Morgunblaðið - 20.11.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.11.1998, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flugfélagið Atlanta eykur umsvifín með nýjum verkefnum og endurnýjun í flugflotanum 210 milljóna rekstrarhagnað- ur á fyrstu 8 mánuðum ársins Umsvif flugfélagsins Atlanta fara stöðugt vaxandi. Félagið hefur nýverið gengið frá stærsta samningi sínum um verkefni til þessa, við spænska fiugfélagið Iberia. Samningurinn er til 18 mánaða og hljóðar upp á um 5,5 milljarða kr. Þá hefur félagið endurnýjað samninga við Saudi-Araba um pílagrímaflug o.fl. Rekstraruppgjör félags- ins sýnir hagnað eftir skatta að upphæð 210 milljónir kr. á fyrstu 8 mánuðum árs- ins. Ómar Friðriksson ræddi við Arngrím Jóhannsson forstjóra og Magnús Friðjóns- son fjármálastjóra. Morgunblaðið/Jón Svavarsson STÖÐVARSTJÓRAR Atlanta flugfélagsins, sem starfa á sex stöðv- um félagsins víðsvegar um heiminn, komu saman til fundar á Hótel Borg í gær. í fremri röð f.v. eru Sveinn Zoega, Davíð Másson, Panagiotis Nicolaidis og Georg Pappas. I aftari röð f.v. eru Ólafur Weiner Smitli, Halldór Halldórsson, Jóhann Kárason, Garðar For- berg og Val Grieve. Stöðvarstjórar Atlanta koma yfirleitt saman tvisvar á ári og bera saman bækur sínar. FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur ný- verið gert samning við spænska flugfélagið Iberia um verkefni fyrir félagið og gildir samningurinn til 18 mánaða. Atlanta mun nota tvær Boeing 747-200 breiðþotur til þessa verkefnis Meginhluti verkefnisins sem félagið tekur að sér fyrir Iberia er flug sjö sinnum í viku á milli Ma- dríd og Buenos Aires og fjórum sinnum í viku milli Madríd og Las Palmas á Kanaríeyjum. Að sögn Arngríms Jóhannsson- ar, forstjóra Atlanta, og Magnúsar Friðjónssonar, fjármálastjóra fé- lagsins, hljóðar samningurinn upp á um 5,5 milljarða íslenskra króna og munu umsvif félagsins vegna þessara verkefna aukast um ná- lægt þriðjung. „Þetta er langstærsti samningur sem við höfum gert. Þetta er mjög mikilvægur samningur fyrir fyrir- tækið og íjárhagslega mjög góð- ur,“ segir Magnús. Starfsmenn Atlanta í Madríd vegna þessa verk- efnis verða nálægt 250 talsins. Atl- anta leggur til meðal annars flugá- hafnir, fiugumsjónarmenn og flug- virkja og má gera ráð fyrir að Is- lendingar verði um 40% starfs- manna Atlanta í Madríd en sam- kvæmt ákvæðum samningsins verður hluti starfsmanna í flugá- höfn að vera Spánverjar. Atlanta hefur aflað sér talsverðr- ar reynslu af samstarfi við Iberia en félagið hefur að undanförnu verið í verkefnum fyrir Iberia og notað tvær breiðþotur í flugi á leið- um félagsins til Kúbu, Ríó de janero og Miami í Flórída. Tvær Boeing 747-200 þotur Ieigðar af Cathay Pacific Atlanta er um þessar mundir að yngja upp flugflota sinn og hefur tekið á kaupleigu tvær Boeing 747-200 breiðþotur hjá flugfélag- inu Cathay Pacific í Hong Kong. Verða þessar vélar notaðar í verk- efni sem samið hefur verið um við Iberia. Að sögn Arngrims eru vél- arnar vel tækjum búnar. Þær voru smíðaðar 1983 og eru búnar nýj- um Rolls Royce-mótorum. Einnig hafa nýlega verið settar nýjar inn- réttingar í vélarnar sem eru sam- bærilegar við innréttingar í Boeing 747-400 breiðþotunum. Önnur vélin verður afhent í næstu viku en hin i desembermánuði. Verða þoturnar strax sendar