Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 49 UIVIRÆÐAN Rógburður, list og tj áningarfrelsi MIKILL er máttur orðsins. Afl það, sem fylgir hinu talaða og ritaða orði, jafnast á við fossaflið, sem virkja má til almanna- heilla ef vel er á haldið. Tungan getur verið boðberi hinna æðstu sanninda og tjáð dýpstu tilfinningar og skynjanir. Hún er í senn nauðsynlegt tæki í venjubundnum sam- skiptum manna og bit- urt vopn til varnar því, sem þeim er dýrmæt- Páll ast. Sigurðsson En því fylgir mikil ábyrgð að vera talandi og skrif- andi maður. Dæmin sanna, að orð- ið má misnota - til tjóns fyrir aðra menn, stundum óbætanlegs tjóns. Ymsir falla fyrir þeirri freistingu að nýta orðið til hefnda (réttmætr- ar orðhefndar að þeirra eigin mati) en einnig til þess að koma lagi á einhvern samferðamann sinn, sem liggur vel við höggi þá stundina - og láta þá einu gilda þótt hann hafí ekkert sér til sakar unnið. Reynslan sýnir, að sumir valda ekki orðinu, tungunni - þeir um það og gera tillögur til Skipu- lagsstofnunar. Einnig skal hún fylgjast með að aðalskipulag sveit- arfélaganna verði í samræmi við samþykkt svæðaskipulag. Fleiri stórmál sem varða útivi- starfólk eru í deiglunni. Má þar nefna endurskoðun náttúruvernd- arlaga þar sem umferðar- og úti- vistarrétturinn er skilgreindur. Hann þarf að rýmka og færa aftur til fyrra horfs en að honum hefur verið þrengt í náttúruverndarlög- um síðustu áratuga. Verndun óbyggðra svæða á há- lendinu og hvernig aðgangi að þeim og umgengni um þau verður háttað, með tilliti til náttúruverndarsjónar- miða, þarf að ræða og fínna lausn á. Endurskoðun laga um umhverf- ismat kemur væntanlega til kasta vorþingsins. Við það mat þarf að taka meira tillit til sjónarmiða útivi- starfólks og nýrra gilda við nýtingu lands. Jafnframt mati á umhverfis- áhrifum þarf að fara fram hag- kvæmnismat. Ekki eingöngu á framkvæmdinni sjálfri heldur að tekið verði tillit til hagsmuna þeiiTa sem nýta svæðið á annan hátt og reynt að meta það í heild sinni. Samkvæmt því sem að ofan er sagt munu Samtök útivistarfólks sækja fast að við hvers konar fram- kvæmdir á miðhálendinu og öðrum óbyggðum svæðum fari fram vand- að umhverfismat samkvæmt lög- um, þar sem tekið verði fullt tillit til sjónarmiða útivistarfólks. Petta á einnig við um íyrirhugaða Fljóts- dalsvirkjun í Fljótsdal og Villinga- nesvirkjun í Skagafirði, þar sem þegar hefur verið veitt leyfi til framkvæmda. Nauðsynlegt er að þessar virkjann- fari í lögformlegt umhverfismat samkvæmt núgild- andi lögum. Síðan lögin sem heimil- uðu þessar vh’kjanir voru sam- þykkt á Alþingi árið 1981 hefur orð- ið mikil og almenn viðhorfsbreyting til verndunar náttúruverðmæta og verðmæta sem felast í óbyggðum svæðum. I röðum útivistarfólks er gríðarleg andstaða gegn því að náttúruperlum eins og Eyjabökk- um og hluta af Þjórsárverum verði sökkt undir miðlunarlón eins og gert er ráð fyrir við framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun og Norðlinga- öldulón í Þjórsá. Nú þarf að virkja mannshugann og leita annarra leiða. Greinarhöfundur er formaður Sam- laka útivistarfélaga. standa ekki undir ábyrgðinni. Til eru þeir - þótt til undan- tekninga heyri - sem fara um í mannheimi og skilja eftir sig ófagra slóð ályga og annars óhroða. Al- mennum borgurum, sem verða fyrir barð- inu á þessum snápum, er oft um megn að hreinsa upp saurindin eftir þá, en verða þess í stað að treysta því, að grandvarir og dóm- bærir menn kunni að skilja á milli lyga og sannleika - milli góðs og ills. Því miður er það eðli meiðyrða, að þau geta tekið á sig vængi og flogið vítt á meðal manna, enda er mála sannast að löngum verði þeir menn fundnir, er lætur jafnt að henda á lofti og senda áfram ill- mælgi frá öðrum sem það að koma rógi af stað. Með rógburði er unnt að eitra samfélagið og gera ver- öldina óvistlega. Orðið er þó þeim eiginleikum búið, að sé það mis- notað og sent af stað í illum til- gangi, getur það misst marks og kann þess í stað að hitta fyrir meiðandann sjálfan, með því eyð- ingarafli sem öðrum var ætlað. Sumir meiðyrðamenn leitast við að klæða atlögur sínar að æru Þjóðfélagsumræða Allir, segir Páll Sig- urðsson, skyldu gjalda varhug við gróusögum. manna í dulargervi listrænnar tjáningar, færa jafnvel daunill af- sprengi sín í dýrar sjaldhafnarflík- ur. Með