Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Þegar lífið elt- ir okkur uppi ÞAÐ KOMA þær stundir hjá okkur flest- um að okkur langar til að hlaupa frá öllu sam- an. Flytja upp í sveit, ganga í klaustur, flýja upp á fjöll og koma aldrei aftur, flytja til Astralíu, taka okkur árshlé og sigla umhverf- is hnöttinn eða bara detta í það og muna ekkert hvert við fórum fyrr en visareikningur- inn kemur. Sumir láta til skarar skríða, láta jafnvel gamla drauma rætast, aðrir halda áfram að láta sig dreyma. Það er þó eitt sem ég er alltaf að reka mig á aftur og aftur. Það er ein manneskja sem virðist elta mig hvert sem ég fer. Ég sjálf. Lífið eltir okkur uppi Flest höfum við okkar „flóttaleið- ^ ir“ frá erli dagsins - hvort sem þær teljast hollar eða óhollar - leiðir sem okkur finnst að haf! reynst okkur vel og gefið okkur að minnsta kosti tíma- bundna hvíld og innblástur til að halda áfram að lifa. En svo tekur alltaf „lífíð“ við, og öll orkan virðist fara í að halda sér á floti og láta allt ganga upp og við hættum fjótlega aftur að njóta þess sem við erum að gera og forum að þjóta milli staða og verkefna. En er víst að þetta sé „lífið“ sjálft? » Þegar allt siglir í strand Ég las nýlega bók sem heitir „When things fall apart“ sem mætti þýða; „Þegar allt siglir í strand", eða „Þegar allt fer í vaskinn"! Og hún fjallar um það hvernig við getum leyft erfiðu stundunum í lífi okkar að lifa með okkur í stað þess að vera alltaf að reyna að komast fram hjá þeim, reyna að gleyma sorgum okkar og erfiðleikum. Töfrar andartaksins Okkur er innrætt að vera alltaf jákvæð og „standa okkur“. Samfé- lagið býður upp á ótal möguleika til að gera okkur glaðan dag og láta okkur líða vel. En hvað ef okkur líð- f \ BIODROGA jurtasnyrtivörur ur ekki vel? Getum við leyft okkur að vera bara sorgmædd eða reið eða misheppnuð eða einmana og finna það? Það getur verið óþægilegt en samt er enn óþægilegra til lengdar að reyna að finna það ekki. Um leið og við hættum að streitast á móti opnast nýjar dyr inn í heima óendanlegrar dýptar tilfinninga og nýrra möguleika á að njóta. Ef við getum leyft okk- ur að finna og fara í gegn um það sem er óþægilegt þá hefur það ekki lengur vald yfir okkur og við getum raun- verulega notið þess þegar okkur líður vel. Við sjáum töfrana í líðandi stundu eins og börnin. Líföndun - að lifa andartakið Þarna kemur líföndun inn í. Hvað er það? Líföndun er eins konar spegill á lífið sjálft og þau viðhorf Líföndun Það er þó eitt sem ég er alltaf að reka mig á aftur og aftur, segir Guðrún Arnalds. Það er ein manneskja sem virðist elta mig hvert --------------3>-------- sem ég fer. Eg sjálf. sem við höfum til lífsins. Það hvem- ig við öndum segir mikið um okkur. Sumir anda mjög lítið og grunnt og láta líka fara lítið fyrir sér og láta alla aðra sitja fyrir. Aðrir eiga erfitt með að anda inn og eiga líka erfitt með að taka á móti ást og véra elskaðir. Enn aðrir anda grunnt og taka síðan andvörp inn á milli eins og einhver ógrátin sorg hvíli á hjartanu. Öll eigum við það sameig- inlegt að anda of lítið og njóta þar af leiðandi ekki andartaksins til fulls. Byrjendanámskeið í karate að hefjast. Upplýsingar í síma 551 4003 www.itn.is/thorshamar Guðrún Arnalds r- sœtir sófar* HÚSGAGNALAGERINN • Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475 * Líföndun Að anda er að lifa Guðrún Arnalds verður með helgarnámskeið í líföndun 30. og 31. janúar Hvernig