Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 46
S46 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Tillög'ur til úrbóta í tannlækningum A UNDAN- FÖRNUM áram hefur tilkostnaður barnafólks og elli- og örorkulífeyris- þega við tann- lækningar stór- aukist og er svo komið að margt efnalítið fólk á ekki lengur kost á því að leita sér lækninga. Þetta er m.a. staðhæft í skýrslu sem gefin hefur verið út á vegum landlækn- Ogmundur isembættisins. Jónasson Þar kemur fram að af öllum sviðum lækninga sé mest áberandi að efnalítið fólk veigri sér við því að leita til tann- lækna. Þetta ætti engum að koma á óvart því flest þekkjum við hve kostnaðarsamar tannlækningar geta verið. Þegar kostnaðarhlut- ^ deild hins opinbera var minnkuð snemma á þessum áratug dró úr samanlögðum kostnaði ríkis og notenda án þess að tannlækna- kostnaður lækkaði. Astæðan var augljós: Þeim fjölgaði sem ekki höfðu efni á að leita til tannlæknis. Réttarbót fyrir aldraða og öryrkja Fyrir Alþingi liggur nú fram- vai’p sem undirritaður flytur ásamt fleiri þingmönnum þar sem & gert er ráð fyrir því að hið opin- bera greiði að öllu leyti almenna tannlæknaþjónustu fyrir aldraða og öryi-kja. Nú er málum þannig háttað að Tryggingastofnun greið- ir 75% af almennum tannlækna- kostnaði þeirra sem hafa óskerta tekjutryggingu og 50% af kostnaði þeirra sem hafa skerta tekjutrygg- ingu. A mannamáli þýðir þetta að við núverandi íyrirkomulag fær einstaklingur sem er með 28 þús- und kr. á mánuði eða minna í tekjur þrjá fjórðu hluta tannlæknakostnað- arins endurgreidda, sá sem er með tekjur á bilinu 28 þúsund til 79 þúsund fær helming endurgreidd- an en sá sem er með tekj- ur þar fyrir ofan fær ekk- ert. Fólk sem hefur tekjur um og yfir viðmiðunar- mörkum er fæst aflögu- fært til mikilla fjárútláta enda er afleiðingin sú að öryrkjar og aldrað fólk hefur í mörgum tilvikum ekki efni á því að leita sér lækninga. Óryrkjar sem búa á stofnunum eða í sambýlum fá að vísu 90% kostnað- ar endurgreidd. En þá má spyrja hvers þeir eigi að gjalda sem búa í heimahúsum. Telja íslensk heilbrigð- isyfírvöld, spyr Ögmundur Jónasson, að bætt tannheilsa hjá ungu fólki dragi úr tilkostnaði samfélags- ins þegar fram líða stundir? Ósanngjar jaðarskattur Samtök eldri borgara og samtök öryrkja hafa ítrekað bent á að hér sé að finna dæmi um jaðarskatt sem beri að afnema. En hver má ætla að yrði til- kostnaður við slíka ráðstöfun? Samkvæmt útreikningum yfir- tannlæknis Tryggingastofnunar ríkisins myndi tilkostnaður hins opinbera við að færa endur- greiðsluhlutfall lífeyrisþega og ör- yrkja í 100% nema rúmum eitt hundrað milljónum króna. Að mín- um dómi er hér um slíkt réttlætis- mál að ræða að stjórnvöld hljóti að taka það til alvarlegrar athugunar. I fyrrnefndu frumvarpi, sem er til umfjöllunar á Alþingi, era fleiri nýmæli en þau sem snerta aldraða og öryrkja. Barnafólki mikilvæg búbót Þannig er í frumvarpinu gert ráð fyrir breyttu greiðsluhlutfalli hins opinbera í tannlæknakostnaði unglinga. Aldursviðmiðunarmörk- um er breytt úr 15 áram í 17 ár og er ekki gert ráð fyrir fyrirkomu- lagi með þrepum eins og nú er, þ.e. gagnvart 16 ára unglingum sem fá stuðning en lægra endurgreiðslu- hlutfall en yngri