Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Glæsilegasta skák Kasparovs í DAG Góð og skjót við- brögð hjá RÚV VIÐ viljum þakka fyrir skjót og góð viðbrögð hjá RÚV sl. laugardag þegar við þurftum að aflýsa jarð- arför. Stúlkan sem var á vakt var einstaklega al- mennileg og vai- auglýsing- in lesin aftur og aftur þó ekki væri hefðbundinn auglýsingatími. Kærar þakkir. Aðstandendur. Hneyksluð á ríkis- stjórninni EG er stórhneyksluð á þessari ríkisstjórn. Þeir virðast ekki vita lengur hvað á að gera við pening- ana. Þeir eiga svo mikið af þeim. Það á að ráðast í að byggja menningarhús um allt land og þeir halda að þeir fái mörg atkvæði út á þetta. Ég held að það sé mesti misskilningur. Er ekki ár aldraðra í ár, 1999? Væri ekki nær að reyna að gera eitthvað fyrir það Morgunblaðið/Ásdís I Öskjuhlíðinni Víkverji skrifar... VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fóstudags fólk, og þar á meðal ör- yrkja, sem varla hefur til hnífs og skeiðar? Heil- brigðisráðheiTa lét það út úr sér í sjónvarpi 20. janú- ar að það ætti að reyna að jafna launin með því að taka af þeim öryrkjum og ellih'feyrisþegum sem hafa meii'a og láta til þeirra sem hafa minna. Væri ekki nær að taka alla þessa risnu og fríðindi ráðherra og færa það á öryrkja og ellilífeyrisþega? Hvar ætla þessir ráðherrar að fá at- kvæði þegar þeir eru búnir að svelta þetta fólk og það kemst náttúrulega ekki á kjörstað. Það er engin ástæða til þess að smá mjatla úr þessu fólki líftór- una. Vestfirðingur. Góð þjónusta á Kringlukrá ÉG VIL senda þakklæti mitt fyrir frábæra og sér- staklega skemmtilega þjónustu. Við fórum nokk- ur á Kringlukrána og þjóninn þar, Guðmundur Kjartansson, var einstak- lega elskulegur, frá hon- um geislaði mikill kærleik- ur og gleði, sem er sjald- gæft. Mættu fleh-i þjónar taka hann sér til fyrir- myndar. Matthildur. Tapað/fundið Trúlofunarhringur týndist TRÚLOFUNARHRING- UR týndist sl. laugardags- kvöld líklega á leiðinni frá Lækjargötu að Píanóbarn- um. Skilvís finnandi hafi samband í síma 899 9791. Gleraugu týndust GLERAUGU týndust laugardaginn 16. janúar líklega á leiðinni frá Lind- arbraut að Aðalstræti eða í leið 3., Skilvís finnandi hafi samband í síma 561 2256. Gleraugu í óskilum GLERAUGU fundust fyr- ir utan Austurbæjarapótek fyi-ir rúmri viku. Upplýs- ingar í síma 565 5441. Gullhringur týndist í Mjódd í nóvember 14 kai’ata gullhringur með bláum steini týndist 24. nóvember sennilega fyrir utan Læknasetrið, Þöngla- bakka 6, Mjódd eða innan dyra. Hringurinn er breið- ur. Eigandinn er miður sín því hringurinn var honum mjög dýrmætur. Finnandi vinsamlea hafi samband í síma 552 0356. Fundaríaun. Dýrahald Kettlingur fæst gefins HUGGULEGUR og sæt- ur, kolsvartur kettlingur, kassavanur, fæst gefins. Upplýsingar í síma 552 0834. SKAK Wijk aan Z«e, Hollandi HOOGOVENS- STÓRMÓTIÐ Gary Kasparov, stigahæsti skákmaður heims, teflir nú í Hollandi eftir langt hlé frá stórmótum. 16.-31. janúar 1998. ÞAÐ virðist lítið ryk hafa fallið á vopnabúr Kasparovs sem hefur tekið forystu á mótinu með fjóra og hálfan vinning að loknum fimm umferðum. Það er útlit fyrir harða keppni hanns og Indveijans Anand um efsta sætið, cn Anand hefur fjóra vinninga. I fjórðu umferð á mótinu tefldi Ka- sparov stórkostlega skák í anda gömlu meistaranna gegn Búlgaranum Topalov. Kasparov fómaði hrók, bauð upp á aðra hróksfóm, rak kóng and- stæðingsins yfir allt borðið í miðtafli og mátaði hann. Slíkar kúnstir vom stundum leiknar á síðustu öld, en það er hreinlega ótrúlegt að að sjá slík til- þrif nú í lok tuttugustu aldar gegn andstæðingi sem hefur tileinkað sér fullkomna vamartækni. Staðan á mótinu að loknum fimm umferðum: 1. Kasparov....................4!4v. 2. Anand .......................4 v. 3. -6. Togalov, Búlgaríu, Shirov , Spáni, ívantsjúk, Úkraínu, og Kramnik, Rússlandi...........3 v. 7.