Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 57%.
MARÍA DÓRÓTHE
JÚLÍUSDÓTTIR
+ María Dóróthe
Júlíusdóttir
fæddist í Keflavík
hinn 24. janúar
1915. Hún lést á
heimili sínu í Kefla-
vík 2. janúar síðast-
liðinn og fór útfor
hennar fram frá
Keflavíkurkirkju 9.
janúar.
Margar á ég
minningarnar um hana
mömmu mína. Góðvild
myndi vera rétta orðið
til að lýsa henni. Hún var gestrisin
og hafði gaman af því að hafa fólk í
kringum sig. Hjá mömmu var stutt í
hláturinn og hló hún oft svo innilega
að tár runnu úr fallegu, hlýju og
brúnu augunum hennar og þá
klappaði hún saman lófunum af
gleði og ánægju. Mamma var mjög
barngóð kona og margir eiga
minningar frá því að hún var að
passa og hlúa að þeim. Þegar
mamma var heima með bömin sín
fjögur var oft bakað fram á nótt,
sértaklega á sumrin, og man ég
eftir því þegar við fórum í
heimsóknir til Kötu vinkonu hennar
klukkan tvö að nóttu, enda bjart úti
og gott veður. Ég hef ætíð verið
stolt af mömmu minni, hún var svo
falleg og góð kona.
Ég var oft í sveit á sumrin og
þegar ég kom heim bakaði mamma
kökur og bjó til kakó, þetta eru
bestu heimkomur sem ég man eftir.
Mamma hrósaði mér og byggði
sjálfstæði hjá mér, sem hefur verið
mér mikilvægt veganesti í lífmu því
ég hef búið lengi erlendis og ekki
haft fjölskylduna nálægt mér.
Þegar mamma vann úti hafði hún
mikla ánægju af samverunni við
vinnufélagana. Sértaklega man ég
eftir hvað það var létt yfir henni
þegar hún vann hjá Einari Sveins
og í
Alýðubrauðgerðinni.
Ég á líka góðar
minningar frá Túngötu
12, þar sem mamma og
pabbi þjuggu, líka frá
húsinu á Hafnargötu
6A. Amma Sigríður og
hennar fjölskylda áttu
heima rétt hjá okkur
og sagði amma oft að
hún mamma réðist
ekki á garðinn þar sem
hann væri lægstur.
Þegar ég spurði hana
hvað hún ætti við sagði
hún að mamma væri
alltaf reiðubúin að hjálpa fólki
hvernig sem stæði á.
Mamma saumaði og prjónaði og
hélt hún því áfram alveg fram á
síðustu daga. Allir í fjölskyldunni
eiga líka eitthvað prjónað eða
saumað eftir hana. Mamma hafði
mikla ánægju af því að ferðast. Kom
hún oft og heimsótti mig til
Bandaríkjana með pabba og voru
þau þá oftast með fullt af fólki með
sér. Hún ferðaðist líka mikið
innanlands með Sverri og Gústu og
einnig honum Óla bróður. Oft var
tjaldað í Hagavík og fannst mömmu
það mjög gaman. Eins fórum við oft
í heimsóknir á sumrin til Elísabetar
Sveinsdóttur móðursystur mömmu
sem átti sumarbústað í Fagradal.
Man ég vel hve mamma var kát
þegar hún fór að ná í vatn í
brunninn og þegar hún sýndi mér
hvemig ætti að hita straujámið í
kolavélinni. Oftast var fjölmennt í
þessum ferðum; Margrét amma var
þar í eitt sinn, líka Sigga Ella,
Denni, Sverrir, Gunna og Leifur
vom gestgjafar okkar og mikið
stuðningsfólk.
Já, margar eru þær
minningarnar um hana elsku
mömmu mína. Hve dæmalaus hún
var og hve jákvæð. Aldrei heyrði
maður hana dæma nokkum mann,
MINNINGAR
nema kannski segja „hann er góður
drengur“. Mömmu þótti líka alltaf
svo gaman að syngja og hafði hún
mikið dálæti á sálmasöng. Mesta
ánægju hafði hún þó af
fjölskyldunni sem hún hélt utanum
og henni var mikið í mun að öllum
liði vel og að allir væm heilbrigðir.
Bestu þakkir og saknaðarkveðjur
sendir hann Bill þú varst honum
alltaf sem mamma.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guð sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í fríði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði.
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem)
Þín
Gréta.
Okkur langar að minnast ömmu
okkar sem kvaddi þetta líf
skyndilega annan dag þessa árs. í
okkar augum var hún meira en bara
amma, hún var alltaf til staðar
þegar við þurftum á að halda.
