Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 33. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Friðarviðræður Kosovo-AIbana og Serba ganga brösuglega Vonast eftir beinum viðræðum innan tíðar Fréttaskýrendur voru þó sam- mála um það í gærkvöld að viðræð- urnar gengju afar brösuglega og bætti sendinefnd Serba gráu ofan á svart í gær er hún fór fram á það við samninganefnd Kosovo-Aibana að hún samþykkti með formlegum hætti tíu grundvallaratriði sem Tengslahópurinn svokallaði, sam- starfsnefnd vesturvelda og Rússa, lagði fram við upphaf viðræðnanna. Sáttasemjarar sögðust hins vegar líta svo á að með því að koma til við- ræðnanna í Rambouillet hefðu deilendur í raun samþykkt þessi grundvallaratriði, sem snúa m.a. að áframhaldandi veru Kosovo innan Júgóslavíu. Sögðu fulltiúar stjórnvalda í Belgrad að ekki kæmi til greina að erlend herlið kæmu til Kosovo í því Rambouillet, Belgrad, Washington. Reuters. ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að meiri árangur hefði náðst í viðræðum um frið í Kosovo, sem nú fara fram í Rambouillet í Frakklandi, en hann hefði gert sér vonir um á þessu stigi. Lét Cook þessi ummæli falla eftir að hann og Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakk- lands, höfðu fundað með sendinefndum Kosovo-AIbana og Serba. Samn- inganefndirnar eiga enn eftir að hittast augliti til auglitis en Cook kvaðst vongóður um að þær myndu eiga fund saman „á allra næstu dögum“. ■ Saksdknarar reifa/24 Þrír fyrrverandi ráðherrar koma fyrir rétt vegna „blóðhneykslisins“ í Frakklandi Segjast saklaus af ákærum París. Reuters. ÞRÍR fyrrverandi ráðhen-ar í ríkisstjórn Frakklands, sem í gær voru ákærðir fyrir glæp- samlega vanrækslu í starfi og manndráp af gá- leysi vegna blóðgjafar sem olli HlV-smiti þús- unda Frakka um miðjan síðasta áratug, lýstu yf- ir sakleysi sínu á fyrsta degi sögulegra réttar- halda í París í Frakklandi. Sögðu þau Laurent Fabius, fyiTverandi forsætisráðherra, Georgina Dufoix og Edmund Hervé að sannleikurinn í málinu væri engu minna virði en sársauki þeirra sem veiktust eða dóu. Fabius, sem var forsætisráðheiTa 1984-1986 og er þekktastur sakborninga, sagðist í gær hafa gert það sem í hans valdi stóð til þess að koma í veg fyrir dreifingu HIV-smitaðs blóðs á árunum 1984-1985. Þekking manna á því hvern- ig sjúkdómurinn breiddist út hefði hins vegar verið af skornum skammti og að menn hefðu einfaldlega ekki gert sér grein fyrir hættunni sem við blasti. Þetta sögðu ákærendur hins vegar afsökun Reuters LAURENT Fabius, fyrrverandi forsætisráð- herra Frakklands, kemur til réttarhaldanna í París í gær. hrokafullra stjórnmálamanna sem í engu hefðu látið sig varða afleiðingar gerða sinna. Sakaði Yves Aupic, einn þeirra sem sýktist af eyðni vegna þess að honum var gefið blóð sem ekki hafði verið skimað vegna HlV-veirunnar, sak- borninga um glæpi gegn mannkyni. „I dag er ég afar sjúkur og ég fer fram á að þeir sem ábyrgir eru fyrir veikindum mínum verði látnir svara til saka.“ Réttarhöldin yfir þeim Fabius, Dufoix og Hervé eru einstök í sögu franska ríkisins en þetta er í fyrsta sinn sem á það er látið reyna hvort ráðherrar beri endanlega ábyrgð á gjörð- um undirmanna sinna í starfi. Málið er rekið fyrir Dómstóli lýðveldisins sem settur vai- á fót árið 1993 en þetta er fyrsta málið sem hann tek- ur fyrir. Eiga ráðherrarnir þrír yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm og rúmlega sex milljóna króna sekt verði þeir fundnir sekir. ■ Sakaðir um/33 skyni að standa vörð um þann frið sem menn vona að samið verði um í Rambouillet. Létu fulltrúar Banda- ríkjastjómai’ hafa eftir sér að Serbar væru að gera „mikil mistök“ ef þeir héldu þessu til streitu, því þeir gætu kallað yfir sig loftárásir Atlantshafs- bandalagsins (NATO) létu