-9. Piket og Timman, Hollandi, og Svidler, Rússlandi .... 2'k v. 10. Van Wely, Hollandi........2 v. 11. -12.1. Sokolov, Bosníu, og Kasimdsjanov, Úsbekistan ....VA v. 13.-14. Yermolinsky, Bandaríkjunum, og Reindermann, Hollandi, ......1 v. Hvítt: Kasparov Svart: Topalov Pirc-vöm 1. e4 - d6 2. d4 - Rf6 3. Rc3 - g6 4. Be3 - Bg7 5. Dd2 - c6 6. f3 - b5 7. Rge2 - Rbd7 8. Bh6 - Bxh6 9. Dxh6 - Bb7 10. a3 - e5 11. 0-0-0 - De7 12. Kbl - a6 13. Rcl - 0-0-0 14. Rb3 - exd4 15. Hxd4 - c5 16. Hdl - Rb6 17. g3 - Kb8 18. Ra5 - Ba8 19. Bh3 - d5 20. Df4+ - Ka7 21. Hhel - d4 22. Rd5 - Rbxd5 23. exd5 - Dd6 24. Hxd4H - cxd4 25. He7+! - Kb6 26. Dxd4+! - Kxa5 Hvítur hefur yfirhöndina eftir 26. - Dc5 27. Dxf6+ - Dd6 28. Hxí7 svo Topalov tekur áskoruninni. 27. b4+ - Ka4 28. Dc3 - Dxd5 29. Ha7 - Bb7 30. Hxb7 - Dc4 31. Dxf6 - Kxa3 32. Dxa6+ - Kxb4 33. c3+! - Kxc3 34. Dal+ - Kd2 35. Db2+ - Kdl 36. Bfl!! - Hd2 37. Hd7! - Hxd7 38. Bxc4 - bxc4 39. Dxh8 - Hd3 40. Da8 - c3 41. Da4+ - Kel 42. f4 - f5 43. Kcl - Hd2 44. Da7 og Topalov gafst upp. Ein glæsileg- asta skák aldarinnar! Bragi Halldórsson sigrar á Fullorðinsmóti Hellis Taflfélagið Hellir hélt sitt fyrsta Fullorðinsmót mánudaginn 18. janú- ar. Mót af þessu tagi em nýjung í starfsemi félagsins og em einungis opin skákmönnum 25 ára og eldri. Góð stemmning myndaðist á þessu fyrsta móti og lýstu keppendm- ánægju sinni með fyrirkomulag móts- ins. Bragi Halldórsson sigraði ömgg- lega á mótinu, hlaut 6 vinninga í 7 um- ferðum. I 2.-3. sæti urðu Gunnar Bjömsson og Grétar Ass Sigurðsson með 5 vinninga. Röð efstu manna varð sem hér segir: 1. Bragi Halldórsson 6 v. 2. -3. Gunnar Bjömsson, Grétar Ass Sigurðsson 5 v. 4.-5. Gunnar Gunnarsson, Þorsteinn Davíðsson 4'k v. 6. Pétur Yngvi Gunnlaugsson 4 v. 7. -8. Gunnar Nikulásson, Finnur Kr. Finnsson 3'A v. o.s.frv. Skákstjóri var Gunnar Bjömsson. Stefnan er sú á þessum fullorðins- mótum að ná upp skák- klúbbastemmningu. Eina skilyrðið fyrir þátttöku er það að hafa náð 25 ára aldri. Næsta fullorðinsmót Hellis verður haldið mánudaginn 1. febrúar kl. 20. Karpov sigrar Fisher Nei, það var ekki hinn eini sanni Fischer, heldur Paul Fisher sem Kar- pov sigraði í 30 mínútna skák sem tefld var í Las Vegas í Bandaríkjun- um. Fisher þessi er þekktastur fyrir framleiðslu á svoköÚuðum „Fisher- geimpenna". Þessi keppni, sem fram fór 16. janúar, var skipulögð í þeim til- gangi að styrkja fómarlömb Mitch- fellibylsins í Hondúras. Walter Brow- ne, stórmeistari og margfaldur Bandaríkjameistari, aðstoðaði Fisher í skákinni en einnig vom hnefaleika- kappinn Muhammed Ali og leikarinn Tony Curtis viðstaddir keppnina. Útvarpsviðtal við Fischer Hér er það hins vegar hinn eini sanni Bobby Fischer sem er á ferð- inni. Stórmeistarinn Eugene Torre átti viðtal við Bobby Fischer föstu- daginn 15. janúar. Viðtalinu var út- varpað beint á útvarpsstöð á Filipps- eyjum. I viðtalinu kvartar Fischer sáran yfir meðferð bandarískra stjómvalda á sér. Sérstaklega sámar honum að ýmsar persónulegar eigur sínar hafi verið seldar á uppboði fyrh' sárah'tinn pening. Þar á meðal mynda- safn, bækur og fleiri munir sem hann hafði safnað í gegnum tíðina eða hon- um höfðu verið gefnir af ýmsum þekktum persónum, m.a. forseta Bandaríkjanna. Þröstur og Helgi Áss á Bermúda Stórmeistararnir Þröstur Þórhalls- son og Helgi Áss Grétarsson tefla nú á lokuðu móti á Bermúda ásamt 11 öðmm skákmeisturum. Mótið hófst 21. janúar og það stendur til 