aldurshópar. Endurgreiðsluhlutfallið er 75% fram að 16 ára aldri en 50% hjá 16 ára unglingum. I frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að fram að 17 ára aldri greiði fólk einvörð- ungu 10% af tannlæknakostnaði. Annars staðar á Norðurlöndum era aldursmörkin og þátttaka hins opinbera í tannlæknakostnaði hærri en hér. Rökin eru þau að þessi stuðningur við barnafólk sé fjölskyldunum mikilvæg búbót en auk þess hafa verið færð rök fyrir því á Norðurlöndum að þetta sé skynsamleg fjárfesting: Mjög miklar líkur eru sagðar vera á því að bætt tannheilsa hjá ungu fólki dragi úr tilkostnaði samfélagsins við tannlækningar þegar fram líða stundir. Ekki hef ég upplýsingar um tölur en nærri má geta um líð- an manna. En hvert er mat ís- lenskra heilbrigðisyfuvalda hvað snertir kostnaðarþáttinn? Hversu mikils virði er forvörn á unglings- áram? Óskað er eftir svari. Höfundur er alþingismaður og for- maður BSRB. Titanic-æðið NÚ ÞEGAR Titanic er loksins komin úr bíóhúsunum víðast hvar í heiminum og inn í vídeóverslanirnar til sölu og leigu, er ekki úr vegi að staldra að- eins við og spá í hvað gerði hana að tekju- hæstu kvikmynd sög- unnar og afhverju. Myndin er mér per- sónulega hugleikin af tveimur ástæðum. I fyrsta lagi hreifst ég eins og svo margir aðr- ir af töfram myndar- innar og átti þess kost að sjá hana fjóram sinnum hérlendis og einu sinni í Bandaríkjunum. I annan stað varð ég þess óvænta heiðurs aðnjótandi að komast í viku skemmtisiglingu í Karíbahafið eftir sigur í Titanic- leiknum á Islandi. Tvisvar til þrisvar á öld koma fram einstaklingar með afbúrða- gáfu af guðs náð hvort heldur er í íþróttum, stjórnmálum eða vísind- um. Hvort heimfæra má slíka fullyrð- ingu yfir á kvikmyndir er önnur saga. En fyi'r á þessari öld kom fram á sjónarsviðið stórmyndin „Gone with the Wind“ eða „Á hverfanda hveli“ og hefur engin mynd síðan náð þvílíkum vinsæld- um íyn- en Titanic birtist okkur sjónum á sögufrægri siglingu í kvikmyndahúsum heimsins við sól- setm- þessarar aldar. Vissulega hafa miklar sögusagn- ir, stærð og tæknibrellur alið á for- vitni og áhuga fólks að sjá myndina. Og það þrátt fyrir að í myndinni séu engar geimverur eða risaeðlur! Færa má rök fyrir því að myndin sjálf sé miskunnarlega ótöff, og allt að því þrjóskulega útkeyrð. En það sem skýrir að stærstum hluta vin- sældir hennar er að hún er vegsöm- un á óeigingirni og riddaraskap, sem finnur í mannlegri þjáningu undankomuleið í sæmd og glæsi- brag. Titanic vekur nefnilega óhjá- kvæmilega upp von um að enn sé hægt að trúa á dyggð mannsins og réttlæti, nú á þessum síðustu og verstu tímum þegar við virðumst vera búin að glata hæfileikanum til þess að trúa á eitt- hvað, annað en hæfi- leikann til þess að takast á við lífið með kaldhæðnislegu, bjánalegu og tilgerðar- legu glotti. Þetta háð er að verða gjaldmiðill menningarinnar. Van- Guðmundur traust og tortryggni Breiðfiörð sem öðlast hefur stað- festu, löglegt gildi, í upplýsingaþjóðfélaginu okkar, þar sem enginn trúir lengur á neitt. Tæknivætt upplýsingaþjóðfélag þar sem við verjum sál okkar með tortryggni og kaldhæðni, en gleym- um stundum að þó sú vörn verji Kvikmyndin Titanic halar ennþá inn millj- ónir frá öllum heims- hornum. Guðmundur