Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.01.1999, Blaðsíða 43
42 LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 43 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ORORKUBÆTUR OG EIGNIR IMORGUNBLAÐINU í fyrradag var frá því skýrt, að ákveðnar uppbætur á lífeyri skerðist þegar bótaþegi hefur náð því marki, að eiga 2,5 milljónir króna í peningum eða verðbréfum. Tilefni fréttar blaðsins um þetta efni var bréf, sem örorkulífeyrisþegi birti í fréttabréfi Geðhjálpar. I bréfi þessu segir m.a.: „Ég hef verið öryrki frá 1971, þegar ég var 17 ára og á því engan rétt á lífeyrissjóði. Allan þennan tíma hef ég lagt fyrir af bótunum. Sem dæmi um sparnað má nefna, að ég hef aldrei átt bíl, aldrei komið til útlanda og aldrei keypt áfengi eða tóbak. Lengi vel brann sparnaðurinn upp í verðbólgunni en á síðustu árum hefur safnast svolítill sjóður sem ég hyggst nota til að mæta óvæntum útgjöldum.“ Síðan segir bréfritari frá því, að vegna þessa sparnaðar hafi bætur hans lækkað um 13 þúsund krónur á mánuði og honum sé ætlað að lifa á 39 þúsund krónum á mánuði. í samtali við Morgunblaðið sagði Guðni Ágústsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í heilbrigðis- og trygginganefnd Al- þingis, að þetta kæmi sér á óvart og bætti við: „Ég hafði ekki áttað mig á þessu og tel, að það þurfi að vera fullt samræmi og jafnræði, hvort sem menn eiga peningalegar eignir eða eignir af öðrum toga. Mín fyrstu viðbrögð eru að þetta mál þurfi að athuga.“ Sæmundur Stefánsson, upplýsingafulltrúi Tryggingastofn- unar, segir, að hugsunin á bak við skerðingu uppbótarinnar sé sú, að eigi menn meira en 2,5 milljónir króna í peningum eða verðbréfum hafi viðkomandi náð þeirri peningalegu eign, að hann geti vel séð fyrir sér. I viðtali við Morgunblaðið í dag bendir Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, á, að þessi regla eigi sér langa sögu og sé því ekki ný. Kjarni málsins er auðvitað sá, að nú orðið er ekki hægt að leggja ólíkt mat á eignir manna eftir því, hvort þær eru í peningum eða einhverju öðru. Pegar fjármagnstekjuskattur var tekinn upp var lögð áherzla á það af hálfu Alþingis, að skattleggja yrði eignatekjur með sama hætti, hvort sem um væri að ræða peningaeignir, verðbréf, fasteignir eða annars konar eignir. I þessu fólst að veruleg skattalækkun varð á sumum eignatekjum um leið og skattur var tekinn upp á öðr- um eignatekjum. I þessu skiptir máli, að hið sama gildi um allar tegundir eigna. Sama jafnræði í meðferð eigna hlýtur að koma til sögunn- ar, þegar um er að ræða greiðslu á bótum almannatrygginga. Ef bætur eiga að skerðast þegar bótaþegi hefur náð ákveðnu marki í eignum á ekki að skipta máli í hvaða formi eignin er. Pað er vissulega rétt, sem fram kemur í ummælum ráðherr- ans í Morgunblaðinu í dag, að það getur verið erfítt að meta fasteignir til verðs m.a. eftir því hvar þær eru á landinu. En það breytir ekki því að alla daga er verið að meta fasteignir til verðs og það mat er lagt til grundvallar bæði veðsetningu og sölu svo að dæmi séu nefnd. En jafnframt er augljóst, að í því er fólgið ákveðið rang- læti, að örorkulífeyrisþega sé refsað fyrir að spara. Þótt mörgum muni þykja ótrúlegt að yfírleitt sé hægt að spara nokkuð af örorkubótum breytir það ekki því, að þegar slíkur sparnaður er fyrir hendi eru engin haldbær efnisleg rök fyr- ir skerðingu bóta. Sú var tíðin, að ekki var lögð eins mikil áherzla á jafnræði á öllum sviðum eins og nú. En tímarnir hafa breytzt. Jafn- ræðiskrafan er nú svo sterk, að það má spyrja, hvort mis- munun af þessu tagi mundi standast fyrir dómstólum. Pað er því full ástæða