Norður- sjávarhafnarborginni Cuxhaven, sem tilheyrir Neðra-Saxlandi, eru starfandi fyrirtæki á sviði sjávarút- vegs með ýmis hagsmunatengsl við íslenzka aðila. Halldór Ásgi'ímsson utanríkis- ráðherra tók á móti Schröder við komu hans hingað, en heimsóknin hófst á Akureyri. „Schröder kom mjög vel fyrir. Hann var mjög opinn og óformlegur og hafði greinilega mikinn áhuga á öllu sem hann sá og við töluðum um. Ég tel að þessi heimsókn hans hafi verið mjög vel heppnuð," sagði Halldór er hann var beðinn að rifja upp kynni sín af hinum verðandi kanzlara. „Ég hef að sjálfsögðu sent honum mínar kveðjur og árnaðaróskir, enda er ég viss um að við eigum þar góðan vin.“ Schröder hefur á stjómmálaferli sínum, ólíkt mörgum öðrum foryst- umönnum þýzkra jafnaðarmanna, verið trúr þeirri stefnu að eiga vin- samleg samskipti við atvinnurek- VEL FÓR á með þeim Schröderog Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Islands, er þeir hittust á Bessastöðum 20. nóvember í fyrra. endur. í viðtali við Morgunblaðið orðaði Schröder þetta svo, að það skilaði meira félagslegu öryggi að vinna með viðskiptalífinu en í and- stöðu við það. „Það er ekki hægt að útdeila öðru til félagslegra þarfa en því sem þegar hefur verið aflað. Við verðum öll að venjast þessum stað- reyndum. Að vera álitinn „vinur efnahagslífsins" tel ég hreint ekki ókost, heldur öllu frekar mér til framdráttar," sagði Schröder og bætti við að hann teldi það skyldu sína sem stjórnmálamanns að beita sér - í þágu bæði atvinnurekenda og launþega - fyrir því að efnahagslífið blómstraði. Goethe aftur til íslands í viðræðum við íslenzka ráða- menn í heimsókninni og í erindi sem hann hélt á fundi Þýzk-íslenzka verzlunarfélagsins lét Schröder svo um mælt, að samskipti Islands og Þýzkalands væru með allra bezta móti. Þeim skugga, sem bar á þessi samskipti með ákvörðun þýzkra stjórnvalda um lokun Goethe-stofn- unarinnar í Reykjavík, hét Schröder að bæta úr ef hann kæmist í aðstöðu til þess. „Það er nú venjan með okk- ur stjórnmálamenn að við erum minntir á það spm við höfum sagt,“ sagði Halldór Ásgrímsson aðspurð- ur um hvort ekki mætti telja víst að Schröder yrði minntur á ummæli sín um Goethe-stofnunina. „Ég á ekki von á því að hann komizt undan því frekar en aðrir," sagði Halldór, en vildi þó ekki segja hverjar lyktir þetta mál fengi. Halldór sagði að líklega myndi hann hitta Schröder næst á afmæl- isfundi Atlantshafsbandalagsins í apríl. INGIBJÖRG R. Magnúsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu og fyrr- verandi námsbrautarstjóri við námsbraut í hjúkrunarfræði, og María Pétursdóttir, fyrrverandi skólastjóri Nýja hjúkrunarskól- ans, tóku við viðurkenningum. Einnig hlaut Þorbjörg Jónsdótt- ir, fyrrverandi skólastjóri Hjúkrunarskóla Islands, viður- kenningu við þetta tækifæri. Hj úkrunarfr æ ðingar litu yfír farinn veg TÆPLEGA 500 manns sóttu af- mælishátíð námsbrautar í hjúkr- unarfræði sem haldin var í Háskólabiói síðastliðinn laugar- dag. Að sögn Guðrúnar Krist- jánsdóttur, formanns stjórnar námsbrautar í hjúkrunarfræði, minntust hjúkrunarfræðingar þess að 25 ár eru frá því hjúkr- unarnámið var gert að háskólanámi hér á landi með því að líta yfír farinn veg, skoða stöðuna eins og hún er í dag og horfa til framtíðar. Morgunblaðið/Halldór I TILEFNI afmælisins setti Landspítalinn upp sýningu í anddyri Háskólabiós þar sem fólki gafst kostur á að bera saman starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga eins og þær eru í dag og eins og þær voru fyrir 25 árum. Stjórn Norræna læknaráðsins um miðlægan gagnagrunn Leiðir til siðfræðilegra vandamála STJÓRN Norræna læknaráðs- ins (NL) fjallaði um fyrirliggj- andi fmmvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði á fundi sínum nýlega. Læknafélagi Islands hefur borist eftirfarandi bréf frá stjórn Norræna læknaráðsins (NL), sem það hefur sent Morg- unblaðinu bréfið til birtingar: Stokkhólmi hinn 10. septem- ber sl. Stjóm NL telur skrán- ingu heilsufarsupplýsinga heill- ar þjóðar leiði til óyfirstígan- legra siðfræðilegi’a vandamála. Svo umfangsmikil skráning persónuupplýsinga felur í sér umtalsverða hættu fyi’ir per- sónuvernd. í fyrirliggjandi frumvarpi vantar einnig skil- greiningar á því hvers konar rannsóknir gagnagrunnurinn á að leiða til og hvernig að þeim verði staðið en það eru siðfræði- legar grundvallarforsendur rannsókna. Stjórn NL telur því að fyrir- liggjandi framvarp eigi ekki að ná fram að ganga. Fyrir hönd stjórnar Norræna læknaráðsins, Bemhard Grewin, formaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.