Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Yfir 1.200 notendur
KERFISÞRÓUN HF.
Fákateni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerfisthroun
(JMRÆÐAN/PROFKJOR
Rjúfum vistarbandið, göng-
um í Evrópusambandið
HVERS vegna erum
við ekki í Evrópusam-
bandinu? Eru það
hagsmunir launafólks,
öryrkja, aldraðra og
barnafólks að við erum
ekki í Evrópusam-
bandinu? Eru það
hagsmunir iðnaðar-
manna, kaupmanna,
heildsala og ferðaþjón-
ustu að við erum ekki í
Evrópusambandinu?
Er ef til vill samhengi
milli einangrunar-
stefnu stjórnvalda og
þess að laun eru helm-
ingi lægri hér en í ná-
grannalöndunum? Er
ef til vill samhengi milli afneitunar
stjórnvalda á viðræðum við Evr-
ópusambandið og þess að kjör
aldraðra og öryrkja
eru með því lægsta
sem þekkist í viðmið-
unarlöndum okkar?
Er ef til vill samhengi
milli útilokunar stjórn-
valda á aðild að Evr-
ópusambandinu og
þess að foreldrar
vinna hér myrkranna
á milli til að ala önn
fyrir börnum sínum og
koma þaki yfír höfuð-
ið? Er ef til vill sam-
hengi milli þess að út-
lendingar mega ekki
fjárfesta í íslenskum
sjávarútvegi og lág-
launastefnu stjórn-
valda? Ottast menn ef til vill að al-
þjóðleg samkeppni um vinnuafl
myndi hækka laun og draga úr
Stefán
Benediktsson
Stjórnvöld, segir
Stefán Benediktsson,
eru ekki að verja hags-
muni þjóðarinnar.
gróða gjafakvótans? Auðvitað eru
stjórnvöld að ganga erinda þeiiTa
einokunarafla sem hagnast á því að
kjör launafólks, öryrkja og ellilíf-
eyrisþega eru helmingi verri en í
nágrannalöndum okkar. Auðvitað
hræðast stjórnvöld þann saman-
burð sem í ljós kemur þegar ein-
angi-un okkar verður rofin með að-
ild að Evrópusambandinu. Stjórn-
völd eru ekki að verja hagsmuni
þjóðarinnar. Innganga í Evrópu-
sambandið myndi þýða að virðing-
arleysi stjói-nvalda fyrir kjörum al-
mennings yrði opinbert á alþjóða-
vettvangi. Stjómvöld einnar af rík-
ustu þjóðum veraldar yrðu uppvís
að því að halda kjörum og réttar-
stöðu launafólks, öryrkja og aldr-
aðra með einangrunarstefnu sinni
áratugum á eftir í samanburði við
nágranna okkar. Stjórnvöld virtrar
menningarþjóðar, sem heldur upp
á 1000 ára afmæli kristnitöku að
ári með miklum tilkostnaði, yrðu
uppvís að því að halda ellilífeyi'is-
þegum og öryrkjum í slíkri gísl-
ingu fátæktar að þeim er ekki
kleift að taka þátt í menningar- og
mannlífi þjóðarinnar. Samfylkingin
er eina stjórnmálaaflið sem getur
gert aðild okkar að Evrópusam-
bandinu að veruleika. Reykvíking-
ar, takið þátt í prófkjöri Samfylk-
ingarinnar þann 30. janúar næst-
komandi. Þetta próíkjör er eina
tækifærið sem þið fáið til að velja
frambjóðendur og hafa þannig
áhrif á stefnu og málefni stjórn-
málahreyfinga á þessu kosninga-
vori.
Höfundur er arkitekt og þjóðgarðs-
vörður.
ATVIMIMU-
AUG L V SINGAR
Blaðbera vantar
Blaðbera vantar á Bollagötu.
% | Upplýsingar í síma 569 1122.
Morgunblaðiö leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt
í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa i Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Blaðbera vantar
Blaðbera vantar í Lundi, Garðabæ.
^ | Upplýsingar í síma 569 1122.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt
í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
LINSAN
Sjóntækjafræðingur
Við óskum eftir að ráða sjóntækjafræðing til
starfa.
Þarf að vera öllum góðum kostum prýddur.
Vinsamlegast skilið inn umsóknum til
afgreiðslu Mbl. fyrir 5. febrúar nk., merktum:
^„Linsan".
Förðunarfræðingar
Vantar förðunarfræðinga strax.
Erum að fá frábæra snyrtivörulínu.
Svör óskast send til afgreiðslu Mbl., merkt:
*„F - 7376".
Mötuneyti strax
Iðnfyrirtæki óskar eftir reglusömum og reyk-
lausum starfskrafti strax.
Vinnutími frá kl. 7.30-12.00.
Umsóknirsendisttil afgreiðslu Mbl. fyrirþriðju-
dagskvöldið 26. janúar, merktar: „Mötuneyti
— strax — 7441."
„Au-pair" Gautaborg
íslenskfjölskylda meðtvö börn, í Gautaborg,
óskar eftir „au-pair". Verður að vera 18 ára eða
eldri, með bílpróf, og geta byrjað sem fyrst.
Upplýsingar í gsm-síma 862 1144.
TILKYNIMINGAR
Victoría — Antík
Antík og gjafavörur — sígildar vörur kynslóð
eftir kynslóð.
Antík er fjárfesting ★ Antík er lífsstíll.
Ný vörusending, í henni er m.a. stórt, fágætt
postulínsstell, „aristokratískt", hágæða vara.