væri að byrja nýtt ár með því að fylla þig af orku? Losa um það gamla og búa til pláss fyrir meiri gleði og kærleika? Líföndun hjálpar við að ná djúpri slökun, takti við okkur sjálf og er um leið góð leið til að kynnast okkur sjálfum. Guðrún Arnalds, símar 551 8439 oq 896 2396. Sjá grein I blaðinu „Lífið eltir okkur alltaf uppi“. Við notum öndunina til að halda aft- ur af lífinu - við höldum niðri í okk- ur andanum þegar lífið verður of mikið fyrir okkur - hvort sem það er of mikil gleði eða sorg. Á sama hátt getum við nálgast bældar til- finningar í gegn um öndunina. Hvernig nálgast ég líföndun? Lífóndun er afar einföld öndunar- tækni sem allir geta lært og nýtt sér. Best er að hafa reyndan lífönd- unarkennara við hlið sér, sérstak- lega fyrst og til að fá sem mest út úr líföndun er gott að fara á námskeið og eða fara reglulega í einkatíma. Einn tími í líföndun er líka heilmikil upplifun fyrir þá sem finnst gaman að kynnast nýjum víddum í sjálfum sér. Leið til að létta á farangrinum Líföndun er ein fljótvirkasta leið sem ég þekki til að losa um tilfinn- ingar og gömul mynstur sem við er- um búin að bera innra með okkur lengi og eru að hamla okkur í lífinu. Við getum náð mjög djúpu slök- unarástandi - margir segjast aldrei hafa slakað jafn vel á eins og eftir lífóndun. Hún hjálpar okkur að finna fyrir okkur sjálfum og lífinu og því sem er að bærast innra með okkur. Við lærum að kynnast sjálf- um okkur í gegn um líföndun og varnarmynstrin sem við notum í líf- inu verða skýrari. Líföndun getur hjálpað okkur að vera hreinskilin við okkur sjálf svo við getum betur tekið ábyrgð á tilfinningum okkar í stað þess að varpa þeim á aðra. Svörin þurfa ekki að vera flókin Ég vil ekki gefa þá mynd að líföndun sé einhver stórisannleikur, svarið við ölium okkar spumingum. Svörin búa innra með okkur sjálf- um, við vitum það allt. Við viljum stundum festast í því að reyna að bæta okkur, gera betur, gera meira, eignast meira og í öllu því vill gleymast að njóta ferðarinnar og útsýnisins. Líföndun er aðstoðar- tæki sem undir góðri leiðsögn getur hjálpað okkur að njóta lífsferðalags- ins og létta á farangrinum sem við erum að burðast með. Ótjáðar tilfinningar lita samskipti okkar Við erum flest með í grunninn einhvers konar ótta sem litar öll okkar samskipti við annað fólk, sér- staklega náin samskipti. Þetta get- ur t.d. verið ótti við höfnun eða ótti við nánd. Þótt við séum ekki sjálf í tengslum við tilflnningar okkar geta aðrir í kring um okkur skynjað þær meðvitað eða ómeðvitað. Böm em sérstaklega opin fyrir ótjáðum til- finningum, drekka þær í sig og gera sér enga grein fyrir hvort þetta em þeirra eigin tilfmningar eða ann- arra. Þannig getum við borið fram á fullorðinsár, tilfínningar foreldra okkar og eigum erfitt með að sund- urgreina þær frá okkar eigin tilfinn- ingum. Því meira sem við gerum af því að finna tilfmningar okkar og verða meðvitaðri um mynstrin okk- ar, þeim mun auðveldari og heil- brigðari verða öll samskipti og við fömm oftar að fmna fyrir gleði og kærleika sem er okkar eðlilega gmnnástand. Lífíð bíður ekki Við erum oft í lítilli tengingu við hvað það er sem veitir okkur gleði. Hvað er það sem nærir okkur og fyllir okkur af lífsþrótti og löngun til að skapa og prófa nýja hluti? Við getum verið svo bundin af því hvað okkur ætti að finnast skemmtilegt og endum oft á að skapa okkur líf sem lítur bara vel út utan frá en veitir okkur enga