Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 11 FRÉTTIR Félagsmálaráðueytið fellir úr gildi samþykkt meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur FYRSTI fundur borgarráðs undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að R-Iistinn náði völdum í borginni vorið 1994. Morgunblaðið/Kristinn FÉLAGSMÁLARAÐUNEY TIÐ hefur úrskurðað að borgarstjórn hafl ekki verið heimilt að fela borgarstjóra fund- arstjórn á fundum borgarráðs. Það sé hlutverk kjörins formanns borg- arráðs. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn kærði samþykktina. Hún segir úrskurðinn sýna að R- listinn verði að fara að leikreglum. Borgarstjóri segir að það sé vilji meirihluta borgarstjómar að borg- arstjóri stýri fundum borgarráðs og séð verði til þess að hann nái fram að ganga. Meirihluti borgarstjórnar kaus Sigrúnu Magnúsdóttur formann borgamáðs en ákvað jafnframt að fela Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur borgarstjóra fundarstjórn á fundum ráðsins, en hún er ekki kjörinn fulltrúi í ráðinu, og taldi sér það heimilt samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum. Borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögu um að fela borgarstjóra fundarstjórn og töldu það ekki standast sveitarstjórnar- lög. Inga Jóna Þórðardóttir kærði samþykkt borgarstjórnar til fé- lagsmálaráðuneytisins. Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra, eigin- maður Sigránar Magnúsdóttur, vék sæti í málinu og var utanríkis- ráðherra settur félagsmálaráð- herra til að fara með málið. Ráðuneytið lítur svo á að eldri sveitarstjórnarlög hafi verið í gildi þegar umrædd ákvörðun var tekin og byggir úrskurð sinn á þeim. Vísar ráðuneytið einnig til sam- Ekkí heimilt að fela borgarstjóra fundar- stjórn í borgarráði þykktar um stjórn Reykjavíkur- borgar og fundarsköp. Telur ráðu- neytið ljóst af skýru og afdráttar- lausu orðalagi ákvæða laga og samþykktar að það sé hlutverk formanns borgarráðs að stjórna fundum ráðsins. Ekki hafi verið heimilt að fela borgarstjóra fund- arstjórn og umrædd samþykkt felld úr gildi. Engin sérlög fyrir R-listann „Ég fagna að sjálfsögðu þessari niðurstöðu," sagði Inga Jóna þegar álits hennar var leitað á niðurstöð- unni. „Við höfum búið við ákveðnar leikreglur í stjórn borgarinnar og sú aðgerð þeirra, að fela borgar- stjóra fundarstjórn var í raun ekki annað en tilraun til þess að fjölga um einn fulltrúa í borgarráði, úr þremur í fjóra. I þessum úrskurði er tekið afdráttarlaust á því að for- maður borgan'áðs hljóti jafnframt að vera fundarstjóri ráðsins. Þau verða að hlýta þessum leikreglum eins og aðrir.“ Inga Jóna segir að áður hafi tíðkast að borgarstjóri væri kosinn formaður borgarráðs þótt hann ætti þar ekki sæti. Það hafi verið samkvæmt sérstakri heimild í eldri lögum. Reykjavíkurlistinn hafi hins vegar kosið Sigránu Magnúsdóttur sem formann. „Samþykkt R-listans byggðist á því að þegar ný sveitarstjórnalög era samþykkt er vikið að því í greinargerð með lagafrumvarpinu, að breytingin sem gerð er, sú að formaður verði að koma úr hópi kjörinna borgarráðsmanna, kæmi það ekki í veg fyrir að öðrum væri falin fundarstjórn í einhverjum til- vikum. Við sögðum hins vegar að ekki gengi að þetta væri viðvar- andi regla. Þessi úrskurður stað- festir einfaldlega að R-listinn verð- ur að fara að leikreglum eins og aðrir. Þessi úrskurður sýnir, að stjórn- sýsla R-listans hefur einkennst af því að freista þess að fara fram hjá þeim reglum sem era í gildi. En þetta hlýtur að sýna þeim það að engin sérlög era um R-listann. Til- raunir þeirra við að fara á svig við leikreglur endurspegla að hluta til það vandamál sem er innifalið í R- listanum. Þau þurfa að taka tillit til svo margra, ólíkra sjónarmiða, og sætta svo marga ólíka hópa, að þau hafa verið að freista þess að víkka út reglurnar sjálfum sér til handa,“ sagði Inga Jóna. Lýðræðislegur vilji nái fram að ganga Áður hefur félagsmálaráðuneyt- ið ógilt þá samþykkt meirihlutans að Pétur Jónsson tæki sæti Hrann- ars B. Arnarssonar í borgarstjórn í stað Önnu Geirsdóttur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri neitar því að tveir úrskurðir félags- málaráðuneytisins þar sem ákvörð- unum meirihlutans er hnekkt séu álitshnekkir fyrir Reykjavíkurlist- ann. Hún segir að frekar megi líta á úrskurðinn nú sem álitshnekki fyrir löggjafann sem ekki hafi birt nýju sveitarstjómarlögin með rétt- um hætti