Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999
UR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ
Námskeið
í bleikjueldi
Afrakstur evrópskrar samvinnu
Námskeið um betri árangur af vörusýningum
„Vörusýningar eru
öflugur
IÐNTÆKNISTOFNUN og Hóla-
skóli bjóða nú upp á námskeið í
bleikjueldi. Kynnt verður nýtt
námsefni, Eldisbóndinn, sem tek-
ur á öllum þáttum eldisins, en
námsefnið er afrakstur evrópskr-
ar samvinnu.
„Eldisbóndinn er heilstætt
kennsluefni í bleikjueldi, hann er
ritaður á íslensku og ensku og er
ætlaður þeim sem hafa áhuga á að
fara í bleikjueldi. Eldisbóndinn er
notadrjúgur fyrir þá sem eru í
fiskeldi og hafa áhuga á bleikju
sem eldisflski eða eru að ala
bleikju. Eldisbóndinn er uppslátt-
arrit sem hentar vel fyrir bleikju-
bóndann, nema og kennara," segir
í frétt um námskeiðið frá Iðn-
tæknistofnun.
Þar segir ennfremur: „Eldis-
bóndinn tekur á öllum helstu at-
riðum sem bleikjueldismaður þarf
að kunna skil á:
Hvernig skipuleggjum við
bleikjueldi með hagnað sem
markmið?
Almennar upplýsingar um eld-
isfiskinn - af hverju að ala
bleikju?
Hvernig er eldisstöð hönnuð?
Markaðssetning bleikju, mikil-
vægi heildstæðrar markaðsetn-
ingar.
Dagleg umönnun eldisfisksins.
Sjúkdómar, forvarnir og með-
höndlun.
Slátrun bleikju.
Gæði og gæðatrygging afurðai-.
Val á klakfiski og dagleg umönn-
un.
Umhverfísáhrif fiskeldisstöðvai-
og góð bústjórn dregur úr um-
hverfísáhrifum.
Skilyrði leyfisveitingar til físk-
eldis og reglugerðir ESB varðandi
framleiðslu matfiskjar.
Eldisbóndinn er kennsluefni í
bleikjueldi, hann er ætlaður sem
uppflettirit og kennslubók og er
samning hans styrkt af Leonardo
da Vinci-sjóðnum. Eldisbóndinn er
afrakstur samvinnu nokkurra að-
ila. Helstu aðilar sem standa að
honum eru Iðntæknistofnun Is-
lands, Hólaskóli og Þróunarsetur í
fiskeldi (The Aquaculture Develop-
ment Centre) á írlandi. Að auki
standa samstarfsaðilar í Hollandi
að útgáfu samskonar rits um ála-
eldi.“
Námskeiðið verður A Flughótel-
inu í Keflavík dagana 28.-30. janú-
ar. Ekkert gjald er fyrir námskeið-
ið, en þátttakendur þurfa að greiða
fyrir uppihald á hótelinu. Hægt er
að skrá sig í síma 4217500, símbréfi
4213107 og tölvupósti mssEmss.is.
FJÖLDI FÓLKS sótti í gær nám-
skeið um betri árangur af vörusýn-
ingum sem Útfiutningsráð Islands
stóð fyrir. Sérstakur gestur á nám-
skeiðinu var Brian Perkins, fram-
kvæmdastjóri hjá Diversified
Business Communication, sem
skipuleggur margar af stærstu
sjávarafurðasýnigum heims.
Brian fjallaði á námskeiðinu um
hvernig fyi-irtæki geta náð mark-
vissum árangri á vörusýningum.