Það var oft fjölmennt heima hjá
ömmu og afa á Sólvallagötu 12 og
fyrstu hjúskaparár foreldra okkar
bjuggum við hjá þeim þannig að
hún var okkur líka sem móðir og
eftir að þau fluttu á Suðurgötuna
var það eins og okkar annað heimili.
Maður gat alltaf farið til ömmu
og þar var dekrað við mann á allan
hátt. Amma var aldrei iðjulaus,
annaðhvort að prjóna eða stússa í
eldhúsinu, hún stjanaði við alla sem
komu og var oft mjög gestkvæmt.
Hún hafði oft miklar áhyggjur af
fjölskyldunni en alltaf var stutt í
hláturinn og léttleikann og mest
þegar afi var að gantast.
Hjónaband þeirra var langt og
farsælt, þau hefðu átt 56 ára
brúðkaupsafmæli hinn 23. jan.
Einhvem tímann var afi spurður að
því hver væri lykillinn að þeirra
góða hjónabandi og svarið var
einfalt en samt svo mikill
sannleikur: „Að vera þolinmóð við
hvort annað.“
Það var okkur mikið áfall að
missa ömmu því þrátt fyrir háan
aldur bjuggu þau enn heima og sáu
um heimilið sjálf og hún var nýbúin
að prjóna peysu á yngsta
barnabamabarnið.
Eftir að við uxum úr grasi hafa
börnin okkar fengið að njóta
góðmennsku hennar og fannst þeim
alltaf jafn gaman að fara til Maju
ömmu og fá kökur.
Hún gaf okkur meira en við
getum nokkúrn tímann endurgoldið
og emm við ævinlega þakklátar.
Blessuð sé minning hennar.
Pú, Kristur, ástvin alls, sem lifir,
ert enn á meðal vor.
Þú ræður mestum mætti yfir
og máir dauðans spor.
Þú sendir kraft af hæstu hæðum,
svo himinvissan kveikir líf í æðum,
og dregur heilagt fortjald frá.
Oss fegurð himins birtist þá.
Þín elska nær til allra manna,
þótt efmn haldi þeim,
og lætur huldar leiðir kanna
að ljóssins dýrðarheim.
Vér skulum þínir vottar vera
og vitnisburð um stórmerki þín bera,
því þú ert eilíf ást og náð
og öllum sálum hjálparráð.
(V.V.Snævarr.)
Elsku afi, pabbi, Gréta, Ósk og
Óli, megi Guð blessa ykkur og gefa
ykkur styrk.
Hjördís og Margrét
Einarsdætur.
Elsku amma, það er erfitt að
þurfa að kveðja þig í byrjun nýja
ársins, en við reynum að muna að
þetta er ný byrjun fyrir þig líka. Við
þökkum af öllu hjarta fyrir allar
gleðistundirnar sem við áttum með
ykkur afa bæði á Islandi og í‘
Bandaríkjunum. Þú varst alltaf að
baka, prjóna eða hjálpa öðrum, þú
og afi voruð alltaf svo létt í lund.
Margar ógleymanlegar minningar
eigum við þegar við hlógum dátt og
skemmtum okkur bæði á
ferðalögum og heima. Það er
dásamlegt að hafa haft tækifæri til
að eiga svona ömmu eins og þig. Við^
ætlum að setja niður tré í þínu nafni
sem tákn um ást þína og umhyggju.
Þá geta Bryndís og Kelsae séð
hvemig kærleikur þinn, elsku
amma, heldur áfram að vaxa þótt
þær geti ekki séð þig. Bless, elsku
besta amma í heimi, við munum
lengi sakna þín.
Vertu, Guð faðir, faðir minn
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr.Pét) ^
Billy, María, Tony, Liz,
Keith, Eiríkur, Linda,
Bryndís og Kelsae.
Elsku amma, ég vildi bara nota
tækifærið og segja þér hvað mér
þykir vænt um þig og að ég dái þig
af öllu hjarta. En nú eins og smellt
væri fingri ertu horfin í þann góða
heim Drottins. Það er sárt að segja
en einhvern tímann verðum við öll
að kveðja, en amma það er svo sárt,
því enginn er tilbúinn að missa
ástvin.
Allar minningarnar sem þú gafst
mér, elsku amma mín, mun ég
ávallt varðveita. Þú varst fyrsti
faðmurinn er ég kom í heiminn og '
heimili ykkar var mitt annað heimili
á yngri árum. Alltaf var jafngott að
vera hjá ykkur afa. Alltaf fannst
mér gott að koma í heimsókn til
ykkar, elsku amma mín. Því eitt
bros frá ykkur gat birt upp
heimminn fyrir mér. Elsku afi
minn, megi Guð blessa þig og
styrkja í þessari miklu sorg.
