Morgunblaðið - 08.10.1998, Side 18

Morgunblaðið - 08.10.1998, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ RKI heiðrar tíu sjálf- boðaliða Húsavík - Aðalfundur Rauða kross Islands 1999 var haldinn á Húsavík um síðustu helgi undir kjörorðinu Sjálfboðin þjónusta. Anna Þrúður Þorkelsdóttir, for- maður RKÍ, setti fundinn með ávarpi. Hún gat þess að Rauði krossinn starfaði í 175 löndum og teldi 122 milljónir meðlima. Hún sagði hugsjónir starfseminnar há- leitar, sem félagið vildi og væri að sýna í verki. A fundinum voi-u 10 sjálfboðalið- ar víðsvegar að af landinu heiðrað- ir fyrir mikil og fómfús störf, þar af fjórir Húsvíkingar. Húsavíkurdeildin 40 ára Fundurinn var að þessu sinni haldinn á Húsavík vegna þess að Húsavíkurdeildin er 40 ára á þessu ári. Færði formaður RKí deildinni að gjöf fundarhamar sem nota skyldi á þessum fundum. Kristjóna Þórðardóttir, formað- ur deildarinnar, veitti hamrinum móttöku. Hún sagði frá ýmsu í starfsemi félagsins, en mikill þátt- ur í því væri að sjá um rekstur sjúkrabifreiða. í tilefni afmælisins afhenti hún formanni Styi'ktarfé- lags Sjúkrahúss Þingeyinga, Svölu Hennannsdóttur, eina milljón króna til kaupa á hjartasjá. Reinhard Reynisson, bæjar- stjóri, ávarpaði fundinn og bauð fundarmenn velkomna til Húsavík- ur. Hann sagði að starfsemi RKÍ yrði seint metin sem skyldi, því að hjálpa náunganum án endurgjalds væri ómetanlegt. Vegafram- kvæmdir hafnar á Há- reksstaðaleið Vaðbrekku, Jökuldal - Verktakafyr- irtækið Arnarfell á Akureyri hefur hafið framkvæmdir við veginn á Há- reksstaðaleið. Verkið hófst um mánaðamótin ágúst/septernber og hefur miðað vel, ef undan er skilinn snjóakaflinn um miðjan september. Það er einu ári seinna en áætlað var í upphafi, en deilur um vegstæðið, hvort vegurinn ætti að fylgja núverandi leið eða liggja um Háreksstaði, hafa tafið upphaf framkvæmdanna um eitt ár. Að sögn Jörgens Rúnars Hrafn- kelssonar, verkstjóra hjá Arnarfelli, ætla þeir að vinna eins lengi við verkið í haust og veður leyfír. Lögð er áhersla á að klára að keyra út fyll- ingu í vegstæðið austan Lönguhlíðar, en þar liggur vegurinn um votlendi og nauðsynlegt er að fyllingin liggi Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson STÓRVIRKAR vinnuvélar eru notaðar við vegarlagninguna. þar á í vetur til að vegstæðið geti sigið og jafnað sig fram á sumar. Búið er að keyra út fímm kíló- metra fyllingu, um 100 þúsund rúmmetra, sem er tíundi partur fyll- ingarinnar sem keyrð verður út í veginn í heild. Alls er fyllingin um milljón rúmmetrar. Aætlað er að keyra út fyllingu og burðarlag í um tveggja kílómetra kafla um Víðidalsá til að hægt sé að aka hann í vetur og taka af vondan kafla á núverandi vegi um Víðidalsá, sem bæði er snjó- sækinn og hættulegur. Jörgen segir að ekki hafí orðið neinar tafir á verk- inu hingað til eftir að það hófst svo teljandi sé og eru verklok áætluð ár- ið 2000. Boðið til fýlaveislu í Stykkishólmi Stykkishólmi - Það hefur löngum þótt ótrúlegt við Breiðafjörð að fuglategundin fýll sé mannamat- ur. Sá fugl nýtur lítilla vinsælda og hefur fengið frið fyrir veiði- mönnum. Þegar fréttir hafa borist af því að Mýrdælingar og jafnvel Vestmannaeyingar drepi fýl sér til matar hafa margir bros- að og sagt í vorkunnartóni: „Þar er aldeilis þröngt í búi.