til að hvetja ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála til að breyta þessum reglum. Pótt reglur geti átt sér langa sögu á að breyta þeim, ef augljóslega eru engin rök fyrir að viðhalda þeim. Það gildir einu, hvort um er að ræða skattlagningu fjár- magnstekna eða greiðslu örorkubóta. Það á ekki að gera upp á milli sparnaðarforma. Oryrki, sem á sparnað í peningaleg- um eignum á ekki frekar að þurfa að sæta skerðingu bóta en sá öryrki, sem geymir sparnað sinn í fasteign. STEFNURÆÐA CLINTONS STEFNURÆÐA Clintons, Bandaríkjaforseta, fyrr í vik- unni var athyglisverð. Forsetinn lagði áherzlu á eflingu almannatryggingakerfísins, umbætur í heilbrigðismálum og jafnframt hvatti hann til þess, að tóbaksframleiðendur en ekki skattgreiðendur borgi þann kostnað, sem einstaklingar og samfélagið hafa af framleiðslustarfsemi þeirra. Þessi áherzluatriði í ræðu Bandaríkjaforseta, sýna, að þrátt fyrir erfiðleika hans vegna Lewinsky-málsins hefur hann ekki hvikað frá því markmiði, sem hann setti sér í kosn- ingabaráttunni fyrir sex árum, að berjast fyrir varanlegum umbótum í bandarísku þjóðfélagi. Slíkra umbóta er þörf. Magnús Pétursson forst.jóri stóru s.júkrahúsanna í Reykjavík greinir frá áherslum í nýju starfí yrði hjá stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík, yrði nokkurs konar fyrirmynd fyrir landið allt. „Það gæti hjálpað til - við skulum ekki segja meira - að það yrði samræming á landinu.“ Magnús sagði að þetta gæti orðið fjárfrekt, en ' vildi ekki nefna neinar tölur. Móta þróun og áætlanir til næstu fímm til tíu ára „Þriðja málið er þróun og áætlunarstarf fyrir starfsemi sjúkrahúsanna til næstu fímm til tíu ára eða svo,“ sagði hann. „Þetta er í raun að byrja. Menn eru að ræða skipulagsmál í kringum Land- spítalann og það þarf að gefa því fullan gaum.“ Magnús kvaðst vilja blása lífi í þróunar- og áætl- unardeild, sem áður hefði verið starfandi undir for- stjóra ríkisspítalanna. „Sú starfsemi var hugsuð í sérgreind verkefni og ætlað að horfa til framtíðar,“ sagði hann. „Ég vil að þetta fái einhverja vigt. Það þarf að meta hvort hlutir gangi eða gangi ekki og jafnframt brydda upp á nýjungum." Fjárhagsstaða sjúkrahúsanna hefur verið viðvar- andi vandamál. Jafnframt samningi borgarinnar og ríkisins um yfirtökuna var ákveðið að sjúkrahúsin fengju á fjáraukalögum 500 milljónir króna til að taka á fjárhagsvanda liðinna ára. Magnús kvaðst ekki geta sagt til um hvort þetta væri nóg til að taka á vandanum, en sagði að viðskilnaðurinn við síðasta ár hefði, með aukafjárveitingum á fjárauka- lögum, verið allþokkalegur. Rekin miðað við meiri útgjöld en fjárveitingar standa undir „Starfsemin er rekin miðað við meiri útgjöld núna en fjárveitingar standa undir, en vissulega er sameiginlega einhver halli á sjúkrahúsunum," sagði . hann. „Hann er þó minni en verið hefur undanfarin tímabil og ekki þannig að hann sé úr hófi. Um þetta ár má hins vegar segja sem svo að það séu verkefni tii að fást við. Þar er almennur rekstur, kostnaðar- hækkanir lyfja og svo framvegis. En það eru einnig önnur mál af sértækum toga og þá einkum tölvu- vandinn, sem tengist árinu 2000. Það mál enim við að athuga sameiginlega núna. Það er ekki nokkur vafi að það eru vandamál, sem munu kosta peninga. Það þarf að vera tryggt að sjúkrahúsin gangi hér um aldamót og lækningatæki stöðvist ekki. Menn eru nú að flokka hvað sé lífshættulegt og hvað ekki, þannig að í febrúar höfum við heildarsýn yfir stöð- una. Jafnframt er alveg ljóst að gera þarf vissar breytingar. Einhver tæki þarf að lagfæra og jafnvel endurnýja og síðan eru hugbúnaðarkerfi sem þarf að lagfæra og að minnsta kosti stilla þegar að ára- mótum kemur.