Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 71 BRÉF TIL BLAÐSINS Að hafa það sem sannara reynist Hólmarar og Hellnarar Frá Þorgrími Gestssyni: GÍSLI Sigurðsson skrifar meðal annars í Rabbgi’ein í Lesbók Morgunblaðsins laugardaginn 9. janúar síðastliðinn: „Ungmennafé- lögin urðu til um allt land, upp- tendruð af aldamótaandanum, og menn fóru í vaxandi mæli að iðka íslenzka glímu og sund, jafnvel þótt engar væru sundlaugamar.“ Eg efa ekki að rétt sé að ung- mennafélög og aldamótaandinn hafi orðið til þess að menn fóra að iðka glímu á íslandi í vaxandi mæli. Þessi sami andi hefur vafa- laust einnig orðið til þess að breiða út áhuga á að læra sund. En sund- iðkun tók ekki að breiðast út þrátt fyrir að engar væru sundlaugarnar heldur þvert á móti vegna þess að í næsta nágrenni Reykjavíkur var sundlaug. Hún var gerð vorið 1884 austur í Laugamýri, skammt neð- an við Þvottalaugarnar. Frá þessu er sagt í bók minni Mannlíf við Sund sem kom út fyrir síðustu jól og ég álasa Gísla Sigurðssyni ekk- ert fyrir að hafa ekki lesið hana ennþá. Heimildir eru til um að í baðlóni í Laugalæknum, rétt neð- an Þvottalauganna, hafi menn stundað böð allt frá tímum Inn- réttinga Skúla Magnússonar og aðrar heimildir benda til þess að á þessum slóðum hafi menn baðað sig til forna. Saga sundkennslu í Laugarneslaugum hófst vorið 1824 þegar Jón Þorláksson Kærnested lét gera stíflugarð neðan við þetta lón og stofnaði sundskóla. Hann kenndi 30 piltum sund þetta vor og eftir það var sund kennt í þessari uppistöðu, eða sundstæði eins og það var nefnt, nokkrum sinnum fram eftir 19. öldinni. Fyrir for- göngu Björns Lúðvíkssonar Blön- dals var gerður nýr stíflugarður vorið 1884 og það sumar hóf hann sundkennslu. Björn Jónsson, rit- stjóri Isafoldar og síðar ráðherra, studdi laugagerðina og sund- kennsluna með ráðum og dáð. Bjöm Blöndal fórst í fiskiróðri fá- um árum síðar en Páll Erlingsson frá Árhrauni á Skeiðum tók upp merki hans vorið 1894 og síðan hefur sund verið kennt og það stundað af kappi í Laugarneslaug- Frá Páli Valssyni: PÉTUR Pétursson þulur minntist þess í Morgunblaðinu 17. janúar að 160 ár voru liðin frá því Islendingar í Kaupmannahöfn héldu franska lækninum Paul Gaimard veislu. Af því tilefni tínir hann saman fróð- leiksbrot héðan og þaðan, þar á meðal að vonum talsvert um Jónas Hallgrímsson, enda veislan minnis- stæð fyrst og fremst vegna þess að Jónas flytur þar snilldarkvæði sitt til Gaimards, „Þú stóðst á tindi Heklu hám.“ Meðal annars segir Pétur eftir- farandi: „I bréfi sem Konráð ritar Isleifi Einarssyni á Brekku segir hann um Jónas Hallgn'msson og Tómas Sæmundsson: „Því þó hann umgangist Tómas ekki meira [stórt meir] en aðra þarf [eg] ekki annað en sjá þá hvorn nærri öðrum, til að geta merkt, að þar er einhvör alúð á milli.