í verkefni sem samið hefur verið um við Iberia á Spáni. Samningar í Saudi-Arabíu endurnýjaðir Ymis fleiri verkefni eru framundan hjá Atlanta. Fyrir skömmu endurnýjaði félagið samn- inga um flug fyrir ríkisflugfélag Saudi-Arabíu, Saudi Ai-abian Air- lines. Er þetta sjöunda árið sem Atlanta tekur að sér verkefni í Saudi Arabíu. Félagið samdi fyrst um verkefni þar árið 1993 en um- svifín þar hafa farið vaxandi á sein- ustu árum. „Við byrjum á ný 1. desember næstkomandi að fljúga fyrir Saudi- Araba. Þar verður í fyrstu um að ræða venjulegt áætlunarflug og á nýju ári hefst hefðbundið píla- gi-ímaflug á nýjan leik,“ segir Arn- grímur. Að hans sögn mun fljótlega einnig hefjast svokallað kennara- flug en þar er um að ræða flug með mikinn fjölda útlendinga sem búa í Saudi-Arabíu heim í sumarleyfi og aftur til baka. Er þá í reynd mynd- uð loftbrú milli Saudi-Ai’abíu og Egyptalands, Malasíu, Indlands og Pakistans. „Við byrjum með tvær Boeing 747 vélar hinn 1. desember en bæt- um svo þriðju og fjórðu vélinni við að öllum líkindum þegar pílagifma- flugið hefst. Um 160 manns munu sinna þessum verkefnum á vegum Atlanta," segir Arngrímur. Fleiri verkefni eru framundan, að hans sögn, því reikna má með að félagið taki einnig að sér píla- grímaflug fyrir Air India og Air Afrique. 14 þotur í flugflota Atlanta í flugflota Atlanta eru í dag 14 þotur, sem eru ýmist í eigu félags- ins eða á leigu en nú er unnið að endurnýjun flotans og hefur því verið ákveðið að úrelda elstu vélar félagsins. Á næstunni verður Atl- anta því með í rekstri tvær Boeing 737 þotur, sex Boeing 747 breiðþot- ur og sex Lockheed Tristar þotur. Auk áðurnefndra verkefna held- ur félagið áfram með ýmis föst verkefni s.s. út frá Englandi og er Atlanta nú einnig að hefja tíunda árið í samvinnu við Lufthansa-flug- félagið. Er félagið með tvær þotur í fraktflutningum sem eru í Köln í Þýskalandi. Veltuaukning úr 7,7 í 9-9,5 milljarða milli ára Afkoma Atlanta hefur verið góð á árinu. Samkvæmt átta mánaða rekstraruppgjöri var velta félags- ins tæplega 7,1 milljarður króna á því tímabili. Hagnaður félagsins eftir skatta á fyrstu átta mánuðum ársins var rúmlega 210 milljónir og er gert ráð fyrir að endanlegur hagnaður verði svipaður yfír allt árið. Eigið fé fyi’irtækisins nemur um 720 milljónum króna, að sögn Magnús- ar. Velta Atlanta hefur farið vaxandi að undanförnu og gera áætlanir stjórnenda félagsins ráð fyrir að hún verði 9-9,5 milljarður króna á öllu árinu samanborið við 7,7 millj- arða kr. á seinasta ári. Samanborið við síðasta ár er rekstrarafkoma félagsins þó lítið eitt lakari en á seinasta ári en þá nam hagnaður eftir skatta 290 milljónum kr. Starfsmannafjöldi félagsins er talsvert breytilegur eftir verkefna- stöðu hverju sinni. Á mesta anna- tímanum, á meðan pflagi’ímaflugið stendur yfir, frá febrúar og til októberloka, eru starfsmenn á veg- um félagsins 7-800 talsins en yfir vetrarmánuðina era þeir um 500 manns. „Við erum ánægðir með afkom- una en teljum okkur geta gert enn betur,“ segja þeir Magnús og Arn- grímur að lokum. ARNGRÍMUR Jóhannsson, forstjóri Atlanta, og Magnús Friðjónsson, fjármálastjóri félagsins, eru bjartsýnir á reksturinn enda hefur verið samið um stóraukin verkefni flugfélagsins á næstunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.