Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ASGRIMUR GUÐMUNDUR BJÖRNSSON + Ásgrímur Guð- muiidur Björns- son vélstjóri fædd- ÚJt á Siglufirði 22. febrúar 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eiríksína Kristbjörg Ás- grímsdóttir frá Hólakoti í Fljótum, f. 11.4. 1898, d. 18.9. 1960, og Björn Zophanías Sigurðs- son frá Vík í Héð- insfirði, f. 14.11. 1892, d. 30.8. 1974. Björn var skipstjóri á skipum frá Siglufirði, in.a. á mb. Hrönn. Ásgrímur átti níu systkini en þau voru: Sigurður, f. 27.5. 1917, d. 12.2. 1944, Ás- björg Una, f. 19.5. 1919, d. 4.9 1972, Halldóra Guðrún, f. 5.7. 1921, Sveinn Pétur, f. 27.6. 1924, d. 18.12. 1998, Þorsteinn Helgi, f. 30.5. 1929, Björn, f. 9.8. 1930, María Stefanía, f. 13.9. 1931, Svava Kristín, f. 10.11. 1932, og Sigríður Bjarn- ey, f. 17.8. 1934. I október 1957 kvæntist Ás- grimur Guðbjörgu Oddnýju Friðriksdóttur, f. 10. apríl 1936. Þau eignuðust þrjú börn saman en þau eru: Björn Zophanías, tæknifræðingur, f. 27.1. 1958, kvæntur Jónínu Sóleyju Ólafsdóttur, f. 9.12. 1960, þau eiga þrjú börn; Eiríksína Kristbjörg, kenn- ari, f. 1.6. 1960, gift Jónasi Jónassyni, f. 28.10. 1956, þau eiga tvær dætur; Stefán, tæknifræð- ingur, f. 9.9. 1961, kvæntur Hr- efnu Hjálmarsdóttur, f. 2.9. 1964, þau eiga einn son, áður átti Hrefna eina dóttur. Ás- grímur átti einn son áður en hann kvæntist, Sigurð, raf- virkja, f. 3.12. 1951, kvæntur Ingibjörgu Ósk Þorvaldsdóttur, f. 19.12. 1956, þau eiga þrjú börn. Guðbjörg átti áður son, Friðrik Má Jónsson, véltækni- fræðing, f. 31.7. 1955, kvæntur Birnu Guðbjörgu Hauksdóttur, þau eiga þrjú börn. Útför Ásgríms fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ásgrímur Guðmundur Björns- son vélstjóri, mágur minn, er lát- inn. Ég kynntist Ásgi-ími fyrir rúmum 42 árum þegar ég tengdist fjölskyldu hans. Ásgrímur var hagur og prúður í framkomu og sérstaklega orðvar, lagði oftast lít- ið til málanna en var þó fastur fyr- ir, ef svo bar undir og hann gat verið hnittinn í svörum og glettinn. Hann var sérstaklega vandvirkur og snyrtilegur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og vel liðinn af vinnuveitendum og samstarfs- raónnum sínum. Ásgrímur byrjaði á sjó með föður sínum Birni Sig- urðssyni á mb. Hrönn frá Siglu- firði, miklu aflaskipi. Hann var alla tíð stoltur af Hrönninni. Hún var ekki stór miðað við síldveiðiskipin í dag, tók 600 mál. Ásgrímur sagði mér eitt sinn að fyrsta sumarið sem hann var á Hrönninni 1944 hefðu þeir fiskað 12.500 mál og tunnur og megnið af aflanum fór í salt. Hásetahlutur á Hrönn var þá 4.000 kr., með því hæsta á flotan- um það sumar. Þá var ungi sjó- maðurinn stoltur eftir sumarút- haldið og ekki síður var hann stolt- ur af föður sínum, sem var skip- stjórinn. Árið 1945 fór Ásgrímur á vél- stjóranámskeið og vann við vélar alla sína starfsævi eftir það eða yf- ir 50 ár. Hann var á ýmsum skip- um um ævina, aðallega á skipum frá Siglufirði, lengst af á Sigurði SI í 13 ár. Hann hvíldi sig á sjón- um á milli og vann m.a. við lagn- ingu rafstrengsins yfir Skarðið og síðar í Strákagöngunum. Ásgrímur hætti á sjónum fyrir fáum árum og hóf þá störf við vélgæslu hjá Þor- móði ramma á Siglufirði. Ásgn'mur var fimmta barn af tíu systkinum næstur á eftir Sveini Pétri, sem lést á Siglufirði 18. des. sl. Þeir bræður voru þeir einu af systkinunum sem bjuggu alla ævi á Siglufirði. Þeir voru alla tíð mjög samhentir, voru iðulega samskipa og enn ferðbúast þeir með tæplega mánaðar millibili til fyrirheitna landsins. Blessuð sé minning þeirra bræðra. Fyrir um fjórum árum