“ Hann sagði að það þyrfti að taka á vinnutímatil- skipun Evrópusambandsins, sem ekki væri hægt að setja verðmiða á. Það málefni hefði áhrif bæði hjá læknum og hjúkrunarstéttum og ekki væri séð fyr- ir endann á þeim. Til þess hefur verið tekið að Magnús kom úr stöðu ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins í starf forstjóra yfir báðum stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík. Hann sagði hins vegar að ekki bæri að lesa í ráðningu sína að nýtt viðhorf væri komið fram til fjárhagsvanda sjúkrahúsanna. í mestu ljónagryfju íslands? „Ég veit hins vegar nokkurn veginn hvernig best • er að halda á málinu gagnvart fjárveitingavaldinu," sagði hann. Haft hefur verið á orði að hann hefði, með því að taka að sér forstjórastarfið, sjálfviljugur hætt sér í mestu ljónagryfju íslands, en hann vildi ekki taka undir þá lýsingu. „Sjálfviljugur er ég, en ég skal ekki dæma um það hvort þetta er mesta ljónagryfja landsins,“ sagði hann. „En fyrirtækið er stórt, flókið og marg- þætt og starfsmenn mjög hæfir. Það sem gerir það ekki einfaldara er að þetta skuli vera sett upp sem tvö kerfi hlið við hlið.“ Hann kvaðst undanfarið hafa rætt við stjórnir, framkvæmdastjómir og helstu yfii-menn. Jafnframt væri hann að kynna sér og heimsækja deildir spít- alanna og hefði sér verið tekið ljómandi vel. „Eitt þarf einnig að vera ljóst,“ sagði hann með áherslu. „Ég er ekki í fjármálaráðuneytinu lengur. * Ég sleppti öllum verkum þar á gamlársdag og nú er ég hér óskiptur.“ Ekki upptekinn af sameiningartali En hvað hefur nýtt fyrirkomulag á rekstri sjúkrahúsanna í Reykjavík í för með sér? „Hér er á ferðinni margþætt og hlaðið mál,“ sagði hann. „Þýðir þetta sameiningu á stofnunum eða eru menn opnir fyrir nýjungum, til dæmis að kljúfa starfsemi út, auka sjálfstæði eða bara einka- væða? Ég get alveg sagt það að ég er ekki mjög upptekinn af þessu sameiningartali og spurning- unni um eitt hús eða tvö. Þetta verða alltaf tvö hús. En ég er mjög áfram um að það verði skoðað hvaða , starfsemi er skynsamlegt og hagkvæmt að flytja undir aðrar reglur í rekstri þannig að það verði sett meira yfir á viðskiptaform. Vísir er nú þegar að þessu og má þar benda á apótek Sjúkrahúss Reykjavíkur. I þessum efnum hlýtur að koma til skoðunar hvort breyta megi rekstri röntgenstarf- semi, enda komin samkeppni með einkastofunni í Domus Medica. Þá verður rannsóknastarfsemi einnig athuguð í þessu tilliti." MAGNÚS Pétursson, forstjóri stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík, hefur undanfamar vikur verið að kynna sér starfsemi sjúkrahúsanna og ræða við starfsmenn þeirra og stjómendur. Hann hefur nú markað stefnu þar sem hann hyggst leggja áherslu á þrjú meginatriði, starfsmannamál, upplýsingamál og þróun og áætl- unarstarf. Sagði hann að meðal annars þyrfti að kanna rekstrarform ákveðinna sviða, til dæmis með tilliti til einkavæðingar. Nefndi hann þar röntgen- deild og rannsóknir. Staða Magnúsar varð til þegar ríkið og Reykja- víkurborg sömdu um það 17. desember að hið opin- bera tæki við fjárhagslegri ábyrgð af rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur af borginni. Magnús sagði að í samningnum, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og fjáimálaráðherra gerðu fyrir hönd ríkis við Ingibjörgu Sólránu Gísla- dóttur, borgarstjóra í Reykjavík, væri í 1. grein fjallað um yfirtökuna á öllum fjárskuldbindingum sjúkrahússins frá og með 1. janúar 1999 og hvernig eigi að stjórna. Yfírtakan óumdeild „Yfirtakan er óumdeild,“ sagði Magnús. „Ríkið er þar með orðið ábyrgt