Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 63 ar held ég að ekkert hafi verið til fyr- irstöðu að fá allar viðgerðir og meira að segja kom Einar sér upp aðstöðu til að sprauta bíla og varð svo vin- sæll, að um tíma varð hann að draga mjög úr allri þjónustu annarri. Svo var sótt eftir að fá hann til að sprauta bíla, að um tíma taldi hann sig ekki komast yfir að gera neitt annað. Ég sem á árunum frá um sextíu og fram undir níutíu þurfti harla oft að koma við í Holti, setti mér lengi vel að versla við Einar með allt það sem mig kynni að vanta í þessum ferðum og hann var lengst af með bensín og olíusölu og annað sem þessari versl- un tilheyrði á þessum árum, sælgæti, gos, vegakort og ýmsa hluti. Ég gat líka notið þess þó ekki væri annað en koma aðeins við og fá einn brandara til að hlæja að á leiðinni, stundum jafnvel brennivínssnaps ef kalt var eins og einu sinni í bakaleið úr berjaferð vestur í Purkhóla, þeg- ar skall á ein af þessum monsúnrign- ingum sem allir þekkja sem verið hafa á Snæfellsnesinu. Það hljóta allir að sjá, að ekki fer maður að hætta að tína krækiber þótt eitthvað rigni, maður klárar túr- inn, en þá getur líka orðið kalt á heimleiðinni og maður kannski bara sumarklæddur og holdvotur, aldrei meiii þörf fyrir brjósthlýju. Ég skuldaði Einari því marga þökk og einu sinni kom hann suður, eftir að við komum hingað og þá átti ég tækifæri að bjóða honum heim og við spjölluðum saman eitt kvöld. Við tókum upp ginhnall og ræddum mál- in og báðir vorum við sammála um að nú væri farið að síga allvel á æviskeið það sem okkur yrði skammtað. En báðir þóttust þó nokkuð ánægðir með það liðna, enda entist kvöldið ekki til að rifja upp allt sem þurft hefði. Meðan maðui- enn fær að njóta lífsins, er oft sárt að sjá á bak, á góð- um aldri, vinum sínum sem yngri eru og gætu hafa orðið samferða lengur. Eg sendi fjölskyldu Einars í Holti hlýjar kveðjur og votta aðstandend- um innilega samúð við fráfall hans. Helgi Ormsson. í dag er kvaddur þúsund þjala smiður og hljóðfæraleikari Einar Halldórsson frá Dal í Miklaholts- hreppi. Einar var mikill hæfileika- maður, allt lék í höndum hans sama hvort var viðgerð á úri eða stórvirk- um vélum. Um árabil sáu þeir Dal- bræður um dansmúsík á sveitaböll- um á Snæfellsnesi og suður um Borgarfjörð, Einar á harmoniku og Erlendur á trommur og var það ekki lítið í þá daga að hafa slíka menn innan sveitar sem var líf og undir- staða skemmtanahalds í dreifbýlinu enda nutu þeir bræður mikilla vin- sælda og eiga margir góðar minn- ingar frá þeim árum. Undirritaður átti því láni að fagna að ferðast mik- ið með þeim bræðrum vegna aksturs og var þá oft glatt á hjalla. Einar byggði og rak um árabil bifreiða- verkstæðið Holt sem staðsett var af miklu hugviti á gatnamótum Stykk- ishólms og Ólafsvíkurvegar og kom lipurð og miklir hæfileikar Einars mörgum vegfaranda vel, enda vegir misgóðir á þeim árum. A yngri árum vann Einar mikið á jarðýtum bæði við ræktun og snjó- mokstur og voru þá oft kaldar og erf- iðar ferðir um Kerlingarskarð í vond- um veðrum enda seinfarið á slíkum farartækjum en þóttu mikil tæki á móti gömlu góðu handverkfærunum. Seinustu árin í Holti snéri Einar sér meira að bílamálningu en varð að hætta vinnu vegna heilsubrests og fluttu þau hjón í Borgames fyrir fá- um árum. Einar var hugsjóna- og hug\dtsmaður