Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Of mikil ást
Marta Nordal, Þórhallur Gunnarsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson
og Eggert Þorleifsson í hlutverkum stnum í Horft frá brúnni.
LEIKLIST
Leikfélag Kcykjavíkur
HORFT FRÁ BRÚNNI
Höfundur: Arthur Miller. íslensk
þýðing: Sigurður Pálsson. Leik-
stjórn: Kristín Jóhannesdóttir. Leik-
arar: Eggert Þorleifsson, Hanna
María Karlsdóttir, Marta Nordal,
Hjalti Rögnvaldsson, Þórhallur
Gunnarsson, Guðmundur Ingi Þor-
valdsson, Ari Matthíasson, Ellert A.
Ingimundarson, Jón J. Hjartarson,
Jóhann G. Jóhannsson, Steindór
Hjörleifsson, Margrét Ólafsdóttir,
Sigursteinn Stefánsson, Þorleifur
Arnarsson, Anna María Einarsdóttir,
Christopher Astridge, Magnús Þor-
steinsson, Geir Magnússon, Gíslina
Petra Þórarinsdóttir, Hrefna Gunn-
arsdóttir, Jóna Sólbjört Ágústsdótt-
ir, Lian Molloy, Linda Hafsteinsdótt-
ir, Sigríður R. Bjarnadóttir og Sóley
Björt Guðmundsdóttir. Leikmynd:
Stígur Steinþórsson. Búningar:
Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing: Ög-
mundur Þór Jóhannesson. Hljóð:
Ólafur Örn Thoroddsen.
Borgarleikhúsið, Stóra sviðið,
22. janúar
LEIKRIT Arthurs Millers,
Horft frá brúnni, er skrifað um
miðjan sjötta áratuginn og fjallar
um ítalska innflytjendur í Banda-
íTkjunum, löglega og ólöglega. A yf-
irborðinu snýst verkið um fóður-
lega ást sem fer úr böndunum og
leiðir mikla óhamingju yfir alla þá
aðila sem málið snertir, en til
grundvallar efnisþræðinum liggja
rótgrónar hugmyndir um heiður,
æru og hefndarskyldu. Slíkar hug-
myndir eru að sjálfsögðu kunnug-
legar úr ítölsk-amerískum bíó-
myndum aldarinnar enda notar
Kristín Jóhannesdóttir sér þá hefð.
En slíkar hugmyndir eiga einnig
miklar samsvaranir með_ þeim hug-
myndum sem við Islendingar
þekkjum úr fornsögunum og því
ætti ekki að vera erfitt fyrir ís-
lenska áhorfendur að tileinka sér
hugmyndaheim verksins. Leikritið
hefur þegar tryggt sér sess sem
„klassíker" innan vestrænna nú-
tímaleikbókmennta og hver ný upp-
færsla á því hlýtur að vera áhuga-
mönnum um leiklist gleðiefni.
Hjónin Eddie (Eggert Þorleifs-
son) og Beatrice (Hanna María
Karlsdóttir) hafa fóstrað Katrínu
(Marta Nordal), systurdóttur Beat-
rice, frá barnsaldri en hún er, þeg-
ar leikurinn gerist, orðin gjafvaxta
mær og tilbúin til að fljúga úr
hreiðrinu. Miklir kærleikar hafa
ríkt á milli fósturfeðginanna og
þegar Eddie sér fram á að „missa“
þennan ástvin sinn og aðdáanda
burt fara tilfinningar hans (sem
hann á bágt með að skilgreina sjálf-
ur) úr böndunum og hann setur
fjötra á stúlkuna sem hún sjálf, og
ekki síst eiginkona hans, eiga erfitt
með að skilja og sætta sig við. Þau
hjónin hýsa tvo ólöglega innflytj-
endur, ítalska bræður, Marco (Þór-
hallur Gunnarsson) og Rodolpho
(Guðmundur Ingi Þorvaldsson), og
þegar Katrín fellir hug til þess síð-
arnefnda, verður fjandinn laus.
Hlutverk Eddies er harmrænt í
öllum grundvallaratriðum. Blind
ástríða hans og örugg hraðferð
hans til glötunar minnir helst á
hetjur goðsagna, Islendingasaga og
jafnvel á sjálfan Bjart í Sumarhús-
um. Það er því nokkur dirfska hjá
leikstjóra að velja i hlutverkið einn
helsta gamanleikara Leikfélags
Reykjavíkur, Eggert Þorleifsson.
