Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 „The Imperial War Museuma, í London koma enda var sýningin afar vel upp sett, fjölbreytt og aðgengileg. Stríðsminj asafni heimsveldisins, sem bar heitið „Tíska fímmta áratugarins skoðaði sýninguna og þótti mikið til og nýja útlitið“. Bergijót Ingólfsdóttir Tíska fímm áratugarin og nyja útliltj Fyrir nokkru var sett upp sýning í n NÝJA útlitið, tíska Dior árið 1947. C1 KONUR með 0 gasgrímur. E| BORINN litur á “ fótleggi í sokka- leysinu. K] KVIKMYNDA- “ STJARNAN Lauren Bacall gerir við sokka. n FRÆGAR kvik- myndastjörnur í glæsilegum kjólum. Frá vinstri: Norma Shearer, Joan Crawford og Rosalind Russel. ISÝNINGARGLUGGUM var fatnaður frá fímmta áratugn- um, möppur lágu á borðum með miklum upplýsingum, á veggjum voru auglýsingar frá fyrr- nefndum árurn og á skjá var hægt að fylgjast með miklu og fræðandi efni. Víða var komið íyrir myndum af frægum breskum og bandarísk- um kvikmyndastjörnum í glæsileg- um fatnaði og leikin var tónlist frá stríðsárunum. London var mikil tískuborg á ár- unum eftir fyrri heimsstyrjöldina og þaðan fluttur fatnaður og tísku- vörur út um allan heim. Bretar voru þekktir fyrir falleg og vönduð herraföt, þeir höfðu afbragðs klæð- skerum á að skipa og vefnaður þeirra stóð á gömlum merg. Kvendragtir úr ullar-“tweed“ voru í miklum metum og eftirsóttar víða um lönd. Leðurvörur, skór, belti, hanskar og kventöskur þóttu í há- um gæðaflokki. Snyrtivörur, ilm- vötn og undirfatnaður voru einnig útflutningsvara, þannig mætti lengi telja. Þegar stríðið hófst Síðari heimsstyrjöldin hófst haustið 1939, eins og alkunna er, Bretar tóku að vígbúast og fram- leiðslan beindist fljótt að stríðs- rekstrinum. Eins og gefur að skilja breyttist daglegt líf lands- manna, þeir voru brátt hvattir til að spara á öllum sviðum og kaupa ekki nema það allra nauðsynleg- asta. Loftárásir Þjóðverja á London hófust árið 1940 og höfðu miklar hörmungar í fór með sér. Heilu hverfín voru sprengd í loft upp, jafnt íbúðarbyggð sem fyrirtæki, á áðurnefndri sýningu var t.d. stór mynd af verslun John Lewis við Oxfordstræti þar sem bókstaflega vantaði framhlið hússins eftir loft- árás. Sú verslun var endurbyggð og er ekki að efa að margir kaup- glaðir Islendingar hafa komið þar við á ferðum sínum. Bresk kvennablöð breyttu fljótt um svip, fatasnið urðu snöggtum efnisminni en verið hafði og kven- yfirhafnir fengu hermannlegt yfir- bragð með stórum axlapúðum, pils- in slétt og hnésíð. A þessum tíma voru ungar brúð- ir hvattar til að gifta sig í venjuleg- um fötum í stað þess að koma sér upp brúðarkjólum úr mörgum metrum af efni. Margar verslanir höfðu aðeins opið á meðan dagsbirtu naut, raf- magn mátti ekki nota nema til þess allra nauðsynlegasta. Víða var afar lítið úrval af vörum og fljótt varð hörgull á snyrtivörum, sokkum og flestu því sem konur klæddust. Oft mynduðust langar biðraðir við verslanir þegar fréttist af vöru- sendingu. Skömmtun og nýtni Árið 1941 var tekin upp skömmt- un á fatnaði í Bretlandi og úthlutað 66 miðum á mann á ári. Til þess að kaupa kvenkápu þurfti t.d. 14 miða, skammturinn var minnkaður niður i 40 miða árið 1943. Sagt var að stjómin hafi haft nokkrar áhyggjur af þessari skömmtun, taldi að kon- um kynni að svíða það sárt að geta ekki verið sómasamlega til fara of- an á annað andstreymi. Saumavélar, handsnúnar eða fótstignar, voru víða til á heimilum. í kvennablöðum og bæklingum, sem dagblöðin gáfu út, vom leið- beiningar um fatasaum. Þar vom einnig auglýst kvöldnámskeið í saumaskap og ein og ein verslun bauð upp á sýnikennslu í fata- saumi. Það er ekki hægt annað en dást að þrautseigju Breta á þessum ár- um, eins og glöggt kom fram í máli og myndum á sýningunni. Saumað var upp úr gömlu, pijónles rakið upp til endumota, hveitipokar, gömul gluggatjöld og rúmteppi lit- uð og saumaðar úr þeim flíkur. Allt var nýtt til fullnustu