Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tveir vörubílar í
hörðum árekstri
Erfíðleikar í rekstri bensínstöðva á landsbyggðinni
Opið í fjóra tíma á Rauf-
arhöfn og Kópaskeri
ÖKUMAÐUR slasaðist alvarlega
þegar tvær vörubifreiðar skullu
saman á Þrengslaveginum laust
fyrir kl. 15 í gær. Areksturinn
var mjög harður og er önnur
vörubifreiðin talin ónýt.
Tildrögin voru þau að Scania-
vörubifreið með dráttarvagni,
sem var fulllestaður af möl, var
ekið úr malargryfju inn á
Þrengslaveginn og í veg fyrir
vörubifreið af Volvo-gerð. Öku-
mannshús Voivo-bifreiðarinnar
hafnaði á hjólastelli dráttar-
vagns Scania-bflsins og lagðist
SAMKVÆMT ákvæðum í nýjum
lögum um skyldutryggingu lífeyris-
réttinda og starfsemi lífeyiissjóða
verður heimilt fyrir hjón að skipta á
milli sín ellilífeyrisréttindum með
þrennum mismunandi hætti frá og
með 1. maí næstkomandi.
Segir í lögunum að samkomulag
hjónanna í þessum efnum skuli eftir
því sem við á ná til ellilífeyris-
greiðslna, verðmætis ellilífeyrisrétt-
inda eða ellilífeyrisréttinda beggja
aðilanna og fela í sér gagnkvæma
og jafna skiptingu áunninna rétt-
inda meðan hjúskapur, óvígð sam-
búð eða staðfest samvist hefur stað-
ið eða stendur.
Kveðið er á um þetta í 14. grein
laganna sem gengu í gildi um mitt
síðasta ár. I fyi'sta iagi geta hjón
skipt á milli sín lífeyrisgreiðslum úr
lífeyrissjóðum eftir að lífeyristaka
saman. Þurfti að beita klippum
til að ná ökumanninum út. Öku-
mann Scania-bflsins sakaði ekki,
en skemmdir urðu á tengivagni
bflsins.
Að sögn lögreglunnar á Sel-
fossi var ekki stætt á veginum
vegna hálku þegar slysið varð.
Loka varð veginum í um eina og
hálfa klukkustund. Sjúkrabfll og
tækjabfll frá Reykjavík komu á
staðinn og tók um eina klukku-
stund að ná ökumanni Volvo-bfls-
ins úr honum. Hann mun ekki
vera í lífshættu.
hefst, þannig að greiðslurnar leggj-
ast inn á reikninga hvors um sig.
Greiðslurnar falla þá niður við and-
lát rétthafans, en ganga óskertar til
hans við andlát maka.
í öðru lagi geta hjón, í það
minnsta sjö árum áður en lífeyris-
taka getur fyrst hafist, þ.e.a.s. í
síðasta lagi um sextugt miðað við
það að lífeyristaka hefjist við 67
ára aldur, skipt á milli sín áunnum
lífeyi'isréttindum, þannig að verð-
mæti uppsafnaðra lífeyrisréttinda
renni allt að hálfu til að mynda
sjálfstæð ellilífeyrisréttindi fyrir
maka eða fyrrverandi maka. Rétt-
indi sjóðfélagans skerðast þá að
sama skapi. Þetta ákvæði er háð
þeim skilyrðum að sjúkdómar eða
heilsufar dragi ekki úr lífslíkum og
tekið er fram að heildarskuldbind-
ing lífeyrissjóðsins skuli ekki
ÁKVEÐIÐ hefur verið að takmarka
verulega afgi'eiðslutíma bensín-
stöðva Esso á Raufarhöfn og Kópa-
skeri, einu bensínstöðvanna á stöð-
unum. Er það gert vegna þess að
rekstur þein'a, eins og margra
bensínstöðva á landsbyggðinni, er
erfiður.
Að sögn Pálmars Viggóssonar,
rekstrarstjóra bensínstöðva hjá 01-
aukast við þessa ákvörðun sjóðfé-
lagans.
I þriðja lagi getur sjóðfélagi
ákveðið að iðgjald vegna hans sem
myndar t.d. ellilífeyrisréttindi renni
allt að hálfu til þess að mynda sjálf-
stæð réttindi fyrir maka hans.
Gæti aukið skuldbindingar sjóða
í ákveðnum tilvikum
Hrafn Magnússon, framkvæmda-
stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða,
sagði aðspui'ður í samtali við Morg-
unblaðið, að menn væru skammt á
veg komnir með að útfæra reglur í
sambandi við þennan möguleika
samkvæmt lögunum að skipta lífeyr-
isréttindum milli hjóna. Fyrstu tvær
leiðimar, þ.e. skipting lífeyris-
greiðslna og skipting áunninna líf-
eyrisréttinda, hafi ekki í fór með sér
neinar breytingar á skuldbindingum
íufélaginu hf. - Esso, hefur rekstur
bensínstöðvanna á Raufarhöfn,
Kópaskeri og fleiri smærri stöðum
á landsbyggðinni verið erfiður.