voru þeir bræður, Ásgrímur og Sveinn, ásamt eiginkonum þeirra, heiðrað- ir á sjómannadaginn fyrir vel unn- in störf. Ásgrímur gekk ekki heill til skógar síðustu æviárin. Hann þurfti að gangast undir erfiðar skurðaðgerðir og að lokum sigraði sjúkdómurinn hann. En þrátt fyrir veikindin sýndi hann alla tíð mik- inn styrk og æðruleysi og mér er til efs að við sem þekktum hann höfum alltaf gert okkur grein fyrir því hversu sjúkur hann var. Gugga mín, að lokum viljum við Svava votta þér og börnunum ykk- ar og þeirra fjölskyldum okkar innilegustu samúð. Við vitum að sá minnisvarði, sem góður orðstír reisir, lifir. Hrafnkell Guðjónsson Elsku Ási minn, nú er komið að kveðjustund en þinni lífsbók var lokað 14. janúar sl. Ég hef notið þeirrar gæfu að vera þér samferða síðan ég og Björn sonur þinn rugl- uðum saman reytum okkar fyrir u.þ.b. 18 árum. Margra samveru- stunda höfum við notið í návist þinni og er þitt innlegg í líf okkar og barnabarna þinna ómetanlegt. Þú lagðir ástúð, kærleik, trygg- lyndi og hlýju ofar öllum öðrum dyggðum lífsins en efnishyggja og lífsgæðakapphlaup voru þér lítt að skapi. Ási og Gugga, ekki var ann- að nafnið nefnt án þess að hitt fylgdi með en þið voru alla tíð mjög náin hjón, stóðuð saman í einu og öllu. Sérstaklega hefur Gugga reynst þér vel í veikindum þínum. Ég minnist margra samvera- stunda okkar í eldhúsinu en þar, Ási minn, varst þú mjög liðtækur. Þú bjóst til bestu sósur og kart- öflumús sem við höfum smakkað. Einnig liðsinntir þú mér hvernig best væri að steikja fisk og svo ótal margt annað sem viðkom elda- mennsku. Fastur liður hjá fjölskyldu okkar er að fara á hverju sumri í Héðins- fjörð. I þær ferðir hafið þið hjónin oft fylgt okkur. Þar varst þú öllum hnútum kunnugur enda ættaður þaðan. I Héðinsfirði kenndir þú barnabörnum þínum að umgangast náttúruna af virðingu og varast hætturnar, kenndir þeim að veiða og liðsinntir þeim af yfirvegun og þolinmæði. Oftast vorum við sam- stiga um hvar best væri að leggja netin. Ekkert smakkaðist betur en Héðinsfjarðarbleikjan nýveidd og tilreidd á þinn hátt. Ef eitthvað kom upp á með veiðarfæri eða mótórinn á bátnum varst þú ekki lengi að kippa því í lag enda var þitt ævistarf að vinna við vélar. I kringum Héðinsfjarðarferðirn- ar var bróðir þinn Sveinn alltaf með í ráðum og fylgdist hann vel með veðurspám og veðurhorfum í upphafi ferða og einnig hvernig aflabrögð voru í þessum túrum. Þið bræður voru mjög samrýndir og því var missir þinn mikill þegar Sveinn var skyndilega kallaður á brott úr þessu jarðlífi 18. des. sl. Við huggum okkur við það að Sveinn bróðh- þinn hafi þurft að undirbúa heimkomu þína og nú séuð þið bræður sameinaðir á ný. Barngóður varst þú og hændust öll börn að þér hvort sem voru þín eigin barnaböm eða önnur börn og varst þú því kallaður afi af mörgum börnum. Sérstaklega voru mín systkinabörn hænd að þér og varst þú þeim jafnmikill afi og börnunum mínum. Síðastliðið ár hefur þú, Ási minn, átt við vanheilsu að stríða en aldrei kvartaðir þú. Lífsvilji, þrautseigja og ki’aftur voru þér í blóð borin og þér við hlið hefur Gugga staðið eins og klettur. Sorg og söknuður ríkir á heimili okkar en minningin lifir eins og leiðandi ljós. Elsku Gugga mín, missir þinn er mikill. Við getum einungis beðið Guð að gefa þér styrk á erfiðri stundu. Dætur mínar, Anna Lind og Sunna, vilja kveðja þig, elsku afi, með bæn sem þær fara með á hverju kvöldi: Vertu nú yfir og allt í kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku Ási minn, þetta er mín hinsta kveðja til þín. Guð geymi þig- Þín