“ Þetta er rangt, því miður. Jónas um allt fram á þennan dag. Nú heita þær Sundlaugarnar í Laug- ardal og standa skammt sunnan þess staðar þar sem gömlu laug- arnar voru. Vaxandi sundáhugi og sundkunnátta að viðbættum eld- móði ungmennafélagsandans urðu síðan til þess að árið 1910 var reistur sundskáli í Skerjafirði og menn tóku að iðka þar kappsund, auk þess sem vaskir sundmenn stungu sér til sunds af Stein- bryggjunni í Reykjavík að morgni hvers nýársdags í mörg ár og þreyttu svonefnt nýárssund. Ég vildi aðeins benda á þetta með hið fornkveðna í huga, að hafa skuli það sem sannara reynist. ÞORGRÍMUR GESTSSON blaðamaður. Hallgi’ímsson er hvergi til umræðu í þessu bréfi. Enda er vandséð hvers vegna Konráð Gíslason ætti að vera tíunda vináttu Jónasar og Tómasar fyrir dómstjóranum á Brekku. Hið rétta er að Konráð er í tilvitnuðu bréfi að ræða við ísleif um son hans, Gísla Isleifs Einars, sem þá var nýkominn til Kaup- mannahafnar til náms. Gísli var þeim Fjölnismönnum kær, þeir tóku hann eiginlega að sér, og stundum líkist umhyggja þeirra í hans garð engu meir en foreldris gagnvart barni. Þess má geta að Jónas orti til Gísla í skóla eitt af bestu æskukvæðum sínum, Ad amicum, óð til vináttunnar. Hvað vináttu Jónasar og Tómasar Sæ- mundssonar snertir, þá tala ýmsar áhrifamiklar heimildir skýrt um þeirra djúpu og einlægu vináttu sem stóð af sér öll stórviðri. PÁLL VALSSON, Reynigrund 11, Kópavogi. Frá Birni S. Stefánssyni: SÆBJÖRN Valdimarsson lauk ritdeilu um ömefni á Hellnum 23. f.m. með bréfi til blaðsins þar sem hann beinir þeirri spurningu til stjómvalda hvort ekki sé ráð að lögvernda örnefni. Á Hellnum stendur svo á að aðkomufólkið, sem beitti sér fyrir brenglun ör- nefna, lætur sér sérstaklega annt um andleg verðmæti, eins og kunnugt er. Ég vil því ætla eftir rækilegan rökstuðning Sæbjöms, að það muni sýna menningararfin- um á Hellnum þá virðingu að leið- rétta misgerðir sínar. Guðrún G. Bergmann á Hellnum varð til varnar örnefnabreyting- unni í blaðinu 12. desember (Ör- nefni undir Jökli). Þar nefnir hún til sögunnar ýmist Hellnabúa eða Hellnamenn, en íylgir ekki mál- venju að kalla fólkið á Hellnum Hellnara. Þótt ekki sé ég Snæfell- ingur leyfi ég mér að benda á að á Snæfellsnesi er sérstök venja að kenna fólk við byggðarlög. Þannig kallast fólkið í Stykkishólmi Hólmarar, í Ólafsvík em Ólsarar, í Rifi Rifsarar, á Hellissandi Sand- arar, á Gufuskálum Gufsarar, á Hellnum Hellnarar og á Arnar- stapa Staparar. Ég tek undir, þeg- ar Sæbjörn biýnir fólk til að gæta menningararfsins. Það á ekki síður við um málvenju af þessu tagi en um örnefni. Að þessu mættu nýir Hellnarar gæta. BJÖRN S. STEFÁNSSON Kleppsvegi 40, Reykjavík. Þorrablót Hornfirðinga í Reykjavík verður haldið í húsi F.í. í Mörkinni 6 þann 6. febrúar nk. Miðasala 30. janúar milli kl. 12-14 í Veislunni, Austurströnd 12, sími 561 2031. Nefndin NÝI I NÝTT — engar pillur Auðveld ínntaka — meiri virkni Meqrunarúðinn frá Kare Mor slær í gegn í honum eru auk vítamína Carnitine og króm sem slær á hungurtilfinningu og brennirfitu. Frábær árangur. Einnig PMS við fyrirtíðarspennu. Eykur vellíðan. Bláarænir börunaar við húðvandamálum (t.d. psoriasis), styrkir æðakerfið, eykur orku og dregur úr matarlyst. Andoxunarefni styrkja varnir líkamans gegn sjúkdómum. Engin fyllingarefni né óæskileg aukaefni. ijá Önnu Ástu, s. 699 6266, Aðalheiði, s. 893 2495, Þórhalli, s. 861 5768. Söluaðilar óskast. Pétur þulur leiðréttur < *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.