mikill. Byggði og reisti vindrafstöð í Holti sem framleiddi ein 12 Kw og var það alfarið hans hugvit og smíð. Margs er að minnast úr æsku þó ekki sé talið hér en minning lifir um síkátan, hlátui-mildan dreng með brandara tilbúna á vörum. Brynju, börnum og fjölskyldum, Erlendi og fjölskyldu sendum við hjónin innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Einars Hall- dórssonar. Karl Ásgrímsson. • Fleiri niinningargreiniir um Einar Halldórsson bíða birtingar og munu birtasí í blaðinu næstu daga. JÓHANN FRÍMANN PÉTURSSON + Jóhann Frím- ann Pétursson fæddist á Lækjar- bakka á Skaga- strönd 2. febrúar 1918. Hann lést á Héraðssjúkrahús- inu á Blönduósi 13. janúar 1999. For- eldrar hans voru Marta Guðmunds- dóttir, f. 1885, d. 1957, og Pétur Ja- kop Stefánsson, f. 1878, d. 1962. Þau bjuggu á Lækjar- bakka. Systkini Jó- hanns eru: 1) Sigurbjörg, hálf- systir samfeðra, f. 1906, d. 1993, lengi búsett á Sauðárkróki. 2) Guðmunda, f. 1914, búsett á Akureyri. 3) Margrét, f. 1915, búsett í Reykjavík. 4) Elísabet, f. 1919, búsett í Reykjavík. 5) Ingibjörg, f. 1921, búsett á Blönduósi. 6) Ófeigur, f. 1928, búsettur í Garðabæ. Hinn 31. des. 1942 kvæntist Jóhann Sigríði Fanný Ásgeirs- Elsku pabbi minn, þá er kallið komið. Eg hringdi í þig aðeins tveimur dögum áður og allt virtist eins og það hefur verið sl. ár. Þú vildir ræða málin og spurðir um fjölskylduna og aflabrögð eins og alltaf áður. Við svona tímamót koma upp í huga manns ýmis atvik sem við rifjuðum stundum upp þeg- ar ég kom til þín á Sjúkrahúsið á Blönduósi. A þessum árum á Skagaströnd þegar ég var að alast upp var tals- vert gert þaðan út. Þú varst mikið að beita á þeim bátum og síðan var farið á net í Húnaflóann. Ég man alltaf eftir því þegar ég fékk að fara með þér í netaróður með Aðal- björginni, þá bara polli, og skip; stjóri var þá Þórhallur Árnason. í þessum róðri var sjóveikin alveg að fara með mig. Ég man alltaf að þér leið illa að sjá mig kveljast og þú hélst utan um mig aftur í bestykk- inu og reyndir að láta mér líða bet- ur. Þá var mér alltaf minnisstætt hve það var gaman þegar mamma vai’ að biðja mann að fara með kaff- ið til þín í skúrinn. Þið voruð svo skemmtilegir kallarnir sem voruð að beita. Það varst þú, Benni Olafs, Þorbjörn á Flankastöðum og Bjarni Lofts, Sigurður Guðmons- son o.fl. góðir menn. Það voru mörg gullkomin sem fuku þá í skúrnum og mikið hlegið. Svo stóð maður uppá kassa og beitti meðan þú varst að drekka kaffið og sagðm manni til. Það vai' alltaf nóg að gera hjá þér. Þegar þú komst frá því að beita tók við öll vinnan í kringum kindurnar sem þér þótti svo vænt um. Við reyndum að hjálpa þér með að heyja handa þeim þótt stundum væri maður latur að fara í heyskap í mjög góðu veðri en þér var alltaf eiginlegt að láta okkur strákana gegna þegar þú byrstir þig. Það var alltaf gaman að koma norður þegar við hjónin voru komin með ung börn því þú hafðir svo gaman að sýna þeim kindurnar og allar voi-u þær með nöfnum og komu þegar kallað var á þær. Alltaf man ég þegar þú keyptir Unimoginn eða „múkkann" eins og hann var oftast kallaður. Þetta var framúrstefnubíll á þeim tímum. Bæði hátt undir hann og svo gastu líka slegið með honum túnin o.fl. Svo gat hann líka sturtað á báðar hliðar. Hann fór nánast allt og þú fórst í margar svaðilfarir á honum, sérstaklega þegar þú varst að fara með vistir til Halldórs í Hólma og oft stóð manni ekki á sama. Einu sinni fór ég með þér þangað og það var gaman. Svo var það besta þeg- ar þú fórst að lofa manni að keyra hann áður en ég fékk bflpróf. Ykkur mömmu var báðum annt um að við stunduðum íþróttir og þið dóttur frá Höfða- hóium, f. 14. febrú- ar 1914. Bþrn þeirra eru: 1) Ása, f. 24. júní 1943, bú- sett á Skagaströnd, á tvo syni og tvö ömmubörn. 