og skapað með því réttaróvissu fram til 10. júlí að nauðsynlegt hafi verið talið að koma þeim í gildi með bráðabirgða- lögum. Hún segir að úrskurðurinn gangi ekki út á það sem kært var. Borgarstjórn hafi tekið ákvörðun um að borgarstjóri stýrði fundum borgarráðs 2. júlí, á grandvelli nýju sveitarstjórnarlaganna, málið hafi verið kært og varið á þeim grundvelli enda sveitarstjórnar- menn talið sig þurfa að vinna eftir nýju lögunum. Félagsmálaráðu- neytið hafi hins vegar úrskurðað á grundvelli eldri laganna. Borgar- stjóri segir að ef ljóst hefði verið 2. júlí að nýju lögin væra ekki í gildi hefði meirihlutinn eflaust staðið öðru vísi að málum, haft sama hátt á og verið hefði að mestu í 35 ár. Löng hefð væri fyrir því að borg- arstjóri stýrði fundum borgarráðs án þess að vera kjörinn í ráðið og stundum hefði það þótt svo sjálf- sagt að hann hafi ekki verið til þess sérstaklega kjörinn. Spurð um viðbrögð meirihlutans segir Ingibjörg Sólrán að fyrir liggi skýr vilji meirihlutans í borg- arstjórn að borgarstjóri stýri fund- um borgarráðs. „Við munum sjá til þess að sá lýðræðislegi vilji nái fram að ganga, í samræmi við gild- andi lög.“ Spurð um möguleika þess segir hún að til greina komi að kjósa borgarstjóra í borgarráð og sem formann eða fela borgarstjóra eftir atvikum fundarstjórn. Maður á þrítugsaldri slasaðist í bflveltu eftir að hafa fengið far með ölvuðum ökumanni Missti bótarétt vegna áhættutöku ÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði Sjóvá-Almennar tryggingar hf. af skaðabótakröfu manns á þrítugs- aldri sem slasaðist í bílveltu á Is- ólfsskálavegi við Grindavík fyrir tæpum sex árum. Maðurinn slasað- ist veralega og er 30% öryrki eftir. Missti hann bótarétt vegna þess að ökumaður bifreiðarinnar var ölvað- ur og þótti hann því hafa tekið slíka áhættu með því að þiggja far hjá manni í slíku ástandi að hann ætti að bera tjón sitt sjálfur. Málavextir vora þeir að maður- inn var að skemmta sér í Reykja- vík með skipsfélögum sínum. Seg- ist hann hafa drukkið ótæpilega og muna síðast eftir sér klukkan 00.30 á skemmtistaðnum Berlín. Sam- kvæmt gögnum máls fór maðurinn ásamt vinum sínum í leigubifreið til Grindavíkur síðar um nóttina. Þar þáði hann far með kunningja sínum og vildi ekki betur til en svo að bif- reiðin valt. Við það hentist maður- inn út úr henni og slasaðist mikið. Samkvæmt skýrslu lögreglu, sem kom á slysstað, vora þeir þrír sem lentu í slysinu áberandi undir áhrifum áfengis. Reyndist alkó- hólmagn í blóði ökumanns 1,81 prómill. Hann taldi sig hafa verið á 100 km hraða og ástæða bíl- veltunnar verið sú að hann náði ekki beygju á veginum. Eftir slys- ið þjáðist málshöfðandi af mikilli þreytu, höfuðverkjum og einbeit- ingarleysi. Samkvæmt taugasál- fræðilegu mati bar hann öll merki þess að hafa orðið fyrir traflunum á heilastarfsemi vegna höfuð- meiðsla við óhappið. Var varanleg örorka hans vegna slyssins metin 30%. 13 milljóna krafa Krafði hann Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þar sem bifreiðin var tryggð, um greiðslu bóta að upphæð um 13 milljónir króna. Var á því byggt af hálfu mannsins að vegna eigin ölvunar hefði hann ekki verið fær um að leggja mat á hugsanlega ölvun ökumanns bif- reiðarinnar. í dómi héraðsdóms segir að málshöfðanda hafi hlotið að vera ljóst að ökumaðurinn var undir áhrifum áfengis. Ölvun máls- höfðanda og minnisleysi hans um atvik og atburðarás tiltekið sinn breyti engu þar um, enda hafi hann sjálfur komið sér í það ástand og geti ekki firrt sig ábyrgð af þeim sökum. Með því að taka þátt í ökuferðinni hafi hann tekið veralega áhættu og sýnt af sér stórkostlegt gáleysi, sem leiði til þess að hann hafi fyrirgert bóta- rétti sínum. Vísað til eldra fordæmis Staðfesti Hæstiréttur þessa nið- urstöðu með þeim ummælum að með dómi Hæstaréttar H.1996.3120 hafi verið skorið úr um hvort breyta hafi átt með um- ferðarlögum frá 1987 eldri dóm- venju varðandi áhættutöku við þær aðstæður að farþegi slasast í bifreið, sem stjórnað var af ölvuð- um ökumanni. I ljósi þessa for- dæmis og að öðru leyti með skírskotun til forsendna héraðs- dóms yrði ekki komist hjá að stað- festa niðurstöðu hans um sýknu varnaraðila. Var málskostnaður felldur niður. Málið fluttu Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson hrl. af hálfu tjónþola og Olafur Axelsson hrl. fyrir hönd tryggingarfélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.