Elsku amma, ég vil kveðja þig
með þessum orðum:
Láttu Guðs hönd þig leiða hér, <
lifsreglu halt þá bestu,
blessuð hans orð, sera boðast þér,
í bijósti og hjarta festu.
(Hallgr. Pét.)
Þitt ömmubarn
María.
GUÐRÍÐUR BJÖRG
JÚLÍUSDÓTTIR
+ Guðríður Björg
Júlíusdóttir var
fædd á Hóli í Bol-
ungarvík 25. apríl
1915. Hún lést á
Sjúkrahúsi Bolung-
arvíkur 15. janúar
siðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðrún Sig-
ríður Guðmunds-
dóttir frá Bæ í Tré-
kyllisvík, f. 10.
ágúst 1879, d. 28.
mars 1936, og Júlí-
us Jón Hjaltason frá
Nauteyri við Djúp,
f. 27. maí 1877, d. 2. febr. 1931.
Hún var næstyngst sjö alsystk-
ina auk einnar hálfsystur. Þau
voru: Steinunn Sigrún, Hall-
grímur, Eyjólfur Ellert, Guð-
mundur Magnús, Kristján Karl
og yngst er Stefanía Ósk sem
ein lifir þeirra systkina. Fyrir
átti Július dótturina Sigureyju.
Hinn 4. ágúst 1947 giftist
Guðríður eftirlifandi eigin-
manni sínum, Guðfinni Jakobs-
syni frá Reykjafirði í Grunna-
víkurhreppi, f. 13. júní 1915.
Synir þeirra eru: 1) Guðmundur
Ketill, f. 15. des. 1947, kona
hans er Þuríður
Pétursdóttir, f. 23.
apríl 1947, dóttir
þeirra er Auður Al-
fífa, f. 22. maí 1980.
Áður átti Guðmund-
ur Ketill soninn
Bjarna Frey, f. 6.
júní 1973, hans
kona er Ásta
Tryggvadóttir og
sonur þeirra Guð-
finnur Tryggvi, f. 9.
jan. 1996. 2) Hall-
grímur, f. 16. nóv.
1950, hans kona er
Geirþrúður Sig-
hvatsdóttir, f. 11. júní 1953, og
börn þeirra eru Ægir Freyr, f.
18. nóv. 1992, og Margrét
Björg, f. 20. ágúst 1994. Fyrir
átti Hallgrímur soninn Þór Fjal-
ar, f. 5. maí 1973.
Guðríður og Guðfinnur hófu
búskap í Reykjafirði í Grunna-
víkurhreppi 1948 og bjuggu þar
til ársins 1959 er þau fluttu til
Bolungarvíkur og hafa búið þar
síðan.
títför Guðríðar Bjargar fer
fram frá Hólskirkju í Bolungar-
vík í dag og hefst atliöfnin
klukkan 14.
Hún Gauja frænka er dáin. Mig
langar að minnast frænku minnar
með örfáum orðum.
Þegar ég var átta ára var ég send
í sveit i Reykjafjörð, sem var mjög
afskekktur og einangraður staður,
en þvílíka fegurð og frelsi er varla
hægt að hugsa sér.
Eg fór stundum með kaffið út á
Hlein til Finna frænda í ullarsokk-
um og þverröndóttu peysunni sem
frænka prjónaði á mig og strákana
sína, man ég hvað ég var hrædd við
kríuna á leiðinni.
Gauja var mikil prjónakona, þeir
eru ófáir fallegu sokkarnir með
rósinni sem hún prjónaði. Ég held
að mér sé óhætt að segja að hún
hafi gefið allri ættinni slíka sokka.
Oft kom hún í heimsókn til mín og
ef hún sá götóttan sokk tók hún
hann með sér heim og stoppaði í
hann bæði á réttunni og röngunni.
Á kvöldin þegar ég, Ketill og Halli
vorum háttuð þá máttum við ekki
fara að sofa fyrr en við vorum búin
að fá spenvolga mjólk að drekka.
Þau eru ófá börnin sem verið hafa í
sveitinni hjá Gauju frænku og
Finna frænda.
Þegar við hjónin vorum að
byggja húsið okkar þá misstum við
íbúðina sem við leigðum, þá kemur
Gauja til okkar og mátti hún ekki
heyra það nefnt að við færum að
leigja einhvers staðar, við gætum
bara flutt heim til þeirra sem við
gerðum og létu þau okkur eftir
svefnherbergi sitt í heilan vetur.