tengdadóttir, Sóley Ólafsdóttir. Elsku afi, nú er komið að kveðju- stund. Þú hefur reynst mér vel í þessu lífi og kennt mér mikið. Það er fastur liður í mínu lífi að vera á Siglufirði á sumrin. Þá hef ég oft notið góðra samverustunda með þér og ömmu frá því ég man fyrst eftir mér. Ég var ekki nema þriggja ára þegar ég fór fyrst með þér til Héð- insfjarðar og þú reyndir að fá mig til að veiða silung. Þegar ég var sex ára tókst það og þú hjálpaðir mér við að landa fyrsta silungnum. Seinna kenndirðu mér að sigla á móti hvössum vindi á Héðinsfjarð- arvatni. Þar sem ég ber nafn þitt með stolti mun ég ávallt vera hluti af þér. Þinn afadrengur, Ásgrímur G. Björnsson. Það liggur í augum uppi að það hefur verið mikið verk fyrir for- eldra Ásgríms að sjá heimilinu far- borða, en það gerðu þau með sóma. Eiríksína móðir Ásgn'ms var fork- ur til allra verka hvort heldur við síldarsöltun eða á félagsmálasvið- inu. Björn maður hennar var hæg- látur drengskaparmaður, en frá- bærlega farsæll skipstjórnarmað- ur, glöggur og öruggur, mest þeg- ar á reyndi. Ásgrímur ólst upp við að fara snemma að vinna til að létta undir með heimilinu. Ungur fór Ásgrímur að stunda sjó, fyrst með föður sínum en eftir að togaravæðingjn hófst á fimmta áratugnum fór Ásgrímur á togar- ana héðan frá Siglufirði og var sjó- mennskan hans aðallífsstarf. Lengi var Ásgrímur vélstjóri á togurun- um. Eftir að Ásgrímur hætti á sjón- um fór hann að vinna við vélgæslu í landi við frystivélar í gamla íshús- inu við Vetrarbraut og allt þar til að heilsan leyfði ekki meiri vinnu. Þau hjón hafa átt heima hér á Siglufirði öll sín búskaparár, lengst af á Hvanneyrarbraut 55 og hafa -ÁaúdsKom v/ Possvo^ski^kjugafð a w 5ími. 554 0500 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ JÓHANN N. JÓHANNESSON var ákaflega vinsæll maður, fjölskyldan var stór og þau hjónin eignuðust marga vini. Jói var reglumaður á vín en hann var aldrei fanatískur, hélt vinum sínum og stórum frændgarði frábærar veislur sem lengi verða í minnum hafðar. Hann hreykti sér ekki af af- rekum sínum og smá atvik úr afmælisveislu vakti mikla undrun og kátínu þegar Jói reis á fætur og söng ljóð Jónasar Hallgrímssonar „Ég bið að heilsa“. Jói hafði þá gengið til liðs við kór samstarfsfélaga sinna hjá Mjólkursamsölunni, ekki bara æft söng með kórnum heldur orðið ein- tJóhann N. Jó- hannesson fæddist í Reykjavík 31. júlí 1906. Hann lést í Reykjavík 5. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigs- kirkju 14.janúar. Okkur systkinin langar að minnast Jóa frænda nú þegar hann kveður á tíræðisaldri. Jói varð í raun aldrei gamall þó hann væri kannski ekki lengur á besta aldri. Jói var mjög traustur maður, hann gaf af sjálfum sér og þau hjónin bæði - vinum sínum, fjölskyldum beggja og samferðafólki öllu. Jói söngvarinn. Enginn hafði heyrt tal- að um að Jói syngi. En þetta var Jói! Sérstök vinátta var milli for- eldra okkar og Þómýjar og Jóa. Þegar faðir okkar lést snögglega komu þau Jói og Þórný eins og þeirra var von og vísa til þess að að athuga á hvern hátt þau gætu orðið að liði. Ja, það voru náttúrlega fimmtudagskvöldin, þá var ekkert sjónvarp. Og í 12 ár kom Jói og sótti mömmu í hádegisverð og fór með hana heim síðla kvölds. Þetta varð mömmu svo mikilvægur þáttur í til- verunni að byðist henni eitthvað annað á fimmtudegi svaraði hún neei... þá er ég í Blönduhlíðinni. En það voru fleiri í Blönduhlíðinni. Gíslína systir Þórnýjar var veik og dvaldi langdvölum á sjúkrahúsi, sem þá þótti fyrir utan borgina. Ár- um saman, er Jói hafði lokið vinnu sinni á