Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ * Island á forsíðu „Carolyne Larrington skrifar vinsamlega um Island og Islendinga í TLS en henni er í mun að kveða niður ýmsar þjóðsögur um Island. “ FORSÍÐUMYND frá íslandi á bókablaði Times í London, TLS (8. janúar sl.) og með fyrirsögn- inni Saga seekers með tilvísun í grein eftir Carolyne Larrington inni í blaðinu þar sem hún fjall- ar um tvær íslandsbækur, hlýt- ur að vekja forvitni lesenda jafn áhrifamikils blaðs. Greinin er um A Place Apart eftir Kirsten Hastrup (útg. Oxford: Clar- endon Press. 30 pund) og Ring of Seasons eftir Terry G. Lacy (útg. Ann Arbor: University of Michigan Press, dreifing Plymbridge á Bretlandi, 15.95 pund). Um VIÐHORF hina síðar- ... nefndu hefur Hjálmarsson birst umsogn her í blaðinu og væntanleg er umfjöllun um A Plaee Apart. Carolyne Larrington skrifar vinsamlega um ísland og ís- lendinga í TLS en henni er í mun líkt og höfundum íslands- bókanna að kveða niður ýmsar þjóðsögur um ísland og horfast í augu við veruleikann. Meðal bóka eftir hana sjálfa er Women and Liberty in Medieval Europe (1995). Bók Kirsten Hastrups er í mannfræðilegum anda enda er hún mannfræðingur. Terry G. Lacy er aftur á móti bæði mannfræðingur og félagsfræð- ingur en báðar eru þær jarð- bundnar og gefa hversdagslífinu gaum ekki síður en háfleygum hugmundum um land og þjóð. I upphafi vitnar Larrington í frægasta íslendinginn, Björk. Annar frægur er Magnús Magnússon að mati Larr- ingtons. Björk mun hafa látið þau orð falla í útvarpi að á kvöldin safnist íslendingar sam- an og lesi úr íslendingasögum hverjir fyrir aðra. Þetta er ímynd íslands eins og Larr- ington bendir á en hana grunar að Björk sé að hæðast að þess- ari ímynd. Hún viti vel að veru- leikinn er annar, m.a. sjón- varpsgláp, símtöl og Net. En hver er frægasti íslend- ingurinn? Líklega er það Björk. Á Bretlandseyjum kemst senni- lega fyrrnefndur Magnús næst henni, enda hefur hann látið mjög að sér kveða í blöðum og einkum sjónvarpi. í Skandinav- íu eru það Vigdís og Laxness sem skaga upp í Björk að frægð en þurfa helst að vera daglega eða oft á dag í fjölmiðlum til að geta keppt við hana. ímynd íslands er ekki alveg sú sama og áður þótt margir út- lendingar hafi heyrt íslendinga- sögur nefndar og viti að á ís- landi er kraftmikil menning. Það eru einkum umhverfismálin sem nú eru í sviðsljósi og fólk þráir að sjá fagra og lítt snortna náttúru og anda að sér hreinu lofti. Vonandi getum við kynnt ísland með þeim hætti áfram. Um lestur íslendingasagna í hljóði og upphátt höfum við sem betur fer mörg dæmi. Það er líka hægt að láta aðra lesa fyrir sig, ýmist með því að hlusta á útvarp eða fá sér hljóðbækur sem nú er nokkurt úrval af. Hljóðbókaklúbburinn hefur til dæmis verið iðinn við að gefa út bækur með upplestri sagnanna. Nýlega kom Eyrbyggja saga lesin af Þorsteini frá Hamri, Svarfdæla saga lesin af Jóhanni Sigurðarsyni, Ljósvetninga saga lesin af Vésteini Olasyni og Sigrúnu Eddu Bjömsdóttur og Víglundar saga og Króka-Refs saga lesnar af Helgu E. Jóns- dóttur og Erni