Breiðfjörð fjallar hér um hvernig hann upp- lifir þessa vinsælu Nýr og betri heimur EFTIR AÐ hafa fylgst með, úr fjar- lægð, nýju fyrirtæki hasla sér völl á ís- lenskum atvinnumark- aði og þeirri umfjöllun sem verið hefur um fyrirtækið Islensk erfðagreining (ÍE) í tengslum við gagna- grunn á heilbrigðis- sviði, varð grein í Morgunblaðinu (sunnudaginn 18. júlí t síðastliðinn) tilefni til þessara skrifa. í áður- nefndri grein er vísað Tómas Helgi í greinar í erlendum Jóhannsson tímaritum sem fjalla um ÍE og þann umdeilda gagna- grann sem íyrirtækið ætlar sér að smíða og hafa einkaleyfi á næstu 12 árin. Ein greinin, í febrúai'hefti Scientific American, ber yfirskrift- ina „Fæddir tilraunagrísir" („Natural-bom Guinea-pigs“) og er þar átt við Islendinga sem að mínu mati er móðgun við íslenska þjóð. Kári Stefánsson forstjóri og einn stofnenda IE hefur í nokkrum viðtölum og umræðuþáttum, bæði í útvarpi og sjónvarpi, ítrekað talað um hversu öragg gögnin í gagna- granninum muni verða með ör- uggri og öflugri dulmálskóðun. Sannleikurinn er sá að það er ekki til nein 100% öragg aðferð til að dulmálskóða, hvað þá að geyma, gögn á tölvutæku formi eins og margoft hefur komið fram í sumar. Stærðfræði- lega er hægt að nálg- ast það mark en það næst aldrei alveg hversu oft sem reynt er. Það hefur áður komið fram í fjölmiðl- um, í viðtali við einn prófessor í tölvunar- fræði við HI og í grein eftir annan prófessor við sömu skor, að hægt sé að tengja saman dulkóðaðar upplýsingar, sjá út ákveðið munstur og þar með fá út lykilinn að öllu saman. Það eina sem þarf er smá tími og þolin- mæði. í greininni frá 18. júlí eru ummæli höfð eftir Kristleifi Krist- jánssyni lækni, starfsmanni, stofn- anda og einum eigenda IE, þess efnis að hann sæi lyfjaíýrirtæki, ríkisstjórnir, sjúkrahús og trygg- ingafyrirtæki fyrir sér sem við- skiptavini IE. Svo ég vitni beint í greinina: „Þó mest sé talað um gagna- granna af þessu tagi í samhengi við læknisfræðirannsóknir þá nýt- ist miðlægur gagnagrunnur til miklu, miklu víðtækari rannsókna en læknisfræðirannsókna ein- göngu. Að sögn Kristleifs Krist- jánssonar má hugsa sér að við- Það er von mín, segir Tómas Helgi Jó- hannsson, að gagna- grunnsmálið fái vand- aða meðferð. skiptavinir fyrirtækisins væra lyfjafyrirtæki, ríkisstjórnir, sjúkrahús og tryggingafyrirtæki." Eins og allir vita sem fylgst hafa með þessu máli þá var í gagna- grannsfrumvarpinu ákvæði þar sem segir að einstaklingur hafi ekkert neitunarvald um það hvort gögn um hann séu sett í gagna- grunninn eður ei. Úr því hefur nú verið bætt að nokkru, þó hvergi fullnægjandi sé. Það er lágmarks- kurteisi að spyrja hvern og einn hvort svo persónuleg mál, sem sjúkraskýrslur manns eru, megi nota til vísindalegrar vinnu. Ef tryggingafélög gerast nú við- skiptavinir ÍE og falast eftir upp- lýsingum úr gagnagranninum gegn greiðslu, hvaða tryggingu hafa þá þeir einstaklingar, sem þar eiga gögn um sig, fyrir því að tryggingafyrirtækin notfæri sér ekki upplýsingarnar og neiti þeim t.d. um tryggingu vegna erfða- fræðilegra ástæðna? Páll Skúlason, rektor Háskóla Islands, lýsir því í pæðu á þjóðhá- tíðardegi okkar Islendinga, 17. júní síðastliðinn, við brautskrán- ingu