fyrir rekstri Sjúki-ahúss Reykjavíkur. Síðan kemur millispilið, hvemig á að stjóma þessari stofnun þetta ár. Það er gert með því að viðhalda sjálfstæðri stjórn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, sem nefnist starfstjórn og hefur sitt erindisbréf. Hún starfar í umboði heilbrigðisráð- herra og undir henni starfar síðan forstjóri, fram- kvæmdastjóri og svo framvegis samkvæmt gamla skipulaginu." í samningnum segir að starfsstjórnin muni starfa í umboði ráðherra þar til ný stjórn rík- isspítala verði kjörin, sem verði eigi síðar en 20. desember á þessu ári. Magnús sagði að hjá Landsspítalanum væri stjórnamefnd ríkisspítala, sem er skipuð að lögum og starfar undir henni forstjóri, framkvæmdastjóri og stjórnskipulag það sama og var áður. Samvinnunefnd skipuð og fengið umboð í lok þessarar 1. greinar segir síðan að ráðherra skipi samvinnunefnd, sem í eigi sæti fulltrúai- stjómar ríkisspítala og starfsstjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur, forstjóri og framkvæmdastjórar sjúkrahúsanna. Þessi nefnd var skipuð á miðviku- dag og fékk erindisbréf á fimmtudag. Magnús var settur formaður nefndarinnar og sitja í henni að auki Jóhannes Pálmason, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, og Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri Landspítalans, læknaforstjórar beggja stofnana, Jóhannes Gunnarsson fyrir hönd Sjúkrahúss Reykjavíkur og Þorvaldur Veigar Gunnarsson fyrir hönd Ríkisspítalanna, hjúkranar- forstjórar sjúkrahússanna, Ema Einarsdóttir hjá SHR og Anna Stefánsdóttir hjá Ríkisspítölunum, og Kristín Einarsdóttir, stjórnarformaður starfs- stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur, og Guðmundur G. Þórarinsson, formaður stjórnarnefndar Ríkis- spítalanna. Samráðsvettvangur sjúkrahúsanna í erindisbréfinu segir að nefndin skuli vera sam- ráðsvettvangur og eigi hún að fjalla um mál, sem heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti vísi til hennar, málefni, sem stjómir og framkvæmdastjórnir sjúkrahúsanna óski eftir að verði fjallað um, mál, sem varði starfsemi beggja sjúkrahúsanna, og mál, sem formaður nefndarinnar kjósi að tekin verði upp á sameiginlegum vettvangi. „Þetta þýðir að þama verður ekki farið inn á launadeilur eða vandamál einstakra deilda eða starfsmanna," sagði Magnús. „Þetta er ekki vett- vangur fyrir það, enda era stjómimar áfram starf- andi á hvorum stað fyrir sig og það er þeirra verk að halda á þeim málum.“ Formlega valdalaus Hann sagði að samvinnunefndin væri formlega valdalaus vegna þess að hún væri hvergi til að lög- um. „Tilvera hennar byggist á þessari grein í samn- ingnum milli ríkisins og Reykjavíkur," sagði hann. „Það, sem menn sammælast um í þessari samvinnu, fer út í stjórnir hvors spítala fyrir sig og hríslast þar niður í kerfinu." Magnús tók undir það að þótt nefndin væri valdalaus að nafninu til væri ekki hægt að líta svo á að hún væri það í raun, því í henni sætu stjórnend- ur sjúkrahúsanna. „Éf menn era sammála er hún það ekki,“ sagði hann. „Ég er ekki upptekinn af því hvort nefndin hafi lagalega stöðu eða ekki af því sammælist menn um góða hluti þar treysti ég því að þeir komist í framkvæmd." Skýrsla faghóps hjálpleg Magnús sagði þegar ljóst hvaða verkefni nefndin myndi taka fyrir. „Þar ber fyrst að telja skýrslu svokallaðs faghóps heilbrigðisráðherra," sagði hann. „Hún fer að koma út, en hefur verið afhent sem fjölrit. Hún fjallar um mál sjúkrahúsanna og era í henni fjölmörg atriði, sem varða annaðhvort samvinnu sjúki-ahúsanna eða verkaskiptingu. Þó svo skýrslan sé skrifuð fyrir 17. desember, hjálpar hún mjög mikið við að átta sig á því hvað yfirtakan felur í sér.