því misnota þeir þá hæfi- leika, er þeim kunna að hafa verið léðir, og koma óorði á listina - þá góðu gjöf Skaparans og aflvaka margs þess besta, sem notið verð- ur. Þó mun mála sannast, að mikil- hæfum listamönnum verði sjaldan á að meiða menn, því að hjá þeim fer að jafnaði saman dómgreind, mannvit og smekkvísi ásamt færn- inni og snilldinni. Það eru yfirleitt slakir listamenn einir, sem spilla verkum sínum með þessum hætti, og ótvíræð dæmi í þá veru hafa verið fremur fátíð hérlendis. Að sjálfsögðu reynir hér stundum á takmarkatilvik, m.a. þegar um listrænt skop eða háðsádeilur er að ræða. Þá er það alkunna, að sumir þeir, sem hér eiga hlut að máli, kjósa að bera fyrir sig tjáningar- frelsið, sem er meðal þeirra mann- réttinda, er hæst ber í þjóðfélags- umræðunni nú um stundir. Það er með réttu talið til burðarvirkja þess lýðræðis, sem við búum við og ætlað er að efla almennan vel- farnað borgaranna. En tjáningar- frelsið á sér vitanlega eðlileg og lögmælt takmörk, eins og öllum ætti að vera mætavel kunnugt, því að einkalíf manna og æra eru ekki síður lögvernduð gæði, sem síst má vanvirða í samfélagi, er vill hafa drengskap, réttlæti og sann- girni að leiðarljósi. Tjáningarfrels- ið má aldrei hafa að yfirvarpi einu, misnota það sem dularklæði mein- gerðarmanna. Skaðlegastar verða ærumeið- ingarnar, í máli eða mynd, ef öfl- ugir fjölmiðlar - víðlesin dagblöð, hljóðvarp eða sjónvarp - eru not- aðir til að flytja þær til fjölda manna, jafnvel til meiri hluta þjóðarinnar, á sama tíma. Þá fyrst munar um vængjatökin! Af þess- um sökum er ábyrgð þeirra manna mikil, sem ráða fyrir fjöl- miðlunum. Séu fjölmiðlar misnot- aðir með þessum hætti eiga for- svarsmenn þeirra, með réttu, að bera sömu ábyrgð og upphafs- menn meiðyrðanna. Að lögum verða ætíð fundnir þeir menn, sem ábyrgð bera á birtu efni í fjölmiðlum. Samkvæmt gildandi rétti eru það stundum fremur forsjármenn hlutaðeigandi fjölmiðla en sjálfir höfundar meið- yrðanna, sem verða látnir bera refsi- og bótaábyrgð, einkum þar sem svo háttar til að höfundarnir leitast við að skýla sér á bak við nafnleynd, en stundum einnig endranær. Mun þyngra en lagaákvæðin ein vegur þó hin siðferðislega hlið þessara mála. A þeim vettvangi verður oft ekki gert upp á milli ábyrgðar upphafsmanns illmæla, annars vegar, og flytjanda þeirra eða stjórnenda fjölmiðils hins veg- ar. Skyldi þess þá jafnframt minnst, að siðferðislega ábyrgð geta einstaklingar einir borið en ekki stofnanir eða fyrirtæki! Fullvel er vitað, að stundum hefur meiðandi efni ekki verið birt' af illgirni, þ.e. með þeim beina ásetningi að skaða samborgarana, heldur er fremur um að kenna vangá eða þá skilningsleysi, sljó- leika og fákunnáttu manna, sem betur ættu að vita og geta. Hæfi- leika- og drengskaparmönnum getur einnig orðið á í messunni, en þeir læra þá venjulega af þeim mistökum. Gróft gáleysi í þessum efnum verður þó að sjálfsögðu yf- irleitt ekki réttlætt, þegar haft er mið af þeirri alkunnu staðreynd, hversu háskaleg tæki fjölmiðlarnir' geta verið í höndum manna, sem ekki kunna með að fara. Allir skyldu gjalda varhuga við gróusögum - staðlausum stöfum, slefburði, sem gengur manna á milli. Alkunna er, hversu auðvelt er að koma af stað þess háttar sögu. Til þess þarf ekki nema einn gikk! Síst af öllu mega fjölmiðla- menn skjóta fari undir þann ósóma. Sem betur fer verða þess konar vinnubrögð ekki talin til einkenna á íslenskum fjölmiðlum nú um stundir, þótt stöku slys hafi vissulega orðið. Meðal hérlendra fjölmiðlamanna má sannarlega finna marga eflendur tjáningar-*. frelsis - en um leið verði mann- gildis og menningar - sem gegna lykilhlutverki í samfélagi okkar. I fjölmiðlaheimi grannþjóða okkar, austan hafs og vestan, eru hins vegar auðfundin mörg vítin, er mættu verða íslendingum til varn- aðar. Höfundur er prófessor í lögfræði við Háskóla Islands. Guðný Guðbjörnsdóttir Létt eftirmiðda^sstemmnin^ á Sólon íslandus með frambjóðendum Kvennalistans o$ öðru skemmtilegu fólki í da? kl. 14-17 sæti Kvennalistans í prófkjöri Samfylkinyar í Reykjavík 30. janúar Guðný Guðbjörnsdótiir verður á kosningaskrifstofu Kvennalistans Pósthússtræti 7, 3. hæð virka daga kl. 11-12 og 17-19. Sími 552 6202 og 552 6204. jafnrétti menntun mannsæmandi laun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.