En Eggert náði vel utan um hlut-
verkið og sýndi að honum er fleira
lagið en að kitla hláturtaugar
áhorfenda. Góð stígandi var í túlk-
un hans og áberandi góður var
samleikur hans og Hjalta Rögn-
valdssonar, sem var fasmikill og ör-
uggur i hlutverki Alfieri, lögfræð-
ings og eiginlegs sögumanns verks-
ins. Hanna María Karisdóttir sýndi
einnig afbragðsleik í hlutverki Be-
atrice. Hún hafði góða stjórn á
„ítölsku töktunum" sem krydda
framsögn og leik flestra leikara og
hún túlkaði vel örvæntingu hunds-
aðrar eiginkonu sem gerir sér fulla
grein fyrir því sem er að gerast
innra með eiginmanninum en getur
með engu móti stöðvað framrás
harmleiksins.
Marta Nordal er í hlutverki
Katrínar, fósturdóttur Eddies og
Beatrice, og er hér um að ræða
frumraun hennar á sviði Borgar-
leikhússins. Katrín ber
fölskvalausa ást til fóstra síns og
túlkaði Marta tilfinningar hennar
af næmni frá byrjun til enda.
Margt í ræðu Katrínar, þegar hún
lýsir tilfinningum sínum í garð
Eddies, minnti mjög á svipaða
ræðu Astu Sóllilju um fóstra sinn
Bjart. Hún elskar hann sem föður,
lítur upp til hans og vill síst af öllu
særa hann. Marta sýndi vel ráð-
leysi og örvæntingu Katrínar
gagnvart blindu æði Eddies.
Unnusta Katrínar, Rodolpho, leik-
ur Guðmundur Ingi Þorvaldsson,
sem útskrifaðist frá Leiklistar-
skóla Islands síðastliðið vor. Guð-
mundur Ingi var heillandi sem
Rodolpho og hefur LR greinilega
bæst góður liðsauki í leikarahóp
sinn með honum. Eldri bróður
hans, Marco, lék Þórhallur Gunn-
arsson, og ekki hef ég séð hann
gera betur í annan tíma.
Heildaryfirbragð þessarar sýn-
ingar vísar annars vegar í ítalsk-
amerískar bíómyndir og hins vegar
í ítölsku óperuhefðina. Augljósast
er þetta í vel heppnaðri tónlistar-
samsetningu sýningarinnar, en öll
vinna við hljóðsetningu var bæði
vönduð og vel útfærð. Um hljóðið
sér Olafur Örn Thoroddsen. Leik-
mynd Stígs Steinþórssonar er
skemmtilega stílfærð og skipar
Ijósum skrýdd Brooklyn-brúin
stórt hlutverk í sviðsmyndinni.
Búningar Helgu I. Stefánsdóttur
ríma vel við leikmyndina og var
skemmtilegur heildarsvipur á þeim,
t.a.m. í hópatriðinu í lokaþættinum.
Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri
getur verið ánægð með útkomuna:
sýningin var áhrifarík, fór hægt af
stað, en góður stígandi var í fram-
vindunni og áhrifamikið risið í lok-
in. Ný íslensk þýðing Sigurðar
Pálssonar virkaði þjál og fagmann-
lega samin. Þetta er sýning sem all-
ir unnendur klassískrar nútímaleik-
ritunar ættu ekki að láta fram hjá
sér fara
Soffía Auður Birgisdóttir
Hatrið er rammt
KVIKMYMHR
Kcgnboginn
KARAKTER ★★★
Leikstjóri: Mike Van Diem. Handrits-
höfundur: Van Diem, byggt á skáld-
sögu Ferdinands Bordewijk. Kvik-
myndatökustjóri: Rogier Stoffers.
Tónskáld: Laurens Geels. Aðalleik-
endur: Fedja Van Huet, Jan Declair,
Betty Schuurman, Tamar van den
Dop, Hans Kesting. 124 mín.
Ilollensk. 1997.
DÖKK og drungaleg mynd
Hollendingsins Mikes van Diem,
minnir á skáldverk Dickens. Gerist í
Rotterdam á þriðja áratugnum.
Vinnukonan Joba (Betty Schuur-
man), eignast barn með vinnuveit-
anda sínum, Dreverhaven (Jan
Declair), auðugum og harðsvíruðum
stefnuvotti borgaryfirvalda. Vill síð-
an ekkert með hann hafa né af hon-
um að þiggja. Elur Jakob Katadreuf-
fe (Fedja Van Huet), son sinn, upp í
bláfátækt og hatri á föðumum, sem
leggur frekai’ stein í götu hans en
hitt. Drengurinn á vansæla bemsku,
lendir síðan í slæmum viðskiptum og
er gerður gjaldþrota. Þar er faðir
hans að verki. Jakob er klókur strák-
ur, kemst út úr skuldafeninu og fær
vinnu á lögfræðistofu. Hann hyggur
á laganám og til að fjármagna það
fer hann á fund Dreverhavens, sem
lánar honum umsvifalaust nægt fjár-
magn, en drengurinn veit að föður-
myndin er jafnframt að leggja fyrir
hann þraut. Jakobi tekst að ljúka
námi og þá líður að örlagaríku upp-
gjöri feðganna.