Árnasyni. Best er aftur á móti að hafa það eins og Björk lýsti í út- varpsþættinum breska, lesa hverjir fyrir aðra og ræða text- ann og söguþráðinn jafnóðum. Margir hafa af því góða reynslu. Skipulagðar ferðir á söguslóðir sagnanna tengdar námskeiðum um þær hafa aukist og er það vissulega árangursríkur máti til að nálgast sögurnar, átta sig á þeim. Ekki sakar hafi menn ein- hver tengsl við sögustaðina og geti miðlað þeim til annarra. Englendingar samtímans hafa takmarkaðri áhuga á ís- landi en til dæmis William Morris og Collingwood (Bók Morris Icelandic Journals hefur nú verið endurútgefin með for- mála eftir ævisöguritara hans, Fiona MacCarthy og ritgerð eftir Magnús Magnússon). Ung ensk skáld fetuðu í fót- spor W.H. Audens fyrir nokkrum árum og skrifuðu nýja íslandsbók, Mánaland, eins kon- ar stælingu á ferðabókinni Lett- ers from Iceland eftir Auden og Louis MacNeice. Þetta voru þeir Simon Ai-mitage og Glyn Maxwell, báðir þekkt skáld. Um bókina segir Geir Svansson í Morgunblaðinu: „Mánaland er m.a. sett saman úr farangurs- lista, ljóðum, leikriti, bréfum, sögubrotum, viðtalsbútum, og meira að segja spjaldi úr öku- rita. Bókin er bráðskemmtileg en í léttari dúr, og kannski létt- vægari, en bók Audens og MacNeice. Aðstæður enda allar aðrar, aðrir tímar og öðruvísi." Lítið hugsjónaforlag á Englandi, Mai-e’s Nest, hefur gefið út íslensk skáldverk. Fyr- irferð íslenskra bóka á enskum markaði er ekki mikil, enda skilja Englendingar samtímans illa íslenskan skáldskap og ís- lensk menning er þeim yfirleitt framandi. Eftir Björk kemur Anna og sosum engin ástæða til að amast við því. Engu að síður virðist ísland í augum Englendinga ekki vera einungis Mánaland heldur miklu frekar Bjánaland. Drykkjusiðir íslendinga og meint lauslæti íslenskra kvenna virðist helst laða blaðamenn hingað. Með því móti verður hugmynd Tjalla um ísland af skomum skammti eða svona álíka og þegar íslendingar kynntust þessum óboðnu gest- um og matreiðslu þeirra í stríð- inu og litu á þá eftir það fyrst og fremst sem þjóð sem steikti allan mat, sviðakjamma og jafn- vel skyr. Kannski var það engin lygi þrátt fyrir allt? Mikilvægum áfanga náð SAMÞYKKT ríkis- stjómar og borgar- ráðs um að beita sér fyrir byggingu tónlist- arhúss og ráðstefnu- miðstöðvar í Reykja- vík er tvímælalaust mikilvægasti áfanginn til þessa í langri bar- áttu fyrir tónlistar- húsi. Aðdragandi þess áfanga sem nú er náð hófst árið 1995 með framkvæði Björns Bjarnasonar mennta- málaráðherra er hann lýsti yfir þeirri skoðun sinni að taka þyrfti ákvörðun um tónlistarhúsið á kjör- tímabilinu. Nú hefur verið staðið við það fyrirheit. í aðdraganda síðustu borgar- stjórnarkosninga mátti ljóst vera að Reykjavíkurborg myndi beita sér fyrir málinu og mikil samstaða virtist vera meðal væntanlegra borgarfulltrúa. Borgarstjóri kynnti hugmyndir um staðsetn- ingu tónlistarhúss og ráðstefnu- miðstöðvar í miðborginni og gaf þannig skýrt til kynna að af hálfu borgarinnar væri unnið að málinu af mikilli alvöra. Þátttaka Samtaka um tónlistarhús Það hefur verið hlutverk Samtaka