Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 60
?60 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 MARGRÉT - ÞORGEIRSDÓTTIR + Margrét Þor- geirsdóttir fæddist að Ytra- Nýpi í Vopnafirði, 18. janúar 1903. Hún andaðist á heimili sínu 10. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Jónsdóttir og Þorgeir Þorsteins- son. Hún var fimmta í röð átta systkina sem eru öll á lífi. Þau eru Þorsteinn á Ytra-Nýpi, Jón í Skógum, Sigríður á Ytra-Nýpi, Gróa í Reykjavík, Jósep á Vopnafirði, Guðlaug á Höfn og Kristín Karólína í Reykjavík, auk fóstursysturinn- ar Kristínar Sveinsdóttur á Akureyri. Margrét ólst upp á Ytra-Nýpi og lauk, auk hefð- bundinnar skólagöngu heima í Vopnafirði, prófi frá Húsmæðra- skólanum á Löngumýri í Skaga- firði vorið 1954. Margrét giftist eftir- lifandi manni sínum, Halldóri Bjömssyni frá Svínabökkum, árið 1957. Þau bjuggu á Svínabökk- um til ársins 1959 er þau fluttu í nýbýli sitt Engihlíð. Böm Margrétar em fimm: Þorgeir, bú- settur á Djúpavogi, kvæntur Guðbjörgu Leifsdóttur, Jóna Kristín, búsett á Vopnafirði, gift Gunnari Smára Guðmundssyni, Bjöm, búsettur í Danmörku, kvæntur Else Möller, Ólafía Sig- ríður, búsett í Reykjavík, gift Þorsteini Kröyer, og Gauti, bú- settur í Vopnafirði, kvæntur Halldóru Andrésdóttur. Utför Margrétar fer fram frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku mamma. Því verður ekki með orðum lýst -Vivað það er erfitt að sitja hér og skrifa kveðjuorð til þín, þín sem við elskum svo óendanlega mikið. Þín sem alltaf hefur verið til staðar íyrir okkur. En ert nú farin, svo óvænt og svo allt of fljótt. Það er svo sárt og erfitt að trúa því að við fáum ekki að hafa þig lengur hér hjá okkur og þú, elsku mamma, sem elskaðir lífið, fegurð- ina, blómin og sveitina þína en um- fram allt fjölskylduna þína og gafst svo mörgum styrk og trú á hið góða, fáir ekki að vera hér lengur. Þú varst alltaf að vinna að ein- hverju, allt lék í höndum þínum, það var alveg sama hvort það voru hin daglegu störf í sveitinni, mjólka kýrnar, hugsa um minkana, hey- skapur, hjálpa til við að slá upp fyr- ir fjósinu þegar það var í byggingu, múra, mála, töfra fram veislumáltíð- ir með engum fyrirvara, sauma fin föt eða öll handavinnan sem þú komst í verk, og þessi handavinna er svo sérstök fyrir það að þú gerðir hana oftast ekki eftir neinum snið- um eða uppskriftum, þú sást kannski einhvern hlut og bjóst svo til þín eigin snið til að fara eftir eða þá þú fékkst bara hugmynd og framkvæmdir hana. Allt var þetta ^ svo undur vel gert, þú varst aldrei ánægð fyrr en hluturinn var orðinn eins og þú vildir hafa hann, sama þótt það þyrfti að rekja upp og byrja upp á nýtt. Þú eyddir aldrei nokkurri stund til ónýtis en áttir samt, þrátt fyrir þína óendanlegu vinnusemi, alltaf nægan tíma fyrir okkur og alla þá sem leituðu til þín og þurftu á þér að halda. Þú áttir svo hlýjan faðm og góð ráð. Það er mikið ríkidæmi að hafa átt svo ynd- islega móður og góðan vin. Þú hlúð- ir af þínum einstaka kærleik og natni að öllu lífi, sama hvort það var mannfólkið, dýrin eða gróðurinn. Hvað þú hafðir mikla ánægju af því að sá blómafræjum og sjá þau vaxa og verða að blómum, það var ekki kastað til þess höndunum. Þú varst svo innilega hamingju- söm þegar þú fékkst gróðurhúsið þitt. Þar áttir þú óteljandi ham- ingjustundir með grænmetinu, blómunum og runnunum þínum sem þú hafðir komið til sjálf. Þar gastu verið að dunda langt fram á nótt. Svo þegar þú varst komin inn og ætlaðir að fara að sofa hélstu áfram í huganum með það sem þú varst að gera eða fórst að hanna í huganum einhvem nýjan hlut til að gera seinna, því oft sagðir þú við okkur: „Þegar ég ætlaði að fara að sofa þá sá ég hvernig best var að gera þetta.