“ Morgunblaðið/Ásdís MAGNUS Pétursson, forstjóri stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík, telur að reynsla sín úr starfí ráðuneytisstjóra f fjármálaráðuneytinu muni nýtast sér í viðureigninni við fjárveitingavaldið. Einkavæðing röntgendeildar og rannsókna kemur til greina ✓ A stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík starfa hátt í 5.000 manns. Magnús Pétursson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjár- málaráðuneytisins, tók við stöðu forstjóra sjúkrahúsanna um áramót. Hann sagði í samtali við Karl Blöndal að skipan sín í starfíð þýddi ekki nýtt viðmót til fjárhagsvanda sjúkrahús- anna, en hann ætti að kunna að eiga við fjárveitingavaldið. Hann sagði að í skýrslunni væri fjallað um breyt- ingu á skipulagi og stjórnun sjúkrahúsa, verka- skiptingu og sameiningu sérgreina. „Sem dæmi má nefna að á báðum stöðum eru þvagskurðlækningar, taugalækningar og æða- skurðlækningar," sagði hann. „Hér er verið að segja að það sé hagkvæmt að búa til eina deild á öðrum hvoram staðnum á þessum sviðum." Hann sagði að hinn þátturinn væri að taka eldri tillögur, sem innsiglaðar voru í samkomulagi fjár- málaráðherra, heilbrigðisráðherra og borgarstjóra árið 1996 og 1997. _______ „Sumar þeirra hafa ekki komist í framkvæmd og nú er að meta þessar til- lögur í ljósi aðstæðna,“ sagði hann. „Þessi verkefni hafa þegar verið ákveðin og verða á borði nefndarinnar." Hann sagði að einnig virtist skynsam- legt að nefndin tæki á lyfjamálum. Sam- eiginlega þyrfti að standa að innkaupum ....... á lyfjum. Spumingin væri hvað hægt Væri að hafa mikla samvinnu um þessi mál: „Ég er mjög varfærinn í að tala um sameiningu og vil at- huga hversu langt er hægt að komast með því að fá menn til samvinnu." Áhersla á samræmingu gagnavinnslu Upplýsingamál munu einnig vera á borði nefndar- innar. „Hluti af því er sjúkraskráning og rekstrar- kerfi sjúkrahúsanna,“ sagði hann. „Þá má nefna kostnaðargreiningu og samræmingu gagnavinnslu.“ Veit hvernig á að halda á málum gagnvart fjárveitinga- valdi Hann sagði að síðastnefnda atriðið væri ekki síst mikilvægt vegna laga um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. „Það er það mikið ósamræmi í gagnavinnslu að það er mjög erfitt að bera spítalana saman,“ sagði Magnús. „Þegar menn spyrja á hvoram staðnum kostnaðurinn eða umönnun sjúklinga sé meiri, þá er svarið að það er ekki með góðu móti hægt að bera það saman. Þetta kemur ekki sjálfstæði spítal- anna hvors um sig við.“ Magnús sagði að bakgrunnur þessara breytinga á stjómun sjúkrahúsanna í Reykjavík væri sá að á undanförnum árum hefði verið mikil togstreita vegna fjármuna. 1986 hefði verið gert uppkast að sam- komulagi um yfirtöku, en því aldrei ver- ið hrundið í framkvæmd. „Nú taka menn þessa afgerandi ákvörðun" var borgin engu að síður enn með veika aðild að Sjúkrahúsi Reykjavíkur - rekstrarlega stjóm, en ekki ótvíræður fjárhagslegur aðili. Nú sammælast stjómmálamenn ríkis og borgar um að breyta og það gangi ekki að stöðugt sé togstreita um það hvort borgin eða ríkið beri fjárhagslega ábyrgð á umframeyðslu. Svona hefur þetta gengið í nokkur ár og nú taka menn þessa afgerandi ákvörðun." Magnús vildi leggja áherslu á að um tvær stofn- anir ríkisins væri að ræða og yfir þeim væra tvær stjórnir. Talað hefur verið um að í kjölfar samningsins um yfirtöku ríkisins á fjárhagslegri ábyrgð SHR ríki enn á ný óvissuástand á stóra sjúkrahúsunum í Reykjavík. Þetta eigi einkum við á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, þar sem erfið sameining Borgarspít- ala og