um tónlistarhús að halda hugmyndinni um tón- listarhúsið lifandi í 15 ár, allt frá því að sam- tökin voru stofnuð árið 1983 af framsýnu bar- áttufólki. Samtök um tónlist- arhús hafa tekið mjög virkan þátt í þeim undirbúningi sem unnið hefur verið að allt frá því að mennta- málaráðherra skipaði nefnd um málið í febrúar 1996. Verkefnið hefur verið kynnt og rætt á fjölda stjórnarfunda, full- trúaráðsfunda og aðalfunda sam- takanna. Segja má að samtökin hafi verið vettvangur væntanlegra notenda tónlistarhússins, þar sem þeir koma fram sjónarmiðum sínum um uppbyggingu og gerð hússins. Samtökin hafa einkum lagt áherslu á tvö atriði, annarsvegar að hljómburður verði eins og hann gerist bestur í erlendum tónlistar- húsum, við margbreytilegan tón- Tónlist Samtök um tónlistar- hús verði sem fyrr vett- vangur notenda tónlist- arhússins, segir Stefán P. Eggertsson, þar sem fram komi sjónarmið þeirra varðandi hönn- un hússins og ekki síður rekstur. listarflutning, og hinsvegar að Sin- fóníuhljómsveit íslands verði búin sómasamleg aðstaða enda verði húsið aðsetur hljómsveitarinnar. Það er skoðun stjórnar samtak- anna að fullt tillit hafi verið tekið til þessara sjónarmiða í álitsgerð- inni sem lögð var til grandvallar í samþykkt ríkisstjómar og borgar- ráðs. Samanburður við fyrri hugmyndir í fyrrnefndri álitsgerð er gerð grein fyrir þeirri hugmynd að tón- Stefán P. Eggertsson Menntim sjúkra- liða vanmetin FYRIR rúmum tveimur áratugum út- ski-ifaði Fjölbrauta- skólinn í Breiðholti sína fyrstu sjúkraliða. Viss breyting átti sér stað þegar námið fór inn í fjölbrautakerfið og var það breyting til batnaðar. Sjúkraliðum varð kleift að halda áfram námi án þess að byrja á upphafsreit. Á þessum áratugum hef- ur námið tekið breyt- ingum samhliða kröf- um þjóðfélagsins. Full- trúar sjúkraliðafélags- ins hafa lagt hönd á plóg í þeim efnum eins og vera ber. Félagið hefur þó ekki náð þeim markmiðum sem það hefúr stefnt að, viðbótarnámi fyrir sjúkraliða. Sjúki'aliðar eru trúlega eina stéttin í landinu sem þarf að lúta sam- þykki annarrar fagstéttar til að koma á viðbótarnámi, hjúkranar- fræðinga. Félag íslenskra hjúkran- arfræðinga hefur barist linnulaust gegn aukinni menntun sjúkraliða og að stéttin þróist takt við tímann. Er það viðunandi? Rök eins og að sjúkraliðar geti lagt í nám í hjúki-- unarfræðum era léleg rök, en þau hafa oft og iðulega verið notuð þeg- ar málefni sjúkraliða ber á góma. Ekki hafa allir sjúkraliðar áhuga á því námi og era því öll sund lokuð þeim. Velta má upp þeirri spurn- ingu hvort heilbrigðisstarfsfólk eigi allt að vera háskólamenntað og hvort við séum ekki að nota of- menntað starfsfólk á sumum svið- um. Nániskeiðin komust á í kjarasamningum sjúkraliða er kveðið á um kjaratengd námskeið. Fjölbrautaskólinn við Ármúla hef- ur unnið ötullega við að setja á laggimar námskeið sem henta sjúkraliðum og er viðbót við menntun þeirra. Of langt mál er að telja upp öll þau nám- skeið sem í boði hafa verið, en þau hafa bætt þekkingu sjúkra- liðans og aukið getu hans til starfa. Annar- nám í ýmsum