Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 59 _____________BRÉF TIL BLAÐSINS Deyr áhugi Islendinga á ættfræði með tilkomu Is- lenskrar erfðagreiningar? Frá Kjavtani Eggertssyni: EIN huggulegasta röksemdin um Island sem starfsvettvang rann- sókna á arfgengum sjúkdómum og tilraunum og rannsóknum á aðferðum til að lækna þá er sú að á Islandi sé svo mikill áhugi fyrir ættfræði. Vissulega er það rétt að áhugi fyrir ættfræði er hér á landi mikill. Hins vegar er alveg óljóst hvort hann hefur einhver áhrif á það hver framvindan verður í rannsóknum hins nýja fyrirtækis, Islenskrar erfðagreiningar. Virð- ist nú allt stefna í þá átt að áhugi á ættfræði fari minnkandi vegna þess hve klaufalega hefur verið að málum staðið við að safna upplýs- ingum til nota fyrir hið nýja fyrir- tæki. Þeir sem stundað hafa rann- sóknir og skráningu íslenskra ætta, svokallaðir ættgreinar, eru sérfræðingar í að rýna í gömul og ný skjöl og að skrá upp á nýtt og leiðrétta og auka við upplýsingar með þvþað tengja saman upplýs- ingar. A þessari stundu verður ekki annað séð en að þetta fólk muni hverfa af sjónarsviðinu. Nú er fyrirtæki á íslandi að skrá í einn gagnagi-unn allar niðurstöð- ur og upplýsingar úr ættfræðirit- um útgefnum á Islandi, áatölum, niðjatölum, manntölum og fleiri ritum. Það er verra að fyrirtækið gei'ir það án þess að spyrja nokkurn að. Fyrirtækið ætlar að gefa allar þessar upplýsingar út á geisladiskum. Hvort þeir diskar verða til sölu á almennum mark- aði er óljóst, enda þyrfti fyrirtæk- ið þá væntanlega að greiða öllum rétthöfum ættfræðirita þóknun fyi-ir eða gera samning um notkun upplýsinganna úr ritunum, þar sem um svo viðamiklar upplýsing- ar er að ræða. Hins vegar hefur mönnum skilist að þessir geisla- diskar verði jafnvel aðeins seldir íslenskri erfðagreiningu. Hér þarf að sporna við svo ekki verði í óefni komið. Nauðsynlegt er að gera samning við rétthafa ritanna og aðra þá sem vinna að ættfræði á Islandi. Samningurinn þarf að tryggja að þeir sem vinna að ættfræði geti verið vissir um að ef Islensk erfðagreining vill nota niðurstöður úr rannsóknum þeirra eða upplýsingar frá þeim, þá komi gjald fyrir eða viðurkenn- ing á vinnuframlaginu og höfund- arréttur. Þá væri tryggt að allir þeir menn sem nú vinna að ætt- fræðirannsóknum - í gömlum skjölum og í leit að nýjum upplýs- ingum og leiðréttingum á nýrri skjölum - geti áfram af gleði unn- ið þau störf. En það hafa menn gert þrátt fyrir þá staðreynd að fæstir þeirra hafa hingað til haft nokkurn umtalsverðan fjárhags- legan ávinning af. Geri menn ekki samning um þetta er hætta á að hinn rómaði áhugi íslensks al- mennings á ættfræði deyi drottni sínum, því það er leiðinlegt að vinna verk sem jafnharðan er stolið af manni. Til umhverfís- ráðherra Hjartans þakkir til allra þeirra sem sendu mér hlýjar kveðjur, gjafir og árnaðaróskir á 95 ára afmœli mínu 30. september. Guð leiði ykkur og verndi. Karvel Ögmundsson, fyrrverandi útgerðarmaður, Bjargi, Ytri-Njarðvík. Markaðssetning og sala á Netinu Nýjustu leiðirtil að ná árangri í kynningu og sölu á Internetinu. Stöðugt fleiri fyrirtæki uppskera nú árangur af notkun Internetsins í viðskiptum. Hvað eru bestu fyrirtækin að gera í dag? Hér er fjallað á hnitmiðaðan hátt um leiðir þeirra sem hafa náð mestum árangri. Staður Hótel Loftleiðir Tími: Fimmtudagur 15. okt. Kl: 09:00 -13:00 LEIÐBEINANDI: Dr. David R. Palmer, U.C. Berkeley. Lauk meistaragráðum í viðskiptum og endurskoðun frá Wharton Graduate School í Pensilvaníuháskóla. Lauk MA og Ph.D. gráðu í stjórnun frá Peter F. Drucker Graduate Management Center við Claremont Graduate School. Veitt leiðsögn til fjölda kunnra fyrirtækja á við Pepsi-Cola, General Motors, Motorola, Nike, Pacific Bell, Intel og Hewlett Packard. Frá Guðlaugi Lárussyni: UM TVEGGJA ára skeið hefur erindi er varðar hávaða og loft- mengun við neðanverða Miklu- braut verið innan veggja umhverf- isráðuneytisins til afgreiðslu, það er ekki sæmandi fyrir háttvirtan umhverfisráðherra og ráðuneyti hans að horfa framhjá