kandídata, hvað í orðunum vísindi og fræði felst: „Þau eiga að færa okkur skilninginn sem við þörfnumst til að átta okkur á veru- leikanum, kunnáttuna til að ráða fram úr aðsteðjandi vanda og visk- una til að finna fótum okkar forráð og skapa betri heim“. Það að græða fúlgu fjár á hugviti sínu er aðeins bónus fyrir vel unna vinnu í þágu mannkynsins, en má aldrei verða frumhvati vísindalegrar starfsemi. Og þegar um svo mikilvægt mál- efni er að ræða eins og þetta, sem snerth' einkalíf allra Islendinga, lífs, liðinna og ófæddra, hlýtur maður að spyrja sig hvort eitt einkafyrirtæki eigi að hafa einka- vald til að ráðskast með einkaupp- lýsingar íslenskra einstaklinga eins og því sýnist. Ég segi einfaldlega NEI, slíkt býður hættunni heim. Ég spyr því: Hverskonar upp- lýsingar ætlar Islensk erfðagrein- ing að selja ríkisstjórnum og tryggingafyrirtækjum úr gagna- granninum? Það er mín von og annarra að ís- lensk stjórnvöld gefi þessu máli vandaða meðferð og íhugi það vandlega hvort þau vilji sjá hér í framtíðinni samfélag líkt og það sem lýst er í bókinni Brave New World eftir Aldous Huxley. Höfundur er töivunarfræðinemi f HÍ. mynd. okkur fyrir því sem við íyrirlítum, ver hún okkur líka gegn því sem við þörfnumst. Með því að verjast lyg- um verjumst við sannleikanum. Gífurleg aðsókn á Titanic skýrist einnig af því að myndin virðist hafa hjálpað okkur að líta um öxl til ein- faldari tíma áður en kvíðatilfínning- in var allsráðandi í flóknu nútíma- samfélagi. Nútímasamfélag sem framleiðir ekki lengur hetjur eins og Jack heldur hneykslismál ofan á hneykslismál. Og ekki má gleyma fortíðar- þránni. Hún á mikinn þátt í vin- sældum Titanic. Hún er sterk í okkur öllum, líka unga fólkinu, sem á stutta ævi að baki. Við þráum Ijóma þess liðna því með því yfir- gefum við rétt sem snöggvast hið daglega „sökkvandi" stress. Sama máli gegnir um hina ótrú- lega dramatísku sögu af slysinu sjálfu, þar sem allt virðist hafa hjálpast að svo skipið sykki og sem flestir með því. Sú saga hefur lifað öldina í minningunni, í sögum fólks, í bókum, í blöðum og í kvikmynd- um. Og eins og flestir vita halar myndin ennþá inn milljónir frá öll- um heimshornum, hillui' svigna undan verðlaunagripum, vinir og kunningjar segja ljómandi út að eyi’um frá upplifun sinni og kvik- myndagagmýnendur fara inn í áð- ur óopnaða skápa og draga fram ónotuð magnþrungin lýsingarorð. Og á meðan, næstum því á ósýni- legan hátt, myndast önugur og úr- illur menningarkimi fólks sem hvorki vill né skilur út á hvað þessi læti ganga og hvað sé svona merki- legt við þessa mynd! Vert er fyrir það fólk að hugleiða þá merkingu að vinsældir Titanic, þegar það leggst loks að bryggju gersamlega umbreytt frá því að vera skip úr viði og stáli, er eitt- hvað sem skilgreinir hvað við erum að berjast fyrir hverju sinni - hver og einn, og oft kallar það á tár á hvörmum. Því Titanic er póstkort frá gam- alli tíð, leiftursýn á hvernig ridd- aramennskan leit út og hvernig það var að vera ástfanginn upp fyrir haus. Vinsældir myndarinnar era minnisvarði erfiðis okkar að verða það aftur en ekki hinna sem gefist hafa upp. Höfundur er markaðs- og sölufull- trúi hjá ÍÚ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.