“ Fyrir nokkrum árum fluttist hingað til Stykkishólms Kjartan Páll Einarsson, en hann er ættað- ur úr Mýrdalnum. Hann hefur reynt að telja kunningjum sínum trú um að fýll sé herramannsmat- ur, saltaður og soðinn, með nýjum rófum og kartöflum. En hann hef- ur fengið litiar sem engar undir- tektir. Hann vildi því sanna sitt mál að það væri ekki suiturinn sem fengi Mýrdælinga til að borða fýl. I haust lét hann verða af því að fara í heimabyggð og veiða fýl. Síðan fékk hann for- eldra sína til að koma vestur og matreiða fýlinn. Hann bauð kunn- ingjum sinum til fýlaveislu. Flest- ir tóku ekki áhættu og fengu sér bita áður en farið var til Kjartans. Þar fengu menn að smakka á fýi í fyrsta sinn. En hvað kom í ljós? Maturinn bragðaðist ótrúlega vel með rófunum og kartöflunum úr Mýrdal. Töldu sumir þetta vera hæfíleikum Sigurbjargar Páls- dóttur í matargerð að þakka. Lík- legast hefur bæst við ein auðiind í lífríki Breiðafjarðar. Morgunbiaðið/Gunnlaugur Árnason KJARTAN Páll Einarsson með foreldrum sínum Einari Kjartanssyni og Sigurbjörgu Pálsdóttur frá Þórisholti í Mýrdal. Á matarborðinu er saltaður fýll, nýjar kartöflur og rófur. Herra Vesturland krýndur um helgina TÍU sjáifboðaliðar voru heiðraðir á aðalfundi RKÍ. KEPPNIN um herra Vesturland 1998 fer fram í Félagsheimilinu Klifi í Óiafsvík laugardaginn 10. október nk. TIU piltar víðsvegar af Vestur- landi taka þátt í keppninni að þessu sinni og hafa þeir undirbú- ið sig með stífum æfingum und- anfarnar fjórar vikur. Húsið verður opnað með léttum veit- ingum frá Ice Mex kl. 21.30 og síðar um kvöldið koma keppend- ur fram. Stúlkur sem tekið hafa þátt í Fegurðarsamkeppni Vest- urlands koma einnig fram. Allur fatnaður sem þátttakendur koma fram í er frá Versluninni Nínu á Akranesi. Heiðar Jónsson, snyrt- ir, verður kynnir kvöldsins. Dómnefnd skipa þau Þorgrím- ur Þráinsson, Fjöinir Þorgeirs- son, Halla Svansdóttir, fegurðar- ÞÁTTTAKENDUR í keppninni Herra Vesturland 1998. drottning Vesturlands 1996, Nína Stefánsdóttir, verslunareigandi og Sara Vöggsdóttir, ljósmyndari keppninnar. Að krýningu lokinni verður dansleikur til kl. 3 Morgunblaðið/Silli Aðalfundur Hallgrímsdeildar Prestafélags fslands Nýr for- maður kjörinn Hellissandi - Hallgrímsdeild Prestafélags íslands hélt aðal- fund sinn 5. október sl. og fór fundurinn fram í safnaðarheim- ili Ólafsvíkurkirkju. Fundurinn hófst með helgistund í kirkj- unni. Að Hallgrímsdeild Prestafé- Iags Islands standa allir þjón- andi prestar á Vesturlandi, þ.e. í Borgarfjarðar-, Dala- og Snæ- fellsnesprófastsdæmum. Voru þeir allir mættir til fundarins að einum undanskildum sem var forfallaður vegna veikinda. Dagskrá fundarins voru venjubundin aðalfundarstörf og kosningar. Sr. Friðrik J. Hjart- ar í Ólafsvík sem verið hefur formaður undanfarin ár gaf nú ekki kost á sér til endurkjörs. Voru honum þökkuð vel unnin störf að málefnum deildarinnar. I hans stað var kjörinn sr. Kristinn Jens Sigþórsson í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Aðrir stjórnarmenn eru; sr. Karl V. Matthíasson í Grundar- firði, sr. Gunnar Eiríkur Hauksson í Stykkishólmi og sr. Óskar Ingi Ingason í Búðardal. Stjórnin skiptir síðan með sér verkum. Þessum velsótta fundi presta af Vesturlandi lauk síðan með- an sameiginlegum kvöldverði á Gistiheimilinu Höfða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.