þessu mikla vandamáli sem íbúar við neðan- verða Miklubraut verða að þola vegna skipulagsóreiðu hjá emb- ættum undir stjórn og skipan borgarstjórans í Reykjavík. Þrátt fyrir að umhverfisráðu- neytið hafi sent borgarstjóranum í Reykjavík margítrekuð tilmæli um tafarlausar aðgerðir til úrbóta samkvæmt mengunarvarnareglu- gerð, þá hefur borgarstjórinn í Reykjavík svarað því til að ekki séu í gildi nein ákvæði um leyfileg- an hávaða vegna umferðar gegn- um eldri íbúðahverfi, ákvæði séu aðeins um leyfilegan hávaða í nýj- um íbúðahverfum og hverfum þar sem miklar breytingar séu gerðar. Borgarstjóri telur því ekki vera þörf á eða hefur ekki áhuga á að gera neitt til úrbóta, þó að fyrir liggi eftirfarandi umsagnir: Borg- arverkfræðingur segir í skýrslu; Miklabraut, umferðar- og deiliskipulag frá nóvember 1996 þar er tekið fram á bls. 14: að „þannig teljast um 2030 manns vera þjakaðir af hávaða frá Miklu- braut“; á bls. 15: „gera má ráð fyr- ir að allir íbúar við Miklubraut frá Eskihlíð að Stakkahlíð, alls 261 íbúi, séu innan hættumarkalínu og búi því við óásættanleg skilyi'ði að þessu leyti“. í bréfi Hollustuverndar ríkisins frá 15. desember sl. segir: „Ljóst er að hávaðamengun er yfir við- miðunarmörkum mengunarvarna- reglugerðar við Miklubraut 13“. I bréfi Heilbrigðiseftii'lits Reykjavíkur frá 2. desember er greint frá því að ástand í íbúð við neðanverða Miklubraut „sé óvið- unandi og það þui-fi að bæta“. Ennfremur segir: „Heilbrigðiseft- ii'litið telur eðlilegt að boi'garyfir- völd bregðist við vandamálum vegna umferðarhávaða í boi’g- inni..." I umsögn Heilbi'igðiseftirlits Reykjavíkur tO boi'garstjórans í Reykjavík dags. 14.08. 97 segir: „í þessu tilviki mætti nota mælt MaxL 91,1 dB gildi til að meta ónæðið sem íbúarnir verða fyrir“: Þetta á við jafnt að nóttu sem degi. I bréfi umhverfisráðuneytisins dags. 9.2. 1998 til borgarstjórans í Reykjavík segir: „Þrátt fyrh' um- ræðu um málið og nauðsyn lag- færinga hefur ástandið ekki batn- að og er ljóst af fyrirliggjandi gögnum að umferðai’hávaði við neðanverða Miklubraut er yfir viðmiðunarmöi'kum og óviðun- andi.“ Ennfremur segir: „Jafn- framt beinir ráðuneytið þeim til- lögum til Reykjavíkurborgar að borgaryfix-völd hlutist til um án tafar að dregið verði úr óþægind- um íbúa við neðanvei’ða Miklu- bi-aut eins og frekast er unnt þar til endanlegar úi’bætur ná fram að ganga." Af framansögðu er augljóst að umhvei’fisráðherra er skylt að taka til aðgerða samkv. mengun- arreglugerð sem er samantekt úr lögum um heilbrigðis- og hollustu- hætti, samin undir umsjá um- hverfisráðuneytis og á ábyrgð um- hverfísi’áðherra. Umhvei’fisi’áð- hei’ra getur ekki skyldu sinnar vegna samkvæmt lögum um ráð- herraábyrgð látið borgaryfirvöld segja sér fyrir vei'kum og afneita lögum og skyldum gagnvart íbú- um boi’gai’innar. Það er krafa á umhverfisráð- hei-ra að beyta ákvæðum mengun- ai’reglugerðar þegar í stað, til sjálfsagðar vei’ndar íbúum og fjöl- skyldulífi við neðanverða Miklu- braut. GUÐLAUGUR LÁRUSSON, Miklubraut 13, Reykjavík. HSM pappírstætarar Leiðandi merki - Margar stærðir Þýzk gæði - Örugg framleiðsla m/vsk. m/vsk. m/vsk. m/vsk. m/vsk. J. flSTVfllDSSON HF. Skipholti 33, 105 Reykjovík, sími 533 3535 KJARTAN EGGERTSSON, Vallholti 4, Ólafsvík. slim-line" Sérhver þátttakandi fær viðurkenningarskjal frá U.C. Berkeley. A Stjúrpunarféiag Islands dömubuxur frá Sltráning í síma 533 4567 og á heimasíðu á Netinu: www.stjornun.is gardeur Oðuntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur lólks í fasteignaleit - ■ m b I ■ i s/f a s t e i g n i r Margföld metsölubók HJÁLPAÐU SJÁLFUM ÞÉR eftir metsöluhöfundinn Louise L. Hay • Þessi bók hefur selst í milljónum eintaka um allan heim. •Þessi bók hjálpar þér dl að hjálpa sjálfri/sjálfum þér. • Þessi bók hefur verið ófáanleg í mörg ár. • Þessi bók er tilvalin gjöf við öll tækifæri. • Þessi bók er fyrir þig og... LEIÐARLJÓS Sími 544 8070 ...ER LOKSINS KOMIN AFTUR í ALLAR HELSTU BÓKAVERSLANIR LANDSINS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.