Grípa verði til einhverra ráða. Segir
hann að í stað þess að loka alveg
þessum stöðvum hafi verið ákveðið
að halda þeim opnum með takmörk-
uðum afgreiðslutíma. Opið er fjóra
tíma á dag, frá klukkan 12 til 16,
sjóðanna, en þriðja leiðin geti gert
það, einkum ef um dæmigerða karla-
sjóði sé að ræða, þar sem karlmenn
afli sér almennt meiri lífeyrisrétt-
inda um starfsævina en konur og
meðalævilengd kvenna sé lengri en
karla.
Haukur Hafsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins, sem er einn stærsti
lífeyrissjóður landsins, sagði að þess-
ar reglur giltu jafnt um lífeyrissjóði
opinberra starfsmanna og aðra sjóði.
Hins vegar væri ekki búið að útfæra
reglur sjóðsins hvað þetta varðaði,
en þetta ákvæði ætti ekki að taka
gildi fyix en í vor. Fáar fyrirspurnir
hefðu borist sjóðnum varðandi þessi
atriði, enda hefði þessi möguleiki lít-
ið verið kynntur og fólk varla enn
búið að átta sig á að hann væri fyrir
hendi.
nema sunnudaga en þá er alveg lok-
að. Unnt er að kalla út afgi'eiðslu-
mann utan afgreiðslutíma en það
kostar 700 krónur. Pálmar segir að
heimamenn geti gengið að þessum
afgreiðslutímum vísum og ef að-
kallandi mál kæmu upp væri alltaf
hægt að kalla út fólk.
Pálmai' segir að það sé stefna 01-
íufélagsins hf. að koma upp sjálfsöl-
um á þessum stöðum en ekki sé bú-
ið að ákveða hvenær. Yrði þá unnt
að fá afgreitt eldsneyti allan sólar-
hringinn. Segir hann að takmarkað-
ur afgreiðslutími sé því millibils-
ástand.
Pálmar Viggósson segir að Olíu-
félagið hf. hafi sinnt landsbyggðinni
vel og stefnan sé að halda því
áfram. „Almennt má segja að þró-
unin í smærri byggðarlögum sé sú
að verslun og þjónusta sameinist
undir einu þaki, með því verða
rekstrareiningarnar hagkvæmari
og þjónustan betri. Því miður hefur
það ekki enn gengið á þessum stöð-
um,“ segir Pálmar og vísar til Rauf-
arhafnar og Kópaskers í því efni.
Víða erfiðleikar
Einnig eru ei'fíðleikar í rekstri
margra útsölustaða á landsbyggð-
inni hjá hinum olíufélögunum,
Skeljungi og Olís. Þar hefur af-
greiðslutími ekki verið takmarkað-
ur en útsölustöðum hefur fækkað.
Sums staðar hafa verið settir upp
sjálfsalai' í stað almennra bensín-
stöðva. Thomas Möller, fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs þjón-
ustustöðva Olís, segir að þótt dýrt
sé að dreifa eldsneyti langar leiðir
hafí ekki verið farin sú leið að
hækka verðið úti á landi. Hann seg-
ir að það segi sig sjálft að rekstur-
inn sé erfiður þegar örfá hundruð
manns séu um bensínstöð eins og
víða hátti til.
Margrét Guðmundsdóttir, for-
stöðumaður hjá Skeljungi, segir að
rekstur bensínstöðva úti á landi sé
víðast hvar í höndum sjálfstæðra
rekstraraðila. Hún segir að þeir
séu yfirleitt með verslanir eða sölu-
turna í stöðvunum og hafí þurft að
mæta aukinni samkeppni á því
sviði. Hún segist ekki vita til þess
að afgreiðslutíminn hafi verið tak-
markaður, heldur þvert á móti,
menn hafi sums staðar mætt auk-
inni samkeppni með því að hafa op-
ið lengur.
------------------
Tíu nýir millj-
ónamæringar
HAPPDRÆTTI Háskólans dró í
gær út tíu nýja milljónamæringa.
Dregnir voru út tíu vinningar að
andvirði ein milljón króna og dreifð-
ust vinningarnir víða um land. Fjór-
ir vinningshafanna eru búsettir í
Reykjavík, tveir á Akureyri, einn í
Garðabæ, Borgarnesi, á Djúpavogi
og í Vestmannaeyjum.
UM eina klukkustund tök að ná ökumanninum úr Volvo-bflnum.
Hjón geta skipt með ser
lífeyrisréttindum frá 1. maí
íslenska kvennalandsliðið i
handknattleik mætir Rússum/B4
Enn hriktir í stoðum Alþjóða
Ólympíuhreyfingarinnar/B2
A LAUGARDOGUM :
f Ih Q •
LLiIDOii ;
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is