Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 33 NÝSKÖPUNARVERÐLAUN FORSETA ÍSLANDS Morgunblaðið/Óskar Andri Soffía Guðný Guðmundsdóttir Jón Jónsson Morgunblaðið/Halldór Útsalan er byrjuð í Metró - Skeifunni best er að koma strax til að ná í toppvöru - hræódýrt (ekki segja neinum) Farandsýningin Handritin heima Laufey Guðmundsdóttir og Soffía Guðný Guðmundsdóttir unnu að uppsetningu farandsýningar á vegum Stofnunar Arna Magnússonar sem ætlað er að kynna grunnskólanem- um á landsbyggðinni handritin heima. Leiðbeinandi Soffíu og Laufeyjar sem nú dvelur í Þýskalandi var Sigurgeir Steins- son. Soffía Guðný Guðmundsdóttir segir aðdragandann að verkefninu skýrslu sem Andri Snær Magnason og Sverrir Jakobsson hafi unnið fyi'ir Stofnun Ai-na Magnússonar, „Menningararfui'inn í nútímanum", en þar hafí m.a. verið stungið upp á ofangreindri leið. „Sigurgeir sótti um styrk til Nýsköpunarsjóðs, fékk, og bauð okkur Laufeyju að taka þátt í verkefninu. Við erum báðar í íslenskunámi, hún er búin með sitt BA- verkefni og ég er að klára mitt. Hún er líka búin með kennslufræði en ég er í því námi núna. Við erum því með svipaða menntun og höfum unnið saman áður. Svoleiðis kom það tO að við þóttum henta í verkið.“ Soffía segir farandsýninguna samanstanda af tólf flötum með ljósmyndum og upplýsingum um handritin, auk fylgi- hluta. „Við röðum flötunum saman tveimur og tveimur þannig að þetta eru sex einingar. Öðrum megin segjum við frá upphafi ritunar, bókmenntasögu og svona hefðbundari hlutum; hinum megin fjöllum við um handverk og skrifara, spássíukrot og myndlist. Svo fylgir þessu „handraðinn" sem er kassi með áþreifanlegum hlutum sem tengjast handritun- um; skinn, fjöðurstafur, litasteinar og eitthvað fleira svo krakkarnir geti fengið að þreifa á einhverju. Svo unnum við einnig kennaraefni. Að sögn Soffíu er verkið rétt hafíð. „Við fengum að vinna tvo fleka núna, lögðum allai- meginlínur, ákváðum skipulagið og röksemdir og hugmyndafræði að baki sýningunni. Við vonumst til að fá áframhaldandi styrk til að halda áfram með verkefnið í sumar.“ Fræðileg handbók um menningartengda ferðaþjónustu Verkefni Valdimars Tr. Hafstein og Aka Guðna Karlsson- ar snerist um að semja aðgengilega handbók um samtvinnun ferðaþjónustu og menningai'. Ekki náðist í tvímenningana þar sem þeir eru við nám erlendis, Áki á Ítalíu við nám í sam- skiptafræði (hjá Umberto Eco) en Valdimar leggur stund á þjóðfræði við háskólann í Berkeley í Kaliforníu. Þess í stað var rætt við leiðbeinanda verksins, Jón Jónsson. „Verkefnið varð til í samræðum okkar Valdimars Tr. Haf- steins á síðasta vetri. Þá vorum við að ræða fram og aftur um menningarferðaþjónustu og fræðin og hvað hún gæti lagt til málanna til að hún gæti gert ferðaþjónustu að blómlegri at- vinnugrein. í framhaldi sóttum við um styrk til Nýsköpunar- sjóðsins, ég sem umsjónarmaður og hann sem nemandi. Áki bættist svo í hópinn síðar. Nýsköpunarsjóðm- styrkti verk- efnið um tvo menn á mánuði en mótframlag Sögusmiðjunnar sem stóð að verkefninu og er fyrirtækið mitt, bætti við þrem- ur mánuðum og þannig kom Áki inn í spilið. Verkefnið var einnig styrkt af Atvinnu- og ferðamálasjóði Reykjavíkur- borgar. Verkefnið var unnið í sumar og í haust og tók um 5 mán- uði. Þetta er fyrsta skrefið en Handbókin sjálf sem á að verða afurð þessa verkefnis í framtíðinni, það er reiknað með að hún verði ekki gefín út fyrr en árið 2000. Þetta er býsna mikil vinna.“ Jón segir tvímenningana vel að viðurkenningunni komna. „Þeir unnu gríðarlega mikið starf síðasta sumar og og komust jrfir miklu meira en ég hafði búist við. Það stóð t.d. ekki til að þeir færu í skrifín sjálf heldur einungis í heimilda- leitina og -söfnunina og síðan að gera tillögu að beinagrind og nefna það helsta sem yrði að taka fyrir í svona bók. Það eru komnar 50 síður af texta í viðbót við það sem stóð til að gera.“ Tæknifræðingar framtíðarinnar finna heildarlausnir... En fyrst hittast þeir á kynningarfundi á íslandi Kynningarfundir um tæknifræðinám í Sonderborg í Danmörku Hugsaðu um sjálfa(n) þig og framtiðina og fáðu upplýsingar um tæknifræðinám í Ingenipr- hojskole Syd. • íslenskur tæknifræðinemi viðskólann veitirþér upplýsingar um námið. n Komdu og ræddu við íslend- | ing sem lærði í Sonderborg ' og vinnur nú á íslandi. • Allir velkomnir. Nánari tíma- setning fyrir fundina í skól- unum fást í viðkomandi skóla. Tæknifræði Utflutningui • Sameinar tungumál, viðskipta/markaðsfræði og tækni Tæknifræði Rekstur Sameinar viðskiptafræði, stjómun og tækni Tæknifræði Hönnun/þróun jKafmagnstæknifræði (veikstraumur) ÍRafmagnstæknifræði (hugbúnaður) Véltæknifræði Tæknitríeði Mastersnám tölvutækni, rafeinda og eðlisfræði, it á dönsku "Mekatrónik" Grundtvigs Allé 150 Handelshojskole Syd - Ingeniorhojskole Syd er hluti af Syddansk Universitet, 6400 Sonderborg, Danmark ásamt Odense Universitet og Sydjysk Universitetcenter Sími. +45 79 32 16 00 Kynningarfundir verða á eftirtöldum stöðum; Iðnskólaiuun í Reykjavik; þriðjud. 26. jau Tækniskóla íslands: Miðvikud. 27. jan Borgarholtsskóla: Fimmtud. 28. jan Hótel Sögu: Fimmtud. 28. jan kl. 20 •Námsbærinn Sonderborg býður upp á fjölbreytta möguleika á menningu og annarri afþreyingu • Kollegiernes Kontor (Skrifstofa Stúdentagarðanna) aðstoðar við öflun húsnæðis • í Sonderborg eru búsettir íslend- ingar, sem eru við nám og störf og á þeirra vegum er starfrækt íslendingafélag •þér er velkomið að hringja í Brynju Georgsdóttur formann íslendingafélagsins í síma +45 74 43 56 65 • Lítið á heimasíðu fslendingafé- lagsins http://www.hhs.dk H? INGENI0RH0JSKOLE SYD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.