þeir sam- komulag stranda á þessu atriði. Albright væntanleg til Rambouillet Bandaríkjamaðurinn Chris Hill, einn af þremur sáttasemjurum í Rambouillet, sagði á blaðamanna- fundi í gær að viðræðurnar væru allt annað en auðveldar. Greindi Hill frá því að von væri á Madeleine Albright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, til Rambouillet til að færa samninganefndum deilenda heim sanninn um hversu mikla áherslu stórveldin leggja á að samningar náist um frið í Kosovo. Var haft eftir Hubert Vedrine að Tengslahópurinn myndi hittast á allra næstu dögum, líklega á sunnu- dag, til að ræða framgang mála í Rambouillet. Niðurstöðu að vænta fyrir helgi Washington. Reuters. ÞINGMENN öldungadeildar Bandaríkjaþings hófu í gær að ræða sín á milli um úrskurð í málinu gegn Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Ljóst þykir hins vegar að ekki muni reynast nægur meirihluti fyrir því í öldungadeildinni að Clinton verði vísað úr embætti fyrir meinsæri og íyrir að hafa staðið í vegi réttvísinn- ar. Sagði einn þingmanna Repúblik- anaflokksins að svo augljóst væri hvernig atkvæði myndu falla í þing- inu að jafnvel mætti búast við i sýknudómi fyrir helgi. Rúmur mánuður er síðan réttar- höldin yfir Clinton hófust í öld- ungadeildinni og hafa sækjendur fulltrúadeildarinnar á þeim tíma reynt að sýna fram á að forsetinn hafi gerst sekur um brot sem rétt- læti að honum sé vísað úr embætti. Bæði sækjendum og verjendum var hins vegar gert að yfirgefa þingsali í gær því ákveðið var að I umræður um úrskurð í málinu i færu fram fyrir luktum dyrum. | Hlaut tillaga demókrata um að þær , yrðu opnar almenningi ekki tilskil- j inn fjölda atkvæða, vantaði þar tvö atkvæði upp á. Sögðu repúblikanar líklegra að þingmenn myndu þora að tjá sig tæpitungulaust í málinu væru um- ræðurnar ekki opnar almenningi. Kvaðst einn þeirra vonast til þess að þingmenn gætu rætt hreinskiln- islega, og án allra flokkadrátta, um tillögu um að forsetinn hijóti ávítur, fari svo að hann verði sýknaður, eins og ailt bendir til. Hart deilt á Mugabe í Zimbabwe Harare. Reuters. FRÉTTASKÝRENDUR sögðu í gær að stjórnarkreppa væri skollin á í Zimbabwe, sú versta síðan Ro- bert Mugabe stýrði Afríkuríkinu til sjálfstæðis frá Bretum árið 1980. Sögðu þeir að handtökur og meintar pyntingar á nokkrum blaðamönn- um, auk harðrar gagnrýni sem Mugabe hefur beint gegn fulltrúum dómsvaldsins, hefðu gi’afið undan lýðræði í Zimbabwe og mikil ógn stæði nú af vaxandi áhrifum hersins á stjórn landsins. Mugabe lét nýlega handtaka nokkra blaðamenn vegna frétta- skrifa um umdeilda heraðstoð hans við Laurent Kabila, forseta Lýðveld- isins Kongó. Lét Mugabe hafa eftir sér að dagblöð „sem viljandi huns- uðu sannleikann" skyldu ekki gera sér vonir um vernd frá stjórnvöld- um. Handtökumar voru hins vegar gagnrýndar af nokkram dómurum í landinu sem olli því að Mugabe las þeim, og þjóð sinni allri, pistilinn um síðustu helgi. Ottast margir að Mugabe muni kveða með harðri hendi niður allar óánægjuraddir. Reuters Mannskæð snjóflóð í frönsku Ölpunum MIKIL snjókoma hefur verið í Evrópu undanfarna daga og fórust fjórir í gær þegar snjó- flóð féll á þorpin Le Tour og Montroc í frönsku Olpunum með þeim afleiðingum að um tíu hús grófust í kaf. Var einnig óttast um afdrif fjögurra annarra en hjálparstarf gekk erfiðlega vegna erfiðra aðstæðna. Eru þorpin tvö í nágrenni við skíða- svæðið í Chamonix sem er vin- sælt meðal ferðamanna á vet- urna. I Sviss og Austurríki þyk- ir einnig mega rekja nokkur dauðsföll síðustu dagana til snjókomunnar og hefur veðrið jafnframt valdið því að vegir eru illfærir og skíðamenn á heimleið hafa hvergi komist. ■ Ekki væsir um/14 Reuters BILL Clinton bar sig vel f gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.