Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 84
y
MORGllNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Haukur Snorrason
Minkur
drepur álft
TVEIR menn urðu vitni að því í
fyrradag þegar minkur stökk upp
á bak álftar á Þingvallavatni og
beit hana á háls. Hann reyndi síð-
an að draga hana upp á ís til að
geta gætt sér á henni. Hvorki Ólaf-
ur Nielsen fuglafræðingur né Karl
Skímisson dýrafræðingur segjast
hafa heyrt þess getið áður að
minkur hafi drepið fullvaxna álft.
■ Stökk upp á bakið/18
Met hjá Báru
og Láru
BÁRA B. Erlingsdóttir, Ösp, setti
heimsmet fatlaðra í 400 metra fjór-
sundi á sundmóti Sundfélags Hafn-
arfjarðar í gærkvöldi, en Bára
keppir í flokki S14. Bára synti á
6.21,82 mínútum og bætti eigið
heimsmet um tæpar 12 sekúndur.
Þá sló Lára Hrund Bjargardóttir,
SH, eigið Islandsmet í 400 m fjór-
sundi ófatlaðra, synti á 4.55,14 mín-
útum, fyrra metið var 5.00,66. Örn
Amarson, SH, og íþróttamaður árs-
ins, náði hins vegar ekki að bæta Is-
. .^landsmetið í 100 m flugsundi eins og
' nann stefndi að, Örn synti á 56,07
sekúndum og var 19/100 úr sekúndu
frá meti Ríkarðs Ríkarðssonar,
Ægi.
■ Heimsmet/Bl
-----»♦♦-----
Hasssmygl
í Eyjum
UNGUR maður var handtekinn í
Vestmannaeyjum síðdegis í gær
1K þegar hann kom á flugvöllinn til að
sækja pakka sem í voru 7 grömm af
hassi.
Grunur hafði vaknað hjá lögreglu
um að fíkniefni væru í sendingunni
sem kom með flugi frá Reykjavík og
var því beðið eftir eiganda hennar.
Maðurinn hefur komið áður við
sögu fíkniefnamála í Vestmannaeyj-
►um. Hann játaði brot sitt og var
sleppt að lokinni yfirheyrslu.
Nýr forstjóri sjúkrahúsanna leggur áherslu á upplýsinga- og þróunarmál
Söfnun upplýsinga verði
samræmd í gagnagrunn
Fjölmargt í starfsmannamálum
þarf að færa til betri vegar
NÝR forstjóri Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur, Magnús Pét-
ursson fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, vill finna
bestu leiðina til að safna með skipulegum og samræmdum hætti upp-
lýsingum í væntanlegan miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði og
telur að hún gæti orðið fyrirmynd íyrir landið allt. Hann segir að
kanna þurfi rekstrarform ákveðinna sviða, til dæmis með tilliti til
einkavæðingar, og nefnir röntgendeild og rannsóknir í því efni.
Morgunblaðið/Kristinn
RAFN og Sveinbjörn í sjúkrabílnum í gærkvöldi.
Sj úkraflutningsmenn
í ljósmóðurhlutverki
Magnús Pétursson kveðst þegar
í stað hafa í hyggju að taka á þrem-
ur málum á báðum stóru sjúkra-
húsunum í Reykjavík, starfs-
mannamálum, upplýsingamálum
og þróunar- og áætlunarstarfi.
Hann segir að fjölmargt í starfs-
mannamálum þui-fi að færa til betri
vegar, meðal annars það hvemig
tekið sé á móti nýju starfsfólki og
það hvatt til starfa.
Samræming
fyrir landið allt
Hann vekur athygli á því að
stofnanirnar séu flóknar og haldið
sé um upplýsingamálin með mis-
munandi hætti. Hann segist ekki
taka afstöðu til hugmynda um mið-
lægan gagnagrunn á heilbrigðis-
sviði, sem Alþingi hefur sett lög
um, en það verði að vera unnt að
setja hann saman, safna upplýsing-
unum með skipulegum og sam-
ræmdum hætti og fleyta þeim
áfram. Það væri sameiginlegt mál
sjúkrahúsanna í Reykjavík og fleiri
aðila.
„Það væri ekkert vit í því að vera
að velja margar leiðir í þessu. Eg
hef þegar talað um þetta við báða
spítala og menn telja að þetta sé
nokkuð sem halda megi utan um
sameiginlega,“ segir Magnús. Tel-
ur hann að svo gæti farið að sú leið,
sem farin yrði á stóru sjúkrahús-
unum í Reykjavík, yrði nokkurs
konar fyrirmynd fyrir landið allt.
Gæti hjálpað til samræmingar.
Hann segir að þetta gæti orðið
fjárfrekt en vildi ekki nefna neinar
tölur.
Viðskiptaform
á röntgendeild?
Þriðja málið sem Magnús leggur
áherslu á er þróun og áætlunar-
starf fyrir starfsemi sjúkrahús-
anna til næstu fimm til tíu ára.
Hann kveðst vilja blása lífi í þróun-
ar- og áætlunardeild, sem áður var
starfandi á Ríkisspítölum.
Magnús kveðst ekki upptekinn
af tali um sameiningu sjúkrahús-
anna tveggja. Húsin verði alltaf
tvö. „En ég er mjög áfram um að
það verði skoðað hvaða starfsemi
er skynsamlegt og hagkvæmt að
flytja undir aðrar reglur í rekstri
þannig að það verði meira sett yfir
á viðskiptaform.“ I því sambandi
nefnir hann röntgenstarfsemi,
enda sé komin samkeppni með
einkastofunni í Domus Medica. Þá
verði rannsóknastarfsemi einnig
athuguð í þessu tilliti.
■ Einkavæðing/42
TVEIR sjúkraflutningsmenn
urðu að bregða sér í ljósmóður-
hlutverk í heimahúsi í gærkvöldi.
Foreldrar sem áttu von á afkom-
anda voru í heimsókn hjá ætt-
ingjum í Hafnarfirði þegar barn-
ið fór að láta á sér kræla.
„Það var hringt í Neyðarlínuna
og beðið um flutning fyrir sæng-
urkonu," segir Rafn Oddsson
sjúkraflutningsmaður, sem kom
á vettvang ásamt Sveinbirni
Bentssyni. „Það eina sem við
vissum var að konan var komin
með verki. Þegar við komum á
staðinn kom tilvonandi faðir
hlaupandi út á móti okkur í öng-
um sínum og sagði að barnið
væri að koma, kollurinn væri
þegar kominn í ljós. Þá var ekki
um annað að ræða en halda
áfram að aðstoða náttúruna við
að koma barninu í heiminn."
Þeir Rafn og Sveinbjörn eru
ekki alveg reynslulausir í þessum
efnum, enda báðir feður, Rafn á
þrjá syni og Sveinbjörn einn. Auk
þess er það liður í þjálfun sjúkra-
flutningsmanna að kunna að taka
á móti börnum.
„Þetta er í annað sinn sem ég
upplifí það að taka á móti barni.
Hitt skiptið var reyndar í sjúkra-
bílnum," segir Rafn, sem starfað
hefur sem sjúkraflutningsmaður
í tólf ár.
Rafn segir að fæðingin hafi
gengið vel fyrir sig. Barnið er
strákur og heilsast bæði honum
og móðurinni vel.
Rafn segir að þegar hafi verið
ákveðið hvert hlutskipti stráksins
verði í lífinu. „Þegar ég rétti föð-
urnum soninn sagði hann: „Hér er
kominn dráttarvélabflsljórinn
minn.“” Þess ber að geta að for-
eldrarnir eru bændafólk austan
úr Breiðdal.