Morgunblaðið - 21.11.1998, Side 63

Morgunblaðið - 21.11.1998, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ GREINARGERÐ enta sem eiga nóg með sinn prófskrekk. Hinn 22. október sl. boðaði Stúd- entafélagið til opins fundar um mál- efni Jónshúss og bauð hússtjórn sér- staklega til fundarins. Enginn hús- stjórnarmanna lét svo lítið að svara boðinu, hvað þá að koma á fundinn. Og nú síðast er stjóm Stúdentafé- lagsins tilkynnt að frú Kristín Odds- dóttir Bonde, ritari í sendiráðinu hér í Höfn, eigi að halda næsta samráðs- fund í umboði hússtjómar. Mennimir eru sumsé hættir að tala við okkur. Pélag íslenskra stúdenta í Kaup- mannahöfn fer þess hér með á leit við yður að stjóm Húss Jóns Sigurðsson- ar við Austiuvegg verði leyst frá störfum þar sem ekkert traust ríkh- hennar og félagsins í millum. Er þess vænst að Alþingi sýni þá tillitssemi að losa félagið undan frekari samskipt- um og áhrifum þeirra Róberts Trausta Árnasonai' og Karls M. Kristjánssonar eftir því sem kostur er. Félagið hefur ástæðu til að ætla að aðstöðu sinni verði verulega ógnað, verði tekið mark á tillögum hús- stjómar með þessa menn innanborðs. Spamaður hefur þótt nauðsynlegur til þess að halda minningu Jóns Sig- urðssonar á lofti í húsinu við Austur- vegg, á það hefur verið minnt á sam- ráðsfundum. Skýrslu Ríkisendur- skoðunar um húsið frá í apríl sl. hefur í því samhengi verið veifað framan í okkur. Verð hefur með því verið sett á rausn Alþingis til Stúdentafélags- ins, íslendingafélagsins og minningar Jóns Sigurðssonai', og greinilega þyk- ir það alltof hátt. Það er álit félagsins að minningu Jóns Sigurðssonar sé betur borgið í lifandi menningai'húsi en með mörg- hundmð fermetra legsteini þar sem bræðumir Debet og Kredit fá að leika lausum hala, rétt eins og Karíus og Baktus í óhirtum tönnum. Fyllerís- og pissfélag? Stúdentafélagið starfaði áður fýrr án þess að hafa húsnæði. Það er því miður ekki hægt lengur, m.a. þar sem það stendur fyrir umfangsmikilli upp- lýsingamiðlun á Netinu fyrir íslenska námsmenn nýkomna eða á leiðinni hingað til Hafnai'. Félagið áformar nú að stofnsetja húsnæðismiðlun fyrir þá á Netinu, en húsnæðismálin hér í Höfn eru nú afar erfið. Til að þetta nauðsynjastarf haldi áfram þarf fé- lagið skrifstofuaðstöðu. Væri félagið þegar fai-ið út úr húsinu í ofboði efth- allt virðingarleysið ef þessi nauðsyn væri ekki fyrir hendi. Ákvörðunin um að móta tillögur um nýtt rekstrarfyrirkomulag húss- ins var tekin um leið og ákveðið vai- með hávaða og upphlaupi í fjölmiðl- um árið 1996 að Stúdentafélagið væri fyllerís- og pissfélag. Félagið hefur ríka ástæðu til að ætla að sparnaðarhugmyndum sem stofnað er til á þann hátt verði stefnt gegn því. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um húsið frá því í apríl sl. er t.d. að nokkru mótuð af orðalagi nefndrar fjölmiðlaumræðu og hver einasti lið- ui' niðurstaðna skýrslunnar miðar að því að skerða á einhvem hátt að- stöðu félagsins í húsinu. Við leggjum áherslu á að spamaðarhugmyndir á erfiðum tímum mótist af hreinum og heiðarlegum ásetningi en ekki óút- skýranlegum fjandskap við félags- skap Islendinga í Kaupmannahöfn. I skýrslu Ríkisendurskoðunar er ekki minnst á aðdraganda þess að félög íslendinga fengu aðstöðu í Jónshúsi, en það var upphaflega höfuðtilgang- urinn með húsinu auk þess að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar. Enda er skýrslan