Hann lagði í fyrirlestri sínum ríka
áherslu á að á sýningum ættu fyrir-
tæki að laða að kaupendur og spara
þannig tíma og fé. Hann benti á að
rannsóknir sýndu að flestir þeir
sem sækja sýningar komi þangað
gagngert til að kaupa vöru, bæði á
sýningunum og eftir þær. „Þeir
sem sækja sýningarnar hafa oft
lagt í það talsvert fé, til ferðalaga
og uppihalds. Þeir koma því á sýn-
ingarnar í einum tilgangi, til að
kaupa vöru. Vörusýningar eru
þannig mjög öflugur miðill og
reyndar eini miðillinn þar sem
kaupendurnir beinlínis leggja sig
eftir vörunni. Þær eru sömuleiðis
eini miðillinn þar sem kaupandinn
getur gert samanburð á verði, gæð-
um og útliti vörunnar á sama stað.
Fyrirtæki verða að nýta sér þessa
þætti því þátttaka í vörusýningum
er dýr.“
Sífellt meiri samkeppni
um athygli
Brian sagði því geysilega mikilvægt
að undirbúa vel þátttöku í vörusýning-
um og standa rétt að skipulagningu.
Til dæmis verði fyrirtæki að gera sér
skýra grein fyrir til hvaða kaupenda
þau ætli að ná. „Hver sölumaður hef-
ur ekki tækifæri til að tala við nema
lítið brot af þeim þúsundum eða tug-
þúsundum gesta sem sækja vörusýn-
ingar. Þess vegna er mikilvægt að
hann viti nákvæmlega hver markhóp-
urinn er svo hann nýti tíma sinn sem
best. Þjálfun sölumanna er einnig
mjög mikilvæg því þeir hafa takmai'k-
aðan tíma til að sannfæra kaupandann
um ágæti vörunnar,“ sagði Brian
Perkins.
Jón Þorvaldsson, kynningarráð-
gjafi, flutti ennfremur á námskeiðinu
erindi sem hann kallaði Markviss
framganga á vörusýningum - hvað
þarf til að skara fram úr? Hjá Jóni
kom fram að í mörgum tilfellum gildi
sömu lögmál í farvegi kynningar,
hvort sem gefinn er út bæklingur,
gerð auglýsing eða stíllt upp sýning-
arbás á sýningu. Því sé fagmennska
snar þáttur í árangri af kynningum
og boðmiðlunum. „Samkeppnin um
athygli verður sífellt meiri og því
reynir sífellt meira á djúpa þekkingu
til að koma skilaboðum í gegn og ná
árangri."
Loðnan er
dreifð o g
veiðin
dræm
„VIÐ erum svo gott sem ný-
byrjaðir að skoða svæðið,
enda hefur veðrið verið leiðin-
legt frá því leiðangurinn
hófst,“ sagði Hjálmar Vil-
hjálmsson, leiðangursstjóri
um borð í rannsóknaskipinu
Arna Friðrikssyni, í samtali
við Morgunblaðið gær, en
skipið er ásamt Bjarna Sæ-
mundssyni nú við loðnurann-
sóknir fyrir austan land. Flest
loðnuskip flotans voru á mið-
unum í fyiTÍnótt en veiði var
heldur dræm, enda loðnan
dreifð.
„Við höfum rétt náð að
skoða aðalveiðisvæðið en okk-
ur sýnist loðnan einkum liggja
í landgrunnskantinum frá
Reyðarfjarðardjúpi og allt
suður að Hvalbak. Við höfum
hins vegar enga loðnu séð
sunnan við hann,“ sagði
Hjálmar.
Á hægri hreyfingu
Bjarni Sæmundsson hefur
leitað eftir loðnu nokkru aust-
an við veiðisvæðið og mun á
næstu dögum leita norðan við
svæðið. Hjálmar segist hins
vegar ætla að fylgjast með
hreyfingu loðnunnar á næstu
dögum. „Við munum skoða
þetta svæði aftur til að fá
betra samhengi í hlutina en
loðnan virðist vera á hægri
hreyfingu suðsuðvestur. En
hún fer mjög hægt yfir og því
enn mjög dreifð um svæðið.
Aflabrögðin hafa verið eftir því
og skipin fá lítið £ hverju
kasti,“ sagði Hjálmar.
Dagskráín þín er komin út
20. janúar-2. febrúar
/ allri sinni mynd!