Landakotsspítala sé nýlega afstaðin. „Það er íhaldssamt sjónarmið að tala um erfiða sameiningu," sagði hann. „Ef þú hins vegar lítur á afraksturinn af breytingum síðustu tíu ára - þá er ég að tala um breytingamar sem áttu sér stað í öldrunarmálum þegar Landakot varð miðstöð þeirrar starfsemi - þá hef ég ekki heyrt neinn and- mæla því að vel hafi til tekist." ________ „í rauninni var þetta af sama toga og yfirtakan nú,“ sagði hann. „Þannig hefur það verið í mörg ár að ríkið hefur borgað allan kostnað, en borgin hefur ekki viljað bera ábyrgð á rekstrinum. Borgin fór inn i spítalarekstur á seinni hluta sjötta áratugarins vegna þess að þjónusta ríkisspítalanna var ekki nóg. Reykjavík var að stækka og spurning hvernig bregðast ætti við. Sjúkrahús var stofnað á vegum borgarinnar, en síðan hefur fjárhagsleg þátttaka ríkisins alltaf verið að vaxa og frá 1990, þegar heilbrigðisstarfsemin var öll flutt til ríkisins, Bréf með launaseðlinum Magnús sagði að með næsta launaseðli starfsmanna Sjúkrahúss Reykjavíkur myndi fylgja bréf þar sem þeim yrði greint frá réttarstöðu sinni samkvæmt nýju fyrirkomulagi. Þar yrði lögð áhersla á að þeir héldu þeim réttindum, sem þeir hefðu haft undir forsjá borgarinnar og ynnu samkvæmt þeim kjai’asamningum, sem gerðir hefðu verið. „Ríkið tók allt þetta yfir,“ sagði hann. „Og ég vil að það liggi ljóst fyrir fólki. Starfsmenn eiga að vera rólegir. Þeir era í vinnunni og þeiiTa réttar- staða og kjarasamningar eru heiðraðir.“ Magnús vildi ekki gangast við því að togstreita gæti myndast milli stjórna sjúkrahúsanna og vandasamt yrði að vinna með þeim. „Ég myndi ekki segja að það væri erfitt, en svolítið flókið." Þarf að safna upplýsingum með sam- ræmdum og skipulegum hætti Þrennt sett á oddinn Magnús kvaðst hafa í hyggju að taka á þremur málum þegar í stað, starfsmannamálum, upplýs- ingamálum og þróun og áætlunarstarfi. „Með starfsmannamálum á ég ekki nauðsynlega við launasamninga og slíkt, þótt vissulega sé það hluti af þeim,“ sagði hann. „En það er fjölmargt annað, sem lýtur að starfsmönnum og þarf að færa til betri vegar. Hér á ég við hvemig starfsmaður kemur til starfa og yfirgefur vinnustað. Það þarf að taka vel á móti starfsmanni, hann þarf að fá góðar leiðbeiningar um það, sem til er ætlast af honum, hann þarf að vita hvert hann á að snúa sér. Það þarf að sýna honum umhyggju." Hann sagði að þetta ætti við um báðar stofnan- imar og játti því að í raun mætti líkja sér við þjálf- arann, sem væri að reyna að mynda liðsheild. Misjafnt hvernig haldið er utan um upplýsingar „í öðra lagi eru upplýsingamálin," sagði hann. „Hér á ég við flæði upplýsinga innan stofnananna. Þær era báðar með flóknari stofnunum að þessu _________ leyti. Það er haldið á þessum málum með svolítið mismunandi hætti á hvor- um stað fyrir sig. Ég held að það verði að setjast niður og gaumgæfa mjög vel allt sem að þessu lýtur. Nú hafa menn háleitar hugmyndir um gagnagrunn. Ég ætla ekki að taka afstöðu til hans, en það verður að vera hægt að setja hann _____ saman, safna upplýsingunum með skipulegum og samræmdum hætti og fleyta þeim áfram. Annars verður þetta hvorki fugl né fiskur. Ég vil ekki síst skoða þetta málefni vel vegna þess að það er sameiginlegt mál sjúkrahús- anna í Reykjavík og kannski annarra sjúkrahúsa einnig og heilbrigðiskerfisins í heild. Það væri ekk- ert vit í því að vera að velja margar leiðir í þessu. Ég hef þegar talað um þetta við báða spítala og menn telja að þetta sé nokkuð sem halda megi utan um sameiginlega.“ Hann sagði að svo gæti farið að sú leið, sem farin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.