og hugvitið með ólíkindum. Það era mikil sann- indi í þeim orðum „að neyðin kenni naktri konu að spinna". Konum féll það afar illa að geta ekki keypt silkisokka til að nota við kjól. A þeim ámm þótti ekki við hæfi að konur væra berleggjaðar, en það var til krem (,,make“) sem borið var á fótleggina til að fá sokkalit. Þegar það var ekki lengur fáanlegt var notast við hvaðeina sem gaf lit, s.s. sósulit, kakó og skóáburð, til þess að draga línu eft- ir fætinum aftanverðum svo liti út eins og saumur á sokk. Snyrtivörar hurfu smám saman úr verslunum, sagt var frá konu einni sem aðeins komst yfir tvo varaliti öll stríðsárin. Þegar hreinsikrem og handáburður feng- ust ekki lengur var júgursmyrsl notað í staðinn. Lengi var hægt að kaupa ilmvatn ef komið var með umbúðirnar. Ýmislegt var fáanlegt á svörtum markaði, á margíoldu verði, sem ekki var á allra færi að leggja út fyrir. A fimmta áratugnum þóttu kon- ur ekki vel til fara ef þær vora ekki með hatt á höfði. Þegar flóki („filt'j og annað hattaefni varð ófáanlegt gripu konur til sinna ráða, þær bjuggu til túrbana úr gömlum flík- um, saumuðu hettur og hekluðu og prjónuðu allskonar höfuðfót. Það þótti ekki við hæfi að konur færa án höfuðfats til kirkju. For- seti breska verslunarráðsins fékk erkibiskupinn af Kantaraborg til að lýsa því yfir opinberlega, að ekkert væri athugavert við að sækja messu án þess að vera með hatt á höfði. En verslunarráðið kom víðar við sögu, það tók þátt í auglýsing- um ríkisstjórnarinnar á stríðsár- unum, þar sem landsmenn voru hvattir til ráðdeildar. Mörgum þessum auglýsingum var komið fyrir á veggjum sýningarsala fyrrnefnds safns, með tilheyrandi myndum. Ein hljóðaði t.d. svo: „Make Do And Mend“ (þ.e. farið vel með og gerið við), önnur benti á að varast skyldi að mölur kæm- ist í fötin og enn önnur sýndi hvernig gera skyldi við, bæta og venda flíkum. Bresk tískublöð héldu þó áfram að koma út á stríðsárunum og þar vora oft myndir af glæsilegum fatnaði, sem aðeins var framleidd- ur til útflutnings, einkum til Bandaríkjanna, þaðan sem dýr- mætir dollarar fengust fyrir. En þar var einnig bryddað upp á ýmsu sem kom sér vel heima fyrir, þar var t.d. bent á hvaða varalitur færi vel við mismunandi einkennis- búninga kvenna í hemum og sömu- leiðis hvernig konur gætu haldið smekklega á gasgrímum sem þær þurftu að hafa með sér hvert sem þær fóra. Tímarnir vora sannarlega breyttir. Dior og „nýja útlitið" Stríðinu lauk í maí árið 1945 og hafði haft ómældar hörmungar í för með sér. Langur tími leið þar til líf Evrópubúa færðist í fyrra horf, skortur var á nauðsynjum og margt skammtað næstu árin á eft- ir. Bretar og Frakkar höfðu flutt út fatnað í stóram stíl fyrir stríð og var mikið í mun að sú atvinnugrein kæmist á skrið á ný. En það stóð á fataefnunum, vefjariðnaðurinn hafði ekki undan. Því kom það eins og þrama úr heiðskíra lofti árið 1947, þegar franski hönnuðurinn Christian Di- or kynnti „New Look“ - „nýja út- litið“, eins og byltingarkennd tískulína hans var nefnd einu nafni. Eftir þeirri tísku þurfti margfalt meira efni í hverja flík en tíðkast hafði alla öldina. Pilsin vora víð og síð, í þau fóru margir metrar af efni. Aðrar breytingar voru þær helstar að lögð var áhersla á hið kvenlega, flíkurnar vora með ávöl- un öxlum og aðskornar í mittið. Bretar og Bandaríkjamenn vora stórhneykslaðir á þessu bruðli með fataefni en máttu sín lítils, „New Look“ sló í gegn og var hvarvetna vel tekið eftir skömmtun stríðsár- anna. Nýja tískan barst til íslands, það er ekki að efa að margar Reykja- víkurdætur, sem þá vora á milli tektar og tvítugs, muna vel þegar þær sáu fyrstu stúlkuna í „New Look“ fatnaði svífa hér um götur og torg. Sú er þetta ritar og vinkonumar muna, eins og gerst hefði í gær, hvar þær vora staddar þegar sú sjón blasti við - enda annað eins aldrei sést!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.