Hægfara og döpur mynd þar sem
mikil áhersla er lögð á manngerðirn-
ar, sem vissulega eru með sterkum
einkennum og óvenjulegar, en þó
furðu einlitar. Við fáum litlar útskýr-
ingar á innra manni Jobu og Drever-
havens, og Lomu (Tamar van den
Dop), einu ástinni í lífi piltsins. Mehi
vinna er lögð í að útskýra hvað knýr
áfram hinn einmana en skynsama
Katadreuffe. Þar ræður hatrið ríkj-
um, að endingu spyr maður hvort
það hafi ekki verið hálfgerð guðs-
gjöf, eftir allt saman, manndóms-
prófið sem föðurnefnan lagði á son
sinn.
Jakob Katadreuffe er sem sprott-
inn af síðum Olivers Twist, Davids
Copperfíeld, Great Expecta-
tions ..., Nú er það drungi og alls-
leysi Niðurlanda millistríðsáranna
sem myndar rammann um þetta
raunalega, niðurdrepandi drama,
uns kemur að ljósinu í myrkrinu.
Sem fyrr segir eru foreldramir
grannar en mikilúðlegar persónur,
sem fá trausta meðferð hjá Betty
Schuurman og enn frekar Jan
Declafr, sem hið óíyrirleitna
skítseiði, Dreverhaven, sem virðist
njóta þess eins í lífinu að traðka á
smælingjunum. Jakob er heilsteypt-
ari persóna og túlkun Fedja Van Hu-
et óaðfinnanleg. Þá er ógetið Jans
Maan, vinar og velgjörðarmanns
Katadreuffes á lögmannsstofunni.
Hans Kesting leikur þessa dæmi-
gerðu Diekenspersónu af miklu ör-
yggi. Frásagnarmáti og yfirbragð
Van Diems er yfirhöfuð magnað og
þegar öllu er á botninn hvolft kemur
ekki á óvart að Karaktervann til
Óskarsverðlauna sem besta, erlenda
mynd síðasta árs.
Sæbjörn Valdimarsson
11 ■ 1111 « MTTTTl 1 ■ ITTTI
KVIKMYNDAHÁTÍÐ í
nEYKáAMÍK
15-23 janúar 1999
iii i m 11 niTrrrrnxm
KVIKMYJYPIR
K c g n b « g i n n
KVÖLDMÁLTÍÐ FÁVITANNA -
„LE DINER DE CONS“ ★ ★ %
Leikstjórn og handrit: Francis Veber.
FRANSKA bíómyndin Kvöld-
máltíð fávitanna eða „Le diner de
cons“, sem frumsýnd var á Kvik-
myndahátíð í Reykjavík í gær-
kvöldi, segir af ljótum leik nokk-
urra vina. Þeir halda reglulega
kvöldverðarboð og bjóða í það
þeim sem þeir telja að séu hálf-
gerðir bjánar og skemmta sér ær-
lega við að hlusta á delluna í þeim.
Einn vinanna hefur boðið efnileg-
um bjána heim til sín á undan
kvöldverðarboðinu en kemst svo
ekki í það og situr uppi með hann.
Brátt tekur bjáninn að gera líf
hans að hreinustu martröð.
Höfundur myndarinnar, Francis
Veber, er þekktur franskur farsa- |
höfundur og Kvöldmáltíð fávitanna 1
er enn einn meinleysislegur farsinn
í safn hans. Hann er nokkuð fynd- !i
inn á köflum og ágætlega leikinn og
fléttir ofan af hræsni og sjálfum-
gleði þeirra sem telja sig betri en
aðrir eða langt yfir aðra hafna.
Leikurinn gerist næst allur í einni
leikmynd og því er talsverður sviðs-
bragur á myndinni. Hér er á ferð-
inni skemmtileg frönsk gaman-
mynd sem lítill vandi er að hafa |
gaman af en skilur nákvæmlega
ekkert eftii’ sig.
Arnaldur Indriðason
Litli karlinn grínast
KVIKMYIYDIR
Kegnboginn
LA VITA É BELLA
Leikstjóm: Roberto Begnini. Handrit:
Vincenzo Ceranú og Roberto Begn-
ini. Aðalhlutv: Roberto Begnini,
Nicoletta Braschi, Giorgio Cantarini
og Giustino Durano. Miramax
International 1998.