greinum hafa verið í boði hjá skólanum við góða að- sókn sjúkraliða. Vilja- leysi stofnana til að heimila sjúkraliðum að sækja annarnámin hefur stoppað margan sjúkraliðann, þrátt fyrir heimildarákvæði í kjarasamningi. Hver er ábyrgur fyrir slíkri ákvarðanatöku? Ríkis- valdið, sveitarfélög svo og stofnan- ir hafa lagt út milljónir króna í Sjúkraliðanám Tímabært er, segir Helga Dögg Sverris- ddttir, að huga að betri nýtingu sjúkraliða- stéttarinnar. námskeið fyrir sjúkraliða og lítið sem ekkert verið krafist í staðinn. Það hlýtur að vera eftir einhverju að seilast fyrir þessa aðila að krefja sjúkraliða um aukið starfs- svið frá því sem nú er. Þeir sem lagt hafa til fjármagnið þurfa að endurskoða afstöðu sína, eða hvað? Danir forsjálir Frændur okkar, Danir, stóðu frammi fyrir því fyrir um 10 áram að skortur var á hjúkrunarfræð- ingum hjá þeim, svipað og hjá okk- ur í dag. Á sama tíma var tímabært að endurskoða og bæta menntun sjúkraliða. Vandamál sín leystu Danir á farsælan og skynsaman Helga Dögg Sverrisdóttir hátt. Sett var á laggimar nám sen heitir Sunheds- og socialassistent og hefur sú stétt rýmra starfssvið en sjúkraliðar hér á landi. Krafan að þeir starfi undir stjóm hjúkran- arfræðings er ekki fyrir hendi á öllum sviðum, eins og hér. Þessir sjúkraliðar gegna aðallega störfum í öldranar- og geðgeiranum. Fyrir- komulag þetta þykir hið besta og þarfasta í Danmörku. Mikill sparn- aður í launakostnaði hefur sýnt sig án þess að þjónustan hafi verið skert. Rétt menntað fólk hefur ver- ið sett á rétta staði. Sjúkraliðafélag íslands hefur verið að beijast fyrir að slíkt nám verði sett á laggirnar hér á landi en talað fyrir daufum eyrum. Sjúkraliðar þurfa ekki að bæta við sig nema rétt tæpu ári til að hljóta sömu menntun og danskir frændur þeirra. Það er með ólík- indum það andvaraleysi stjórn- valda gagnvart málinu og maður getur spurt: Hverra hagsmuna er verið að gæta? Ráðuneytin er að málinu koma þurfa að stilla saman strengi, bæta menntunina og laga lögin að auknu starfssviði sjúkra- liða. Ofaglærðir í stað sjúkraliða Lagabókstafurinn bannar sjúkraliðum að starfa sem stoðstétt annarra en hjúkranarfræðinga. Það hefur gefið okkur skrýtna sýn á möguleikum heilbrigðisstétta til að ráða til sín aðstoðarfólk. Læknir, sjúkraþjálfi, iðjuþjálfi svo og tann- læknir sem ræður til sín aðstoðar- manneskju má ekki ráða sjúkraliða til starfans þrátt fyrir menntun sem myndi nýtast í starfi. Eldgöm- ul lög kveða á um það, að sjúkralið- ar starf undir stjóm hjúkranar- fræðings. Það er gott þar sem það á við, en eru miklar hömlur á öðram sviðum. Fyrrgreindir aðilar geta ráðið til sín ófaglært aðstoðarfólk án þess að nokkram komi það við. Enginn bannar ráðningu sjúkralið- ans, en hann má hvorki nota starfs- heiti sitt né þiggja laun samkvæmt því. Hér þarf að gera bragarbót, það hljóta allir að sjá. Eitthvað stórvægilegt er bogið við þau lög sem við störfum eftir. Metum sjúkraliða að verðleikum Tímabært er að ríkisvaldið svo og sveitarfélögin vakni og hugi að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.