2) Pét- ur Steinar, f. 6. nóvember _ 1947, búsettur í Ólafsvík, kona hans Guðrún Víglundsdóttir og eiga þau fjögur börn og fjögur barnabörn. 3) Giss- ur Rafn, f. 31. október 1948, búsettur í Reykjavík, kona hans Gyða Þórðardóttir eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. 4) Gylfí Njáll, f. 4. mars 1953, bú- settur í Reykjavík, kona hans Guðrún Hákonardóttir, þau eiga tvo syni, Gylfí átti son fyrir hjónaband. Jóhann verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju í dag, og hefst afhöfnin klukkan 14. fylgdust vel með en aðstaðan var ekki uppá það besta á þeim tíma. Mikill sigur var unninn þegar þið gátuð sannfært Pétur afa um að leyfa það að sandgryfja yrði gerð í túnið heima og þá fór „árangurinn" líka að koma í Ijós. Við bræðurnir þrír höfðum gam- an af að tuskast og oft var hart barist á Lækjarbakka. Þú hafðir oft gaman af því en mamma síður. Þegar við vorum uppi og mikil há- vaði fylgdi þá bentir þú okkur svo lítið bar á að fara niður og klára lot- urnar þar. Að lokum stóð einn af okkur uppi sem sigurvegari og kannski hafði eitthvað brotnað í lát- unum. Þú hafðir alltaf gaman af því að dansa og varst vinsæll dansherra í gömlu dönsunum. Þá voru aðal böll- in á sjómannadaginn og þorrablót- unum. Þá var líf og fjör á Skaga- strönd. Á sjómannadaginn voru tvö böll, annað í Skátabragganum og hitt í gamla bragganum á Hólanesi. Ég hafði gaman af að sjá ykkur dansa og einu sinni elti ég ykkur á eitt ballið þá smá polli bara til að horfa á. Þá eru alltaf minnisstæð öll ára- mótin þegar Oli norski kom yfír til okkar á gamlárskvöld. Þá dróst þú upp flotta vindla og fínasta sherryið og það var skálað fyrir nýja árinu. Það kom alltaf svo góður ilmur í Lækjarbakkann á eftir en annars varst þú hvorki fyrir vín né tóbak að jafnaði. Eg man alltaf þegar þú varst að vinna fyrir Búnaðarsambandið og stjórnaðir vinnuflokki sem tók að sér að reisa bæði hlöður og gripa- hús fyrir bændur í sveitinni og dróst steypuhrærivél á „múkkan- um“. Það var unnið alla vikuna fram á kvöld og komið heim seint á laugardegi og þá var það eftir sem þurfti gera fyrir heimilið. Þegar uppbygging atvinnulífsins hófst aftur á Skagaströnd í kring- um 1970 kom það í þinn hlut að sjá um löndun úr skipunum og síðar togurunum þegar þeir komu en þeir voru í eigu Skagstrendings hf. Þá var mikið að gera hjá þér. Það var undravert hve þér gekk vel að fá góða menn til að vinna þessa vinnu og sömu mennirnir unnu hjá þér ár eftir ár. Þetta var aðeins vinna fýrir duglega menn. Aldrei var töf á löndunum þó að báðir tog- ararnir væru inni. Á þessum tíma varðst þú einnig verkstjóri hjá Höfðahreppi. Það var einmitt daginn eftir eina löndunina í maí 1992 að þú veiktist illa og um tíma lást þú á Sjúkrahús- inu á Akureyri illa haldinn og eftir það á Héraðshælinu á Blönduósi. Þar sem mamma var einnig komin á Blönduós sást þú fram á að þú þyrftir að selja Lækjarbakkann. Það hefur vafalaust ekki verið þér léttbært að gera þér grein fyrir því að þú kæmir ekki heim aftur. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka starfsfólki Héraðshælisins á Blönduósi innilega fyrir þá frábæra umönnun sem bæði þú og mamma hafið fengið þar. Það er ómetan- legt. Þú hafðir alltaf gaman af að fá til þín fólk í heimsókn. Þó þú værir í hjólastól komst þú á ættarmótin sem haldin vora. Þú hafðir gaman af því að taka í hendur á fólki og fá gott faðmlag og klapp á vangann og ræða liðnar stundir. Elsku pabbi minn. Nú er komið að leiðarlokum. Það væri hægt að setja á blað mörg fleiri minnisstæð atvik en það geram við saman seinna. Þinn sonur Pétur Steinar. Með þökk ég kveð þig, kæri pabbi minn. Eg kann víst ekki að skrifa um feril þinn. En allt það góða er þú kenndir mér mun ávallt sýna réttamyndafþér. Nú færðu hvíld og hvfldin sú er góð, þó hverfi spor sem vitna um langa slóð. Nú sveipast blessun sál og andi þinn og sofðu í friði elsku pabbi minn. (R.K.) Elsku pabbi minn. Eins og segir í ljóðinu, ætla ég ekki að skrifa um feril þinn, en mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Mikið er ég ánægð yfir að þú gast komið á Skagaströndina þína um jólin og séð öll skipin þín við bryggjuna. Útgerðin og sjórinn áttu hug þinn. Þú varst nú búinn að starfa lengi hjá Skagastrendingi' hf., frá stofnun félagsins að ég held og þangað til þú veiktist í maí 1992. Þú varst duglegur í veikindum þín- um. Alltaf fannst þér gaman að fá heimsóknir, sérstaklega langafa- börnin þín. Eins ef barnabörnin hringdu í þig, sem var nú alltof sjaldan. Ég vil þakka starfsfólki og læknum á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi fyrir góða umönnun í gegnum árin. Eg flyt þér kveðju frá mömmu, hún þakkar fyrir árin ykkar saman. Og eins frá Árnari Jóhanni, sem er úti á sjó, og fékk ekki að koma í land til að vera við útfórina þína. Elsku pabbi, þakka þér fyrir öll árin, alla bfltúrana okkar og bara allt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Þín Ása. Ég fluttist inn á heimili ömmu og afa með móður minni og bróður þegar ég var tveggja ára gamall og gekk afi mér því nánast í fóðurstað. Eg á margar góðar og skemmtileg- ar minningar tengdar afa mínum. Hann var ráðagóður og gaf af sér mikinn kærleik. Hann þóttist geta verið fastur fyrir en þegar langafa- börnin komu og heimtuðu nammi þá var hann óðar kominn hálfur of- an í skúffuna sína að hlýða þeim. Það er með miklum söknuði sem við fjölskyldan kveðjum þennan mann. Elsku afi, nú ertu kominn á staðinn sem þú varst farinn að bíða eftir og við vitum að núna líður þér betur. Jón Arnarsson og íjölskylda. Elsku afi minn. Mig langar til að minnast þín í örfáum orðum. Það var alltaf svo gaman að koma norð- ur á Skagaströnd til þín og ömmu. Ég hafði svo gaman af því að fara með þér í fjárhúsin og skoða kind- urnar. Svo fórstu með mig út á tún til að fylgjast með þeim þar. Þú varst svo duglegur að hugsa um kindurnar þínar og þú hafðir líka alltaf svo mikið að gera í öðram störfum þínum. Þú vildir alltaf lána mér gamla hjólið sem þú áttir þegar ég gat ekki tekið mitt með norður og svo var líka svo gott að hjóla fyrir utan hjá ykkur ömmu. Þú hafðir gaman af því þegar ég, stelpan, fór að beita í haust. Þú vannst svo mikið við það þegar þú varst yngii. Ég fann að þér þótti vænt um það þegar ég heimsótti þig á Sjúkrahúsið á Blönduósi þó að ég vildi hafa gert það miklu oftar. Ég veit að þér líður betur núna, elsku afi minn, og ég vil að lokum þakka þér fyrir allar góðar stundir sem við áttum saman. Marta Sigríður. Vinur minn, Jóhann á Lækjar- bakka, líkt og svo margt af þessu eldra fólki sem ég þekkti sem barn, er látinn. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar ég hitti Jó- hann í fyrsta skipti. Það var að vori til, ég hef verið svona fjögurra til fimm ára gömul og ég var á leiðinni inn eftir í búðina með henni ömmu minni. Á leiðinni stoppuðum við hjá Lækjarbakka til að horfa á lömbin sem þar vora og amma fór að tala við manninn sem átti þarna heima. Þegar mér var farið að leiðast og vildi fara að fara gaf hann sig á tal við mig. Ekki man ég nú um hvað hann spurði í fyrstu en að lokum spurði hann mig hvort ég vildi sjá lamb. Ég móðgaðist, ég sjá lamb, ég hafði sko oft séð lömb, ég hafði sko meira að segja séð þau fæðast. En hann sagði að þetta væri alveg sérstakt lamb og ég yrði að sjá það. Ég féllst á það og hann sótti lamb- ið. Hvorki fyrr né síðar hef ég séð svo hvítt lamb með svo ljósa snoppu. Ég man svo vel eftir Jó- hanni í vorsólinni með lambið í fanginu og húfuna á höfðinu. Þetta er sú minning sem lýsir honum vel, því hann var eins góður og lambið var hvítt. Eftir þetta var ég tíður gestur á Lækjarbakka hjá þeim hjónunum. Ég „týndist" eitt vorið, ég átti að vera í pössun hjá konunni í næsta húsi, en sonur hennar og strákarnir í hverfinu vildu ekki leyfa mér að vera með í fótbolta svo að ég fór. Án þess að láta vita af mér fór ég út á Lækjarbakka til Jóhanns. Þar var smávandamál, eitt af lömbunum var veikt og við því var ekkert annað að gera en fara með það til dýralæknis. Við settum það í kassa inn í bfl og brunuðum af stað inn á Blönduós. Á meðan kom mamma heim úr vinn- unni og ætlaði að sækja mig, en þar var engin ég. Nú varð uppi fótur og fit, en móðir mín vissi hvar mig var að finna á vorin og hringdi á Lækj- arbakka. Við Jóhann fengum okkur pylsu og kók á leiðinni heim með lambið, enda komið fram yfir há- degi þegar við voram búin hjá dýra- lækninum. Þegar Jóhann hætti með kindur hélt ég ferðum mínum út á Lækjarbakka áfram. Þá sagði hann mér sögur af gömlu dögunum og við fóram í gönguferðir saman. Dag einn, vorið eftir að hann hætti með kindurnar, voram við inni í eldhúsi eftir að hafa fengið okkur kaffi. Þá spurði hann mig hvort ég gæti þag- að yfir leyndarmáli. Ég þóttist geta það. Þá fór hann með mig niður í kjallara og lánaði mér gömul stígvél og svo fórum við út í skúr. I endan- um á skúmum vora baggar og ég fór að hlæja og spurði af hverju hann væri með þessa bagga, hann ætti engar kindur lengur. Hann brosti við og tók nokkra bagga frá og við mér blasti svört kind með tvö hvít lömb. Ég fór aftur að hlæja og spurði hann hvort hann væri að fela hana fyrir Siggu, konunni sinni. Hann sagði að svo væri. Minningarnar um góðan vin og góðan mann hrannast upp en þetta verð ég að láta nægja að sinni. Um leið og ég votta fjölskyldu hans samúð mína þakka ég fyrir að hafa þekkt granna manninn með afahúf- una, pylsuna og kókið, brúna yfir kynslóðabilið og síðast en ekki síst allar stundirnar sem við áttum saman og minningar sem af þeim hlutust. Blessuð sé minning Jó- hanns á Lækjarbakka. Hildur Inga Rúnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.