laugardögum, taldi hann ekki eftir sér að ganga góðan spöl til vinar síns og fékk þar lánaðan bíl til þess að sækja systur Þórnýjar og vísast var þá búið að bjóða einhverj- um gestum til þess að stytta Gíslínu stutt börn sín dyggilega við að mennta sig fyrir lífsstarfið. I vinahópi var Ásgrímur hrókur alls fagnaðar. Ég kynntist þeim Ásgrími og Guðbjörgu ekki að ráði fyrr en þau Björn Zóphanías og Sóley dóttir mín giftust og urðu þau kynni á einn veg, þar fór prúð- ur drengskaparmaður sem vildi öll- um vel og hvers manns vanda leysa. Á liðnu sumri var Ásgrímur lengst af á Reykjalundi, en það bar ekki árangur. Á haustdögum kom Ásgn'mur heim til Siglufjarðar og dvaldi á sjúkrahúsinu hér, en um jólin fór hann heim í Hvanneyrar- braut 55 því börn hans flest komu ásamt tengdabörnum og barna- börnum til að halda jólin með þeim hjónum. Tel ég að þegar fram líða stundir muni þessi jól verða gleðigjafi í huga þeirra, sem þarna voru mætt því þetta var gleði fyrir Ásgn'm að geta haldið jólin á sínu eigin heim- ili, því flestir vissu hvert stefndi með heilsufar hans. Sveinn bróðir Ásgríms varð bráðkvaddur 18. des. sl., en þeir bræður voru mjög samrýndir og vinátta góð á milli heimilanna bæði í starfi og leik. Það hafa verið vinir í varpa við vistaskipti Ásgríms til að taka á móti honum fagnandi mót hækkandi sól og vaxandi birtu. Við Ásgrímur vorum saman í Fé- lagi eldri borgara og stunduðum boecía á vegum félagsins veturinn ‘97-98. Síðasta mótið sem við vor- um saman á var Hængsmótið á Akureyri sl. vor. Nú er Ásgríms saknað úr hópnum. Að leiðarlokum eru þér færðar þakkir fyrir samstarfið og bornar fram fyrirbænir til þín með vista- skiptin. Megi herra ljóssins leiða þig og leiðbeina á Ijóssins landi. Til eiginkonu þinnar, barna, tengda- barna og barnabarna og annarra vandamanna eru bornar fram hug- heilar samúðarkveðjur. Guðbjörg, þú getur ornað þér við góðar minn- ingar eftir prúðan drengskapar- mann og fjölskylda þín öll. Guðs blessun verndi ykkur á lífs- göngu þeim sem framundan er. Hvíl í friði. Olafur Jóhannsson. Elsku afi, nú er komið að kveðju- stund. Við viljum þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við höfum átt saman. Þú varst ávallt hress og hlýr. Þannig mun- um við eftir þér. Þessi einstaka manngæska sem í þér bjó vann hjarta og hug allra í kringum þig. Áldrei kvartaðir þú yfir eigin vandamálum heldur varstu alltaf reiðubúinn að aðstoða náungann. Við munum sakna þín sárt, elsku afi. En við höfum minningu um stórkostlegan mann. Hún mun lifa í hjörtum okkar. Við biðjum Guð að styrkja og hugga ömmu í hennar sorg. Birna Hauksdóttir. stundimar. Og Jói átti víða leið um eins og hann orðaði það, þegar fréttist að hann hefði lengi heimsótt gamla konu, Viðeying er bjó ein. „Jói sér um að mig vanhagi ekki um neitt, hann muni ekkert um að skjótast með kaffipakka eða eitt- hvert lítilræði, því hann eigi alltaf leið framhjá." Þegar Jói fullorðnaðist var hann ákaflega þakklátur fjölskyldu sinni og vinum fyrir alla umhyggju sem þau veittu. Eitt sinn er hann var veikur og ég vitjaði hans, sagði hann: „Hugsaðu þér hvað ég er heppinn! Það eiga ekki allir svona góðan tengdason, hann sér um að ég hafi alltaf spólu með íþróttaefni." Jói var mjög jákvæður og lifði lífinu með reisn þess er alls staðar var fyrinnynd annarra. Við og fjölskyldur okkar þökkum samfylgdina og vottum ástvinum hans innilega samúð og vonum að lífsstíll hans og heilræði verði þeim styrkur í söknuði þeirra. Sigríður, Sigurður og Krisijana Þórðarbörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.