“ Og hvað þú varst glöð þegar þú fékkst garðinn þinn við húsið. Þar fór enginn afleggjari eða afklippa til spillis, engu var hent, öllu komið til lífs, og ef ekki var pláss í þínum garði eða vina þinna voru þessar plöntur settar meðfram veginum, skurðunum eða jafnvel farið með þær upp í fjall. Þessi óendanlega ást á lífinu og fegurðinni lýsir þér svo vel. Þótt heimili ykkar pabba væri ekki stórt í fermetrum talið var þar alltaf pláss fyrir gesti, jafnvel nokkrar fjölskyldur í einu sem dvöldu um lengri eða skemmri tíma. Þar sannast að þar sem er hjarta- rúm, þar er alltaf pláss. Þú varst mikil félagsvera og vildir helst alltaf hafa marga í kringum þig og hafðir gaman af að ferðast. Seinni árin hafið þið pabbi verið dugleg að ferð- ast og eignast marga góða vini í ferðalögum ykkar. En fyrst og fremst varstu alltaf með hugann heima við búskapinn og fjölskyld- una því þú barst hag okkar fjöl- skyldunnar svo mjög fyrir brjósti, + Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýjug við andlát og út- för ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, FJÓLU RAGNHILDAR HÓLM SVEINSDÓTTUR, y Bárustíg 4, Sauðárkrókí. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans og til kvennanna í Ljósheimum. Guð blessi ykkur öll. Gísli Gunnarsson, Sigríður Gfsladóttir, Björn Ottósson, Sveinn Gíslason, Jónína Þorvaldsdóttir, Pálmey Gísladóttir, Rúnar Ingólfsson, Haraldur Gíslason, barnabörn og aðrir aðstandendur. MINNINGAR varst vakin og sofin yfir velferð okkar. Þú máttir ekkert aumt sjá og vildir alltaf hjálpa ef einhver átti í erfiðleikum. Svona varst þú, hjálp- söm, ástrík og yndisleg. Alltaf stóðst þú eins og klettur við hliðina á pabba, sama hvort við- fangsefnið var stórt eða lítið. Við biðjum algóðan guð að gefa þér styrk, elsku pabbi, og leiða þig í gegnum þessa miklu sorg. Elsku mamma, hér sitjum við systurnar með sorg í hjarta og skilj- um ekki af hverju þú varst svo fljótt frá okkur tekin og af hverju þú sem áttir svo margt ógert og varst svo hraust og hress og kát fékkst ekki að vera lengur hér hjá okkur, en minningarnar um þig eigum við og varðveitum í hjörtum okkar, þær munu ylja okkur um ókomin ár. Því þar er af nógu að taka, minningar um þig ástríka, yndislega móðir okkar sem öllum vildir vel og öllum gerðir gott. Við biðjum algóðan guð að styrkja okkur öll sem eigum um sárt að binda. Ó, vina kær, eg sáran sakna þín, en samt eg veit að ávallt hjá mér skín þín minning fdgur, göfug, hrein og góð, sem gimsteinn lögð í minninganna sjóð. (Margrét Jónsdóttir.) Elsku mamma, þú lifir í hjörtum okkar. Þínar dætur, Jóna Kristín og Olafía Sigríður. Elsku amma, nú ert þú farin frá okkur. Sá tími sem við fengum að verja með þér var góður tími en bara svo stuttur. Þú hafðir ekki lif- að tvo aldai-þriðjunga þegar þú varst kölluð frá okkur svo alltof fljótt. Það er stundum sagt að fólk yfirgefi þessa jarðvist þegar það hefur lokið þeim verkefnum sem því eru ætluð. Kannski er þetta rétt því amma var svo sannarlega búin að ljúka verkum sem margir komast ekki yfir á langri ævi. Hún var allaf að, ýmist við vinnu að heimilisstörf- um og búskap eða þá að sinna fjöl- skyldu og vinum sem hún var alltaf boðin og búin til að aðstoða. Hún hlúði að mönnum og dýrum, ekki var henni síst lagið að hjálpa ánum sínum að bera. Engri manneskju höfum við kynnst með jafn stórt hjarta og ömmu okkar og eru hjálpsemi, ósér- hlífni, dugnaður og umfram allt hlýja þau orð sem fyrst koma upp í hugann þegar litið er til baka til þess tíma sem hennar naut við. Amma gat gert hreint ótrúleg- ustu hluti. Með lagni, útsjónarsemi og einstakri þolinmæði tókst henni margt sem aðrir höfðu orðið frá að hverfa en samt var hún svo hógvær um eigin afrek. Það var með ólík- indum hvað hún gerði með stóru höndunum sínum. Hún bjó til fín- gerð listaverk af ýmsu tagi og saumaði frá fjósasloppum til brúð- arkjóla. Ofá jólafötin var amma bú- in að sauma á okkur og ef