gleði eða fyllingu. Líföndun hefur reynst mér vel sem leið til að hrista upp í mér þegar ég tapa áttum, losa um það sem stopp- ar innra með mér og verður að vöðvabólgu eða líkamlegum sárs- auka ef ég veiti því ekki athygli og til að læra að njóta þess að anda og vera til. Greinarhöfundur starfar sem nudd- ari, hómópati og leiðbeinandi í hTóndun og Iwldur reglulega ndm- skeið f liföndun. Oryggis- og ríkislöggæsla LOGGÆSLAN sér um að lögum og reglum sé framfylgt í landinu í samræmi við fyrirmæli dóms- og lögregluyfir- valda. AUgóð sátt virðist vera í þjóðfélaginu um framkvæmd og verklag löggæslunnar og að hún nái í meginatriðum fram settum markmiðum lög- regluyfirvalda. Vissulega mætti bæta skipuiag og ýmsa verkþætti lögregl- unnai-, einkanlega er lýt> m’ að stærri rannsóknar- verkefnum s.s. meintu fjármálamisferli, fíkni- efnamálum o.fl. En eru einhver önnur rannsókn- arverkefni utan þessai-a hefðbundnu verksviða löggæslunnar sem liggja utangarðs og engir hérlendfr rann- sóknaraðilar sinna, sem séu í reynd miklu umfangsmeiri og geta valdið ómældum skaða fyrfr land og þjóð? Á því leikur enginn vafi og afbrotin taka til alþjóðlegra afbrota og glæpa. Einn af veigamestu þáttum hvers ríkis er að tryggja sem best öryggis- mál sín með her- og öryggissveitum og öflugum rannsóknardeildum. Með gerð vamarsamningsins við Banda- ríkin 8. maí 1951 var þeim ótímabund- ið falið að sjá um vamarmál þjóðar- innar í samvinnu við önnur NATO- ríki. Sú ákvöðran Islendinga á sínum tíma og síðan kalda stríðsins að tryggja þannig öryggi þjóðarinnar og styrkja vamarmátt NATO gegn út- þenslu og yffrgangi Varsjárbanda- lagsins var skynsamleg og ábyrg ákvörðun stjómvalda og hefur í tím- ans rás reynst þjóðinni vel, einnig á fjárhags- og viðskiptalegum gmnd- velli. Hins vegar er það persónuleg skoðun mín, að við hefðum átt fyrir áratugum að endurskoða vamar- samninginn við Bandaríkin til að ná fram aukinni hlutdeild, ábyrgð og áhrifum á rekstri vamarstöðvarinnar. íslendingar gætu hæglega annast all- ar þær starfsgreinar á vamarsvæð- inu, sem ekki krefjast beinnar hern- aðarlegrar sérþekldngar þar á meðal veigamikilla þátta öryggisgæslu. Slík breyting hefði það í fór með sér að ekki væri þörf á nema fámennu liði herfræðimenntaðra manna. Hemað- arlega myndi staða vamarstöðvarinn- ar eftir sem áður geta fullnægt vam- arhlutverki sínu innan NATO vegna fullkomnari viðvömnar- og fjar- skiptatækni. Fjárhagslega ætti að vera hægt að semja við önnur NATO- ríki um að greiða þann kosnað sem breytingin hefði í fór með sér, enda að langstærstum hluta rekin í þágu þeirra. Sjálfsagt er að gera þetta í tímasettum áfóngum m.a. til að að- laga byggðarlögin á Reykjanesi að breyttri skipan m.a. er lýtur að at- vinnumálum. Vegna hemaðarlegs vægis okkar innan NATO verða Is- lendingar að gera sér fulla grein fyrir þeirri staðreynd að vamarliðið verð- ur hér áfram, nema við taki af okkar hálfu varnarkerfi, sem önnur NATO- ríki telja fullnægjandi. Við höfum að mestu í blindni treyst Bandaríkjamönnum fyrir þessu vamarhlutverki í hartnær hálfa öld enda hernaðarþekking ís- lendinga afar lítil. Samskipti risans í vestri og eyþjóðarinnar hafa verið í megindráttum góð, enda hefur þjóðin notið þess bæði á sviði vamar- og ör- yggismála, viðskipta- og fjármála. Stór þáttur og einn sá veigamesti í hernaði hverrar þjóðar er vel skipu- lögð og virk löggæsla með víðtækt rannsóknarsvið. Á tímum kalda stríðsins, þegar umsvif sendiráðs Sovétmanna og annarra austan- tjaldsríkja vom hvað mest hér á landi, kom það í hlut bandarísku leyniþjónustunnar að hafa eftirlit á þeim vettvangi. Nú em breyttir tím- ar a.m.k.