Þá vorum við búin að eignast tvo
eldri syni okkar, þá Kristján og
Jóhann, en þeir hafa alltaf verið í
miklu uppáhaldi hjá þeim. I hvert
skipti sem þeir hittu frænku sína
þá sagði hún „eru þetta ekki ljóss-
ins ljósin hennar frænku sinnar"
og faðmaði þá um leið. Þeir fengu
líka að fara í sveitina með frænku
og frænda og hafa þeir oft minnst
þess síðan.
Mér hefur alltaf fundist Gauja og
Finni svo mikið skyld mér, enda
systkini foreldra minna og hef ég
svo sannarlega fengið að njóta þess
því að þau hafa alltaf viljað allt fyrir
mig gera.
Að leiðarlokum vil ég og fjöl-
skylda mín þakka frænku minni allt
og allt.
Elsku Finni, Ketill, Halli og fjöl-
skyldur, megi Guð vera með ykkur.
Nú legg ég augun aftur,
6 Guð þinn náðarkraftur
mínverivörnínótt.
Æ virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Björg frænka.
Við kynntumst Guðríði Júlíus-
dóttur móðursystur okkar, eða
Gauju frænku eins við kölluðum
hana, ekki fyrr en á fullorðinsárum.
Móðir okkar, Stefanía Ósk Jóns-
dóttir, var tekin í fóstur austur á
land á ungaaldri. Foreldrar móður
okkar og systkini bjuggu vestur á
fjörðum, lítill samgangur var við
fjölskylduna vegna þess hve sam-
göngur voru erfiðar á milli lands-
hluta.
Gauja frænka kom nokkrum
sinnum í heimsókn austur, fyrst
þegar við vorum lítil en síðan ekki
aftur fyrr en við vorum á fullorð-
insárum. Hún var einstaklega
frændrækin og lagði mikið á sig
við að halda sambandi við alla sína
ættingja. Við eigum hlýjar minn-
ingar frá ferðum okkar til Bolung-
aiv'íkur og Reykjafjarðar nyrðri
þar sem við nutum gestrisni þeirra
hjóna Gauju og Finna. Reykja-
fjörður var sumardvalarstaður
þeirra hjóna eftir að þau brugðu
búi. Það sem okkur er minnisstæð-
ast frá ferðum okkar vestur er
maturinn sem var á borðum. Þar
var m.a boðið upp á súrsaða sels-
hreifa og selspik. Okkur systkin-
unum gekk illa að aðlagast þessum
mat en þeim mun betur gekk hann
ofan í maka okkar.
í Reykjafirði var rekaviði safnað
saman úr nærliggjandi \Tkum og
síðan var hann sagaður niður í
staura og byggingarefni og komið í
verð eða smíðað úr honum. Sund-
laug með náttúi-ulegu jarðhitavatni
var við húsið og heitur pottur,
þannig að í okkar augum voru
heimsóknir til Gauju í Reykjafjörð
ævintýri út af fyrir sig.
Gauja var alla tíð einstaklega
gjafmild. Hún kom jafnan færandi
hendi ef hún átti leið til Reykjavík-
ur, færði okkur öllum handprjón-
aða lopasokka með áttablaða rós
sem hún prjónaði og ósjaldan kom
hún með óbarinn vestfirskan harð-
fisk sem er í miklu uppáhaldi.
Eftir að móðir okkar flutti til
Reykjavíkur 1988 urðu samskipti
þeirra systra mun meiiT þar sem
Gauja bjó gjai-nan hjá móður okkar
á ferðum sínum suður. Samskipti
okkar systkinanna við hana jukust
að sama skapi og áttum við margar
ánægjulegar stundir með henni.
Gauja sýndi börnum okkar alltaf
einstaka athygli og hlýju. Síðustu
árin kom Gauja oft vegna veikinda
sinna til Reykjavíkur. Við sáum
henni hraka þó hún bæri sig vel.
Þrátt fyrir þetta var velferð okkar-*
hinna henni alltaf efst í huga. Á
þessari stundu viljum við senda
Guðfinni, sonum, tengdadætrum og
barnabörnum okkar innilegustu
samúðarkveðj ur.
Börn Stefaníu og Þórarins
frá Eiðum.
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarai-degi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útfór er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á fóstudag. I mið-
vikudags-, fimmtudags-, fostu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eft-
ir að skilafrestur er útranninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan
hins tiltekna skilafrests.