vantaði sokka eða vettlinga átti amma alltaf par. Þó að aldursmunur okkar væri nokkur fundum við ekki fyrir hon- um vegna þess hve skilningsrík og ung í anda amma ætíð var. Það voru góðar stundir sem við fengum að njóta í návist ömmu og var margt skemmtilegt brallað enda alltaf stutt í brosið hennar. Oftar en ekki bakaði hún lummur handa okkur, lummur sem voru engu öðru líkar. Ekki síst viljum við minnast allra skemmtilegu spilastundanna, því þótt amma hefði ætíð margt á sinni könnu átti hún alltaf stund til að spila við okkur. Hjá ömmu mynduð- ust margar af okkar bestu minning- um og hún hlúði vel að okkur, hverju á sinn hátt, líkt og blómun- um sem hún ræktaði af svo mikilli ástúð og með auga fyrir þörfum hvers og eins. Það eru einmitt blómin sem okk- ur finnst lýsa verkum ömmu okkar best. Það var hugsað um hverja plöntu af þeirri alúð og natni sem einkenndi öll hennar verk, hvort sem það var innan heimilis eða ut- an. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. An þín er tóm sem ekki verður fyllt. Guð veri með þér í blómagarðinum þar sem þú ert núna. Egill, Kári, Halldóra, Kristín, Jóna, Einar, Margrét, Bergþór og Þorsteinn. Elskulega amma mín, hvemig get ég horft fram á við þegar þú stendur mér ekki lengur við hlið? Djúpt sár hefur myndast í hjarta mitt og eftir standa ljúfar minningar sem halda utan um mig í sorginni eins og inni- legt faðmlag þitt gerði svo oft. Margs er að minnast um hana ömmu mína sem allt gat og allt gerði með bros á vör, það var sama hvaða verk um ræddi, hún leysti það á óaðfinnanlegan hátt með töfrahöndunum sínum. Ein af mín- um fyrstu minningum er frá því þegar ég sem smástelpa gisti uppi í sveit hjá þér og afa, og þú kenndir mér bænir sem enn þann dag í dag fylgja mér inní draumalandið. Eg var varla farin að hjala þegar þið mamma höfðuð kennt mér alla barnasöngva sem samdir höfðu ver- ið, og við sungum þá hástöfum hver fyrir aðra. Bænirnar og lögin mun ég kunna um ókomna tíð, og þegar ég sjálf eignast mín börn og barna- börn mun ég kenna þeim á sama hátt söngvana og bænirnar sem þú kenndir mér. Eftir því sem árin liðu urðum við nánari vinkonur og ég gat leitað til þín með allt, hvort sem um ræddi mín dýpstu leyndarmál, eða til að laga rennilásinn á buxunum mínum. Eg mun sakna sárt allra skemmti- legu stundanna sem þú, ég og mamma áttum saman í hlátur- skrampa vegna allrar þeirrar ómældu fyndni sem af vörum okkar spratt. Þær eru ófáar flíkurnar sem þú saumaðir á mig í gegnum tíðina með þinni einstöku Iagni, og þegar ég geng í fótunum rifjast upp minning- ar sem fá mig oft á tíðum til að skella upp úr, því oftar en ekki engdumst við sundur og saman af hlátri í miðju pilsi og sáum ekki út úr augunum fyiár tái'um. Þú mátt vita að ég naut hverrar mínútu og eru þessar stundir mér dýi'mætari en gull, sem ég mun varðveita í hjarta mínu um aldur og ævi. Ég mun sakna þess að fara ekki í spilavist með þér um næstu jól, þess að geta ekki skorið út laufabrauð, bakað kleinur eða vakað yfir ánum með þér. En fyrst og fremst mun ég sakna þess að geta ekki faðmað þig að mér og sagt þér hversu vænt mér þykir um þig og hversu stolt ég er að hafa fengið nafnið þitt í skírn- argjöf. Ég vil þakka góðum guði fyrir þær stundir sem við áttum saman og þær minningar sem eftir þær lifa. Elsku amma mín, ég kveð þig með söknuði og sting fyrir hjarta með bænum sem þú kenndir mér sem bami. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma. Öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku afi minn, kæra fjölskylda, vinir og vandamenn, Guð geymi okkur öll og styrki í sorginni og megi minning ömmu minnar lýsa upp svartasta myrkrið í skammdeg- Ég kynntist Möggu fyrir tæpum tólf ái'um þegar ég kom í Engihlíð í verknám frá Bændaskólanum á Hólum. Eftir þriggja mánaða dvöl höfðu hlutirnir æxlast þannig að ég var orðin tengdadóttir hennar og höfum við því átt samleið síðan í leik og starfi. Ósérhlífnari og duglegri mann- eskju hef ég aldrei haft kynni af. Ef einhvers staðar þurfti aðstoð var Magga alltaf boðin og búin til að rétta hjálparhönd þar sem hennar var þörf. MORGUNBLAÐIÐ Mér er minnisstætt þegar ég hitti Möggu fyrst hvað mér fannst hún hafa stórar hendur. En með þessum höndum gat hún gert alveg ótrúleg- ustu hluti. Fíngert handverkið á þjóðbúningadúkkunum sem hún bjó til var hreint ótrúlegt. Það var alveg sama hvaða handverki Magga snerti á, allt virtist leika í höndun- um á henni og nýtnin og útsjónar- semin var með ólíkindum. Magga var snillingur þegar kom að fata- saumi og saumaði útigalla á barna- börnin jafnt sem dragtir og drag- síða kvöldkjóla sem virtust renna fyrirhafnarlaust frá henni. Ef eitt- hvað þurfti að lagfæra kippti Magga því í liðinn. Þó Magga væri svo mikill lista- maður í höndunum sem verkin hennar vitna um var hún ham- hleypa til vinnu. Ég hef ekki komist í kynni við manneskju sem afkastar jafn miklu^ enda var hún aldrei verklaus. í skinnaverkun vann Magga öll haust á búi sínu utan eitt er hún þurfti að gangast undir stóra aðgerð, en þá þurfti tvo til að taka við hennar starfi, svo iðin var hún. Magga gekk í öll verk, jafnt utan dyra sem innan. Stakk út úr fjár- húsunum, gaf kúm og kindum, mok- aði heyi og hirti bagga á heyskap og svona mætti lengi telja. Hún taldi ekki nokkurt verk eftir sér. Byggingarvinnu vann Magga eins og ekkert væri sjálfsagðara og lagði drjúgan skerf til byggingar fjóss og minkahúsa í Engihlíð, auk þess sem hún lagði ómælda vinnu í byggingu íbúðarhúsanna þriggja sem standa í landi Engihlíðar. Magga vann ötult og óeigingjarnt starf í kvenfélagi sveitarinnar. Hafa þær félagskonur lyft grettistaki í mörgum málum, má þar helst nefna stuðning þeirra við byggingu Sundabúðar, dvalarheimilis aldr- aðra hér. Sumarið 1997 var komið á fót handverkshúsi hér á staðnum. Að því vann Magga ötullega ásamt öðru handverksfólki og átti jafnan drjúgan hluta þess handverks sem þar var á boðstólum. Við Magga höfum unnið mikið saman þessi tólf ár sem ég hef þekkt hana, bæði við vinnu á búinu og önnur störf. Alltaf var hún boðin og búin til að hjálpa mér við eitt og annað sem hún kunni betur en ég. Við áttum okkar sérstöku stundir sem ég hefði ekki viljað fara á mis við, eins og þegar við strekktum dúka saman sem var alveg sérstök stund fyrir okkur báðar og þegar við vöktum yfir fénu á sauðburði var ýmislegt brallað. Kæra Magga, nú ertu farin til annarra og æðri staða, þakka þér fyrir samfylgdina, þú kenndir mér svo margt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Halldóra. Eigi má sköpum renna. Þetta aldna orðtak kom upp í hugann þeg- ar ég fékk þá harmafregn að hún Margrét í Engihlíð hefði orðið bráð- kvödd á heimili sinu. Það mátti með sanni segja að hin dapurlega and- látsfregn hafi bæði verið óvænt og óvægin. Hún Margrét var í einni andrá af heimi horfin, þessi hressa og glaðlynda heiðurskona mikillar hlýju og alúðlegs viðmóts var á vit, hins ókunna gengin svo sviplega. A hugarrann sóttu bjartar minningar um löngu liðnar stundir mikillar og ljúfrar liðveizlu og gjöfullar gest- risni. Þessarar góðu gestrisni þeirra heiðurshjóna, Margrétar og Hall- dórs, fékk ég vel að njóta og ekki aðeins það heldur hins fengsæla fé- lagsskapar þeirra, vermandi vináttu og síðast en ekki sízt tryggrar fylgdar við sameiginlegan málstað, mér ómetanlega alla tíð. A hana bar aldrei skugga og þótt Margrét hefði ekki um þetta mörg orð, þá mátti orðum hennar treysta í hvívetna og vel ígrunduð voru þau eðlilega hjá svo athugulli og greindri konu sem hún var. Síðast í sumar á góðu gleðimóti hitti ég þau hjón, hress og veitul á viðmót gott svo sem alltaf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.