Af öllum vörum er 20% stgr.afsl. og 15%
afsl.tilboð á Visa og Euro. Sölusýning í dag
og sun. og einnig þri. frá kl. 13—18, Sogavegi
103. Sími 568 6076 utan opnunartíma.
NAUQUNGARSALA
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Ólafsvegi 3,
Ólafsfirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Ægisgata 18, þingl. eig. Þórdís Trampe og Ari Albertsson, gerðarbeiö-
endur Byggingarsjóður ríkisins, mötuneyti framhaldsskólans á Laug-
um og Vátryggingafélag íslands hf., fimmtudaginn 28. janúar 1999
kl. 10.00.
Aðalgata 44, þingl. eig. Jón Jóhannsson, gerðarbeiðandi Gjaidskil
sf., fimmtudaginn 28. janúar 1999 kl. 10.00.
Bylgjubyggð 9, þingl. eig. Ásgrímur Guðmundur Konráðsson, gerð-
arbeiðandi ísiandsbanki hf., Kirkjusandi, fimmtudaginn 28. janúar
1999 kl. 10.00.
Hlíðarvegur 14, þingl. eig. Björgvin Björnsson og Vaka Njálsdóttir,
gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Norðurlands, fimmtudaginn 28. janúar
1999 kl. 10.00.
Ólafsvegur 36, þingl. eig. Davíð Hinrik Gígja og Sveinína Ingimarsdótt-
ir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild Húsnæð-
isstjórnar og Byggingarsjóður ríkisins, fimmtudaginn 28. janúar 1999
kl. 10.00.
Strandgata 5, efri haeð, þingl. eig. Guðrún Stefanía Jakobsdóttir,
gerðarbeiðendur Dragi ehf. og Greiðslumiðlun hf. Visa ísland, fimmtu-
daginn 28. janúar 1999 kl. 10.00.
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði,
20. janúar 1999.
Uppboð
Framhald uppboðs á eigninni Aðalstræti 13—15, þingl. eigandi Möttull
ehf., gerðarbeiðandi sýslumaðurinn í Bolungarvik, verður háð á eigninni
sjálfri miðvikudaginn 27. janúar 1999 kl. 15.00.
Sýslumaðurinn í Bolungarvík,
22. janúar 1999.
★ Kynning á Brian Tracy
námskeiðunum ★
mánudaginn 25.
janúarkl. 18 í Þing-
sal Hótels Loftleiða.
Phoenix klúbbfund-
ur sama dag kl. 20.
Umbodsaðili Bri-
an Tracy á íslandi.
Uppl. í síma 551 5555.
KEIMIMSLA
HÚSNÆÐI í BOÐI
íbúð í París
fullbúin húsgögnum, á góðum stað til leigu.
Leigutími frá 15. febrúartil 31. maí.
Upplýsingar í síma 00 33 143758315 eða
0033 149 77 55 75.
FÉLAGSLÍF
Dalvegi 24, Kópavogi.
Almenn samkoma í dag kl. 14.
Allir hjartanlega velkomnir.
Helgarferðir
5.-7. feb. Þorraferð. Gist á hót-
elinu að Brekkum í Mýrdal.
Þorrablót, göngu- og skoðana-
ferðir o.fl. Þátttaka tilkynnist á
skrifstofu Útivistar. Fararstjóri
verður Fríða Hjálmarsdóttir.
27.-28. feb. Skíðaganga um
Hellisheiði. Gist á Nesjavöllum.
Fararstjóri verður Sylvía Kristj-
ánsdóttir.
Myndakvöld
mánudaginn 8. febrúar. Magnús
Tumi, jarðfræðingur, segir frá
eldgosi í Vatnaiökli og sýnir
myndir frá gosstöðvunum. Dag-
skrá hefst kl. 20.30 í Húnabúð,
Skeifunni 11. Hið margrómaða
kaffihlaðborð verður að vanda á
vegum kaffinefndar.
Skíðaferðir 1999 eru kynntar
á heimasíðu Útivistar:
centrum.is/utivist.
FERÐAFELAG
® ÍSLANDS
MORKINNI 6 - SiMI 568-2533
Sunnudagur 22. janúar
kl. 13.00.
a) Skíðaganga um Heliisheiði
og nágrenni. Farið á góðar
skíðaslóðir eftir veðri og vindi.
b) Skálafell sunnan Hellis-
heiðar, gönguferð. Mætið vel
búin. Verð 1.200 kr.
Brottför frá BSÍ, austanmegin,
og Mörkinni 6.
Þorragangan laugardagskvöld-
ið 23. janúar er frá Perlunni kl.
19.30. Gengið um Öskjuhlíð.
Þorrahlaðborð á 5. hæð.
Verð 2.650 kr.
Fjölmennið í Þorrablótsferð í
Borgarfjörð með gistingu í
Hótel Reykholti 30.—31. jan.
Skoðunar- og gönguferðir.
Steinka Páls leikur fyrir söng og
dansi. Miðar á skrifstofu.
KENNSLA
Námskeið f smáskammta-
lækningum (Hómapatíu)
Til sjálfshjálpar og heimanotkun-
ar laugardaginn 30. janúar á
Heilsusetri Þórgunnu, Skipholti
50c.
Kennarar: Þórgunna Þórarins-
dóttir og Lilja Steingrímsdóttir.
Smáskammtalæknar L C P H.
Uppl. og innritun í símum 552
1850 eða 896 9653 og 551 2332
eða 897 1909.
DULSPEKI
Lffsins sýn
Úr fortíð í nútíð og framtíð.
Tímapantanir og upplýsingar
í síma 568 6282, Geirlaug.