í bili, en hlutverk varnar- stöðvarinnar er ennþá mikilvægt fyr- ir þjóðina og önnur NATO-ríki. Er ekki tímabært yfir okkur sem full- valda ríki að koma á fót sérhæfðri ör- yggis- og ríkislöggæslu, næg eru verkefnin þótt ekki sé verið að kfjást einungis við hemaðarleg málefni. Það á að vera metnað- ur hverrar þjóðar að reka vel skipulagða rík- islöggæslu sem tryggir sem best öryggismál hennar í viðskiptum við aðrar þjóðir og ekki síð- ur að vera í stakk búin að fylgjast vel með ólög- mætum viðskipaháttum við erlend fyrirtæki, ein- staklinga og meint af- skipti stjómsýslunnar. Er ástæða til að ætla að við íslendingar séum eitthvað heiðarlegri í viðskiptum og stjórn- sýsluaðgerðum en aðrai- þjóðir? Það held ég ekki. Erlend samskipti þjóð- arinnar við umheiminn em sífellt að verða umfangsmeiri og flóknari, m.a. vegna aukinna viðskipta og fjárfest- inga erlendis. Eru t.d. ekki nánast öll flutningaskip skipafélaganna og hluti af fiskiskipaflotanum skráð undir hentifáum úti um víða veröld og hvað ætli mörg hundruð íslendingar, ein- Öryggismál Einn af veigamestu þáttum hvers ríkis, segir Krisiján Péturs- son, er að tryggja sem best öryggismál sín með her- og öryggis- sveitum og rannsóknar- deildum. staklingar og fyrirtæki, eigi eða njóti fyrirgreiðslu erlendis hjá svonefnd- um „offshore" gervifyrirtækjum, til að leyna starí'semi og umsvifum sín- um til komast hjá lögboðnu eftirliti. Þá era einnig uppi grunsemdir hér- lendis um mútur manna á millum, einkanlega í viðskiptum við erlenda aðila sem má ætla að tengist beint eða óbeint opinberri fyrirgreiðslu. Afstaða manna til mála sem virðast ganga gegn hagsmunum þjóðarinnar hafa orðið til þess að ýta undir gmn- semdir af þessu tagi. Svo miklir fjár- munir geta verið í húfi (hundrað milj.) í formi mútugreiðslna og óeðli- iega hárrar „viðskiptavildar“ sem fæstir myndu hafa siðferðislegan styrk að hafna ef undankomuleiðir væra taldar ömggar. Hér er um að ræða umfang og eðli mála sem hæg- lega geta stórskaðað veigamikla við- skiptahagsmuni og jafnvel varðað sjálfstæði þjóðarinnar. I dag er engum aðila innan lög- gæslunnar né annarra þátta stjórn- sýslunnar ætlað að fara með rann- sóknir af þessu tagi, enda hefur eng- inn hlotið þá þjáflun og sérfræði- kunnáttu á þessu sviði sem til þarf. Því er löngu tímabært að hér verði stofnuð öryggis- og ríkislöggæsla með víðtækt og vel skilgreint verk- svið, sem geti tekið á þessum málum. Það er mikið ábyrgðarleysi og reynd- ar ekki sæmandi fullvalda ríki að meintir afbrotamenn sigli lygnan sjó í skjóli þess að engin löggæsla í land- inu er þess megnug að taka á þessum málum. íslendingar era ekki lengur afskipt eyþjóð frá umheiminum held- ur hluti af samfélagi þjóðanna og verða því að axla þá ábyrgð sem því fylgir. Sú nafngilft sem ég hef valið þess- ari rannsóknarstofnun þ.e. öryggis- og ríkislöggæsla byggist m.a. á því að löggæsla er samheiti fyrir hinar ýmsu deildir lögreglu, tollgæsu, land- helgisgæslu og útlendingaeftirlits. Stofnunin lúti sömu lögmálum um sjálfstæði og dómstólar landsins og gerðar séu strangar kröfur um hæfni og siðferðisstyrk yfírmanna hennar. Höfundur er fv. deildarstjóri. Kristján Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.