GUIDO er glaður ungur maður
árið 1939 á Ítalíu fasismans. Hann
fellur fyrir Dom, þau eignast dásam-
lega drenginn Jósúa, en ... því miður
er Guido gyðingur. Þeir feðgamir
em því teknir og settir inn í ljóta lest
á afmælisdag litla drengsins. Til að
hlífa Jósúa við hörmulegum sann-
leikanum, segir Guido að fangavistin
sé leikur, og þeir verði að hlýða ýms-
um reglum til að vinna leikinn.
Það er satt að lífið er dásamlegt
og að Roberto Begnini er það líka.
Hann aðhyllist í öllum sínum mynd-
um þá jákvæðu heimspeki sem hann
toppar í þessari; það er ekkert svo
alvarlegt að ekki megi hlæja að því.
Nú hefur þessi skemmtilegi ítali
skrifað dásamlegt handrit sem geng-
ur fullkomlega upp. Það er ævintýra-
lega rómantískt, fyndið, sorglegt og
allt þar á milli. Það byggir á einni
skemmtilegustu hugmynd síðari ára,
að minu mati. En í fyrsta skipti, þá
hefði ég viljað að hr. Begnini héldi
sig aðeins á mottunni, dempaði grín-
ið í sumum atriðum og sýndi alvöru
sorgartilfmningar þegar þess gerðist
þörf fyrir dramatíkina. Þá hefði
myndin orðið miklu, miklu áhrifa-
rneiri. Hryllingurinn virkar ekki á
mann í þessum látalátum, og skapar
þar með ekki fullkomna andstæðu
fyrir það dásamlega sem hann gerir
fyrir drenginn sinn í útrýmingarbúð-
unum. Þar með verður dásemdin
einnig áhrifaminni. Chaplin var dá-
samlega fyndinn, en myndirnar hans
gátu líka verið átakanlega sorglegar.
Það er bara ekki satt að ekkert sé
svo alvarlegt að ekki megi hlæja að
því.
Ég vona bara að sem flestir verði
ósammála mér og njóti myndarinnar
til hins ýtrasta, því hér kemur mynd
sem allir ættu að geta haft gaman af.
Börn sem fullorðnir.
Hildur Loftsdóttir
Miskunnarlaus
veröld
KVIKMYJYDIR
Háskúlabfó
WELCOME TO THE
DOLLHOUSE
Leikstjórn og handrit:Todd Solondz.
Aðalhlutverk: Heather Matarazzo,
Brendan Sexton jr., Eric Mabius og
Matthew Faber. Artificial Eye 1995.
ÞAÐ er ekki alltaf gaman að vera
ellefu ára eins og hún Dawn fær að
reyna. Sérstaklega ekki þegar mað-
ur er frekar ófríður og ólögulegur,
þegar litla systir manns er lítill og
fallegur ballettengill, þegar maður
er alltaf út undan í skólanum og líka
þegar kemur að ástúð foreldranna.
Já, þetta er grimm veröld.
Þessi mynd snart mig mjög, og
upp rifjuðust ískaldar minningar
tengdar fólki sem var fallegra en ég
á þessum miskunnarlausa aldri,
þegar stelpur sem ekki líkjast
dúkkum eiga sér ekki viðreisnar
von. Mér finnst samt Dawn ótrú-
lega hörð af sér og ég dáðist að
henni fyrir að bugast aldrei.
Kannski gerði ég það ekki heldur,
ég nenni ekki að muna það.
Húmorinn skipar stóran sess í
þessu dúkkuhúsi, hann er svo kald-
hæðinn að það er dásamlegt. Þótt
hláturbylgjurnar hafi ekki liðast yf-
ir salinn, enda ekki grínmynd, þá
var hlegið 1 kampinn allan tímann.
Það er undarlegt, en leikstjórinn
er ekki að halda uppi vörnum íyrir
Dawn eða aðra hallærispúka mynd-
arinnar. Dawn er dásamlega
ósmekkleg, og leikararnir eru
hreinlega valdir í hlutverk vegna
lúðalegs útlits, og svo hlæjum við að
þeim. Og erum þá eins og fólkið sem
okkur er verst við í myndinni.
Todd Solondz er ekki að segja
neitt sérstakt, frekar að sýna okkur
hvernig við erum. Hann gerir það á
raunsæjan hátt, á fyndinn hátt en
um leið er þetta allt mjög sorglegt.
Hildur Loftsdóttir
Franskur farsi