menningarsnautt og steingelt efnahagsplagg þar sem jafnvel er sett fram sú fáheyrða hug- mynd að leggja niður minningarsýn- ingu um Jón Sigurðsson og selja Jónshús. Ekki hefur skýrslan verið unnin í sjálfboðavinnu og ekki vinnur stjóm Jónshúss sín störf í sjálfboðavinnu. Allt okkar starf í Stúdentafélaginu er sjálfboðavinna. Vegna óvissunnar um Jónshús hefur félagið eytt miklum tíma og kröftum í að standa í stappi við hússtjóm og vora lögð drög að því að hægt væri að flytja eigur félagsins með sex mánaða fyrirvara út úr hús- inu. Meðal annars hefur þetta kostað það að ekki gafst tími til áforma um að rétta við Sögusjóð stúdenta sem félagið stofnaði árið 1929 af peningum frá Jóni Krabbe. Sjóðurinn rýmaði því enn á síðasta ári þannig að ekki er hægt að veita úr honum styrki til rannsókna eins og á að gera árlega. Starfsemi félagsins hefur því liðið fyr- ir óöryggið um afstöðu Alþingis varð- andi Jónshús. Spurningar að lokum Því spyr ég, ber að skilja þetta allt saman sem svo að Félag íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn eigi að fara að leita sér að öðru húsnæði? Úrræði félagsins yrðu þá fá önnur en að leggjast niður og deyja. Helst að leita á náðir Kaupmannahafnar- kommúnu sem mannfræðilegur minnihlutahópur (etnisk minoritet), eða eins og það er orðað með hefð- bundnara orðalagi; segja sig til sveit- ar. Umsókninni um húsaleigustyrk yrði jafnvel hafnað ef Danir færa að skoða mikilvægan þátt félagsins í full- veldisbaráttu Islendinga fyrir 80 ár- um, nema þeir kæmu kannski auga á hvað væri kaldhæðnislegt að þeir sæju því fyrir húsnæði nú. Bygging- arsjóður Islendinga í Kaupmanna- höfn heyrir nú sögunni til, m.a. vegna tilkomu aðstöðunnar í Jónshúsi á sín- um tíma, svo ekki er hægt að leita á náðir hans. Hvað hefur hið háa Alþingi í hyggju með öllu þessu? Er það með ýkjusögum og öskri sem Alþingi telur best að minnast sóma íslands, sverðs þess og skjaldar? Fyrir hvað er verið að refsa félaginu með þeirri fram- komu? Hversu lengi enn eigum við að búa við óvissu um framtíðarhúsnæði félagsins? Ég vona að samskipti Alþingis og Stúdentafélagsins eigi eftir að batna verulega í nánustu framtíð, það er ásetningur núverandi stjómar félags- ins að vinna að því og vonandi er sá ásetningur gagnkvæmur. LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 63 Kœru vinir! Hjartans þakkir fyrir gjafir, heillaskeyti og símtöl í tilefni áttatíu ára afmælis míns, 11. nóvember. Þökk fyrir gleðina sem þið veittuð mér með því að þiggja kaffisopa með okkur hjónunum 7. nóvember. Guð geymi ykkur öll. Ingibjörg Jónsdóttir. A I enunkomin J 9 1 ajav°m %. Sealy er stærsti \ dýnuframleiðandi í Bandaríkjunum og m erudýnumar hannaðar ■ í samvinnu við fœrustu 1 beinasérfræðinga þar í } landi enda þekkt fyrir dýnukerfi sem gefa réttan bakstuðning frá sjónarmiði lækna. Það er því ekki að ástæðulausu að Sealy eru mest seldu dýnurnar í Bandaríkjunum. Vertu velkomin/n í verslun okkar ogfáðu faglega ráðgjöf um dýnu sem hentar þér. ra Sealy fremstir í flokki dýnu I framleiðenda í Bandaríkjunum ViÖ styðjum við bakið á þór At’lion l.ane liviulíirsf.olnrnireru v«iih smcLfUlcgo lianiiac)iro£l.i.mlcs;ir im<) li ccl.i laii.íl<la;c)iiin. Allir |>essir slóLr niec) lcilaíikciiiil i>tí st iIl.nilcgti I Milfic) úrval, mar^fir litir c>£ gott i 4- l()8Rcyl a \:533 3510 5333500 www.nlrro. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.