2. febrú- ar. Þátttakendur em í töfluröð: Jacques Elbilia 2360 Marokkó........FM Alik Gershon 2460 ísr..............AM Michael Forster 2290 Eng............FM Igor-Alexandre Nataf 2485 Fra.......SM Murray Chandler 2520 Eng............SM Julen L.A. Martinez 2440 Spánn ____AM Þröstur Þórhallsson 2495 ..........SM Etienne Bacrot 2555 Fra.............SM Yannick Pelletier 2525 Sviss .....AM Yan Teplitsky 2460 Kan..............AM Helgi Ass Grétarsson 2480...........SM Maurice Ashley 2490 USA............AM Joshua Waitzkin 2480 USA...........AM Samhliða mótinu fer fram 10 skáka einvígi milli þeirra Michaels Adams og Yassers Seirawan. Adams sigraði í fyrstu skákinni. Unglingaflokkur Skákþings Reykjavíkur Keppni í unglingaflokki á Skák- þingi Reykjavíkur hefst 23. janúar kl. 14 og verður fram haldið laugar- daginn 30. janúar. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi með 30 mínútna umhugsunartíma. Rétt til þátttöku eiga öll börn og unglingar 14 ára og yngri. Veitt verða verð- laun fyrir fimm efstu sætin auk bókaverðlauna. Þátttökugjald er kr. 500 og teflt verður í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, Reykjavík. Margeir Pétursson Daði Orn Jónsson FYRIR fólk er vinnur langan vinnudag er mikill munur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að matvöruverslanir séu lokaðar þegar vinnudegi lýkur. Þótt ekki sé langt um liðið frá því að verslunum var flestum hverjum lokað klukkan sex á virkum dögum og voru að mestu lokaðar um helgar, eiga lík- lega flestir erfitt með að gera sér í hugarlund hvernig er að búa við slíkt ástand. Ökuferðir út á Sel- tjamarnes og jafnvel upp í Mos- fellsbæ á sunnudögum vegna þess að mjólk eða einhver önnur nauð- synjavara var á þrotum tilheyra sem betur fer fortíðinni. Það er hins vegar hvimleitt að treysta á að geta keypt í matinn á sunnudögum og koma að nær tóm- um hillum. Víkverji hefur hvað eftir annað lent í því að algengar mjólk- urvörur, grænmeti og ávextir hafa verið á þrotum síðdegis á sunnudegi í einhverjum stórmarkaðinum og því orðið að fara í tvær til þrjár verslanir til að klára innkaupalist- ann. Er dreifikerfið ekki skipulagt með tilliti til þess að opið er í versl- unum sjö daga vikunnar? XXX VÍTLAUKUR er mikið þarfa- þing og ómissandi í matargerð. Það hefur hins vegar verið hægara sagt en gert að fá nothæfan hvít- lauk undanfarna daga, jafnvel í verslunum jiar sem ferskleikinn á að ráða ríkjum. Aftur og aftur hefur það komið fyrir Víkverja við hvít- lauksinnkaup að hvítlauksbirgðir verslana hafa verið nær ónýtar. Laukarnir þurrir, skorpnir í besta falli einungis farnir að spíra. Er ekki hægt að kippa þessu í liðinn? XXX SKORPNIR hvítlaukarnir eru hins vegar hreinasta hátíð í sam- anburði við þorra“matinn“ sem óhjákvæmilega fylgir þessum árs- tíma. Eflaust er Víkverji ekki sá eini er nánast missir matarlystina við innkaupin er hann sér þennan ófögnuð, sem jafnvel er stillt upp við hlið matvæla í kjötborðum versl- ana. Stundum er því haldið fram að um kynslóðamun sé að ræða í þess- um efnum en þá er ljóst að með lymskulegum hætti er verið _að reyna að vígja yngstu kynslóðir Is- lendinga inn í þessa súru veröld. Á leikskóla dóttur Víkverja hefur þannig verið boðið upp á þorramat einu sinni á ári og líkt og ávallt verða „allir að smakka“. Vonar Vík- verji að barnið bíði ekki varanlegan skaða af. Þetta er hins vegar ekki eina dæmið um að reynt sé að byrla börnunum ómeti. í innkaupaferð á Þorláksmessu spurðu foreldrarnir eldri dótturina í sakleysi sínu hvað hún vildi nú fá í matinn. „Ekki skútu, ekki skútu,“ var angistarfullt svar barnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.